Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 59 ★ STAFRÆNT HLJÓÐKERFI í ÖLLUM SÖLUM! ★ ALVÖRU BIO! ★ E-5532075 [XipOlby STÆRSTA TJflLDIÐ MBI TÍHX FRUMSÝNING: MENN í SVÖRTU Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 . B.i. 12 ára. Frumskógaskrímsli í stórborginni KVIKMYNPIR Iláskólabíó, Laugarásbíó ÓVÆTTURINN („THE RELIC“) ★ ★ Leikstjóri Peter Hyams. Handritshöfundar Frank Jaffa, Amanda Silver. Kvik- myndatökustjóri. Peter Hy- ams. Tónlist John Debney. Aðalleikendur Penelope Ann Miller, Tom Sizemore, Linda Hunt, James Whitmore, Clay- ton Rohner 110 mín. Banda- rísk. Paramount 1997. SAFNAHÚS eru góður bak- grunnur fyrir hrollvekjur og skrímslamyndir. Einkum eft- ir lokun á kvöldin. Ramminn utanum nýjustu mynd spennumyndasmiðsins Peter Hyams er því ekki af verri endanum, risastórt Náttúru- gripasafn Chicago, með sín- um víðáttumiklu salarkynn- um, drungalegu rannsóknar- stofum og rangölum í kjöllurum. Til að hleypa lífi í myndina (og safnið) kemur til sögunnar dularfull send- ing úr frumskógum Amazon- héraðsins. Sendandinn er mannfræðingur sem rann- sakar dularfull fyrirbrigði meðal frumbyggjanna. Eitt- hvað „óhreint" hefur slæðst með sendingunni því ekki líð- ur á löngu uns óhugnanleg morð eru framin í safninu og lögregluforinginn D’A- gosto (Tom Sizemore) vill láta loka því á meðan hann ræður gátuna. Það gengur ekki eftir því fyrir höndum er kvöldverðarboð í safninu til styrktar starfseminni og öllum broddborgurunum boðið til veislunnar. Á meðan þeir vappa prúðbúnir um sali rennur drápsæði á frum- skógadjöfulinn niðri í rangöl- unum og er okkar maður, D’Agosto, ekki öfundsverður af því að kveða hann niður. Jafnvel þó hann njóti fullt- ingis líffræðingsins Margo Green (Penelope Ann Miller). Hyams er nokkuð lunkinn afþreyingasmiður (Capricorn One, Outland, The Star Chamber), verkin hans eru þó flest með miklum B- myndaeinkennum. Þau eru ansi greinileg hér, þar sem Óvætturinn minnir mikið á Godzilla- og slíkar mein- vættamyndir frá blómatíma þeirra eftir miðja öldina. Hér er því engin fokdýr glans- mynd né stórfengleg brellu- mynd á ferðinni heldur hversdagsleg og gamaldags óvættamynd með ófrumlegri forynju í titilhlutverkinu. Það er svosem allt gott og bless- að, slíkar myndir eiga engu síður rétt á sér en hveijar aðrar. Gallinn er hinsvegar sá að Hyams hefur oftast tekist betur upp. Handritið er tilþrifalítið og Hyams dvelst alltof lengi við myrkar og hráblautar sviðsmyndir kjallarans, þar sem óskýr og hröð kvikmyndataka hans sjálfs bætir ekki úr skák. Þessir þunglamalegu og langdregnu kaflar skemma stórlega fyrir og virka sem spennufall í annars laglegri meðalmynd með fínum en fáum sjokkatriðum sem ýta manni framá stólbríkina. Leikaravalið bætir ekki úr skák. Miller reynir að gera sig mannborulega að hætti Sigourney Weaver en tekst ekki. Sizemore er ábúðar- mikill en hefur ekki burði í aðalhlutverk og ekki hressir Clayton Rohner, sem Sigur- jón Sighvats og fleiri góðir menn reyndu að gera að ein- hverju á sínum tíma, uppá flokkinn. Linda Hunt er uppá punt. Skrímslið kemur ekki ærlega við sögu fyrr en langt er liðið á alltof rausnarlegan sýningartíma og á þá frísk- legan sprett, einkum undir blálokin. Óvættinum er ekki alls varnað þótt hún teljist ekki eftirminnileg. Sæbjörn Valdimarsson www.skifan.com sími 551 9000 6ALLERI REÓNBOCANS MÁLVERKASÝNINC SICURÐAR ÖRLYCSSONAR FYRSTA STORMYND ARSINS Bruce Willis - Gary Oldman Milla Jovovich M'BL LEIKSTJORIILUC BESSON Die Hard framtíðarinnar. Hörku spennandi mynd um leigubílstjóra í New York árið 2300 sem fyrir tilviljun kemst að þvi að jörðinni er ógnað af ókunnu afli utan úr geimnum. Til þess að bjarga jörðinni verður hann að finna fimmta frumefnið. Búningar: Jean-Paul Gaultier, tónlist Eric Sierra. Leikstjóri: Luc Besson. íslensk heimasíða: xnet.is/5thelement Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.30. B. i. 10 ára David Neve Courteney Matthew Rose Skeet Jamie and ’ Drew Arquette Campbfll Cox Lillard McGowan Ulrich Kennedv Barrvmore - ,.i l.tt'V ,' / •: V -I rfimoiKÍnnlilrrK rom /vrenm KOMDU EF ÞÚ ÞORIR!!! ★ ★★l/2 DV. Óbærileg spenna og húmor sem fær hárin til að risa 11.15. B.i.16. .fM ip * i4á«£i Some Mother’s Son TOGSTREITA Áhrifarík saga sem fjallar um tvær írskar mæður sem standa frammi fyrir þvi að synir þeirra eru handteknir og dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar fyrir leynilega þátttöku í IRA samtökunum. Barátta fanganna gegn breska ríkisvaldinu feiðir til þess að þeir taka þátt í hungurverkfalli ásamt samföngum sínum. Það er í höndum mæðranna að grípa í taumana eða leyfa þeim að berjast og jafnvel deyja fyrir máistaðinn. Aðalhlutverk Helen Mirren og Fionnula Flanagan. Sýnd ótextuð kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. Sýnd kl. 6 og 9. Söngkqnan Sade í fangelsi? DÓMSTÓLAR á Jamaica hafa gefið út hand- rétt 30. júní þegar hún átti að svara til saka tökuskipun á söngkonuna Sade. Það þýðir að fyrir of hraðan akstur. Dómarinn tók ekki ef Sadefertil Jamaica bíður hennar fangelsis- tillit til skýringar Sade sem sagði að hún dvöl. Ástæðan er sú að hún kom ekki fyrir kæmist ekki vegna veikinda dóttur sinnar. *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.