Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 30

Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Máttur menntunar HINN 1. júli síðast- liðinn tók Kína aftur við stjórn Hong Kong, sem þá hafði verið undir breskri stjórn í 156 ár. En það gerðist fleira þann 1. júlí, því þá tók í Svíþjóð gildi áætlun um að leggja sérstaka áherslu á menntun og fullorð- insfræðslu. I því skyni er ætlunin að leggja samtals þijá milljarða sænskra króna í verk- efnið hvert þeirra fimm ára sem það var- ir. Alls á því að veija í þetta verkefni 15 milljörðum sænskra króna eða rúm- um 135 milljörðum íslenskra króna. En hvað kemur þetta Hong Kong við? Jú, að því leyti að með þessari áætlun eru frændur okkar Svíar að fylgja fordæmi Hong Kongbúa. I Hong Kong hefur nefnilega verið lögð mikil áherslu á menntun og gott skólakerfi. Það hefur skilað árangri í efnahagsundri sem á fáa sína líka. í fyrstu byggðist efna- hagsundrið þar á framleiðslu þar sem þurfti mikið af starfsfólki sem þáði lág laun. Framleiðsluvöruna var þess vegna hægt að selja ódýrt. Fullorðinsfræðsla er nauðsyn Hong Kongbúar lögðu megin- áherslu á menntun og eiga nú eitt besta skólakerfi í heimi. Nú hefur efnahagslífið þar breyst þannig að æ fleiri störf byggjast á sérhæfingu og mikilli kunnáttu og þekkingu, þjónustustörf eru í meirihluta. Á sama tíma hafa lífskjör batnað, börn og barnabörn fátækra smá- bænda sem fluttu frá Kína, tilheyra nú vel menntaðri og efnaðri milli- stétt sem starfar við ijölmiðlun, upplýsingatækni eða aðra tegund þjónustu. Frændur okkar i Svíþjóð hafa gert sér grein fyrir því að til þess að standast samkeppni í síminnk- andi heimi tuttugustu og fyrstu ald- arinnar, þá ekki bara borgar sig, heldur er lífsnauðsynlegt að leggja áherslu á fullorðinsfræðslu. í ofan- greindri áætlun er lögð sérstök áhersla á að ná til þeirra sem ekki hafa lokið framhaldsnámi eftir grunnskóla og þeirra sem ekki hafa neina starfsmenntun. í kynningu á áætluninni er bent á að þau störf sem hafa verið að hverfa undanfar- in ár og sem líklegust eru til að halda áfram að hverfa eru þau sem krefjast minnstrar menntunar. Á hinn bóginn þarf mikla þekkingu, menntun og kunnáttu til að gegna þeim nýju störfum sem hafa verið og eru að skapast. Sem dæmi um ný og öflug íslensk fyrirtæki sem byggja á mikilli þekkingu má nefna Marel og Oz. Bæði byggja þau fyrst og fremst á hugviti og þekkingu og bæði hafa þessi fyrirtæki unnið lendur erlendis og náð þar góðri fótfestu. Fræðslusambandið Símennt Á velgengni þessara fyrirtækja sést hve mikilvæg menntun og þekking er, ekki aðeins fyrir samfé- lagið heldur líka hvern einasta ein- stakling. Það að afla sér menntunar er ekki aðeins réttur heldur einnig skylda og ábyrgð hvers einstakl- ings, bæði gagnvart samferða- mönnum sínum og sam- félaginu í heild. Kröfum framtíðarinnar verður ekki mætt nema allir séu þátttakendur og kraftur, hugmyndir og hæfileikar allra séu lagðir á vogarskálarn- ar. Til þess að lýðræðið sé virkt verða allir að vera þátttakendur. í smærri samfélögum er þetta jafnvel enn mikil- vægara, þar þurfa hug- myndir og hæfileikar allra að nýtast sem best. Fræðslusambandið Símennt er stofnað í því skyni að vinna að framgangi full- orðinsfræðslu í dreifðum byggðum landsins. Að _ Símennt standa Bændasamtök íslands, Kvenfélaga- samband íslands og Ungmennafé- lag íslands. Öll eru þessi samtök mjög sterk á