Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 23 ERLEIMT Fyrstu fjárlögum breska Verkamannaflokksins í átján ár vel tekið Hrósað fyrir kænsku og raunsæi Fyrstu íjárlaga ríkisstjórnar breska Verkamanna- flokksins var beðið með eftirvæntingu og að því er fram kemur í grein Sveins Sigurðssonar er óhætt að segja, að þau hafí komið á óvart. Þvert á það, sem búist var við, voru skattar á fyrirtæki lækkaðir en ekki hækkaðir. Reuter GORDON Brown við morg-unverðarborðið í íbúð sinni í Down- ing-stræti í fyrradag. Með honum eru helstu samstarfsmenn hans í fjármálaráðuneytinu. Öflug- dagblöð -lítil spilling Stokkhólmi. Reuter. SPILLING er minnst í þeim löndum þar sem dagblaðalest- ur er mikill. Er það niðurstaða rannsóknar, sem stofnunin TI (Transparency Internat- ional) hefur gert en hún fylg- ist með þessum málum um allan heim. Nýja Sjáland, Norðurlönd og Kanada eru þau lönd, sem lausust eru við spillingu, og þar er dagblaðalestur og upp- Íag dagblaðanna hvað mest eða á milli 30 og 60 á hverja 100 íbúa. Neðarlega á listan- um eru Kólombía, Filippseyj- ar, Indónesía og Indland en þar eru aðeins gefin út tvö til sex eintök á hveija 100 íbúa. „Spillingin þrífst í upplýs- inga- og fréttaleysinu," sagði Peter Eigen, forstöðumaður TI en stofnunin hefur aðsetur í Berlín. „Mútur og fjárkúgun blómstra þar sem fjölmiðlarn- ir bregðast eða fá ekki að gæta hagsmuna almenings með fréttaflutningi.“ Árleg skýrsla TI um þessi efni er byggð mikið á viðtölum við fólk í atvinnulífinu og er einkunnagjöfin frá 10 og nið- ur úr. Samkvæmt henni var spillingin á síðasta ári minnst í Nýja Sjálandi, sem fékk ein- kunnina 9,43; síðan kom Dan- mörk með 9,33 og Svíþjóð með 9,08. Á botninum voru Kenía með 2,21; Pakistan með 1,0 og Nígería með 0,69. Lestrarhestar í Hong Kong Bandaríkin, þar sem prent- uð eru 24 dagblaðseintök fyr- ir hveija 100 íbúa, eru í 15. sæti en Japan var hins vegar aðeins í því 17. þótt eintaka- fjöldinn sé 58 á hveija 100 íbúa. Af þróunarlöndunum stóðu Hong Kong og Singap- ore sig best og þar er blaða- lestur mjög mikill, raunar sá mesti, sem um getur í Hong Kong eða 82 eintök á 100 íbúa. í Vestur-Evrópu er spill- ing mest á Ítalíu, Spáni og Grikklandi og þar er blaða- lestur lítill. 11 eintök á 100 íbúa á Ítalíu og Spáni og 14 í Grikklandi. Eigen sagði, að brátt yrði önnur skýrsla birt og þá farið eftir því hve oft fulltrúar at- vinnulífsins í ýmsum löndum nota mútur til að greiða fyrir samningum og þá yfirleitt við fyrirtæki utan landsteinanna. Er hætt við, að þá líti myndin dálítið öðru vísi út og Eigen sagði, að til dæmis væri vit- að, að Svíar og Þjóðveijar væru duglegir á þessu sviði. BRESKU blöðin hrósuðu Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, á hvert reipi í gær fyrir fyrstu fjár- lög Verkamannaflokksins í 18 ár. Stjórnarandstaða íhaldsflokksins gagnrýndi þau hins vegar harðlega og einkum fyrir það, að afnuminn hefur verið skattafrádráttur af arð- greiðslum til stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóða. Fyrstu viðbrögð markaðarins voru, að gengi hluta- bréfa lækkaði og var ástæðan sú, að ýmsir töldu, að fjárlögin væru ekki nógu aðhaldssöm. Hætta væri á, að það myndi síðar leiða til vaxta- hækkunar til að draga úr eftirspurn. Síðar varð methækkun á genginu þegar ljóst þótti, að fjárlögin boðuðu ekkert slæmt fyrir atvinnulífið þrátt fyrir sérstakan skatt, sem einka- væddum stórfyrirtækjum verður gert að greiða í eitt sinn. Þegar Brown kynnti fjárlögin sagði hann, að miðað væri við, að þau tryggðu langtímastöðugleika og væru fyrsta skrefið í þá átt að endur- bæta velferðarkerfið. Framlög til skóla og sjúkrahúsa verða aukin um rúmlega 409 milljarða ísl. kr. og er mestur hluti þess fjár sóttur í sér- stakan neyðarsjóð en til hans var stofnað á sínum tíma með styijaldir og aðrar hamfarir í huga. Einn af