Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 39

Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 39 AÐALGEIR SIG URGEIRSSON + Egill Aðalgeir Sigurgeirsson, en svo hét hann fullu nafni, fæddist á Bangastöðum á Tjörnesi 1. október 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Þingey- inga á Húsavík 24. júní siðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björg Jónsdóttir, f. 31. janúar 1890 að Vallakoti í Reykjad- al, d. 18. september 1978, og Sigurgeir Pétursson, f. 18. apríl 1874 í Víðiseli í Reykjadal, d. 9. apríl 1950. Börn Bjargar og Sigur- geirs voru alls tíu: 1) Oskírður, f. 1910, dáinn sama ár). 2) Reg- ína, f. 1911. 3) Ragnhheiður Guðný, f. 1913. 4) Pétur Óskar, 1915, d. 1944. 5) Hera, f. 1916. 6) Egill Aðalgeir, f. 1920, d. 1997. 7) Sigrún, f. 1922, d. 1936. 8) Olgeir, f. 1924. 9) Valdemar Tryggvi, f. 1927, dáinn sama ár. 10) Sigríður f. 1930, d. 1935. Aðalgeir kvæntist 25. desem- ber 1942 eftirlifandi konu sinni Friðbjörgu Bergþóru Bjarna- dóttur frá Norðfirði, f. 10. júlí 1924. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Friðbjömsdóttir frá Þingmúla í Skriðdal, f. 11. maí 1893, d. 9. júní 1989, og Bjami Sveinsson frá Viðfirði, bátasmiður á Norðfirði, f. 5. ágúst 1894, d. 24. febrúar 1978. Börn Aðalgeirs og Bergþóm eru: 1) Óskírð, f. 21.8. 1942, d. sama dag. 2) Bjarni, f. 25.11. 1943, kvæntur Þórhöllu Sigurð- ardóttur, f. 1947, og eiga þau þrjá syni og sjö barnabörn. 3) Sig^urður, f. 19.12. 1945, kvænt- ur Sigurhönnu Jónu Salómons- dóttur, f. 1946, og eiga þau fimm börn og sjö barnabörn. 4) Sigrún, f. 14.9. 1948, gift Baldri Baldvinssyni, f. 1948, og eiga þau þijú börn og sjö barna- börn. 5) Guðrún Björg Zeller, f. 3.12. 1949, fv. maki Kurt Zell- er, f. 1951, og eiga þau tvö böm. 6) Sigurgeir, f. 10.9. 1953, kvæntur Erlu Kristínu Bjarna- dóttur, f. 1953. Sig- urgeir var áður kvæntur Margréti Sveinbjörnsdóttur, f. 1956, og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. 7) Sig- ríður, f. 22. apríl 1958, gift Héðni Helgasyni, f. 1957 og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. 8) Sveinn Viðfjörð, f. 6.12. 1964, kvænt- ur Mörthu Dís Brandt, f. 1969, og eiga þau einn son. ALfkomendur Aðalgeirs og Bergþóru eru því orðin 49. Aðalgeir ólst upp í foreldra- húsum til fimm ára aldurs að hann fór að Fagranesi í Aðaldal, þar sem hann var samfellt til 16 ára aldurs hjá Kristínu Sigurðar- dóttur og fjölskyldu hennar. Eft- ir það er hann aftur í foreldra- húsum, þar til hann og Bergþóra stofna heimili árið 1942 og hafa þau búið á Húsavík síðan að und- anskildu einu ári, sem þau bjuggu á Norðfirði. Árið 1960 festa þau kaup á húseigninni í Skólagarði 2 á Húsavík, þar sem þau hafa búið síðan. Aðalgeir stundaði sjó- mennsku og ýmis önnur störf til ársins 1948, en það ár gerð- ist hann vörubílstjóri og stund- aði vörubílaakstur á Húsavík tíl ársins 1956. Árið 1956 hóf Aðal- geir reglubundna vörufiutninga milli Húsavíkur og Reykjavíkur og starfaði við það meðan starfskraftar hans entust, þang- að til í byijun þessa árs. Síðustu árin vann hann á vöruafgreiðslu sinni á Húsavík. Aðalgeir lét ýmis réttinda- og baráttumál í vöruflutningastarfseminni sig miklu skipta. Hann var m.a. einn af stofnendum Vöruflutn- ingamiðstöðvarinnar hf. í Reykjavík og sat þar í sljórn um árabil. Þá var hann einn af stofnendum Landvara og fyrstí formaður þess félags. Utför Aðalgeirs verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi. Okkur langar með