Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Olíuslysið í Japan Magn olíu stór- lega ofmetið Yokohama. Reuter KOMIÐ hefur í ljós að magn ol- íunnar sem lak úr olíuflutninga- skipinu Diamond Grace í Tókýóflóa á miðvikudag er tíu sinnum minna en talið var í fyrstu. Orsök slyssins má að öllum líkindum rekja til mannlegra mistaka. Stjómvöld í Japan voru harðlega gagnrýnd fyrir seinagang þegar rúm 5.000 tonn láku úr rússnesku olíuflutningaskipi við vesturströnd landsins í janúar, en hljóta nú ákúr- ur fyrir að hafa hlaupið á sig. Ryutaro Hashimoto, forsætisráð- herra, lýsti á miðvikudag yfir neyð- arástandi vegna atviksins og yfir 300 skip voru kvödd á vettvang til að hefta útbreiðslu olíunnar. I fýrstu var talið að 13.400 tonn af olíu hefðu lekið í sjóinn, en emb- ættismenn tilkynntu í gær að magnið væri aðeins rúmlega 1.300 tonn. Makoto Koga, samgönguráð- herra Japans, baðst í gær afsökun- ar fyrir hönd yfirvalda fyrir að hafa valdið almenningi óþarfa áhyggjum vegna frétta af umfangi slyssins. Mannleg mistök Embættismenn gáfu í skyn að mannleg mistök hefðu valdið því að skipið rakst á vel merkt rif í lygnum sjó. Samkvæmt framburði hafsögumanns var ekki um bilun í tækjum eða vél að ræða. Upphaf- lega var talið að gat hefði rifnað á þrjú tóm geymsluhólf skipsins við áreksturinn, en í gær kom í ljós að olía lak aðeins úr einu þeirra. Sprungur í skilrúmum sem skildu að vörulestar í skipinu ollu því að olía lak í geymsluhólfið. Síðdegis í gær þakti olíuflekkur- inn 130 ferkílómetra svæði. Þrátt fýrir að olíumagnið sé aðeins rúm 1.300 tonn er hætta á að sjávarlíf beri skaða af og ólíklegt er að ol- ían leysist upp af sjálfu sér. í dag verður reynt að meta áhrif slyssins á fiskveiðar í flóanum, að sögn embættismanna. Tvöfaldir skrokkar hættuminni Olíuslysið í Tókýóflóa hefur vak- ið umræðu um hættuna sem stafar af olíuflutningaskipum með ein- faldan skrokk. Diamond Grace var smíðað skömmu áður en Alþjóða siglingamálastofnunin setti reglur um að öll ný olíuflutningaskip ættu að hafa tvöfaldan skipsskrokk. Sérfræðingar segja þó að frekari rannsókna sé þörf áður en hægt verði að fullyrða að tvöfaldur skrokkur hefði komið í veg fyrir olíuleka í þessu tilfelli. Reuter JAPANSKIR sjóliðar nota stangir með blöðkum til að hreinsa upp olíu úr Tókýóflóa. Clinton boð- ar fríverslun á alnetinu Óútskýrð bilun um borð í rússnesku geimstöðinni Snúðvitar Mír bila óvænt allir í einu Washington. Daily Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hef- ur jafnað alnetinu við villta vestrið í heimsviðskiptum og segist munu beita sér fyrir því að breyta net- heimum í „veraldarvítt fríverslunar- svæði“ sem laust verði við nýja skattheimtu og opinber afskipti. Clinton lýsti þessu yfir við athöfn í Hvíta húsinu til heiðurs forstjórum iðnfyrirtækja. Með þessu svaraði hann áskorunum forystumanna í bandarísku atvinnulífi þess efnis að stjórnvöld hefðu vart áttað sig á möguleikum alnetsins sem væri að verða lykillinn að viðskiptamáta framtíðarinnar. Sérfræðingar sjá fyrir sér þróun þar sem verslun á alheimsvefnum vaxi hröðum skrefum og nemi allt að eitt þúsund milljörðum árið 