landsbyggðinni og samanlagt stendur að þeim nálægt Fræðslusambandið Sí- mennt er stofnað í því skyni, segir Ingibjörg Stefánsdóttir, að vinna að framganffi fullorðins- fræðslu í dreifðum byggðum landsins. þriðjungur íslensku þjóðarinnar eða um áttatíu þúsund manns. Það er skoðun aðstandenda Símenntar að stöðugt aukist þörfín fýrir símennt- un og fullorðinsfræðslu og að það sé mikilvægt að frjáls félagasamtök leggi sitt lóð á vogarskálina til þess að þeirri þörf verði mætt. í því sam- bandi má benda á að í ofangreindri áætlun um fullorðinsfræðslu í Sví- þjóð er lögð mikil áhersla á fá fijáls félagasamtök til samstarfs og þátt- töku. 820 millljónir í fullorðinsfræðslu! Það þýðir þó ekki að opinberir aðilar eigi að vera stikkfrí. Þvert á móti er mikilvægt að yfirvöld leggi sitt af mörkum með stefnumörkun og því sem alltaf vantar - pening- um. í Hong Kong hafa miklir pen- ingar verið - og verða vonandi áfram - settir í menntun. í Svíþjóð á nú næstu fimm árin að leggja árlega, sem svarar til rúmra 27 milljarða íslenskra króna í upp- byggingu og endurnýjun fullorðins- fræðslu og starfsmenntunar. Ef reiknað er út frá höfðatölunni frægu samsvarar þetta því að yfir 820 milljónum væri varið í svona verkefni á hveiju ári, næstu fimm árin. Það væri meira en sjjálfsagt ef litið er til niðurstöðu nýlegrar grein- argerðar Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands um tengsl menntunar og framleiðni. Niðurstaða greinar- gerðarinnar, sem tekin er saman að beiðni menntamálaráðherra, er ótvíræð: Aukin menntun leiðir til meiri hagvaxtar. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslusambandsins Símenntar. Ingibjörg Stefánsdóttir llEIFHEIT SIÐUMÚLI 4 - SÍMI 553 8775 HAFNARSTRÆTI 21 - SÍMI 551 3336 Iran og íslenskt lýðræði FYRIR skömmu fóru fram forsetakosningar í íran. Fulltrúi þeirra afla sem talin eru „hófsöm“ innan klerkaveldisins sem þar ræður ríkjum fór með sigur af hólmi. Mjög kom á óvart að Muhammad Khatami skyldi hljóta meirihluta atkvæða í fyrri umferð kosninganna því búist hafði verið við því að úrslit fengjust aðeins eftir síðari umferðina þegar valið yrði á milli tveggja efstu manna. Iran er ekki ríki sem menn tengja almennt við lýðræðislega stjórnar- hætti. Samt eru forsetakosningar þar lýðræðislegri en á íslandi. I íran hefur forsetinn lýðræðislegan meiri- hluta kjósenda á bakvið sig. Það gild- ir ekki um ísland. Forsetaembættið á Íslandi er í besta falli misskilningur og vaxandi byrði sem lögð er á herðar skattborg- ara. Vel kann að vera að meirihluti íslendinga vilji viðhalda embættinu, slík spurning hefur aldrei verið borin fram frá stofnun lýðveldisins. Slíka spurningu þarf að bera fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef vilji þjóðarinnar er sá að forsetaembætt- inu verði viðhaldið á þeim forsendum að forseti landsins sé í senn samein- ingartákn þjóðarinnar og fulltrúi hennar (og að þörf sé á slíkum full- trúa og sameiningartákni) blasir við sú krafa að sá einstaklingur sem þessu starfi gegnir hafi hlotið til þess lýðræðislegt umboð. Þannig er því ekki farið og hafa annmarkar þessa komið glögglega fram á því hnignunarskeiði er einkennt hefur forsetaembættið á síðustu 17 árum. Það er grátlegt að lýðræðisástin skuli ekki rista dýpra en svo að menn telji almennt þetta ástand við- unandi. Það bregður upp skelfilegri mynd af stöðnun ís- lenskrar þjóðmálaum- ræðu