Morgunblaðið - 04.07.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 37
hrossum sem sum hver eiga misjafn-
lega mikið erindi inn á fjórðungsmót
sem einhveijir sýningargripir. Sjálf-
sagt er að veita hryssunum viður-
kenningu en það er lítil glóra í því
að rústa sunnudagsdagskrá með því
sýna í sumum tilvikum hross sem
voru lítið meira en góð reiðhross. A
sunnudag er fólk komið til að horfa
á úrval góðra tilþrifa-gripa. Af-
kvæmasýningar hryssna eru mikil-
vægur hlekkur í ræktunarstarfinu
og eðlilegt að hvetja menn til að
mæta með afkvæmin í dóm á sýning-
um en þó ekki ástæða til að ofbjóða
hinum dyggu mótsgestum sem enn-
þá sækja mótin heim. Vissulega
sáust góðir sprettir hjá sumum af-
kvæmanna og ljóst að margar hryss-
urnar eru afbragðs góðir undaneldis-
gripir.
Sóley í sérflokki
En svo vikið sé að einstaklings-
hryssum þá var það ein þeirra sem
bar af sem gull af eiri og er þá ver-
ið tala um Sóleyju frá Lundum sem
er bæði vel gerð hvað sköpulagi við-
kemur og eins góðum hæfileikum
gædd, sniðföst og reisuleg í allri
framgöngu. Hún er undan Stíganda
og en móðirin heitir Stikla og er frá
Syðstu-Fossum en hún var undan
Ófeigi 818 frá Hvanneyri. Sóley fær
9 fyrir tölt og fegurð í reið og sömu-
leiðis háls og herðar. Þá kemur önn-
ur góð töithryssa Valdís frá Erps-
stöðum með 9 fyrir háls og herðar,
tölt og stökk, var einnig með 9 fyr-
ir fegurð í reið í forskoðun en lækk-
aði á mótinu í 8,5. Hún er undan
Kjarval frá Sauðárkróki og Sædísi
frá Meðalfelli sem er skyldleikarækt-
uð undan Adam frá Meðalfelli og
móður hans Vordísi frá Sandhóla-
feiju. Líf frá Kirkjuskógi, dökkmó-
vindótt hryssa fær 9 fyrir stökk og
vilja en er tæpast nógu falleg til að
hrífa verulega. Fær 8,51 fyrir hæfi-
leika og er hæst þar af hryssum
mótsins. Alls hlutu níu hryssur yfir
8 í aðaleinkunn í þessum flokk.
Fjórar hryssur í fimm vetra flokki
hlutu einkunn yfir átta og var þeirra
efst Snót frá Hjarðarholti sem er
undan Oríon frá Litla Bergi og
Skjónu frá Hjarðarholti, hækkar sig
fyrir tölt og skeið frá forskoðun og
nær þar með yfir mörkin eftirsóttu
og fyrsta sætinu um leið. Hún er
með 8,05 í aðaleinkunn. Vaka frá
Brúarreykjum sem kemur næst flýt-
ur langt á hárri byggingareinkunn
8,25 en er frekar tilþrifalítil í reið,
með 7,77. Öðru máli gegnir með
Röskvu frá Sigmundarstöðum sem
er undan Stjama frá Melum og
Hviku frá Sigmundarstöðum sem er
með 8,5 fyrir tölt, brokk og fegurð
í reið og 9 fyrir vilja en skeiðlaus.
Hlýtur hún 8 fyrir bæði sköpulag
og hæfileika. Hæstu hæfileikaein-
kunn hlýtur Duld frá Víðivöllum
fremri, 8,27 og þar af 9 fyrir tölt,
stökk og fegurð í reið og 8,5 fyrir
vilja og brokk. Duld er undan Otri
og Maddónu frá Sveinatungu.
Ein fjögra vetra yfir átta
Aðeins ein fjögra vetra hryssa
hlaut yfir 8 í aðaleinkunn, Daladís
frá Leirulæk, undan Hervari og
Þokkadís frá Neðra-Ási. Lofar þessi
góðu sem ræktunarhross. Er með 9
fyrir háls og herðar, 8,5 fyrir tölt,
brokk, geðslag og fegurð í reið. Er
hún með 7,95 fyrir sköpulag og 8,09
fyrir hæfileika. Daladís ætti að eiga
góða möguleika að bæta þessar ein-
kunnir með frekari þjálfun og þroska
en gera má ráð fyrir að hún fari
beint í folaldseignir sem vera ber.
