Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 43 + (Tryggvi) Baldur Líndal efnaverk- fræðingur fæddist á Lækjamóti í Víðidal, Þorkelshólshreppi, V-Húnavatnssýslu, 17. ágúst 1918. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju í Kópavogi 27. júní. Kvaddur er í dag Bald- ur Líndal, efnaverkfræð- ingur. Hann var einn helsti brautryðjandi landsins á sviði jarðhitanýtingar og frumkvöðuil að framleiðslu efna úr innlendum hrá- efnum. Hann var nafntogaður langt út fyrir landsteina íslands fyrir sér- þekkingu sína á þessu sviði, sem hann gerði grein fyrir í fjölda erinda og ritgerða á alþjóðlegum ráðstefn- um á langri starfsævi. Þekkt er myndræn framsetning Baldurs á því, hvernig hægt er að nota jarð- hita við mismunandi hitastig. Mynd þessi er almennt kölluð Líndal- myndin (the Lindal Diagram) og hefur um árabil verið notuð um allan heim sem dæmi um þá margþættu nýtingu, sem einkennir jarðhita og minnir á framlag Baldurs og Islands til jarðhitaverkfræði. Kynni okkar Baldurs hófust 1969, þegar nokkrar verkfræðistofur og sjálfstætt starfandi ráðgjafarverk- fræðingar stofnuðu verkfræðifyrir- tækið Virki hf. til að annast fjöl- þætt ráðgjafar- og rannsóknarstörf, sem kröfðust samvinnu ólíkra greina verkfræðinnar. Baldur hafði mikinn metnað í þá átt að afla íslenskum verkfræðingum verkefna erlendis og flytja út þá sérhæfðu þekkingu og reynslu sem myndast hafði hér á landi við virkjun og hagnýtingu jarð- varma. Var það m.a. eitt af megin- markmiðum með stofnun Virkis. Nokkrir stofnenda Virkis fluttu starfsemi sína undir sama þak og var Verkfræðistofa Baldurs Líndals ein þeirra. Við störfuðum saman að fyrsta verkefni Virkis, sem var að gera áætlanir um varmaveitu fyrir Hafnarfjörð með virkjun háhita- svæðisins í Krísuvík. Kom í hlut Baldurs að fínna hentugan iðnað til þess að nýta þann mikla umfram- varma sem myndast við virkjunina og heyrði ég þá fyrst minnst á mag- nesíumklóríð, sem er iðnaðarhráefni unnið úr sjó og skeljasandi og notað m.a. til að framleiða magnesíum- málm. Vakti víðsýn og frjó hugsun þessa virta vísindamanns aðdáun mina. Atvikin höguðu því þannig síðar að við störfuðum náið saman um 13 ára skeið, en Baldur sat í stjórn Virkis 1972-1992, þar af sem stjórn- arformaður 1985-1990. Þegar mér bauðst að taka að mér framkvæmda- stjórn Virkis á erfiðum tíma í árslok 1975 var þekking mín á jarðhita afar takmörkuð. Var ég því á báðum áttum hvort ég myndi ráða við starf- ið. Mér er minnisstætt hve hlýlega Baldur tók á móti mér. Hann stapp- aði í mig stálinu og bað mig ekki hafa áhyggjur af þessu, til þess hefði ég sérfræðingana að leita til og það sem ég þyrfti að vita myndi fljótt lærast. Eg held að uppörvun hans og hvatning hafi ráðið mestu um að ég guggnaði ekki á örlagastund. Verkefni á sviði jarðhita voru margvísleg á þessum árum bæði innanlands og utan: jarðvarmavirkj- anir í Kröflu og Kenya, hitaveitu- verkefni í Tyrklandi og Hafnarfirði, jarðhitarannsóknir í Grikklandi, Tansaníu og Madagaskar, svo nokk- ur séu nefnd, að ógleymdum fjölda tilboða, sem ekki urðu að verkefnum, en gerðu þó miklar kröfur um hug- vitssemi. Baldur tengdist þeim flest- um með einum eða öðrum hætti. Minnist ég ótal heimsókna til hans á notalegu skrifstofuna handan gangsins, þar sem lagt var á ráðin. Á árunum 1949-1961 starfaði Baldur hjá Raforkumálaskrifstofunni á umbrotatímum í sögu jarðhitaþró- unar á íslandi, þar sem grundvöllur var lagður að ýmsum verkum sem síðar áttu eftir að verða að veru- leika. Árið 1961, í kjölfarið á sögufrægu verkfræðingaverk- falli, stofnaði hann eigin verkfræðistofu sem hann rak til dauðadags. Ekki er hægt í stuttri minn- ingargrein