Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ppT
\ 11 J[ :: jTf -
■ í 1
Wm P; 1 -
Prófessor í
félagsfræði
MENNTAMÁLARÁÐHERRA skip-
aði nýlega Rúnar Vilhjálmsson í
stöðu prófessors í félagsfræði við
námsbraut í hjúkrunarfræði í Há-
skóla íslands. Rúnar hafði áður
gegnt stöðu lektors í félagsfræði frá
1986 og stöðu dósents í félagsfræði
frá 1991.
í frétt frá Háskóla íslands kemur
fram að Rúnar lauk BA-prófi í fé-
lagsfræði frá Háskóla íslands 1982,
meistaraprófí í félagsfræði frá Wisc-
onsin-háskóla í Madison 1984 og
doktorsprófi í félagsfræði frá sama
skóla árið 1993. I námi sínu lagði
Rúnar aðaláherslu á félagsfræði heil-
brigðisvandamála og heilbrigðisþjón-
ustu (medical sociology), auk töl- og
aðferðafræði.
Rúnar hefur staðið að uppbygg-
ingu námskeiða í félagsfræði og töl-
fræði innan námsbrautar í hjúkrun-
arfræði og námskeiða í heilsufélags-
fræði innan félagsvísindadeildar Há-
skólans.
Rúnar hefur birt fjölda ritsmíða í
innlendum og alþjóðlegum fræðitíma-
ritum. Ritsmíðamar flalla einkum um
tvö svið. Annars vegar er um að
ræða rannsóknir á eðli óformiegra
hjálparsamskipta (social support) og
tengslum slíkra samskipta við geð-
heilbrigði og notkun heilbrigðisþjón-
ustu. Hins vegar er um að ræða rann-
sóknir á heilsutengdri hegðun ungl-
inga, bæði áhættuhegðun (reykingum
og áfengisnotkun) og hollustuhegðun
(íþróttum og líkamsrækt).
Rúnar hefur tekið þátt í skipulagn-
ingu fagráðstefna hérlendis og er-
lendis og átt sæti í ýmsum nefndum
um fræðslu- og rannsóknamál. Hann
sat í stjórn Félags háskólakennara
árin 1990-1992 og í Háskólaráði
1995. Rúnar hefur setið í stjórn
Norrænu vísindamenntunarakadem-
íunnar (NorFA) frá 1994 og í hug-
og félagsvísindaráði Rannsóknaráðs
íslands frá 1995.
Rúnar er fæddur 14. desember
1958. Foreldrar hans eru Vilhjálmur
Einarsson, fyrrverandi skólameistari,
og Gerður Unndórsdóttir. Rúnar er
kvæntur dr. Guðrúnu Kristjánsdótt-
ur, dósent í hjúkrunarfræði, og eiga
þau þrjá syni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Heimsmóts
skáta minnst
NOKKRIR gamlir skátar
minntust þess á þriðjudaginn
að 60 ár eru frá því þeir sóttu
alheimsmót skáta í Hollandi
sumarið 1937 en viðstödd setn-
ingu þess voru Vilhelmína Hol-
landsdrottning og Baden Pow-
ell lávarður, stofnandi skáta-
hreyfingarinnar, Þetta var
stórkostleg upplifun og ekki
síður að geta komist á heims-
sýninguna í París í framhaldi
af mótinu, sögðu „piltarnir“
og minntu á einkunnarorð
skáta: „Eitt sinn skáti ávallt
skáti“. Þeir eru frá vinstri í
fremri röð Hákon Sumarliða-
son, Gylfi Gunnarsson, Hjálm-
ar R. Bárðarson og Guðjón
Bjarnason. í aftari röð eru Sig-
urgeir Jónsson, Guðmundur
Jónsson, Ólafur Alexanders-
son, Arni Kristjánsson og
Sveinn Elíasson. Alls tók 31
skáti frá Islandi þátt í þessu
móti fyrir 60 árum ásamt 28
þúsund öðrum skátum frá 30
löndum.