í heildina séð var kynbótasýning
fjórðungsmótsins prýðileg þótt
vantaði víða fleiri og betri topp-
hross í suma flokkana. Vestlending-
ar virðast vera farnir að líta meir
í kringum sig með stóðhesta bæði
hvað varðar kaup Hrossaræktar-
sambands Vesturlands á hestum og
eins eru hryssueigendur farnir að
keyra hryssur sínar víðar til hesta.
Þótt hér að ofan sé hnýtt í fram-
kvæmd afkvæmasýningar hryssna
er ástæða til að undirstrika mikil-
vægi hennar. Sýning ræktunarbúa
gaf góða mynd af hestakosti rækt-
enda á Vesturlandi þar sem fram
komu í bland mjög góðir hópar sem
glöddu augað. Niðurstaða kynbóta-
sýningarinnar hlýtur að vera sú að
vestlendingum miðar á leið þótt
framfarir séu kannski hægari en
maður vænti.
Valdimar Kristinsson
MINNINGAR
ÁSGERÐUR
BJARNADÓTTIR
+ Ásgerður
Bjarnadójttir
fæddist á Isafirði
17. júní 1929. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 23.
júní síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Bústaða-
kirkju 2. júli.
í dag er borin til
grafar Ásgerður
Bjarnadóttir jafnaðar-
maður og stjórnar-
maður i Alþýðuflokks-
félagi Reykjavíkur. Ég
kynntist þessari ágætu konu er ég
fór að starfa með og fyrir Alþýðu-
flokkinn hér í Reykjavík árið 1991.
Ásgerður var ein af þeim sem
ekki var mikið fyrir sviðsljósið en
var ötul við að leggja hönd á plóg
við flokksstarf hverskonar. Hún
kom mér fyrir sjónir sem virðuleg
kona sem var hafsjór af fróðleik
og stálminnug á allt sem við kom
pólitík.
í pólitísku samstarfi var Ásgerð-
ur góður félagi, búinn að vera lengi
í flokknum, þekkti alla, kunni
spjaldskrána nánast utanað og því
gladdi það mig er hún var kosin í
stjórn Alþýðuflokksfélag Reykja-
víkur, það var fengur í að hafa svo
reynslumikla konu í flokksstarfi.
Fyrsta stóra verk okkar var að
halda sameiginlegt 1. maí-kaffi á
Borginni með Alþýðubandalaginu í
Reykjavík. Það verk var henni mjög
kært. í undirbúningi að 1. maí-
kaffinu greindist hinn alvarlegi
sjúkdómur sem nú hefur lagt hana
að velli. Þótt hún væri veik hringdi
hún nokkrum sinnum í mig og
spurði hvort Alþýðubandalagið í
Reykjavík væri ekki tilbúið í þetta
með okkur. Þegar svo ég sagði
henni að þetta væri ákveðið sagðist
hún ætla að mæta á Borgina 1.
maí og það gerði hún þó veik væri.
Eftir fundinn var hún ánægð með
hvernig til tókst og var sannfærð
um það að þetta framtak okkar
væri gott innlegg í umræðuna um
sameiningu jafnaðarmanna, nánast
fyrsta alvöru skrefið sem stigið
hefur verið í þessu sambandi.
Fyrir hönd Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur og stjórnarmanna vil
ég þakka Ásgerði Bjarnadóttur
samstarfið og óeigingjarnt starf á
undanförnum árum í þágu félags-
ins.
Eiginmanni Ásgerðar, Þorsteini
Jakobssyni (Steina mínum eins og
hún kallaði hann), og börnum
þeirra hjóna votta ég mina dýpstu
samúð.
Megi minning um góða konu lifa.
Rúnar Geirmundsson,
formaður Alþýðu-
flokksfélags
Reykjavíkur.
Elskuleg vinkona og samstarfs-
kona, Ásgerður Bjarnadóttir, er
látin langt um aldur fram. Sorg-
artíðindin komu á óvart. Margir
vissu ekki að Ásgerður var alvar-
lega veik og þeir sem það vissu
áttu ekki von á að kallið kæmi
svona fljótt. Þing Alþýðuflokksins
á Akranesi, nú í júní sl., var fyrsta
þingið í áraraðir sem Ásgerður og
Steini sóttu ekki. Ég man ekki eft-
ir nokkurri stórsamkomu á vegum
Alþýðuflokksins þar sem þau hjón-
in voru ekki mætt. Sömuleiðis hafa
þau á einn eða annan hátt tekið
þátt í flestu, ef ekki öllu, sem farið
hefur fram hjá Alþýðuflokksfélagi
Reykjavíkur á undanförnum árum.