2010. Án friðhelgi á vefhum ásamt ör- uggri vemd gagnvart birtingar- og höfundarrétti og þjófnaði af greiðslukortum er þorri bandarískra fyrirtækja hins vegar tregur til að taka upp beinlínuviðskipti á netinu. Clinton sagði það hlutskipti stjómvalda að tryggja öryggi alnets- ins sem viðskiptamiðils og kvaðst hann hafa gefíð stjóm sinni eins árs frest til að koma í kring lagasetn- ingu og ráðstöfunum til að tryggja öryggi og rétt_ neytenda og hug- verkaeigenda. Á sama tíma freista bandarísk stjómvöld alþjóðlegra samninga til að tryggja að banda- rískar vörar og þjónusta sem seld er um alnetið sæti hvorki tollum né sköttum í öðrum löndum. Forsetinn sagði að síðar í þessum mánuði færi sérstök sendisveit hans til Evrópu til þess að skýra fyrir valdamönnum hugsýn hans til al- þjóðlegra netviðskipta. Yfírlýsingar Clintons kunna að koma þeim 40 milljónum manna sem nota alnetið að staðaldri spánskt fyrir sjónir. Frá þeirra bæjardyrum séð hefur netið ætíð verið raunvera- legt fríverslunarsvæði. Koro\jov. Reuter. NÝ OG óútskýranleg bilun varð um borð í rússnesku geimstöðinni Mír í gær er allir snúðvitar hennar sem einn biluðu með þeim afleið- ingum að geimfaramir þurfa sjálf- ir með reglulegu millibili að hnika stöðinni til með sérstökum eld- flaugum til að snúa rafhlöðum hennar að sólu svo afköst þeirra verði sem næst hámarki. Snúðvitamir eru hluti af sigl- ingakerfi Mír sem stillir afstöðu rafhlaðanna gagnvart sólu með sjálfkrafa hætti. Nú verða geim- fararnir að taka við því hlutverki en eldsneytisbirgðir mótoranna, sem til þess verða, eru ekki óþijót- andi. Bilunin kemur sér illa fyrir áhöfn Mír því geimstöðin varð af helmingi raforku sinnar í síðustu viku vegna óhapps við tengingu birgðafars. Snúi rafhlöðurnar hins vegar ekki sem best við sólu dreg- ur mjög úr afköstum þeirra sem áhöfnin má ekki við nú. Við það að snúa stöðinni gagnvart sólu gengur mjög á orkubirgðir stöðv- arinnar. Er því Mír komin inn í nýjan vítahring, að sögn sérfræð- inga. Talsmenn rússnesku geimferða- stofnunarinnar sögðu í gær, að með öllu væri óljóst hvað valdið hefði biluninni og ekki hafði verið ráðið fram úr því hvernig við hana yrði gert. Alvarlegar bilanir eru orðnar mjög tíðar í Mír sem verið hefur 11 ár á braut um jörðu. í fyrradag varð t. a. m. að slökkva á nýlegu súrefnisframleiðslutæki vegna bil- unar í kælibúnaði þess. Á morgun, laugardag, verður skotið á loft birgðafari með búnað til að gera við tjón sem varð í stöðinni í síð- ustu viku. Búist er við að farið tengist Mír á mánudag. Fari eitt- hvað úr skorðum við tenginguna eða takist viðgerðin ekki fullkom- lega eru líkur á því að áhöfnin verði látin yfirgefa Mír. Ofhlaðið af rusli Rússneskir embættismenn vildu í gær hvorki neita né staðfesta frétt blaðsins Sevodnja þess efnis að slysið í Mír í síðustu viku skrif- ist alfarið á Vasíly Tsíblfjev leið- angursstjóra. Hafi honum orðið á alvarleg yfirsjón er hann fjarstýrði birgðafarinu til að leggjast upp að stöðinni. Láðist honum þá að mata tölvur Mír á því að farið var ofhlað- ið um tæpt tonn af úrgangi. Því hafi aflmótorar þess, bæði til að knýja það áfram og draga úr