Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 19 Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson HLÖÐVER Kristinsson með hin merku gögn. Merk gögn finnast í Vogum Vogum - Merk skjöl úr atvinnusögu Voga hafa fundist við framkvæmdir í húsnæði sem frystihúsið Vogar hf. starfaði í um áratuga skeið. Að sögn Hlöðvers Kristinssonar, núverandi eiganda húsnæðisins, fundust skjölin uppi á háalofti en þau komu í ljós þegar var verið að vinna að breytingum á húsnæðinu. Skjölin eru allt frá upphafi reksturs frystihússins, sem var um langan tíma stærsti atvinnurekandi í Vogum með fiskverkun og útgerð. Hann segir aðeins lítinn hluta skjalanna hafa verið skoðaðan en komið hafi í ljós að þarna leynist merkileg gögn. Hlöðver sagði ástæðu til að varð- veita skjölin en ekkert safn er í Vogum svo ekkert er vitað um fram- vindu málsins. LANDIÐ Nýtt stefnumótunarverkefni í undirbúningi Akranes í upphafi nýrrar aldar Akranesi - Að undanförnu hefur starfshópur unnið að stefnumótunarverkefni sem nefnist „Akranes í upphafi nýrrar aldar“, sem er lið- ur í því að undirbúa kaupstaðinn vegna þeirr- ar byltingar sem Hvalfjarðargöngin komi til með að hafa á samgöngumál bæjarins, sam- keþpnisstöðu og byggðaþróun. A vegum starfshópsins hefur starfað stýri- nefnd sem hefur skoðað sérstaklega stefnu- mótun í ferðaþjónustu, verslun og afþreyingu á Akranesi til ársins 2005. Þessi stýrihópur ásamt ferðamálafræðingunum Bjarnheiði Hallsdóttur og Sigríði Þrúði Stefánsdóttur hefur nú skilað áfangaskýrslu, þar sem sett eru fram markmið og leiðir að þeim. At- hygli stýrihópsins beinist einkum að jákvæð- um og neikvæðum áhrifum Hvalfjarðarganga og gert er ráð fyrir að framkvæmdaáætlun sem væntanlega verður gerð í framhaldi af þessari skýrslu muni hafa það að leiðarljósi að draga úr neikvæðum áhrifum og ýta und- ir hin jákvæðu. Hverjir ferðast með Akraborg? í skýrslunni kemur m.a. fram að könnun hafi verið gerð meðal farþega í Akraborg vegna þessa stefnumótunarverkefnis og hafi megintilgangur þess verið að kanna í hvaða erindagjörðum Akurnesingar og aðrir Vest- lendingar ferðist til Reykjavíkur og í hvaða erindagjörðum fólk frá öðrum landshlutum ferðast til Akraness. Niðurstöður þessarar könnunar eru um margt athyglisverðar. 87% aðspurðra bjuggu á Akranesi eða á höfuð- borgarsvæðinu. Langstærstur hluti Akurnes- inga fer til Reykjavíkur í erindum tengdum viðskiptum eða vinnu eða 53%. Annað algeng- asta erindi Akurnesinga til Reykjavíkur er nám, 11%. Niðurstöður eru svipaðar hvað snertir farþega frá Reykjavík til Akraness, sem búsettir eru annars staðar en á Akra- nesi. Stærstur hluti þeirra ferðast tii Akra- ness vegna viðskipta eða vinnu eða 42% og næstflestir eru á leið annað og hafa einung- is stutta eða enga viðdvöl á Akranesi, 23%. Afstaða til Hvalfj ar ðarganga Almennt er afstaða til Hvalfjarðarganga jákvæð og stærstur hluti þeirra sem tóku afstöðu til þess hvaða áhrif göng undir Hval- fjörð myndu hafa á ferðahegðun þeirra sagði að ferðahegðun myndi ekki breytast eða 65%, tæplega 31% sagðist hinsvegar koma til með að ferðast oftar. Einungis 4% þeirra sem tóku afstöðu má flokka sem neikvæða gagnvart Hvalfjarðargöngum, enda töldu þeir að með tilkomu ganganna myndu ferða- lögum þeirra á þessari leið fækka. Göngin koma til með að hafa mest áhrif á ferðahegð- un Akurnesinga, því 40% þeirra segjast munu ferðast oftar milli Akraness og höfuðborgar- svæðisins eftir að göngin verða opnuð. Af þátttakendum búsettum annars staðar en á Akranesi ætla einungis rösk 20% að ferðast oftar eftir að göngin verða opnuð, en 73% álíta að ferðahegðun breytist ekki. Af öllum þátttakendum þessarar könnunar álitu aðeins 5% að þeir komi til með að ferðast sjaldnar eftir opnun ganganna. Akraborg hættir siglingum Með tilkomu Hvalfjarðarganga hættir Akraborg siglingum á milli Akraness og Reykjavíkur. I skýrslunni kemur fram að 32% aðspurðra telja Akraborg hafa verið helstu ímynd Akraneskaupstaðar í hugum þeirra sem ekki búa þar og þar á eftir koma 27% sem segja að knattspyrna sé helsta ímyndin. Gera má ráð fyrir að göngin öðlist einhvern sess sem ímynd þegar þau verða tekin í notk- un og verði jafnframt aðdráttarafl. Skýrslu- höfundar segja það nauðsynlegt að byggja upp ímynd Akraness og segja að niðurstöður kannana bendi á jákvæða þætti sem byggja megi á þ.e. íþróttir, umhverfi og Langasand. Og auka þurfi hlut sjávarútvegs í ímyndinni. Samvinna ferðaþjónustu og útgerðar er kjör- in leið til þess. Það vekur nokkra athygli að í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að landsmenn tengja Akranes ekki við sjávar- útveg. Eins kemur fram að almenningur á íslandi hefur ekki fastmótaða skoðun á Akra- nesi sem bæjarfélagi. Þó ekki hafi verið spurt beint um viðhorf til Akraness sem ferða- mannastaðar má ætla að Islendingar líti í raun ekki á Akranes sem ferðamannastað. Almennir þættir Til að framtíðarsýn Akraness verði að veruleika er stefnt að því að Akraneskaup- staður nái forskoti í samkeppni um fjárfest- ingu fyrirtækja, vinnuafl og búsetuval lands- manna. Með tilkomu Hvalfjarðarganga á at- vinnulíf og mannlíf að eflast. Arsverkum verði fjölgað um 700 og íbúum fjölgi um 2% á ári fram til ársins 2005. Stefna á að því að skapa Akranesi sérstöðu meðal kaupstaða á íslandi og tengja sérstöðuna beint undir- stöðuatvinnugreinum í bænum. í skýrslunni eru einnig nefndar hugmyndir varðandi at- vinnumál, byggðamál, fegrun kaupstaðarins, samgöngur, umhverfismál, markaðskynn- ingu og gæði veittrar þjónustu svo nokkuð sé nefnt. I SUMARTILBOD Á SHELLSTÖÐVUNUM t Doritos snakk Landman kolagrill og 0,51 appelsín j QQQ frípunktar f 1 lOkr. k Engjaþykkni Júmbó-samlokur 49kr. 199.. Matvara ■ sérvara 50 fríkortspunktar tyrirhverjar lOOOkr. Nizza 3 9kr. Ferðabók Gunna og Felix fyigir með kassa af Hi-C mmaamumammmmamaamaa Shellstöðvarnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.