hornsteinum fjárlaganna er sérstakur skattur, sem lagður verður á einkavædd stórfyrirtæki í eitt skipti fyrir öll. Á hann að skila ríkissjóði allt að 600 milljörðum króna og verður notaður til að fjár- magna atvinnuátak fyrir ungt fólk og þá, sem hafa verið atvinnulausir lengi. Málshöfðun ólíkleg Þessi eingreiðsla mun koma þyngst niður á einkavæddum raf- orku- og vatnsveitufyrirtækjum en þau voru mikið í sviðsljósinu eftir að þau höfðu verið einkavædd vegna gífurlegra launagreiðslna til for- stjóranna. Breska símfélagið, British Telecom, og Breska flugvallastofn- unin, British Airports Authority, börðust mjög gegn eingreiðsiunni en verða að bera sinn hluta af henni og svo er einnig um Bresku járn- brautirnar, Railtrack, en þær voru eitt af síðustu fyrirtækjunum, sem einkavædd voru fyrir síðustu kosn- ingar. Talsmenn raforkufyrirtækjanna, sem fá mesta skellinn, mótmæltu skattlagningunni harðlega í fyrra- kvöld og vöruðu við, að til uppsagna gæti komið en flest bendir til, að ekkert verði af lögsókn eins og sum- ir höfðu hótað, til dæmis Sir Iain Vallance, forstjóri British Telecom. Hann sagði, að þeir 58 milljarðar, sem fyrirtækið þyrfti hugsanlega að greiða, væru „töluvert lægri“ upp- hæð en búist hefði verið við. Lífeyrissjóðir í sviðsljósinu Umdeildasta atriðið í íjárlögunum er, að afnuminn hefur verið 20% skattfrádráttur af arðgreiðslum til stofnanafjárfesta eins og lífeyris- sjóða. Er áætlað, að tekjur ríkisins aukist um 585 milljarða kr. af þess- um sökum en fyrir atvinnufyrirtæki almennt er afleiðingin sú, að þau verða að hækka framlög í lífeyris- sjóði starfsmanna sinna eða þá, að greiðslur úr þeim verði lækkaðar. Peter Murray, formaður í lands- samtökum breskra lífeyrissjóða, sagði um þessa breytingu, að hún væri mesta árás á lífeyrissjóðina eftir stríð og spáði því, að sjóðirnir myndu snúa sér frá hlutabréfum og fjárfesta þess í stað í verðbréfum með fasta vexti, til dæmis ríkis- skuldabréfum. William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, sakaði Verkamannaflokk- inn um að ráðast gegn öldruðu fólki, hlutabréfaeigendum og lágtekju- fólki. Sagði hann, að skatturinn, ein- greiðslan á einkavæddu fyrirtækin, og afnám skattfrádráttarins hjá líf- eyrissjóðunum myndi bitna á vinn- andi fólki um ókomin ár. Brown vísar þessu á bug og held- ur því fram, að lífeyrissjóðirnir hafi gott borð fyrir báru eftir mikinn uppgang á verðbréfamarkaðnum í mörg ár. Sagði hann, að fjárlögin sýndu, að hann væri tilbúinn til að grípa til ákveðinna aðgerða til að kæla efnahagslífið. Fjármálasér- fræðingar búast þó almennt við, að Englandsbanki hækki vexti í næstu viku um 0,25 prósentustig. Þeir eru nú 6,50% og hafa verið hækkaðir tvisvar síðan Verkamannafiokkurinn kom til valda. Skattar á fyrirtæki lækkaðir Búist hafði verið við, að skattar á fyrirtæki myndu hækka með fjár- lögum Verkamannaflokksins en þess í stað voru þeir lækkaðir. Megin- skattþrepið var lækkað úr 33% í 31% en lægra þrepið, sem gildir um fyrir- tæki, sem hafa minna en 11,7 millj- ónir ísl. kr. í hagnað, fer úr 23% í 21%. Sagði Brown, að lækkunin myndi snerta hálfa milljón fyrir- tækja og er afturvirk frá apríl sl. Fyrirtækjaskattar eru nú lægri í Bretlandi en í helstu samkeppnislönd- unum, Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Japan. Brown sagði, að tilgangurinn með lækkuninni væri að örva langtímafj- árfestingu enda hefðu bresk fyrirtæki oft fjárfest of lítið og of seint. Frammámenn í atvinnulífinu eru þó ekki á einu máli um hvort þessi lækk- un muni ýta undir auknar fjárfesting- ar. Fjárlögin eru líklega mesta fagn- aðarefnið fyrir litlu og meðalstóru fyrirtækin. Auk fyrrnefndrar skatta- lækkunar hefur skattfrádráttur vegna nýrrar fjárfestingar verið tvö- faldaður fyrsta árið eftir að til henn- ar er stofnað. Brown telur, að þetta muni kosta ríkið um 30 