að núverandi skipan mála hvað varð- ar kjör forseta lýðveld- isins hafi ekki verið breytt í samræmi við leikreglur lýðræðisins. Með hvaða hætti verður réttlætt að forseti ís- lands hafi ekki lýðræð- islegan meirihluta á bakvið sig? Með hvaða hætti verður það rétt- lætt að skattborgurum sé gert að halda uppi slíku embætti, sem sí- fellt verður dýrara í rekstri um leið og inni- haldið hverfur óðfluga, þegar sá einstaklingur sem embætt- inu gegnir, getur á engan hátt talist „sameiningartákn og fulltrúi" þjóð- arinnar af þeirri einföldu ástæðu að meirihluti þjóðarinnar hefur aldrei lýst yfir því að hún vilji að sá hinn sami taki að sér það hlutverk. Með hvaða hætti ber að skilja hróplegt framtaksleysi íslenskra stjórnmála- manna í þessu efni? Með hvaða hætti getur fólkið í landinu borið traust til fulltrúa sinna á þingi þegar þeir hafa ekki burði til þess að innleiða lýðræðislegar leikreglur hvað varðar kjör forseta lýðveldisins? Um skattleysi og forréttindastöðu forseta íslands skal ekki ljölyrt hér. En óneitanlega er sérkennilegt, nán- ast kaldhæðnislegt, að „fulltrúi þjóð- arinnar og sameiningartákn" skuli vera eini launþeginn í landinu sem ekki þarf að taka þátt í sameiginleg- um útgjöldum fólksins sem hann er sagður vera fulltrúi fyrir. Þetta er jafn sannfærandi og ef landlæknir fengi einn íslendinga úthlutað ókeyp- is tóbaki. Rétturinn til að hafna öllum Um leið og reglum varðandi kjör forseta er breytt er mikilvægt að Með hvaða hætti verður réttlætt, spyr Asgeir Sverrisson, að forseti íslands hafi ekki lýð- ræðislegan meirihluta á bakvið sig? annað atriði er varðar kosningar á íslandi verði einnig fært í nútímalegt horf. Þetta er rétturinn til að hafna öllum frambjóðendum eða stjómmála- flokkum án þess að viðkomandi þurfí að skila auðu atkvæði eða sitja heima. Þessi regla gildir víða m.a. í Rúss- landi sem eins og íran hefur náð lengra á þróunarbrautinni en íslend- ingar hvað forsetakjör varðar. Það er skýlaus réttur hvers og eins að lýsa yfír því í lýðræðislegum kosning- um að hann hafni öllum þeim valkost- um sem í boði eru. Þetta á að gilda um allar kosningar í landinu. Það er ennfremur mikilvægt í sérhveiju lýð- ræðisríki að slík sjónarmið komi fram með skýmm og óvefengjanlegum hætti. Núverandi fyrirkomulag virkar sem hemill á alla pólitíska nýsköpun og endurmat í landinu en í þessum fyrirbirgðum er styrkur lýðræðisins einmitt fólginn. Hagsmunir stjóm- málamanna, sem hafa atvinnu sína og þar með fjárhagslegan ávinning af því að hafa vit fyrir almenningi, virðast hins vegar vera aðrir. Um rétt fólksins í landinu til að hafa skoðanir og taka ákvarðanir hvað varðar líf þess verður fjallað í næstu grein. Þar verður sett fram sú skoðun að stjórnmálaflokkar hafi breyst í andhverfu sína og að minnka þurfi völd stjórnmálamanna og -flokka með sama hætti og annarra sértækra hagsmunasamtaka. Höfundur er lýðræðissinni, skattborgari og blaðamaður. Ásgeir Sverrisson Menntamálaráðherra, háskólaráð ogstúdentaráð Háskóla Islands ,ÉG ER mjög undr- andi á því ef þið áttið ykkur ekki á gildi þess að hafa fijálsa félagaað- ild. Að þið haldið að það sé skynsamlegt í þjóð- félaginu að skylda menn til að vera í einhvequm ákveðnum félögum eða borga til þeirra." Þessi orð lét Bjöm Bjarnason falla er hann sat fyrir svörum í ungl- ingaþættinum Ó-inu nú ivetur og svaraði spurn- ingum ungmenna um skylduaðild að