nokkrum orðum að þakka þér fyrir samferðina, þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyrir okk- ur. Þú varst ástríkur faðir og sagð- ir alltaf að það dýrmætasta sem þið mamma ættuð væru börnin ykkar. Þetta voru ekki bara orð, þetta sýnd- ir þú okkur í öllu þínu viðmóti og umhyggju fyrir velferð okkar. Þú innprentaðir okkur samviskusemi, heiðarleika og virðingu fyrir skoð- unum annarra. Líf þitt var ekki alltaf dans á rósum. Fyrsta barnið ykkar fæddist andvana og bæði áttuð þið mamma við veikindi að stríða, sem þið yfir- unnuð með tilstyrk Guðs og góðra manna. Gleðistundirnar voni því sem betur fer miklu fleiri. Þú naust þín vel í góðra vina hópi, þar sem þú varst hrókur alls fagnaðar. Eins og algengt var á árum áð- ur, þá var lífsbarátta ykkar mömmu hörð, en með samstillta strengi, dugnaði og áræði yfirunnuð þið erf- iðleikana. Það þurfti mikið áræði til, þegar þú hófst vöruflutningana milli Húsavíkur og Reykjavíkur um miðjan sjötta áratuginn. Þar kom fljótt í ljós óbilandi kjarkur þinn og eljusemi. Þú naust þín líka vel í samvinnu við félaga þína í vöru- flutningunum. Þú varst einn af frumhetjunum í mótun og þróun vöruflutninga á landi. Þið börðust saman fyrir málstaðinn, þið lögðuð ykkar lóð á vogarskálina til endur- bóta í vegamálum, þið stofnuðuð Vöruflutningamiðstöðina hf. í Reykjavík og síðar Landvara, þið lögðuð grunninn að hinni öflugu vöruflutningastarfsemi á landi sem í dag þykir svo sjálfsögð. Þið unnuð langan vinnudag og náttstaður var ekki alltaf fyrirfram ákveðinn, þar réð meiru veður og færð. Þið áttuð líka ykkar gleðistundir saman og við vitum að þær voru sem betur fer margar - því hvað gefur lífinu meira gildi en atora og framsýni og að gleðjast saman á góðri stund. Það er líka margs að minnast úr heimilislífinu. Okkur líða seint úr minni allar sögurnar þínar frá upp- vaxtarárum þínum í Fagranesi, um Sigurð fóstra þinn, sem þú nefndir ætíð svo, og annað heimilisfólk, sem allt var þér svo gott. Það hvílir ákveðinn ljómi yfir minningum þín- um um Fagranesárin þín. Hver man ekki gamlárskvöldin á Björkinni, þegar saman var komin öll fjölskyldan og þið Olgeir bróðir þinn hélduð uppi söng þar til nýtt ár var gengið í garð. Þar þurfti engar söngbækur, því minni ykkar bræðra á lög og texta var slíkt að ykkur rak aldrei í vörðurnar. Þá voru einnig ófá lögin, sem þú og Baldur tengdasonur þinn sunguð saman á þessum eftirminnilegu gamlárskvöldum. Eitt var það lag sem þú lést ætíð syngja á þessum kvöldum, en það var hið fallega lag „Vel er mætt til vinafunda". Við viljum sérstaklega þakka þér fyrir hlýjuna og ástúðina í garð afa- barnanna og langafabarnanna þinna. Þau eru orðin mörg bömin sem minnast Alla-afa. Heimili ykkar mömmu er þeim öllum svo kært, bamssálin er svo opin fyrir hlýjunni og umhyggjunni sem þið ætíð veitt- uð þeim. Þá viljum við ekki síður þakka þér fyrir vináttuna og umhyggjuna fyrir tengdabömum þínum. Þau hafa hvert af öðru komið inn í íjöl- skylduna og notið ástúðar og hlýju þinnar. Elsku mamma, þinn missir er mestur, en við vitum að hinar ljúfu minningar þínar um góðan eigin- mann munu gefa þér styrk um ókomin ár. Elsku pabbi, það er svo margs að minnast á þessari kveðjustund. Minningin um ástríkan föður, tengdaföður, afa og langafa mun lifa í hugum okkar allra. Vertu sæll, elsku vinur. Börnin þín. Nú þegar afi er dáinn langar mig að minnast hans í örfáum orðum. Það er sárt að kveðja afa en ég veit að nú líður honum vel og er ég fegin