Af mikilli óeigingirni hafa þau hjón-
in unnið hvíldarlaust að öllu því sem
mætti koma flokksstarfinu til góða.
Flest sín verk hafa þau unnið í
kyrrþey og það eru ekki nema þeir
sem nánast hafa unnið með þeim
sem vita hversu miklu þau hafa
áorkað. Þótt ekki færi nægilega
hátt um þeirra mörgu
góðu verk var það ekki
vegna þess að þau
lægju á skoðunum sín-
um. Ásgerður sagði
svo oft: „Ég er ekkert
fyrir það að koma upp
í ræðupúlt og tala yfir
fjölda manns en ég er
til í að vinna hvað sem
er.“
Það hefur verið mik-
ils virði að finna fyrir
hljóðlátum styrk Ás-
gerðar á mörgum sam-
komum þar sem ólgu-
vindar blésu. Þótt
henni væri stundum brugðið yfir
framkomu félaga sinna í flokknum
hélt hún ró sinni og gott var til
hennar að leita þegar erfitt var að
sjá tilganginn með þessu öllu sam-
an. Hlýleika Ásgerðar og einlæga
vináttu var gott að eiga. Á vinnu-
stað sínum, Islandsbanka í Lækjar-
götu, var Ásgerður jafn virt og dáð
og hún var í okkar hópi. í þessum
banka virðist ríkja sérstaklega góð-
ur andi. Starfsfólkið glaðlegt og
alltaf gott til þess að leita. Ekki
kæmi á óvart að þar hafi Ásgerður
átt einhvern þátt. Hlýleika og
styrks Ásgerðar höfum við margar
konur í flokknum notið. Ásgerði
var mjög umhugað um að efla starf
kvenna í flokknum og hafði áhyggj-
ur af því að þær sem lengi höfðu
starfað væru að eldast. Nauðsyn-
legt væri að hlúa vel að þeim yngri
konum sem farnar væru að starfa
svo þær gæfust ekki upp. Enda var
ekki að sökum að spyija að Ásgerð-
ur mætti á alla fundi sem við kon-
urnar stóðum fyrir í vetur. En nú
er komið stórt skarð í hópinn okk-
ar. Skarð sem aldrei verður fyllt,
en við getum haldið lifandi þeim
hvatningaranda sem gjarnan fylgdi
Ásgerði og minningunni um þessa
hlýju og yndislegu konu. Og það
munum við gera.
Bryndís Kristjánsdóttir,
formaður Sambands
Alþýðuflokkskvenna.
Hún Ágú mín, einn ötulasti tals-
maður jafnaðarstefnunnar, er farin
frá okkur svo skyndilega. Ég á
erfitt með að trúa því að ég fái
ekki að sjá hana framar. Hér sit
ég hnípin og læt hugann reika um
þann tíma sem við áttum vináttu
hvor annarrar. Það er gott að eiga
minningarnar. í gleðinni á sorgin
sinn uppruna, nú syrgi ég þær
gleðistundir sem við áttum saman
og j>ær voru margar.
Ég man alltaf eftir því þegar ég
hitti þau Ásgerði og Þorstein í
fyrsta sinn. Það var fyrir rúmum
13 árum. Ég hafði flutt til Reykja-
víkur í ársbyijun 1984. Þegar ég
hafði verið hér í nokkrar vikur fékk
ég þörf fyrir að kratast, eins og
það heitir á máli okkar Ágúar. Það
var auglýstur opinn fundur hjá
Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur og
ég ákvað að drífa mig. Þegar ég
mætti á staðinn nokkru fyrir aug-
lýstan fundartíma voru þau Ágú
og Steini þar að bjástra við að
hella upp á könnuna og undirbúa
fundinn. Áður en við vissum af var
ég komin í undirbúninginn með
þeim og við spjölluðum saman eins
og við hefðum alltaf þekkst. Þau
sögðu mér að þau hefðu ásamt
Guðlaugu og Ólafi Galta haft for-
göngu um að breyta gamalli
geymslu í þennan fundarstað fyrir
kratana. Þau höfðu safnað fyrir
nýjum gólfefnum með samskotum
meðal krata og síðan var hafist
handa við að þrífa, mála, breyta,
bæta og laga. Þetta var allt gert
til þess að kratar í Reykjavík hefðu
stað til að koma saman og ræða
sín áhugamál. í beinu framhaldi
af því auglýstu þau opið hús einu
sinni í viku milli kl. 5 og 7. Þegar
hér var komið sögu hafði kratakaff-
ið þróast í það að vera tvisvar í
mánuði og þá á kvöldin. Þá var
ávallt einhver fenginn til að hafa
framsögu um þau mál sem heitast
brunnu hveiju sinni og síðan voru
almennar umræður á eftir. Mér lík-
aði strax mjög vel við þau, við
smullum einhvern veginn saman
eins og sagt er. Ekki man ég leng-
ur hver var ræðumaður kvöldsins
né um hvað var rætt, en hitt man
ég að þetta kvöld var lagður grunn-
ur að kynnum sem áttu eftir að
þróast í djúpa vináttu.
