Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ. 1997 LISTIR Stoðir undir íslenska menn- ingar- og bókmenntaumræðu Segja má að Skímir og Tímarít Máls og menningar séu mikilvægar stoðir undir ís- lenska menningar- og bókmenntaumræðu. í nýjustu heftum þeirra eru margar forvitni- legar greinar, meðal annars um þýðingu á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fyrir- gefningu syndanna. Þröstur Helgason minnist á nokkrar þessara greina en ber fyrst saman tímaritin tvö. Morgunblaðið/Þorkell ÞAÐ sem háir þessum tímaritum ef til vill helst er hvað þau eru lík, að þau gera út á nokkurn veginn sama lesendahóp og það sem kannski verra er, greinarnar í þau eru mikið til skrifaðar af sama fólkinu, segir í greininni um Skírni og Tímarit Máls og menningar. ÞAÐ er geysilega dýrmætt fyrir ís- lenskar bókmenntir og menningu að eiga jafnsterk tímarit og Skírni og Tímarit Máls og menningar (TMM) sem sinna þeim málaflokkum. Segja má að þau séu burðarstoðir undir íslenska menningar- og bókmennta- umræðu. Margar athyglisverðar greinar eru í nýjustu heftum tímaritanna tveggja (vorhefti Skímis og 2. hefti ’97 af TMM) og verður minnst á fáeinar þeirra hér. En fyrst er ætlunin að skoða stefnu tímaritanna eilítið, skoða hvað er líkt með þeim og ólíkt, hvort eitthvað sé gagnrýnisvert við þau og hvort eitthvað vanti. Oflík? Skírnir, sem er jú elsta útgefna tímaritið á Norðurlöndum, er auðvit- að löngu rótgróinn í íslenskri menn- ingu og hefur sífellt verið að styrkja stöðu sína, eflast og dafna. Hann hefur lagt mesta áherslu á umfjöllun um hérlendar bókmenntir en síðasta áratug eða svo hefur hann verið að fikra sig meira inn á önnur svið menningar- og þjóðfélagsumræð- unnar. Hefur sú viðleitni styrkt tíma- ritið mjög mikið, að mínu mati, og gefið því nýja vídd. Hér er átt við þátt eins og Skírnismál sem hefur stækkað síðustu ár í tímaritinu. Að auki hafa greinar af heimspekilegum toga verið meira áberandi í tímarit- inu en áður. TMM hefur sömuleiðis styrkst á undanförnum árum. Hlutverk þess hefur alltaf öðrum þræði verið að birta nýjan skáldskap, bæði eftir unga höfunda og eldri og vekja þannig athygli á því sem er að ger- ast í íslenskum bókmenntum á hveij- um tíma. Mörg dæmi eru um að höfundar, sem síðar hefur kveðið mjög að, hafi í fyrsta skipti birt verk eftir sig opinberlega í TMM. Annað meginhlutverk TMM hefur verið að fjalla um íslenskar bók- menntir, einkum samtímabókmennt- ir; það á það til að mynda sameigin- legt með Skírni að birta iðulega vandaða ritdóma um nýjar bækur. Tímaritið hefur ekki tekið neinum stakkaskiptum í gegnum tíðina en á síðustu árum hefur þó sífellt verið lögð meiri áhersla á að birta greinar eftir erlenda höfunda (eins og Skírn- ir hefur raunar einnig gert), einkum fræðimenn. Hefur þetta óneitanlega Ijáð tímaritinu meiri dýpt. Friðrik Rafnsson, ritstjóri, hefur verið eink- ar duglegur við að þýða greinar franskra höfunda en það er spurning hvort ekki mætti leita fanga annars- staðar í meira mæli. Munurinn á þessum tveimur tíma- ritum hefur einkum falist í því að Skírnir hefur lagt meiri áherslu á fyrri tíma bókmenntir en TMM. Einnig birtast fleiri viðamiklar fræðiritgerðir í Skírni en TMM sem meira hefur einbeitt sér að almenn- ari umræðu. Meiri skáldskapur er birtur í TMM en minna er þar um sérfræðilegar greinar um menningu og þjóðfélagsmál en í Skírni. Það sem háir þessum tímaritum ef til vill helst er hvað þau eru lík, að þau gera út á nokkurn veginn sama lesendahóp og það sem kannski verra er, greinarnar í þau eru mikið til skrifaðar af sama fólk- inu. Kannski er erfitt við að eiga í báðum.tilfellum; íslenskur markaður er lítill og því erfitt fyrir menningar- tímarit að sérhæfa sig mjög mikið og sömuleiðis er hópur virkra ís- lenskra fræðimanna á sviði menn- ingar vafalaust heldur þunnskipað- ur. Það væri gaman að vita hvort ritstjórar tímaritanna hefðu velt þessum hlutum eitthvað fyrir sér. En vantar eitthvað í þessi tímarit? Að mínu mati er stærsti galli þeirra sá