Morgunblaðið - 04.07.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 11
Allir sem sækja
um framhalds-
skóla fá skólavist
Ekki alltaf hægt að verða við ósk-
um nemenda um skóla
UM 3600 nýir nemendur setjast
á skólabekk í framhaldsskólum
landsins næsta haust, eða um
85% þeirra sem þreyttu sam-
ræmd próf síðasta vor.
Nokkuð er um að framhalds-
skólarnir verði að vísa nemend-
um frá, einkum á höfuðborgar-
svæðinu. Þrátt fyrir það eiga
allir sem óska eftir að hefja nám
í framhaldsskóla að eiga þess
kost.
Við val á nemendum í fram-
haldsskólana hafa skólarnir fyrst
og fremst skyldur við nemendur
úr viðkomandi hverfi. Þannig
hafa þeir sem sækja um inn-
göngu í sinn hverfisskóla for-
gang yfir aðra nemendur. Þegar
nemandi sækir um skólavist í
framhaldsskóla velur hann einn
skóla og annan til vara. Þegar
ljóst er að skólinn sem hann sótti
um getur ekki vistað hann, er
möguleiki á að á sama tíma sé
hverfisskólinn orðinn fullskipað-
ur. Sú staða getur því komið upp
að nemandi, sem hefur sett sinn
hverfisskóla til vara, lendi í þeirri
stöðu að fá inni í hvorugum skól-
anum.
159 umsóknum vísað frá
V erzlunarskólanum
Að sögn Karls Kristjánssonar,
deildarsérfræðings hjá Mennta-
málaráðuneytinu, fær ráðuneytið
nokkur slík umkvörtunarefni til
meðferðar á hveiju ári. í öllum
tilfellum er hægt að leysa málin
með einhveijum hætti og er það
stefna ráðuneytisins að allir þeir
sem óska eftir að hefja nám í
framhaldsskólum eigi þess kost
þó ekki sé alltaf hægt að verða
við óskum um tiltekinn skóla.
Það er mjög mismunandi hve
mörgum nemendum einstakir
skólar hafa vísað frá nú í ár. í
Borgarholtsskóla verða nemend-
ur næsta vetrar um 550 talsins
og er helmingur þeirra nýnemar.
Þar hefur þurft að vísa fáum
frá. í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti varð að vísa 300 um-
sóknum frá en teknir voru inn
500 nýnemar og er snyrtibrautin
hvað vinsælust.
í Menntaskólanum í Reykjavík
varð að vísa 40 umsóknum frá
sem er fækkun frá síðasta ári.
í Menntaskólann við Sund voru
teknir inn 241 nýnemar en
svipuðum fjölda var vísað frá og
í fyrra eða iim 80 manns. í Verzl-
unarskóla íslands voru teknir inn
260 nýnemar en vísa varð 159
umsóknum frá, sem er algjört
met við skólann.
Búseta en ekki
einkunnir ráða
Allir þeir sem þreyta sam-
ræmd próf eiga rétt á skólavist
í framhaldsskólum óháð einkun-
um. Standist nemendur hins veg-
ar ekki lágmarkskröfur í sam-
ræmdum prófum þurfa þeir að
fara í svokallaða 0-áfanga eða
fornám í framhaldsskólum. Það
bjóða hins vegar ekki allir fram-
haldsskólar uppá slíkt fornám
og takmarkar það val þessara
nemenda.
Framhaldsskólarnir geta hins
vegar ekki keppt um góða nem-
endur. „Það vilja auðvitað allir
skólar fá góða nemendur", segir
Karl Kristjánsson, „en skólarnir
hafa fyrst og fremst skyldur við
nemendur í viðkomandi hverfi
en ekki við bestu nemendurna.“
FRÉTTIR
Notaðar bifreiðar seldar með afslætti hjá Brimborg
Um 10% verðlækkun
og lækkun frá maí
BRIMBORG hóf á mánudag að selja
notaðar bifreiðar með afslætti og
hyggst halda því áfram fram á föstu-
dag, eða alls í fimm daga að sögn
Egils Jóhannssonar framkvæmda-
stjóra fyrirækisins. Egill segir að
algengasti afsláttur nemi um 10%
en í sumum tilvikum sé hann hærri.