íslensk ung-
menni ekki
heymarsljó
Engin rannsókn verið gerð lengi
HEYRN íslenskra ungmenna virðist
ekki hafa hrakað undanfarin ár.
Það er hins vegar langt síðan gerð
var rannsókn á heyrn ungmenna
sem komin eru yfir grunnskólaald-
ur, en að sögn Gylfa Baldurssonar,
heyrnar- og talmeinafræðings, er
ekkert sem bendir til að heyrn ung-
menna sé verri nú en fyrir u.þ.b.
25 árum þegar viðamikil rannsókn
á heyrn ungs fólks var gerð.
Samkvæmt rannsóknum sem
gerðar hafa verið í Þýskalandi ný-
lega, og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær, kemur í Ijós að þýsk
ungmenni á aldrinum 18-24 ára
heyra mun verr nú en áður.
Ólafur Ólafsson, landlæknir,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að mikill áhugi væri hjá landlæknis-
embættinu á að hleypa af stokkun-
um viðamikilli rannsókn á heyrn
íslenskra ungmenna. Hins vegar
hefur ekkert verið ákveðið um hve-
nær slík rannsókn verði gerð.
Reglulegar mælingar eru gerðar
á heyrn grunnskólabarna en engar
eftir að grunnskólanum lýkur. „í
því eftirliti sem gert er hefur ekk-
ert komið í ljós sem bendir til að
Unnu 16
UNG hjón úr vesturbænum í Reykja-
vík duttu heldur betur í lukkupottinn
á þriðjudagskvöld er þau fengu gull-
pott Gullnámunnar á Rauða ljóninu
við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Var
hann tæpar 16 milljónir.
Þetta er hæsti gullpottur sem
myndast hefur í Gullnámunni fram
til þessa en áður var sá hæsti
14.650.000 krónur. Það er alger-
ungmenni heyri verr nú en áður og
mín tilfinning er sú að breytingarn-
ar séu heldur ekki miklar hjá eldri
hópunum, það hefur hins vegar
ekki verið gerð rannsókn lengi sem
styður þessar hugmyndir“, sagði
Gylfi.
Einar Sindrason læknir tók í
sama streng. „Við höfum sannar-
lega ekki haft það á tilfinningunni
að heyrn ungs fólks sé að hraka.
Okkar reynsla virðist vera svipuð
og á öðrum Norðurlöndum, en sam-
kvæmt rannsóknum þar bendir ekk-
ert til verri heyrnar hjá ungu fólki.“
Heyrnarskerðing ungmenna er
gjarnan sett í samhengi við háværa
tónlist sem ungt fólk hlustar gjarn-
an á. Samkvæmt rannsóknum á
Norðurlöndum hefur hins vegar
komið í Ijós að heyrnarskerðing hjá
þeim sem leika djasstónlist er ívið
minni en þeirra sem spila klassíska
tónlist. Þá virðast fleiri þættir hafa
áhrif á heyrnarskerðinguna, „það
virðist sem heyrnin skerðist meira
hjá þeim sem eru til dæmis að spila
tónlist sem þeim finnst leiðinleg,
heldur en hinum,“ sagði Gylfi Bald-
ursson.
milljónir
lega tilviljanakennt hvenær gull-
pottur fellur. Minnsti gullpottur
sem fallið hefur var 2,3 milljónir
króna en að meðaltali er hann um
7 milljónir króna.
Silfurpottarnir falla mun oftar,
síðustu vikuna hafa t.d. verið
greiddir út 23 silfurpottar og voru
þeir að meðaltali 110 þúsund krón-
ur hver.