að í þau hefur nánast algerlega vantað greinar um erlendar samtíma- bókmenntir. íslenskum bókmenntum (og umræðunni um þær) veitir ekki af því að vera í meiri samræðum við erlendar bókmenntir og þá strauma sem leika um þær og úr því má bæta með aukinni kynningu og umfjöllun í fagtímaritum, eins og þeim sem hér er rætt um, og í fjöl- miðlum. Þótt eitthvað sé þýtt á ís- lensku af nýjum erlendum skáldskap þá er það ekki nema örlítið brot af því sem er að koma út víðsvegar um heim og vert er að vita af. Gæti það ekki verið spennandi efni að fá innlenda og erlenda rithöfunda, fræðimenn og gagnrýnendur til þess að skrifa um það sem er að gerast á hveijum tíma á meðal einstakra þjóða? Gæti ekki orðið skemmtileg og nytsöm samræða úr því? Höfundarhugtakið á flot Niðurstöður samanburðargreinar Jóns Yngva Jóhannssonar á frum- texta skáldsögu Ólafs Jóhanns Ól- afssonar, Fyrirgefningu syndanna, og þýðingar Bernards Scudder á henni, Absolution, sem gefin var út af bandaríska stórforlaginu Panthe- on Books árið 1994, eru athyglis- verðar og um sumt sláandi. Saman- burðurinn leiðir í ljós að bókinni hefur verið breytt talsvert í þýðing- unni og hafa breytingarnar miðað að því að laga textann að bandarísku bókmenntakerfi. Jón Yngvi segir að breytingamar miði „flestar að því að steypa söguna í það mót að hún beri einkenni bandarísks „bestsell- ers“, stílnum er breytt, framandi einkenni minnkuð og persónur gerð- ar kunnuglegri." Samkvæmt athugun Jóns Yngva er í raun reynt að gera söguna að bandarísku bókmenntaverki; þýð- andans er til að mynda ekki getið á titilsíðu bókarinnar eins og vaninn er að gera í þýðingum og þannig látið Iíta svo út að bókin sé ekki þýðing heldur frumsamið verk á ensku. Jón Yngvi segir: „Ólafur Jó- hann er í fyrsta lagi kynntur sem innflytjandi sem hefur náð árangri í Bandaríkjunum, í öðru lagi sem íslendingur. Það virðist ekki nóg að gera verkið þannig úr garði að það verði bandarískum lesanda kunnug- legt. Jafnframt er gefið í skyn, inn- an sögunnar sjálfrar og í umgjörð hennar, að það hafi verið skrifað á ensku og í Bandaríkjunum. í þessu þarf alls ekki að felast að það sé algilt einkenni á bandarískum bók- menntum að þær séu einsleitar og kerfíð andvígt framandleika. Það má hins vegar líta á dæmi Absoluti- on sem vísbendingu um að það sé álit þeirra sem standa að útgáfu bókarinnar, bæði höfundar og útgef- enda, að eigi bókin að seljast verði hún að vera bandarísk." Samanburður þessi vekur vissu- lega upp ýmsar spurningar. Varpa má fram spurningum um bandarískt bókmenntakerfi þar sem smekkur- inn virðist annar en hér og svo virð- ist litið á að þýddar bækur geti átt í erfiðleikum með að seljast. Spyrja má hvort breytingarnar sem gerðar hafa verið á sögunni skýri að ein- hveiju leyti misjafnar viðtökur bók- anna hér og vestan hafs. Er hægt að tala um að hér sé um sama verk að ræða eftir breytingarnar og eru slíkar breytingar eðlilegar? Og í beinu framhaldi væri gaman að fá að vita hver hefur gert þessar breyt- ingar á verkinu; væntanlega hafa það verið ritstjórar bandaríska út- gefandans sem hafa sérþekkingu á þarlendu bókmenntakerfi. Ef svo er fer þá höfundarhugtakið ekki á flot? Eru stafir höfundarnafnsins á titil- síðu Absolution kannski farnir að mást burt, eins og raunin varð á um nafn þýðandans? íslenskar samtímabókmenntir í brennidepli íslenskar samtímabókmenntir fá mikið rými í vorhefti Skírnis. Fyrst má nefna tvær greinar um verk Ein- ars Más Guðmundssonar. Eleonore M. Guðmundsson fjallar um klofinn sögumann Engla alheimsins og Guðni Elísson skrifar yfirlitsgrein um höfundarverk Einars. Eru niður- stöður þessara tveggja greina ólíkar og því forvitnilegt að lesa þær sam- an. Dagný Kristjánsdóttir fjallar um endurtekningar í smásögunni „Til- tekt“ eftir Svövu Jakobsdóttur. Jón Yngvi Jóhannsson á hér grein um kynferði og karlmennsku í fjórum skáldsögum eftir Einar Kárason, Guðmund Andra Thorsson og Ólaf Gunnarsson. Einnig má þess geta að hér birtist andmælaræða Ástráðs Eysteinssonar