að hann þurfti ekki að kljást lengi við hinn illvíga sjúkdóm sem krabbamein er. Ég geymi minning- una um góðan, virðulegan og falleg- an afa sem bar hatt og ók um á Bensinum sínum. Afi hafði rólegt yfirbragð og það var alltaf notalegt að koma heim á Björkina til afa og ömmu og finna hlýjuna sem stafaði frá þeim báðum. Afí sat oft þögull þegar við barna- börnin vorum hjá þeim en brosti gjaman út í annað yfir skoplegum uppátækjum og samtölum. Við bárum öll mikla virðingu fyr- ir honum og nutum þess að fínna þá miklu hlýju sem frá honum kom. Ég hugsa til baka og koma þá margar ljúfar minningar upp í hug- ann. Þegar ég útskrifaðist frá KHÍ vorið 1990 fóram við nokkur út að borða saman ásamt afa. Þetta kvöld er mér ógleymanlegt og á afi stóran þátt í því. Vinafólk mitt sem með okkur var dáðist að afa, hversu skemmtilegur og sterkur persónu- leiki hann var. Ég er stolt af honum. Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig í sorg þinni. Björk Sigurðardóttir. í dag er til moldar borinn forastu- maður, brautryðjandi og góður fé- lagi, Alli Geira, eins og Aðalgeir Sigurgeirsson var oftast nefndur í okkar hópi. Aðalgeir var sérstakur á margan hátt og það voru forréttindi að fá að kynnast honum og að starfa með honum. Á bakvið ákaflega hlýlegt og elskulegt viðmót bjó skapfesta, seigla og harka, sem þurfti svo mik- ið á að halda og nýttist svo vel í því jífsstarfi sem kom í hans hlut. Útsjónarsemi, gætni og fyrir- hyggja voru einnig kostir sem komu bílstjóranum vel, því það var vissu- lega ekki á allra færi að stunda vöruflutninga á milli landshluta á upphafsáram vöraflutninga á ís- landi. AIli Geira hóf vöraflutninga á milli Húsavíkur og Reykjavíkur árið 1956. Á þeim tíma var vegakerfið vægast sagt mjög bágborið og þjón- usta við vegfarendur var lítil eða engin. Þeir sem stunduðu vöraflutn- inga á lengri leiðum á þessum áram urðu mjög að treysta á sjálfa sig, mátt sinn og megin, því ósjaldan voru menn einir á ferð langtímum saman við erfiðar aðstæður. í raun var aðeins sæmilega fært um ís- lenska vegi í um það bil þijá mán- uði á ári. Þá höfðu menn oft sam- flot yfir heiðar, hjálpuðust að, og leiddi þessi samvinna til mikillar samstöðu á milli bílstjóra og til traustrar vináttu manna í milli. Allan veturinn voru vegir meira og minna illfærir eða ófærir vegna veðurs, snjóa eða hálku. Þegar snjóa leysti tók aurbleytan við með til- heyrandi þungatakmörkunum og afkoman varð þá ekki uppá marga fiska þegar tekjur minnkuðu vegna þess að ekki mátti hafa með nema hluta þeirrar hlassþyngdar sem bif- reiðin mátti bera. Við þessar aðstæður hófu margir stórhugar eins og Alli Geira vöru- flutninga milli Reykjavíkur og sinn- ar heimabyggðar. Erfileikar vöru- flutninga við þessar aðstæður era augljósir, enda varð raunin sú að margir entust stutt, gáfust upp og nýir stórhugar tóku við. Alli Geira var einn framherjanna sem hafði það sem til þurfti, hann hafði viljann og kraftinn til að leysa þáu verkefni sem hann hafði tekið að sér. Hann stóð af sér mótlæti og erfiðleika sem fylgdu vöraflutn- ingunum á þessum tíma. Á engan er hallað þó sagt sé að þar hafi Alli Geira staðið fremstur meðal jafningja. Hann byijaði smátt og var lengi framan af með eina Mercedes Benz flutningabifreið. En starfsemi hans hefur vaxið jafnt og þétt, eiginkonan og börnin aðstoðað og síðan komið til leiks af fullum krafti í fjölskyldu- fyrirtækinu. Hin síðari ár hefur Alli Geira gert út margar bifreiðar og fyrir- tæki hans