milljarða ísl. kr. Ýmsir frammámenn í atvinnulíf- inu telja, að þetta muni hafa góð áhrif á fjármagnsflæði í fyrirtækjun- um og muni koma sér best fyrir byggingariðnaðinn, sem hefur átt heldur á brattann að sækja. Einn tók svo til orða, að hann byggist ekki við neinum fagnaðarlátum á götum úti en þetta væri spor í rétta átt og gæti jafnvel stundum riðið baggamuninn fyrir fyrirtæki. Nefna má einnig, að með fjárlög- unum efnir Verkamannaflokkurinn það kosningaloforð sitt að lækka virðisaukaskatt á innlent eldsneyti úr 8% í 5% og tekur lækkunin gildi í september. Auk þess verður sér- stakur skattur á gas afnuminn. Samkvæmt fjárlögunum verða lántökur ríkisins 13,25 milljarðar sterlingspunda á þessu ári, voru áætlaðar 19,25 milljarðar hjá for- vera hans, Kenneth Clarke, og 5,5 milljarðar punda á næsta ári en 12,25 hjá Clarke. Hefur Brown sett sér það markmið að uppræta fjár- lagahallann á fimm árum. Verkamannaflokkurinn og Gor- don Brown njóta þess, að tekjur rík- isins undir stjórn Ihaldsflokksins hafa aukist ár frá ári. Með skatta- hækkunum verða rúmlega 643 millj- arðar ísl. kr. teknir út úr efnahagslíf- inu á þessu ári og um 550 á því næsta og er það talið draga úr þörf fyrir vaxtahækkanir en þó ekki koma í veg fyrir þær. Breska stjórnarandstaðan hefur ráðist hart gegn fjárlögunum og hafa íhaldsmenn skírt þau upp og kalla þau „fjárlögin til minningar um Robert Maxwell“. Eins og mörg- um er kunnugt, vann hann sér það til frægðar áður en hann lést við heldur óljósar kringumstæður að draga sér 46,8 milljarða kr. úr lífeyr- issjóði fjölmiðlaveldis síns. Sjónhverfingar eða kænska Peter Lilley, talsmaður íhalds- flokksins í fjármálum, sagði, að fjár- lögin boðuðu erfiða tíma fyrir fyrir- tækin í landinu og því erfíðari sem lengra liði frá vegna aukinna lífeyr- isútgjalda. Archie Kirkwood, tals- maður frjálslyndra demókrata í tryggingamálum, sakaði hins vegar Brown um sjónhverfingar. Fjárlögin væru svo flókin og þannig sett fram, að almenningur gæti ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum. Óháðir sérfræðingar segja, að Brown hafi sýnt mikla pólitíska kænsku með fjáriögunum. Vissulega muni afnám skattfrádráttarins hafa einhver áhrif á fyrirtæki, starfsmenn og eftirlaunaþega en venjulegt fólk muni þó ekki átta sig á hve mikil þau eru. „Það mun ekki liggja í augum uppi, að fólk sé að greiða skatt. Það mun ekki taka eftir honum og því er ólíklegt, að hann hafi nokkur póli- tísk áhrif,“ sagði Paul Johnson, að- stoðarforstjóri stofnunar, sem fæst við fjármálalegar rannsóknir. Ekki eru heldur allir íhaldsmenn óánægðir með fjárlög Gordon Browns. Norman Lamont, fyrrver- andi fjármálaráðherra í stjórnartíð íhaldsflokksins, sagði, að þau væru „mjög varkár". Heita má, að öll bresku blöðin hafi lokið lofsorði á Brown fyrir fjár- lögin og samkvæmt skoðanakönnun í The Evening Standard telur meiri- hluti Breta, að hann hafí unnið gott verk. Þrátt fyrir það töldu aðeins 8%, að hagur þeirra myndi vænkast en 47% kváðust telja, að hann myndi heldur versna. Með báða fætur á jörðinni Dagblaðið Times fjallar um fjár- lögin í leiðara í gær undir fyrirsögn- inni: Skynsamleg fjárlög, sem eiga stuðning skilinn. Þar segir, að í Bret- landi hafi áður verið tveir flokkar, annar, sem vildi skattalækkun af hugsjónaástæðum, og hinn, sem vildi skattahækkun af hugsjónaástæðum. Nú sæti við völd ríkisstjórn, sem ekki væri í neinu slíku hafti og breytti skattalögunum með tilliti til þarfa efnahagslífsins. Gordon Brown vildi gefa þá mynd af sér, að hann væri harður í horn að taka en fjárlögin sýndu, að hann væri fyrst og fremst með báða fætur á jörðinni. tmaf* ii/a HREYSTI VERSLANIR Laugavegi 51 - Skeifunni 19 - Fosshálsi 1 S. 551 -7717 - 568-1717 - 577-5858 Par sem þú færÖ allt í útixristar- ogr sóiarferöina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.