Morgunblaðið - 04.07.1997, Side 32

Morgunblaðið - 04.07.1997, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKIPSTAPAR OG VIÐBRÖGÐ MANNBJÖRG varð þegar kúfiskskipið Öðufell frá Þórshöfn fórst sunnan Langaness aðfaranótt síð- astliðins miðvikudags. Þá var ekki nema tæpt ár síðan kúfiskskipið Æsa ÍS sökk skyndilega í Arnarfirði vestra, 25. júlí í fyrra. Aðeins fjórir af sex manna áhöfn björguð- ust. Á innan við ári sökkva tveir kúfiskbátar hér við land, óvænt og án viðhlítandi skýringa, í fyrra skiptið með hörmulegum afleiðingum. Þessi slys vekja óneitan- lega áleitnar spurningar, sem leita verður svara við. Veiðar og vinnsla kúfisks eru vaxandi atvinnugrein - og geta orðið gildur þáttur í afkomu fólks í sumum sjávarplássum landsins. Það skiptir mjög miklu máli að fara ofan í saumana á skipstöpum sem þessum og leiða í ljós orsakir þeirra, eftir því sem frekast er kost- ur, til þess að betur sé hægt að koma við fyrirbyggj- andi aðgerðum. í engri starfsgrein verða fleiri atvinnutengd slys en í sjávarútvegi. Hvergi eru viðvarandi slysavarnir brýnni, sem dæmin sanna. Leita verður viðhlítandi skýringa á skipstöpunum í Arnarfirði og undir Skálum á Langa- nesi með fyrirbyggjandi viðbrögð að leiðarljósi og mark- miði. „LÉNSVELDIKVÓTA- LAGANNA“ ANDSTAÐA mikils meirihluta þjóðarinnar við það fiskveiðistjórnunarkerfi, sem nú er við lýði blasir við hverjum, sem vill sjá og heyra. Um það þarf ekki að deila. Viðhorfum þessa mikla meirihluta var lýst með óvenjulega skýrum og skiljanlegum hætti í grein, sem birtist hér í Morgunblaðinu sl. þriðjudag, en höfund- ur hennar er Kristján Þ. Davíðsson, sjávarútvegsfræð- ingur. Höfundur segir m.a.: „Það sem vekur andúð á kvótakerfinu og býr til upp- nefni eins og kvótaaðall, sægreifar og kvótakóngar er sú staðreynd að þorra fólks þykir misrétti felast í kvóta- kerfinu. Kvótalögin misbjóða réttlætiskennd almennings og þetta er hvati þeirrar miklu gagnrýni á kvótakerfið, sem fram hefur komið.“ Og síðar í grein sinni segir Kristján Þ. Davíðsson: „Kvótalögin bjuggu til stétt manna, sem er uppnefnd kvótaaðall og allir aðrir, sem vilja veiða fisk skulu sam- kvæmt lögunum borga veiðileigu til „aðalsins“. Afskrift- ir eru í fyrirtækjarekstri til þess hafðar að hægt sé að telja til útgjalda slit og úreldingu tækja, húsa, skipa og annars sem tilheyrir tekjusköpuninni. En það að hægt sé að afskrifa keyptan kvóta, sem er endurnýjað- ur ókeypis á hverju ári um ófyrirséða framtíð, er að margra mati lýsandi dæmi um siðleysi löggjafans og þess „aðals'V sem stendur að slíkri lagasetningu. Af- skriftaheimild á kvóta er illa dulbúin niðurgreiðsla til kvótaeigenda, ávísun á peninga úr vösum skattgreið- enda til kvótaeigenda, enda lögleg kvótaviðskipti oft uppnefnd „kvótabrask". Afskriftirnar lækka skattbærar tekjur kvótaeigandans og til að bæta sér upp tekjutap- ið hækkar ríkið skatta annarra skattgreiðenda, laun- þega og fyrirtækja.“ Og loks segir greinarhöfundur: „Þetta kerfi er alls ekki nýtt, það var víða reynt á miðöldum og af sög- unni dæmt ónothæft. Það er kallað lénsveldi og þeir fáu, sem nutu þess voru kóngar, greifar og aðrir aðals- menn, samanber uppnefnin kvótakóngur, sægreifi og kvótaaðall. Á miðöldum safnaðist þjóðarauður með sið- lausum lagasetningum spillts ríkisvalds og siðlausum gerðum spillts aðals á fárra manna hendur uns upp úr sauð.“ Það er ástæða til að vekja athygli á þeim sjónarmið- um, sem hér er lýst. Þau eru áreiðanlega til marks um viðhorf, sem eru mjög útbreidd meðal almennra borg- ara. Það er afar mikilvægt að ekki dragist öllu lengur að stíga fyrstu skrefin til sátta í þessu mikla hagsmuna- máli þjóðarinnar allrar. Sú sáttargjörð verður að byggj- ast á sanngirni gagnvart útgerðinni, en hún verður að grundvallast á hagsmunum þeirra, sem auðlindina eiga. Miklu fjármagni varið til ve| Miklu fjármagni verður varið til vegamáia á höf- uðborgarsvæðinu og landsbyggðinni á þessu ári. Guðjón Guðmunds- son ræddi við Helga Hallgrímsson vegamála- stjóra um vegaáætlun 1997-1998. HEILDARFJÁRMAGN til vegagerðar á árinu er 7.239 milljónir króna sem er svipuð upphæð og síðustu ár. Stærstu framkvæmd- irnar verða þverun Gilsfjarðar, Hval- fjarðargöng og tenging Norður- og Áusturlands. Framlög til vegamála hafa verið mikil síðustu fjögur ár og hafa ekki verið hærri síðan upp úr 1970. Þá voru gerðir vegir út úr Reykjavík, um Kollafjörð og austur yfir heiði og