að minnast nema á örfá þeirra mörgu verkefna sem Baldur léði lið sitt. Einna þekktastur er Baldur Lín- dal fyrir störf sín að kísilgúrvinnslu við Mývatn. Hann rannsakaði leðj- una í Mývatni og sannaði með til- raunum að hægt væri að framleiða úr henni hágæða kísilgúr til síunar. Var þetta upphaf borana eftir jarð- hita við Námafjall, sem síðar leiddi til byggingar kísilgúrverksmiðju og jarðgufuvirkjunar á svæðinu. Hann frumhannaði verksmiðjuna fyrir Undirbúningsfélagið og gerðist síðar tæknilegur ráðunautur Kísiliðjunnar hf. um margra ára skeið. Þegar hreyfíng komst á hugmynd- ir um sjóefnavinnslu á Reykjanesi fyrir atbeina Rannsóknaráðs ríkisins var Verkfræðistofu Baldurs Líndals falið að sjá um nauðsynlegar rann- sóknir og prófanir. Baldur gerðist aðalráðunautur Undirbúningsfélags að saltvinnslu og síðar Sjóefna- vinnslunnar hf. til 1984. Verkefnið var erfítt og kostnaðarsamt sökum tæknilegra vandamála sem engin fordæmi voru að annars staðar í heiminum. Leiddi þetta um síðir til þess að hætt var við verkefnið í miðju kafí áður en tilraunarekstri var að fullu lokið. Baldur átti hugmyndina að magn- esíumvinnslu í tengslum við sjóefna- verksmiðju á Reykjanesi og gerði frumhagkvæmniáætlun að slíkri verksmiðju þegar árið 1975. Hug- myndir hans voru ekki ólíkarj)ví sem nú er unnið að á vegum Islenska magnesíumfélagsins hf., en mark- aðsaðstæður voru þá með allt öðrum hætti en nú er spáð. Þannig er það oft með frumkvöðla og brautryðj- endur, að þeir njóta sjaldnast ávaxt- anna af hugviti sínu heldur falla þeir öðrum í skaut. Það er ef til vill táknrænt að einmitt daginn sem andlát Baldurs Líndals er tilkynnt var mat á umhverfisáhrifum af nán- ast fullhannaðri magnesíumverk- smiðju á Reykjanesi kynnt almenn- ingi í opnu húsi í Reykjanesbæ. Baldur hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir störf sín. Hann var sæmdur íslensku fálkaorðunni 1968, hlaut verðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttir Wright 1972 og gullmerki Verkfræðingafélags ís- lands 1985. Á síðustu árum gaf Baldur sér meiri tíma til ritstarfa en áður, m.a. til að skrá sögu kísil- gúrvinnslu við Mývatn og sjóefna- vinnslu á Reykjanesi af mikilli natni eins og honum var lagið. Er að von- um að áður en langt um líður verði tækifæri til að setja þessi verk í þann ramma sem hæfir og gefa þau út til heiðurs látnum brautryðjanda. Baldur Líndal var einkar Ijúfur og einlægur maður með góða nær- veru eins og nú er sagt. Hann var hógvær um eigið ágæti og orðvar í garð annarra. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni jafnvel ekki þegar vegið var ómaklega að hans eigin persónu og starfsheiðri er undirbúningi Sjóefnavinnslunnar var hætt í skyndi og finna þurfti sökudólg. Var þó á allra vitorði að þar hefði verið hengdur bakari fyrir smið. Baldur nam efnaverkfræði í hin- um virta tækniháskóla Massachus- etts Institute of Technology í Banda- ríkjunum þar sem hann lauk prófi 1949. Bauðst honum að námi loknu áhugavert starf og hefði hann getað haslað sér völl í Bandaríkjunum við mun betri kjör og aðstöðu en á ís- landi. En slíkt samrýmdist ekki hug- sjónum brautryðjandans sem kaus að starfa í þágu lands síns og þjóð- ar. Sú ákvörðun átti eftir að verða afdrifarík í einkalífí Baldurs, en bandarísk eiginkona hans, Amalia, sem hann gekk að eiga 1948, festi ekki yndi á íslandi og skildu þau eftir 19 ára sambúð. Árið 1974 kvæntist Baldur eftir- lifandi eiginkonu sinni, Ásdísi Haf- liðadóttur, og gerðist stjúpfaðir þriggja barna hennar. Sjálfur átti hann fimm börn frá fyrra hjóna- bandi. Hygg ég að sá ráðahagur hafí verið báðum til mikillar gæfu. Má segja að þau hafí verið