stendur traustum fótum, er leiðandi í nýjungum og sinnir vel vaxandi flutningaþjónustu fyrir fólk og fyrirtæki á Húsavík og Norðaust- urlandi öllu, en félagið varð 40 ára á síðasta ári. Framan af sýndu stjórnvöld hinni nýju atvinnugrein, vöraflutningum á landi, lítinn skilning. Rekstur þess- ara atvinnutækja, vöruflutningabif- reiða, var skattlagður svo sem um frístundaiðju væri að ræða á sama tíma o g flestar aðrar atvinnugreinar nutu mun meiri skilnings löggjafans og stjórnvalda. Við þessar aðstæður kom að því að vöraflytjendur töldu nauðsynlegt að bindast samtökum sem tækju sameiginlega á fyrir atvinnugreinina. Alli Geira var í hópi þeirra sem hvöttu mjög til stofnunar samtaka í þessu sambandi og hann vann ötul- lega að því að kynna sjálfstætt starf- andi bifreiðastjóram málið um allt land, en ekki síst á sínu heimasvæði. í janúar 1971 stofnuðu vöraflytj- endur félag sitt Landvara og Aðal- geir Sigurgeirsson var einróma kos- inn formaður á stofnfundinum. Það segir býsna mikið um mannkosti Alla Geira að hann, þá enn í dagleg- um akstri á langri og erfiðri flutn- ingaleið, skyldi taka að sér jafn kreíjandi starf og formennska í Landvara var á fyrstu áram félags- ins, en félagar hans endurkusu hann til formanns Landvara næstu 14 árin. Aðalgeir gaf sig í þetta starf af sömu trúmennsku, vilja og áræði og hann hafði sýnt í rekstri sínum. Hann naut mikils trausts félaga sinna og hann sat í stjórn í nokkur ár eftir að hann hætti formennsku í félaginu 1985. Mikið vatn hefur rannið til sjávar frá því Alli Geira fór sína fyrstu ferð milli Húsavíkur og Reykjavíkur með vörar forðum daga. Margt hef- ur breyst og flest til hins betra, bif- reiðar, tæki, vegir, vegaþjónusta og fleira, starf flutningabílstjórans er nú ekki sama starfið og áður. Kom- ið var á fót vöraafgreiðslum í Reykjavík og í heimabyggðum vöra- flytjenda úti á landsbyggðinni. Öll aðstaða til að þjóna viðskiptavinum er gjörbreytt og flest byggðarlög landsins búa nú við daglegar ferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu. Alli Geira er hluti af þessari þró- un, verk hans og störf sjást víða og í raun eram við, íslenskir flutninga- menn, enn að njóta verka hans og starfa í ríkum mæli. Hann var ekki aðeins forustumaður hagsmuna- samtaka atvinnugreinarinnar, Landvara, í 14 ár, hann var einn af stofnendum Vöraflutningamið- stöðvarinnar hf. í Reykjavík, sat þar í stjórn í fjölda ára og sem formað- ur í mörg ár. Hann var auðvitað aðalhvatamaður að flestum baráttu- málum stéttar sinnar í fjölda ára, eins og afsláttakerfi þungaskatts, stofnun Landflutningasjóðs og fleiri hagsmunamálum. Þegar Landvari, félag íslenskra vöruflytjenda, hélt upp á 25 ára afmæli sitt árið 1996, var Alli Geira gerður fyrsti heiðursfélagi Land- vara. Það var sérstaklega ánæguleg stund að heiðra þennan öldung, veita honum og eiginkonu hans ein- læga virðingu félagsins og félags- mannanna, eftir hið mikla og óeig- ingjarna starf þessa trausta ein- staklings fyrir svo marga í áraraðir. Hér hefur verið sagt ofurlítið frá bílstjóranum, forastumanninum og vini okkar Alla Geira, sem við minn- umst nú á þessum tímamótum sem góðs vinar og félaga. Þrátt fyrir krefjandi störf vissi Alli Geira öðrum betur að lífið er líka list og leikur og þar tók hann einnig þátt með okkur hinum. Faliinn er góður drengur sem lagt hefur stóran skerf af orku sinni í þágu okkar hinna. Hvað tekur við ^ vitum við ekki en víst er að góður liðsmaður er mættur til leiks á