hringveginum um Skeiðarársand lokað. Háar fjárveit- ingar nú má rekja til átaks í atvinnu- málum 1993 og síðan hafa þær haldist svipaðar. Stórverkefni Þau verkefni sem hafa verið skil- greind sem stórverkefni og eru í framkvæmdum á þessu ári er þverun Gilsfjarðar, Djúpvegur og tenging Norðurlands og Austurlands. Verið er að leggja veg yfir mynni Gilsfjarðar frá Kaldrana norður yfir fjörðinn til Króksfjarðarness og hófst verkið í fyrra. Þverunin er að langmestu leyti vegfylling og er brúin aðeins 65 metra löng. Verkið var boðið út á síðasta ári og eru framkvæmdir í fullum gangi. Miðað er við að erfiðasta verkþættinum, að loka firðinum með vegfyllingu, ljúki í næsta mánuði. Mannvirkið verður tilbúið til notkunar án bund- ins slitlags fyrir áramót. Verkinu verður að fullu lokið á næsta ári. Heildarkostnaður við verkið er um 750 milljónir króna og er þetta stærsta einstaka verkefnið á þessu ári ásamt tengingum við Hvalfjörð. Verktaki er Klæðning hf. Annað stórt verkefni er Djúpvegur á Vestfjörðum. Þar var í fyrra lagt bundið slitlag á 12 km kafla. Verið er að bjóða út framhald uppbygging- ar vegarins í átt að Mjóafirði. Ráð- gert er að leggja bundið slitlag á þann kafla næsta sumar. Djúpvegur- inn er eitt þeirra verkefna sem skil- greind hafa verið sem stórverkefni. Hringvegurinn Bundið slitlag á hringveginum, þjóðvegi 1, var í árslok 1996 1.110 km en alls er hringvegurinn 1.382 km langur. Enn vantar því 272 km upp á að hringveginurn verði lokað með bundnu slitlagi. Á þessu ári bætast 13 km við. Það er vegar- kaflinn frá Jökulsá á Fjöllum austur í Víðidal. Nýi vegurinn liggur 3-4 km vestan Grímsstaða sem fer því úr þjóðbraut. Áform eru uppi um að hringvegurinn fari ekki heldur um Möðrudal í framtíðinni. I árslok 1997 verður bundið slitlag á hring- veginum orðið 1.123 km og enn eftir 259 km á möl. Þá verður 10 km kafli á Fljótsheiði undirbyggður á þessu ári og lagður bundnu slitlagi á næsta ári. Einnig verður 9 km kafli hringvegarins um Fell og Tungu á Austur- BRÚARSMÍÐI í Hvalfjarðarbotni gengur vel. Brúin og vegurinr 260 km hríi verða áfram gamla Skeiðarárbrúin komin í sitt gamla horf. Einnig verða þá komnir nýir flóðgarðar. Seinni áfanginn er við Gígju þar sem smíðuð verður ný brú og er áformað að fram- kvæmdir hefjist strax í haust með undirbúningsvinnu og verkinu verði lokið næsta vor. Á þessu ári verður varið um 300 milljónum króna til framkvæmda á austurhluta sands- Til undirbúnings og fram- íns. kvæmda við Gígju verður varið 150-200 milljónum króna. í ágúst er ráðgert að bytja að steypa staura undir brúna. Suðurland 450-500 millj. í framkvæmd- ir á Skeiðar- ársandi landi undirbyggður á þessu ári og lagður bundnu slitlagi á því næsta. Eitt af stærri verkefnum ársins eru lagfæringar á þeim skemmdum sem urðu vegna hlaupsins úr Gríms- vötnum síðastliðið haust. Á þessu ári verður ráðist í lagfæringar á austurhluta sandsins og sá hluti Skeiðarárbrúar sem skemmdist verður bættur. í þessum mánuði verður komið bundið slitlag og Á Suðurlandi verður ráðist í að leggja bundið slitlag á hluta af Landveginum svokallaða, sem er vikurflutningaleiðin frá Hekluhlíð- um. Landvegurinn liggur inn á há- lendið og endar á Sprengisandi. Byijað var að vinna hann og leggja á hann bundið slitlag í fyrra. í kjöl- far aukinna vikurflutninga hefur mikið ryk jagst yfir tún á svæðinu. Á þessu ári á að ljúka efri hluta vegarins og leggja 8 km af bundnu slitlagi en þá verður enn eftir 12 km malarkafli. Lagður verður nýr veg- ur fyrir neðan Gaukshöfða á 8 km leið og þar með Bundið slitlag á vc og framkvæmdir árið i stoppað í gat á bundnu slitlagi Þjórs- árdalsvegar. Loks verður vegurinn austan Laugavatns í áttina að Geysi og Gullfossi lagður bundnu slitlagi á 6 km kafla. Þá er eftir 3-4 km malarkafli á þessari leið. Þessi vegur er mjög mikið notaður allt árið. Reykjanes Bláfjallavegurinn verður malbik- aður á fimm km kafla og er vegur- inn þá með bundnu slitlagi að vega- mótunum upp í skíðaskálann. í sum- ar verður vegurinn af Reykjanes- brautinni niður á Sandgerðis- og Garðskagaveg lagður bundnu slit- lagi á 4 km kafla. Þeir sem fara frá og að þessum stöðum þurfa þá ekki lengur að fara í gegnum Keflavík. í sumar á að ljúka við að setja upp lýsingu á Reykjanesbrautinni upp að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vega- gerðin var upphaflega ekki sann-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.