Öllum
starfsmönn-
um sagt upp
á Hótel
Valaskjálf
ÖLLUM fastráðnurh starfsmönnum
Hótels Valaskjálfs á Egilsstöðum,
eða ellefu manns, hefur verið sagt
upp störfum frá og með 1. október
næstkomandi. Að sögn Sigurðar
Ananíassonar hótelstjóra má rekja
ástæður uppsagnanna til breytinga
sem verða á rekstri hótelsins í byp-
un október, en þá mun Ferðaskrif-
stofa íslands væntanlega taka við
rekstrinum af núverandi rekstrar-
aðila. Hótelið er að stærstum hluta
í eigu Egilsstaðabæjar.
Hann segir hins vegar að takist
ekki samningar við Ferðaskrifstof-
una þá muni þrátt fyrir það verða
gerðar miklar breytingar á rekstri
hótelsins næsta vetur. Það sé óhjá-
kvæmilegt vegna tapreksturs und-
anfarinna ára.
Aðspurður hvort fastráðnir
starfsmenn hótelsins verði ráðnir
aftur af nýjum rekstraraðilum, seg-
ir Sigurður að vilyrði séu fyrir því
frá ferðaskrifstofumönnum að ein-
hveijir þeirra verði ráðnir aftur.
Þá segir Sigurður að ekki sé
búið að gera starfslokasamning við
sig, en hann komi til með að hætta
einhvem tíma í lok þessa árs.
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Dauf byrjun í
Þistilfirðinum
VEIÐI hefur gengið stirðlega í
ánum í Þistilfirði það sem af er
og fiskur yfirleitt lítt eða ekki
genginn. Arnar, Sandá, Sval-
barðsá og Hafralónsá, súpa nú
seyðið af því að illa hefur farið
fyrir laxaárganginum sem átti
að skila tveggja ára físki úr sjó
á þessu sumri. í gærdag voru
veiddir laxar teljandi á fingrum
annarrar handar, en Þorlákur
Sigtrygsson, formaður Veiðifé-
lags Svalbarðsár, sagðist þó
bjartsýnn, straumur væri vax-
andi, gott vatn í ánum og von
til þess að smálax færi að ganga
upp úr helgi.
Þorlákur sagði opnunarhollið í
Svalbarðsá nýfarið. Veitt var á
tvær stangir í tvo daga, en eng-
inn veiddist laxinn. „Þeir komu
beint hingað úr Hofsá, en þar
var ekki bein í sjó heldur,“ sagði
Þorlákur. Hann sagði einnig að
í gær hefði einn lax verið kominn
á land úr Hafralónsá og í viku-
byijun hefði aðeins einn lax verið
kominn á land úr Sandá. „Það
vantar bara fiskinn, en það er
kannski ekki að undra því sjórinn
hefur verið svo kaldur hér úti
fyrir,“ sagði Þorlákur.
Þverá betri en í fyrra
„Það er fátt í fréttum í bili,
veiðin er á rólegu nótunum, en
við vonumst eftir smálaxa-
göngum í næsta straumi. Það eru
komnir um 310 laxar á land úr
Þverá og Kjarrá og hvað sem
öllu tali um daufa veiði viðkemur
var heildaraflinn hjá okkur 40
löxum meiri en í fyrra þann
30.júní,“ sagði Jón Ólafsson í
Steypustöðinni, einn af leigutök-
um árinnar.
HELGI Eyjólfsson og Dagur Garðarsson
með fallega laxa úr Álftá.
Horfur góðar
eða slæmar?
Allmikið hefur verið rætt um
dræma veiði það sem af er sumri.
Göngur tveggja ára laxa hafi
verið í slöku meðallagi á Suðvest-
ur- og Vesturlandi og beinlínis
lélegar nyrðra. Margir veiðimenn
sem blaðið ræddi við telja of
snemmt að afskrifa vertíðina,
hún sé þvert á móti rétt að byija
og það sem komið er standist
nánast fullkomlega spár fiski-
fræðinga. Eftir er að sjá hvort
framhaldið verði í stíl, að það
komi góðar smálaxagöngur sem
muni bera uppi vertíðina.