Um haustið vorum við svo báðar
kjörnar í stjórn Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur og sátum þar saman
óslitið til ársins 1996 er ég tók
mér póiitískt frí, en Ásgerður sat
þar til dauðadags. Og við krötuð-
umst mikið saman og það var oft
líf og frjör í kringum okkur. Þess
utan áttum við saman margar góð-
ar ánægjustundir heima og heiman.
Vorið 1989 fannst okkur í stjórn
Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur að
Rósin, eins og við kölluðum félags-
miðstöð kratanna í Reykjavík,
þyrfti endurnýjunar við. Og enn var
hafist handa undir forystu Ágúar
og Steina og fleiri góðra krata að
breyta, bæta og laga. Nú var ráð-
ist í meiri breytingar en áður, allt
var endurnýjað og ný húsgögn
fengin. Félagssjóðurinn var ekki
digur en með hjálp og happdrætti
sem Ámundi stóð fyrir tókst okkur
að fjármagna efniskaup og allt
gekk þetta upp með mikilli útsjón-
arsemi. Þetta var skemmtilegur og
annasamur tími. Og við vorum
stoltar þann 15. september þegar
fyrsti fundur vetrarins var haldinn
í nýrri og endurbættri Rós. Síðan
vöktum við yfir þessum stað eins
og hann væri barnið okkar allt til
ársins 1995 er húsnæðið var leigt
öðrum.
Ásgerður var skarpgreind kona
með stórt hjarta og aldrei heyrði
ég hana leggja nokkrum manni illt
orð. Ég held raunar að hún hafi
aldrei hugsað ljótar hugsanir. Þeg-
ar ég var barn að aldri setti ég
fram hrukkukenninguna. Hún var
í því fólgin að eftir því sem fólk
væri betra og ætti fallegri hugsan-
ir yrðu hrukkur þess mýkri þegar
aldurinn færðist yfir og andlitið
færi að ristast rúnum. Mér finnst
þessi kenning mín hafa sannast í
gegnum tíðina og mikið lifandis
ósköp voru hrukkurnar hennar
Ágúar minnar mjúkar.
Ásgerður var gæfukona í lífí
sínu, hún átti góðan mann og átti
miklu barnaláni að fagna. Það kom
best í ljós eftir að hún veiktist svo
skyndilega, hvað væntumþykja
þeirra var stór. í okkar síðasta
samtali varð henni tíðrætt um hvað
hún væri örugg í þeirra höndum
og fór mörgum orðum um alla þá
ást og umhyggju sem hún naut.
Ég trúi því að enginn hafi kvatt
þennan heim sælli með sína.
Mér fannst Ásgerður alltaf svo
mikil heimsdama. Hún hafi svo
fágaða framkomu, talaði svo fal-
legt mál og var alltaf svo yfirveg-
uð. Ekki var hávaðanum fyrir að
fara en allir lögðu við eyrun þegar
hún talaði. Ég velti því oft fyrir
mér hvernig á því stóð að okkur,
hinni fullkomnu dömu sem hún var
og mér hávaðaseggnum, varð svo
vel til vina. Eflaust hefur sameigin-
legt áhugamál — jafnaðarstefnan
— vegið þar þyngst. Við gátum
endalaust kratast og mikið mun
ég sakna góðu símtalanna okkar.
Ef eitthvað markvert kom í fréttun-
um var það eins víst og dagur fylg-
ir nótt að síminn hringdi í lok
fréttatímans og við tók langt sím-
tal.
Það eru í raun forréttindi að
hafa fengið að þekkja og umgang-
ast konu eins og Ásgerði, af henni
mátti svo margt læra. Eitt er víst,
að líf mitt hefði orðið fátækara án
hennar. Ég þakka þann tíma sem
við áttum saman þótt hann væri
alltof stuttur, en þetta var sá tími
sem okkur var ætlaður. Ég þakka
allt sem hún var mér og bið algóð-
an guð að vaka yfir henni Agú
minni.
