Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 51
BREF TIL BLAÐSINS
Frá Agnesi Ýr Þorláksdóttur:
FYRIR nokkru birtist í Morgunblað-
inu yfirlýsing frá lögfræðingi þess
manns sem grunaður er um að hafa
drepið hund í Neðstaleiti 1.
I yfirlýsingunni er sagt frá að-
draganda málsins í húsinu sem er
hið sorglegasta í alla staði. Hvergi
kemur þó fram að konurnar sem
áttu dýrið hafi, áður en málarekstur
gegn þeim hefst, verið með leyfi frá
Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur til
að halda hund í húsinu og undir það
leyfi skrifuðu langflestir íbúar húss-
ins.
Hundurinn Lady Queen var 25
cm á hæð og um 3 kg á þyngd.
Hún var af tegundinni Yorkshire
terrier sem er meðal minnstu hunda-
kynja í heiminum og er ein þeirra
tegunda sem margir ofnæmissjúkir
fá sér vegna þess að hann fer ekki
úr hárum, þarf að baða vikulega
og veldur nánast aldrei ofnæmi hjá
fólki. t.d. er einn fremsti og stærsti
ræktandi Yorkshire terrier hunda á
íslandi með ofnæmi fyrir hundum á
háu stigi en á samt fjóra hunda af
þessari tegund. Hundurinn var ekki
geltinn, gekk ekki laus á stiga-
göngum eða á lóð hússins og var
að mestu leyti í íbúð eiganda síns
á meðan hann bjó í húsinu. Kristín
Ólsen, fötluð kona, sinnti dýrinu
með allri sinni ástúð sem hundeig-
endur einir skilja. Þessi umönnun
hennar, dagleg greiðsla og klapp
liðkaði upp stirð liðamót í höndum
og fínhreyfingar hjá konunni bötn-
uðu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kristínu var búið að gefa hundinn
og bjó hann annars staðar en kom
reglulega í heimsókn og hefur heil-
Að taka lögin
í sínar hendur
brigðiseftirlitið sagt að ekki væri
hægt að banna henni að fá hundinn
í heimsókn. Föstudaginn 16. maí sl.
ákváð Ólafur Guðmundsson að taka
hundinn af dóttur Kristínar og koma
honum úr húsinu. Með hvaða rétti
ákvað Ólafur slíkt? Ef unglingur í
húsinu kemur heim með hávært út-
varpstæki sem fer í taugamar á
Ólafi getur hann þá ákveðið að taka
tækið og koma því úr húsinu? Fyrst
hann taldi að hundurinn væri ólög-
legur í húsinu og sá að hann var á
leið inn í húsið, af hveiju fór hann
þá ekki inn til sín og hringdi á lög-
regluna? Lét aðila með umboð til að
halda uppi lögum og rétti í landinu
taka hinn ólöglega hund úr húsinu.
í staðinn ræðst hann að konunni,
og ætlar að taka af henni hundinn.
Fullyrðir hann næst að hundurinn
hafi við það orðið mjög hræddur og
hlaupið inn í íbúð hans sem var
opin. Ef hundur verður hræddur
hleypur hann heim til sín. Hafi
hundurinn í raun sloppið frá dóttur
Kirstínar liggur beinast við að
hlaupa áfram upp í skjól í „greni“
sitt þar sem hann var öruggur en
ekki inn í ókunnuga íbúð sem til-
heyrði þeim sem hann hræddist.
Þessu má líkja við að kanína á flótta
undan ref flýi inn í greni hans til
að fela sig. Næst segist hann hafa
lokað hurðinni til að hundurinn
slyppi ekki og eftir mikla erfiðleika
náð taumnum og bundið við hurða-
hún. Kennir hann Dagbjörtu Ólsen,
dóttur Kristínar, um hvernig fór
vegna þess að hún réðst á hurðina
með miklum látum. Hundurinn hafi
við það tryllst og drepið sjálfan sig
í látunum. Spurningin er: Framdi
hundurinn sjálfsmorð?
Ég skil Dagbjörtu vel að hafa
ráðist á hurðina og reynt að komast
þar inn. Slíkt hið sama hefði ég og
langflestir hundeigendur sem þykir
vænt um dýrin sín gert ef þeir óttuð-
ust um líf og heilsu fjölskyldumeð-
lims. Hundur sem er hræddur og
heyrir eiganda sinn öskrandi og
æpandi bak við hurð reynir að kom-
ast til hans. Hann hleypur ekki eins
og bijálaður utan í ofna og önnur
húsgögn til að vinna sjálfum sér
tjón heldur stekkur upp um hurðina
þar sem eigandi hans er að reyna
að komast inn. Yorkshire terrier
hundurinn er einnig mjög tauga-
sterkur og hugrakkur hundur og
líklegra þykir mér að Lady Queen
hafi leitað til varnar eiganda sínum
en til þess að reyna að drepa sjálfa
sig.