hraða, verið ranglega knúnir með þeim afleiðingum að Tsíblíjev leið- angursstjóri missti stjórn á því. Aukinn skriðþungi farsins hafi því borið það af leið. Tsíblíjev hefur haldið því fram að birgðafarið hafi skyndilega hætt að láta að stjórn. Votasti júní aldar- innar í Bretlandi London. Reuter. NÝLIÐINN júnímánuður var sá votasti á Bretlandseyjum síðan 1860, en fyrr á þessu ári varð þar mesta þurrkatíð í tvær aldir, að því er Veðurstofa Bretlands greindi frá. Alls var úrkoma 133,7 milli- metrarí júní, samanborið við 150 millimetra 1860, en meðaltalsúr- koma í júní er 65 millimetrar. Þrátt fyrir alla vætuna eru bænd- ur orðnir áhyggjufullir yfir því, að enn hafi ekki bæst nægjanlega í vatnsból, sem voru þurrausin eftir mikla þurrka. Árið hófst með einhveijum mesta þurrki í tvær aldir, en full- trúi Veðurstofunnar sagði að jú- níúrkoman hafi bætt litlu í vatns- ból, en hins vegar hafí hún orðið til þess að verulega minna þurfti að taka af birgðum til að vökva ræktarland. Úrkoman á Bretlandseyjum tengist ekki sjávarstraumnum El Nino, sem hækkar hitastig sjávar við Suður-Ameríku og getur haft áhrif á veðurfar á öll- um hnettinum. EI Nino tengist þurrkum í suð- urhluta Afríku og Ástralíu og votviðri í Kaliforníu. Jeltsín rekur ráð- herra BORIS Jeltsín Rússlandsfor- seti rak á miðvikudag dóms- málaráðherrann Valentin Kov- alyov eftir að gerð var opinber myndbandsupptaka af honum í gufubaði, umkringdum nökt- um konum, á vafasömum skemmtistað. Einkalíf rúss- neskra stjórnmálamanna hef- ur hingað til ekki verið mikið í sviðsljósinu og hneykslismál á borð við þetta eru afar fátíð. 14 látast í eldsvoða AÐ minnsta kosti fjórtán manns létust í eldsvoða í skipa- smíðastöð í Valencia á Spáni í gær. Eldurinn kviknaði af völdum eldsneytisleka um borð í bát sem var þar í smíðum fyrir norskt skipafélag. Til liðs við stjórnina RÍKISSTJÓRN Mesut Yilmaz styrkti stöðu sína á tyrkneska þinginu í gær þegar þingmað- urinn Cemal Álisan sagði sig úr stjórnarandstöðuflokki Tansu Ciller og gekk til liðs við Lýðræðislega Tyrklands- flokkinn, sem á aðild að stjórn- inni. Vantrauststillaga á ríkis- stjórnina, sem hefur nú tólf sæta meirihluta, verður borin fram 12. júlí. Fjórðungnr kýs Kohl AÐEINS einn af hveijum fjór- um Þjóðveijum vill að Helmut Kohl gegni áfram kanslara- embætti, samkvæmt nýrri könnun. Helmingur þjóðarinnar vill hins vegar sjá Gerhard Schröder, leiðtoga sósíaldemó- krata í Neðra-Sax- landi, taka við embættinu. Búist er við að Schröder bjóði sig fram gegn Kohl í kosning- unum á næsta ári. Plavsic leysir upp þingið BILJANA Plavsic, forseti Bosníu-Serba, leysti í gær upp þing landsins til að koma í veg fyrir að harðlínumenn notuðu meirihluta sinn til að velta henni úr sessi. Plavsic tjáði fréttamönnum að þingkosn- ingar yrðu haldnar 1. septem- ber næstkomandi. Gagnrýna tilraunir ÞINGMENN sósíaldemókrata og græningja í Þýskalandi gagnrýndu í gær Bandaríkja- stjóm fyrir að framkvæma kjarnorkutilraunir í Nevada- eyðimörkinni. Segja þeir það grafa undan banni við tilraun- um með kjarnorkuvopn, sem undirritað var í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.