Umboðið lækkaði verð á notuðum
bílum í maí síðastliðnum.
„Algeng lækkun nemur 120 þús-
und krónum en í einstaka tilvikum,
þá oftast þegar um er að ræða jeppa
og pallbíla, nemur lækkunin allt að
250 þúsund krónum. í gær [mánu-
dag] seldum við á milli 15 og 20
bifreiðar, þannig að við erum sáttir
enn sem komið er,“ segir Egill.
Fyrirkomulagi sölu breytt
Brimborg hefur umboð fyrir Dai-
hatsu-bifreiðar, Ford-bifreiðar og
Volvo-bifreiðar og eru því notaðar
bifreiðar af þessum tegundum í tölu-
verðum meirihluta að sögn Egils,
en einnig selur umboðið fleiri gerðir.
„Ódýrustu bifreiðarnar kosta 390
þúsund krónur og þær dýrustu tvær
milljónir króna. Um miðjan maí
lækkuðum við bifreiðar, þannig að
lækkunin nú er í raun og veru ann-
að skrefið í þá átt að koma sæmi-
legri reglu á lager okkar af notuðum
bílum,“ segir Egill. Brimborg á um
120 notaða bíla á lager að jafnaði
að sögn Egils og eru allir bílar verð-
lagðir samkvæmt bókum umboða
viðkomandi umboðs og lækkun mið-
uð við uppgefið verð í þeim.
Hjúkrunar-
fræðingar
samþykktu
FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð-
inga samþykkti í gær kjarasamning,
sem undirritaður var 9. juní, með
825 atkvæðum, eða 88 prósent
þeirra sem greiddu atkvæði. Alls
voru 1870 manns á kjörskrá en 938
greiddu samningnum atkvæði. Nei
sögðu 9,8 prósent og ógild og auð
atkvæði voru 2,2 prósent. Viðsemj-
endur voru ríkissjóður, Reykjavíkur-
borg, Reykjalundur og St. Franc-
iskusspítali í Stykkishólmi.
Ásta Möller, formaður Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga, segist
vera ánægð með niðurstöðu at-
kvæðagreiðsiunnar. Niðurstaðan
sýni að félagið hafi metið rétt vilja
hjúkrunarfræðinga til að fara yfir í
þetta nýja launakerfi.
Að sögn Ástu var samið um
ákveðinn iaunaramma með launa-
hækkunum en eftir á að semja við
stofnanirnar sjálfar. Hún segir kerf-
ið gefa meira svigrúm til launaá-
kvarðana inni á stofnunum. „Þá er
hægt að taka tillit til hæfni einstakl-
inganna. Markmiðið með þessu nýja
launakerfi er að færa launaákvarð-
anir meira yfir til stofnana og auka
sveigjanleika. Að launakerfið taki
meira mið af þörfum einstakra stofn-
ana, verkefnum_ þeirra og starfs-
manna,“ sagði Ásta.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Nýkominn sending
frá ACO
Teg. Kristel
Verð 2.495,“
Litur: Svart, hvítt, blátt
_____/ \ Stærðir 35-42.
Teg. Asterix .'.' ■ ;
Verð 3.495,-
Litur: Hvítt, drappað \
Stærðir 35-42.
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR
STEINAR WAAGE ^
SKÓVERSLUN ^
SÍMI 551 8519
STEINAR WAAGE x
SKOVERSLUN
SÍMI 568 9212
ótrúlegu verdi
síma á verði sem ekki hefur þekkst
66
Einnig úrval fylgihluta
fyrir GSIVI síma
RflFTffKlPERZLUN ÍSLflMDSFF
- AN NO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
VlOkíst:
b»ðtim»