saman öllum stundum upp frá því, þar sem bæði gengu til daglegra starfa á sama vinnustað. Voru þau hjón ein- staklega samhent. Við Björk vottum Ásdísi og fjöl- skyldunni allri innilega samúð okk- ar. Minningin um Baldur Líndal verður okkur kær. Andrés Svanbjörnsson. Ég ætla að minnast í fáum orðum vinar míns og samstarfsmanns til margra ára, Baldurs Líndal efnaverk- fræðings. Með honum sjáum við á bak einum okkar helstu frumheija í verkfræðingastétt og baráttumanns fyrir viðurkenningu framlags verk- fræðinga við þróun nýrra atvinnu- vega. Hann var um áratugaskeið í forystusveit þeirra sem vildu virkja eigið hugvit og frumkvæði til nýsköp- unar í íslensku atvinnulífí á sviði efnaiðnaðar. Baldur var mjög sérstakur maður og fór ekki troðnar slóðir. Hann var einn fárra íslendinga sem um áratuga skeið hefur unnið sem sjálfstæður ráðgjafí í efnaverkfræði í landi þar sem efnaiðnaður er hlutfallslega lítil atvinnugrein miðað við fiestar iðnað- arþjóðir, ef undan er skilin stóriðja. íslenskur efnaiðnaður á Baldri mikið að þakka fyrir framlag hans til þróun- ar og nýsköpunar. Meðan ráðandi öfl í landinu einblíndu á stóriðju sem allsheijarlausn á efnahagsvanda þjóðarinnar benti hann á þá mögu- leika sem byggju í auðlindum lands- ins, í jarðvarmanum og öðrum ónýtt- um auðlindum. Hans framlag til nýt- ingar jarðvarma til iðnaðar er ein- stakt og þekkt um allan heim en stór- virki á borð við Kísiliðjuna við Mý- vatn og saltverksmiðjuna á Reykja- nesi munu verða áþreifanlegustu minnismerki starfa hans. Á langri starfsævi standa þessi tvö fyrirtæki upp úr en þess utan stóð hann að fjölda rannsókna og tilraunaverkefna sem sum hver urðu ekki lífseig en önnur munu e.t.v. eiga eftir að líta dagsins ljós. Baldur var bóndasonur úr Húna- vatnssýslu og það er erfitt að ímynda sér að umhverfí íslensks sveitalífs á árunum milli stríða hafí verið hvetj- andi fyrir nýjungar í tækni og vísind- um. Á námsárum sínum stóð hann að framleiðslu kolsýru úr kalki á Akureyri en áður hafði hann m.a. gert tilraunir með að nota vetni sem eldsneyti á bílvél. Segja má að hann hafí verið svo langt á undan sinni samtíð að í dag 40-50 árum síðar eru menn að ræða í alvöru notkun á vetni sem framtíðarlausn vegna mengunar stórborga. E.t.v. rekinn áfram af þeim áhuga sem kviknaði á þessum árum fór hann til náms í Bandaríkjunum, þar sem hann lærði efnaverkfræði við einn virtasta há- skóla landsins, MIT, og kom heim um miðja öldina fullur áforma um að nýta kunnáttu sína til þróunar nýrra atvinnuhátta. Eftir heimkomuna um miðja öldina hóf hann störf hjá Raforkumálaskrif- stofu ríkisins, forvera Orkustofnunar, þar til hann stofnaði verkfræðistofu sína að aflokinni langvinnri kjara- deilu verkfræðinga við hið opinbera. Hann var frumkvöðull að nýtingu jarðgufu er hann reisti litla tilrauna- verksmiðju til framleiðslu brenni- steins úr jarðgufu á Námafjalli árið 1955. Áður hafði hann gert mark- verðar tilraunir með framleiðslu á brennisteini úr leir á sama stað. Á þeim tíma lækkaði hins vegar verð á brennisteini á heimsmarkaði svo þær fyrirætlanir runnu út í sandinn. Af- leiðingar þessara rannsókna urðu hins vegar þær að farið var að velta fyrir sér hvemig nýta mætti jarðguf- una og kom þá framleiðsla kísilgúrs úr Mývatni fyrst til álita, að sögn. Árið 1975 gaf Rannsóknarráð ríkis- ins út skýrslu um framleiðslu magn- esíums unna af Baldri þar sem hann greinir frá nýrri aðferð við framleiðsl- una, svokallaðri bíkarbónataðferð, sem hann síðar fékk einkaleyfi á. Síðar meir átti hann þátt í áfanga- skýrslu sem gerð var að beiðni iðnað- arráðuneytis (1980) um framleiðslu á magnesíum á Reykjanesi í tengslum við þann