nýum sviðum. Landvaramenn þakka Alla Geira fórnfús störf, hann var félagi okkar sem faðir og fóstri. Við sendum Bergþóra Bjarnadóttur, börnum þeirra og aðstandendum öllum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór Brynjúlfsson, formaður Landvara, Guðmundur Arnaldsson, framkvæmdastjóri Landvara. > » f 1 júní 1971 kynntist ég Aðalgeiri Sigurgeirssyni. Hann var þá for- maður nýstofnaðs félags, Landvara, landsfélags vörabifreiðaeigenda á flutningaleiðum. Stjórn félagsins réð mig til þess að annast skrifstofu- hald og framkvæmdastjórn fyrir hið nýstofnaða félag og gegndi ég því sem hlutastarfi í nítján ár, lengst af undir formennsku Aðalgeirs. Samstarf okkar var mjög náið og kynntist ég því hvílíkur mannkosta- maður Aðalgeir var, samviskusamur og gegnheill. Framan af ævi stundaði Aðalgeir sjómennsku en árið 1945 eignaðist hann vörabifreið og vann við vörabif- reiðaakstur á Húsavík fram til ársins 1954 er hann sneri sér alfarið að vöraflutningum á milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Hann var því meðal brautryðjenda í því að helja skipu- lagsbundna vöraflutninga á landi milli höfuðborgarinnar og lands- byggðarinnar. Þrátt fyrir erilsöm störf og stóran bamahóp var Aðal- geir alla tíð virkur þátttakandi í fé- lagsstörfum. Hann bar velferð stéttar sinnar fyrir bijósti og var sívökull yfir því hvað betur mætti fara. Hann lét sér hugsjónina ekki nægja heldur hrinti málum úr vör. Oftast fór það svo að franikvæmdin mæddi á hon- um, en hann taldi það ekki eftir sér heldur vann að málum af ótrúlegri fómfýsi. Þessi félagsstörf bitnuðu að sjálfsögðu á atvinnu hans og og fjöl- skyldu, en þar átti hann góða að sem umbára honum fráverana. Þeir sem annast vöraflutninga með bifreiðum hafa notið góðs af brautryðjendastarfi Aðalgeirs. Hann var meðal hvatamanna að þvi að stofna vöraafgreiðslu í Reykjavík er síðar varð Vöraflutningamiðstöðin hf. og hann skildi nauðsyn þess að sameina flutningamenn undir einu merki til baráttu fyrir hagsmunamál- um. Aðalgeir var fyrsti formaður^- Landvara og fékk félagið miklu áork- að í formannstíð hans. Mörg fram- faramál hefðu aldrei náð fram að ganga ef ekki hefði komið til þraut- seigja Aðalgeirs og þaulseta hans í Reykjavík í bið eftir viðtölum við ráðherra, alþingismenn og aðra þá er veitt gátu málum brautargengi. Það var unun að vinna með Aðal- geiri. Hann miðlaði mér af reynslu sinni og var óhjákvæmilegt annað en dást að þessum öðlingi sem bar- ist hafði við náttúruöflin til sjós og lands en kom ávallt fram sem heims- maður og diplómat. Þrátt fyrir að ég væri tuttugu og fimm áram yngri og reynslulítill tók hann mér sem jafningja í leik og starfi. Hann hafði. ungur byijað að vinna og ekki feng- ið þá hefðbundnu menntun sem börn og unglingar fá nú á tímum. Þess sá þó aldrei merki að jiar færi nær óskólagenginn maður. I viðræð- um við ráðamenn var hlýtt á orð hans því menn fundu að hann mælti af sanngirni. Kröfulistinn frá sam- tökum hans var langur og Aðalgeir vissi að ekki var hægt að verða við öllum kröfum, en þau mál sem hann lagði áherslu á náðu flest fram að ganga. Viðmælendum hans var ljóst að ekki var verið að reka óbilgjarna kröfupólitík heldur væri farið fram* á leiðréttingar og fyrirgreiðslu sem væra réttlætismál. Ég tel það gæfu mína að hafa kynnst Aðalgeiri og átt hann að ’ vini og sendi Bergþóru og fjölskyldu ,, samúðarkveðjur við fráfall góðs manns. Stefán Pálsson. f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.