um doktorsritgerð Dagnýjar Kristjánsdóttur, Kona verður til: Um skáldsögur Ragnheið- ar Jónsdóttur fyrir fullorðna. Njörð- ur P. Njarðvík skrifar svo stutta hugleiðingu um tvö ljóð eftir Hjört Pálsson og Þorstein frá Hamri sem fjalla um skáldskap. í Skírni heldur umræðan um þjóð- ernismál, sem staðið hefur undanfar- ín tvö-þijú ár, áfram. Árni Berg- mann ritar grein sem heitir Til hvers er þjóðernisumræðan? Árni vill að íslendingar reyni að nýta það góða sem felst í bæði alþjóðahyggju og þjóðernishyggju. Erlent Eins og áður sagði hafa tímaritin sífellt lagt meiri áherslu á að birta greinar erlendra höfunda. Mikið er af athyglisverðum þýddum greinum í TMM að þessu sinni. Skáldið og heimurinn heitir ávarp Wislöwu Szymborsku sem hún flutti er henni voru afhent Nóbelsverðlaunin á síð- asta ári. Pétur Gunnarsson þýðir tvær greinar sem tengjast Samuel Beckett. „Ég veit ekki hver Godot er“ heitir önnur en það er bréf sem skáldið sendi útvarpsþætti sem ætl- aði að fá hann í viðtal um hið fræga leikrit sitt, Beðið eftir Godot, þegar það var frumsýnt í París árið 1952. I bréfinu segist Beckett ekki vita meira um þetta leikrit en athugull lesandi og á leikhúsi segist hann ekki hafa neinar skoðanir, enda fari hann aldrei í leikhús. Hin greinin heitir Siðalögmál Becketts og er eft- ir franskan samtímahöfund, Philippe Sollers. Hér er einnig að fínna grein eftir franska rithöfundinn, Daniéle Sallenave, sem nefnist Blikur á lofti í Pétursborg. Í Skími em tvær greinar eftir er- lenda höfunda. Hundurinn Díógenes nefnist grein um fomgríska heim- spekinginn Díógenes eftir breska heimspekinginn Nicholas Denyer. Bandaríski lagaprófessorinn Richard Gaskins skrifar svo um rannsóknir félagsvísindamanna á íslendinga sög- unum og gagnrýnir nálgun þeirra. Hér er ekki hægt að fara nánar í efni tímaritanna tveggja en lesend- ur skulu hvattir til þess að kynna sér efni þeirra betur. Mannssálin dansar milli himins og jarðar HÓPUR þýskra og japanskra listamanna sem nú er staddur hér á landi heldur tvær euryth- mie-sýningar, þá fyrri á Sól- heimum í Grímsnesi á morgun laugardag kl. 14 og þá síðari í Norræna húsinu 12. júlí kl. 14. Yfirskrift sýninganna er: Mannssálin dansar...milli him- ins og jarðar. „Euiythmie er listgrein sem er sviðsett um allan heim. Sá kraftur sem býr að baki hennar er einnig notaður í uppeldisleg- um og lækningarlegum til- gangi," segir í fréttatilkynn- ingu frá hópnum. Þar segir ennfremur að eurythmie sé ljóð og tónlist sett í leikrænann búning. „Upphafsmaður eurythmie er Rudolf Steiner og um þetta listform sagði hann m.a.: Þegar maðurinn losar sig úr viðjum daglegs amsturs getur hann lifað í heimi skynjunar. Sá hluti hennar sem ekki er snertanleg- ur heldur huglægur er túlkaður í eurythmie." Á sýningum hópsins munu Ruth Barkhoff-Keil, Rika Saru- ya og Mutsumi Sato túlka eur- ythmie. Wesley Rosenberg annast tónlistarflutning og Christian Maurer flytur texta. Textar verða bæði á þýsku og íslensku, meðal annars eftir J.W. Goethe, Rudolf Steiner og Steinunni Sigurðardóttur. Tón- list er eftir Beethoven, Chopin, Brahms, Grieg og fleiri. „Dýrðleg veisla“ í LISTHÚSINU 39, Hafnar- fírði, verða helgina 5.-7. júlí sýnd verk Sigríðar Erlu. Tilefni sýningarinnar er hönnun og gerð matar- og drykkjaríláta úr jarðleir. Á opnun laugardag kl. 15-18 verður athöfn í gluggum listhússins. Þar verða sýnd, framreidd og snædd 7 verk matar frá sjö mismunandi lönd- um, íslandi, Indlandi, Japan, Grikklandi, Mexíkó, Italíu og Ungveijalandi. Leikin verður tónlist frá viðkomandi löndum undir borðum. Sigríður Erla vinnur með leir. Hún útskrifaðist frá MHÍ leirlistadeild 1990 og hefur tek- ið þátt í nokkrum samsýning- um. Á síðasta ári hélt hún sína fyrstu einkasýningu „ÍIát“. Nú í „Dýrðlegri veislu" er skrefið stigið áfram, ílátin fá verðug verkefni, það að bera mat fyrir gesti sem taka þátt í máltíðinni miklu. Athygli er vakin á því að sýningin stendur aðeins eina helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.