nemenda- félögum. Var mennta- málaráðherra fenginn í þáttinn vegna frum- varps, sem hann lagði fyrir Alþingi, og sagði meðal annars að enginn væri neyddur til að greiða til félaga nemenda og að „gjöld til nemenda- sjóða eru ákveðin af nemendafélög- um skóla, sem sjá um innheimtu og meðferð fjárins". Var þetta mjög mikil breyting á starfsumhverfi fé- laganna í framhaldsskólum. Forvitnilegt er að bera saman hvemig menntamálaráðherra veitti nemendum frelsi til að velja hvort þeir greiddu til hagsmunaféiaga í framhaldsskólum annarsvegar og svo hvernig hann leysti málið í Há- skóla Islands hinsvegar. Hagsmuna- félög nemenda í þessum skólum eru mjög sambærileg hvað varðar upp- byggingu og innheimtu félagsgjalda. I framhaldsskólunum er nemendum gefinn kostur á að velja hvort þeir greiði til félaga nemenda í skólanum og sjá félögin um innheimtu sjálf, þó oft í samvinnu við skólann. Hefur þetta form gefist mjög vel. í Háskól- anum var það gjald, sem stúdentar greiddu til stúdentaráðs, hins- vegar endurskilgreint. Það var látið verða hluti af skrásetningar- gjaldi, sem stúdentar borga ár hvert, og síð- an var Háskólanum heimilt að ráðstafa þessum hluta eða „allt að 10% til sérstakra verkefna samkvæmt samningi milli Háskól- ans og stúdentaráðs Háskóla íslands, sem háskólaráð staðfestir“. Þetta kallar mennta- málaráðherra frj álsa félagaaðild að SHÍ. Af hveiju fór menntamálaráðherra þessar ólíku leiðir? Lá ekki beinast við að leysa þessi mál á svipaðan hátt? Stúdentaráð háð háskólaráði fjárhagslega Vegna þessarar niðurstöðu þarf stúdentaráð að leita árlega á náðir Háskólans um fjárhagsstuðning og gera við hann _þar til gerðan verk- takasamning. í fyrsta sinn í sögu stúdentaráðs, hagsmunafélags stúd- enta, er félagið háð háskólayfirvöld- um fjárhagslega. Starfsmenn meiri- hluta Röskvu í stúdentaráði fá ekki sínar 120.000 kr. sendar í pósti mánaðarlega ef samningar nást ekki. Við getum rétt ímyndað okkur í hvaða stöðu við gætum lent ef hags- munir stúdenta og Háskólans fara ekki saman. Fráfarandi rektor Há- skólans, Sveinbjörn Björnsson, sagði í Vökublaðinu í október 1996, að- spurður hvort eftirmenn hans gætu 10% af skráningargjaldi Háskólans, segir Björg- vin Guðmundsson, renna til Stúdentaráðs hvort sem stúdentum líkar betur eða verr. ekki þrýst verulega á stúdentaráð með hótunum um að ganga ekki til samninga og þar með kippa undan því fjárhagslegu sjálfstæði: „Mér þætti það mjög vanhugsað af háskól- aráði, þótt það sé í valdi þess. Hins vegar er alveg ljóst að það geta kom- ið upp alvarleg ágreiningsmál milli stúdenta og yfirvalda Háskólans sem geta verið erfíð úrlausnar." Röskva ábyrg Það er alveg ljóst að þessi staða, sem stúdentaráð er í, er til komin vegna hugleysis meirihluta Röskvu. Félagshyggjufólkið í Háskólanum vill hafa vit fyrir stúdentum og treystir sér ekki til þess að láta þá velja um það hvort þeir borgi til fé- lags eins og SHI. 10% af skráningar- gjaldi Háskólans renna til stúdenta- ráðs hvort sem stúdentum líkar betur eða verr. Það er því full ástæða til að taka undir undrunarorð mennta- málaráðherra, sem áður var vitnað til. „Að þið haldið að það sé skynsam- legt í þjóðfélaginu að skylda menn til að vera í einhveijum ákveðnum félögum eða borga til þeirra.“ Höfundur er oddviti Vöku og fulltrúi í stúdentaráði Háskóla tslands Björgvin Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.