mikla jarðavarma sem þar var fundinn. Ég átti þess kost að kynnast Baldri Líndal náið í gegnum sameiginlegt starfssvið þótt aldursmunur væri talsverður. Sem ungum, óreyndum verkfræðingi var það mér mikilvæg reynsla að starfa með og fá að njóta reynslu manns sem slíkan feril hafði að baki sem hann. Fyrstu kynni okk- ar hófust er ég var fenginn til starfa á vegum Undirbúningsfélags salt- vinnslu á Reykjanesi sem var forveri þeirrar saltverksmiðju sem þar hefur verið rekin. í þessu verkefni og fleir- um sem ég vann með Baldri á vegum Iðntæknistofnunar var leiðsögn hans mjög mikilvæg og mörg „feilsporin" sem yfirsýn hans og reynsla gat af- stýrt. Síðar réð ég mig síðan til starfa á verkfræðistofu hans og starfaði þar með hléum um u.þ.b. tveggja ára skeið. Það var mjög gott að starfa undir stjóm Baldurs. Hann gaf mér mjög fijálsar hendur og bar ótak- markað traust til mín sem og ann- arra starfsmanna sinna. Hins vegar vissi ég alltaf af leiðbeinandi nærveru hans og alltaf greiddi hann fúslega úr þeim vandamálum sem ég bar undir hann. Ekkert fór síðan fram hjá glöggskyggnu auga hans þegar hann yfírfór skýrslu að ioknu verki og hann gerði kröfur um vönduð og fagmannleg vinnubrögð. Baldur var einn fárra manna sem ég hef kynnst sem segja má um að hafí eingöngu unnið með höfðinu. Hann gat setið langtímum saman við skrifborð sitt án þess að vera önnum kafinn í þeim skilningi sem vanalega er í það lagt. Þá var hann að velta upp vandamálum og hugmyndum sem síðar urðu að þróaðri hugmynd eða var hafnað. Ég hef oft furðað mig á þessari merkilegu rósemi og einbeitingu sem einkenndi hann Á fundum hafði hann sig yfirleitt ekki mikið í frammi en það sem hann lagði fram var vel rökstutt. Og þegar því var að skipta var hann mjög fylginn sér. Hann átti einnig til glaðværð og ég minnist þess hvemig hann gat lifn- að allur við og hlegið hljóðlátum, smitandi hlátri þegar slakað var á frá alvöru viðfangsefna. Hann skipti sjaldan skapi og aldrei minnist ég þess að hafa séð hann reiðast. En á iangri ævi í starfí þar sem hann þurfti fyrst og fremst að reiða sig á eigin hæfni og sannfæringarkraft hefur vafalítið oft reynt á þolrifin. Baldur var meðalmaður á hæð, hvíthærður á efri ámm og með vel snyrt skegg. Hann var mikill snyrti- maður og gekk alltaf vel til fara á vinnustað. Hann sóttist eftir að eiga góða bíla og þá helst ameríska og voru það áhrif frá dvöl hans í Banda- ríkjunum á námsámm. Hann var virðulegur í fasi og ávann sér virð- ingu allra sem höfðu samskipti við hann. Hann var vingjamlegur og ég minnist heimsókna minna á stofu hans allt fram á síðustu daga hans. Baldur kom brosandi á móti mér, bauð mér inn á skrifstofu og vísaði til sætis eins og um tiginn gest væri að ræða, og þannig held ég að hann hafí tekið á móti öllum. Hann hafði alltaf tíma fyrir spjall um fræðigrein- ina og um það sem ég var að starfa við og sagði mér nýjustu fréttir af þróun mála hjá saltverksmiðjunni og undirbúningi magnesíumvinnslu, helstu áhugamála sinna. Þótt umsvif væm orðin lítil hjá honum hin siðari ár var hann daglega mættur á sína skrifstofu og ef verkefni skorti voru þau „búin til“. Aldrei hafði maður á tilfínningunni annað en þama væri vinnustaður þar sem allt væri fullt af lífí og starfí. Ég ætla ekki að rekja hér til hlít- ar starfsferil Baldurs, það munu eflaust aðrir gera. Ég ætla aðeins að minnast á þau afkvæmi starfa hans sem þekktust eru. Hann var frumkvöðull þess að nýta kísilgúr úr Mývatni til framleiðslu verðmætr- ar útflutningsvöru og hefur Kísiliðj- an við Mývatn nú starfað í 31 ár og skilað þjóðarbúinu miklum fjár- munum og verið ómetanleg lyfti- stöng fyrir héraðið. Rannsóknir