Elsku Steini minn, þér og fjöl-
skyldunni færum við Erlingur inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
guð að líkna ykkur í sorginni.
Hvíl í friði, besta vina.
Hlín.
I okkar harðbýla, hrakta landi
er náttúra ægifögur og hrikaleg, í
senn miskunnarlaus og gjöful, óblíð
og nærandi. Hin stríðandi náttúru-
öfl hafa_ sjálfsagt í aldanna rás
meitlað íslendinginn, eðli hans og
eiginleika, rétt eins og aðra þátt-
takendur í spilverki náttúrunnar.
Hægt og bítandi varð til menning
sem féll að þessu hvikula um-
hverfi, þar sem reynsla fyrri kyn-
slóða varð að veganesti þeirrar
næstu. Við lærðum að komast af,
við lærðum að lifa. Þetta var lífs-
barátta sem gat af sér mikilmenni
— þau hétu ekki endilega fógetar
eða stórhöfðingjar — sem með ein-
urð, elju og hógværð varðveittu
kynslóðirnar. Þetta voru hvunn-
dagshetjur, fátækt fólk til sjávar
og sveita, kjölfestur sem unnu störf
sín af heilindum. Oft krafðist lífið
þess að þungar fórnir væru færðar
en ekki var látið bugast þrátt fyrir
óblíð faðmlög náttúrunnar eða yfir-
valda síns tíma, geistlegra og ver-
aldlegra. Þær komu og fóru þessar
hetjur og eru nú flestar gleymdar
— en við eigum þeim svo mikið að
þakka. Í fjölmiðlafári nútímans,
innan um fógeta og stórhöfðingja
okkar tíma, ber heldur ekki mikið
á þessum hvunndagshetjum en öll
þekkjum við samt slík mikilmenni
og öll myndum við fínna fyrir fjar-
veru þeirra. Ásgerður Bjarnadóttir
var ein af þessum hetjum hins dag-
lega lífs. Hún tók við góðu vega-
nesti sem hún varðveitti og ávaxt-
aði ríkulega og hún skildi að henni
bar að koma þessari dýrmætu visku
til skila til komandi kynslóða. Þetta
gerði hún af einstakri prýði og feg-
urð, dyggilega studd af eiginmanni
sínum, öðlingsmanninum Þorsteini
Jakobssyni. Hún skapaði umhverfi
sem varð að öruggri vin, þangað
sem vinir og vandamenn sóttu skjól
og næringu, styrk og rásfestu í
sínu lífshlaupi. Þetta gerði hún af
fórnfýsi og í anda þess sem bar
virðingu fyrir fórnum fyrri kyn-
slóða, þar sem hógværðin og for-
dómalaus skilningurinn, fegurðin,
varð mikilvægara veganesti en
skjall og háreysti. Ég vil þakka
Ásgerði fyrir að hafa varðveitt og
styrkt þessa arfleifð og að hafa
gefið svo mörgum öðrum tækifæri
til að njóta hennar.
Björn Lárus Örvar.
í öllum stjórnmálaflokkum eru
fyrirmyndarfélagar. Félagar sem
eru fullir áhuga, jákvæðir, opnir
fyrir nýjum hugmyndum, nýju fólki
- félagar sem ávallt eru reiðubúnir
til að veita liðsinni í stóru sem
smáu. Þeir starfa af hugsjón og
gera aldrei kröfu um neitt sjálfum
sér til handa, aðra en þá að fá að
taka þátt í starfinu og tækifæri til
að láta gott af sér leiða.
Slíkt fólk er gæfa hverrar hreyf-
ingar og þannig var Ásgerður
Bjarnadóttir okkur, sem undanfar-
in ár höfum starfað í Félagi fijáls-
lyndra jafnaðarmanna innan Al-
þýðuflokksins. Hún var bakhjarl
og hjálparhella, hvatti okkur stöð-
ugt til dáða og mætti á alla fundi
sem við héldum, með eiginmanni
sínum Þorsteini Jakobssyni. Þau
komu okkur ávallt fyrir sjónir sem
nýgift par, alltaf samstiga, glöð og
áhugasöm. Nú verða þeir fundir
ekki fleiri. Við munum sakna henn-
ar og minnast sem eins okkar besta
félaga.
Þorsteini og börnum þeirra send-
um við innilegar samúðarkveðjur.
F.h. stjórnar Félags frjáls-
lyndra jafnaðarmanna,
Margrét S. Björnsdóttir,
Vilhjálmur Þorsteinsson.
0 Fleiri minningargreinar um
Ásgerði Bjarndóttur bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.