Baldurs urðu undirstaða hönnunar þeirrar verksmiðju sem síðar var reist. Sem starfsmaður Kísiliðjunnar "*>- hin síðari ár hef ég gert mér grein fyrir mikilvægi þessa framlags hans. Síðar var hann fremstur í flokki þeirra sem stóðu að undirbúningi saltverksmiðju á Reykjanesi. Þótt það fyrirtæki hafí glímt við geysilega tæknilega örðugleika hefur tekist að koma á fót framleiðslufyrirtæki sem með hléum hefur verið rekið frá um 1980 og á sér enn framtíð. Baldur hefur skrifað fjölda greina í innlend sem erlend vísindarit og þá einkum um nýtingu jarðhita til iðnaðar og er þekktur alþjóðlega sem frumkvöðull á því sviði. Með honum 'r*' sjáum við eftir mikilmenni úr verk- fræðistétt sem vann sína sigra með lítillæti og hógværð. Hann var vís- indamaður af bestu gerð því allt hans lífsstarf helgaðist af að afla þekkingar og koma henni á fram- færi til hagnýtra nota. En verk hans munu Iifa í blómlegum atvinnufyrir- tækjum og í þeim hugmyndum sem hann eftirlét þeim sem eftir koma. Ekki verður Baldurs minnst nema nefna eiginkonu hans Ásdísi sem hefur verið hans stoð og stytta. Hún hefur séð um hinn daglega rekstur verkfræðistofunnar, þ.e. bókhaldið og verið andlit stofunnar út á við. Það hlýtur að hafa verið honum mikil lyftistöng að geta helgað sig W vinnunni án utanaðkomandi truflana og daglegs amsturs. Ég vil að lokum senda eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandend- um mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Egill Einarsson. Vinur minn og félagi Baldur Lín- dal er dáinn. Baldur var löngu orð- inn bæði þjóðkunnur og alþjóðlega þekktur frumkvöðull og vísindamað- ur og hafði unnið mörg stórvirki þegar ég kynntist honum. Árið 1991 starfaði ég sem atvinnuráðgjafi á Húsavík að verkefni sem ég kallaði auðlindakönnun og hafði komist að því að jarðhitinn væri líklegasta auðlindin til að skapa ný meiri hátt- ar iðntækifæri. Þá hafði ég samband við Baldur og var hann þegar kom- inn á venjulegan eftirlaunaaldur, en eldmóður hans var eins og hjá ung- um manni og þekking hans og reynsla á sviði nýtingar á jarðhita var með ólíkindum. Við störfuðum saman að ýmsum verkefnum en þó lengst og mest að verkefni sem beindist að framleiðslu etanóls, fóðurs, áburðar og beisk- efna úr lúpínu og nýtingu jarðgufu sem orkugjafa. Þetta er mjög um- hverfisvænt verkefni og ótrúlega margir jákvæðir fletir á málinu og má m.a. nefna að ef í þetta væri ráðist myndi jafnast koltvísýrings- reikningurinn vegna stóriðjufram- kvæmda, án nokkurs aukakostnaðar og mengunarskatta. Baldur hafði í okkar nafni sótt um og fengið styrk frá Evrópusambandinu til að gera frumrannsókn á þessu máli. Við fór- um saman í vikuferð til Hollands og Þýskalands til að hitta samstarfsað- ila okkar. Þetta var erfið ferð, mikl- ar göngur, lestarferðalög og gist á mörgum hótelum. Dugnaður Baldurs og einbeiting að verkefni okkar var ótrúleg. Einn samstarfsaðili okkar' vildi endilega fá að vita aldur hans og sagði að hann væri að minnsta kosti sextugur, en ég vildi lítið gefa út á það. Við Baldur vorum að vinna á fullu við að koma þessu máli áfram, þegar kallið kom óvænt. Baldur var vitur maður og góð- gjarn. Hann var 78 ára þegar hann lést og með fulla starfsorku og eld- móð ungs manns. Hans er sárt sakn- að. Konu hans, Ásdísi Hafliðadóttur, sem hefur staðið eins og klettur að baki Baldurs, sem hann þakkaði^- nýlega í áheyrn minni velferð sína, og aðstandendum öðrum votta ég mína dýpstu hluttekningu og samúð. Ásgeir Leifsson. • Fleiri minningargreinar um BtddurLindnl bíöa birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. BALDUR LÍNDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.