Krufning fór fram á litla dýrinu
og skv. upplýsingum sem úr þeirri
aðgerð bárust voru áverkar dýrsins
þannig að það hefði ekki getað vald-
ið þeim sjálft. Að búa undir sama
þaki og maður sem tekur lögin á
þennan hátt i sínar hendur myndi
fylia mig skelfíngu, hræðslu um að
mæta honum í stiganum. Hvað mis-
líkar honum næst?
Ég hef átt hunda í 20 ár af öllum
stærðum og mörgum tegundum, hef
í sjö ár ræktað hunda og kynnst í
gegnum félaga mína í Hundarækt-
arfélaginu mörgum hundinum og
mörgum hundeigandanum. Ég
þekki mjög margar tegundir, á sjálf
tólf hunda nú á ýmsum aldri og af
fimm tegundum og æfi hundaíþrótt-
ir vikulega með mörgum hundum
allt frá hinum litla en hugi'akka og
sjálfumglaða Yorkshire terrier til
hins vinnuglaða en bljúga þýska
fjárhunds. Eg hef aldrei á mínum
ferli vitað um slík viðbrögð frá hundi
að drepa sjálfan sig af hræðslu við
uppnám og læti eiganda síns.
AGNES ÝR ÞORLÁKSDÓTTIR,
formaður íþróttadeildar
Hundaræktarfélags íslands.
Stofnið „Hana nú“ klúbba
Frá Hrafni Sæmundssyni:
í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgun-
blaðsins 29. júní eru mál aldraðra
á dagskrá. Höfundar bréfsins hafa
glöggt auga fyrir lífæðum þjóðfé-
lagsins og vara stundum við þróun
eða ástandi þegar upp úr er að sjóða
í þjóðfélaginu og stjórnvöld skynja
ekki hlutina í erli dagsins. Og núna
er einmitt að sjóða upp úr í þessum
málaflokki.
Það er hinsvegar athyglisvert að
bæði höfundar Reykjavíkurbréfsins
og þó miklu heldur þeir sem eru úti
á vígstöðvunum, skynja réttindabar-
áttu aldraðra nánast aðeins á einn
hátt. Hina beinu fjárhagslegu hlið
málsins. Það sést nokkuð vel í þeim
ágætu ályktunum sem samtök eldri
borgara hafa nýverið gert og birtar
eru í bréfinu.
Þarna stendur hnífurinn í kúnni.
Svo vitnað sé í lífseiga bók þá lifir
maðurinn ekki á einu saman brauð-
inu. Þessi sannindi virðast ekki ná
til þeirra sem eru í víglínu barátt-
unnar. Baráttan virðist miðast við
þetta eina svið og þess vegna hefur
orðið almenn stöðnun.
Það má til dæmis leiða að því rök
að verkalýðshreyfingin sé að gliðna
sundur og leysast upp. Þróun þess-
arar aldar hefur ekki náð til verka-
lýðshreyfingarinnar og sömu bar-
áttuaðferðum er enn beitt við ný
aldaskil og var í upphafí aldarinnar
þegar baráttan um brauðið hófst á
skipulagðan hátt.
Þannig má ekki fara fyrir sam-
tökum eldri borgara sem nú blása
til nýrrar sóknar. Þau þurfa að bera
gæfu til að sjá yfir allt sviðið og
fyrirsjáanlega þróun.
Fyrir stuttu sýndi heilbrigðisráð-
herra þá skemmtilegu nýbreytni að
veita nýrri starfssemi, nýjum hug-
myndum, heilsuverðlaun m.a. á
þeim forsendum að félagslegt
ástand geti einnig tengst heilsufari
og betra lífi og lífskjörum.
Þarna var um tilraun að ræða,
„Hana nú“ klúbbana, sem gerð hef-
ur verið í Kópavogi og þó þessi til-
raun hafí þróast í hógværð í 14 ár
vita allir sem til þekkja og tekið
hafa þátt að um eina merkilegustu
starfsemi og hugmyndafræði er að
ræða sem reynd hefur verið á ís-
landi og þó víðar væri leitað.
Félög eldri borgara út um allt
landið ættu nú vissulega að þekkja
sinn vitjunartíma og stofna hvar-
vetna „Hana nú“ klúbba. í hveiju
félagi. Og komast þannig út úr viðj-
um þess félagsstarfs sem verið hef-
ur frá upphafi.
Ef félögin bæru gæfu til að gera
þetta myndi hugmyndaheimur fólks
breytast og reisn og sjálfsvirðing
aukast. Það yrði bylting í starfí fé-
laganna og lífi fólksins.
Ef samtök eldri borgara bæru
gæfu til að kynna sér hugmynda-
fræði „Hana nú“ myndu aldursmörk
fljótlega fara niður í 55 eða 50 ár
í samtökunum. Og á nýrri öld myndi
kynslóðabilið alveg hverfa.
HRAFN SÆMUNDSSON,
Bræðratungu 10, Kópavogi.
Utsalan hófst í morgun
10-70% afsláttur.
Opið virka daga kl. 10-18, laugardag 10 -16.
Laugavegi 20, sími 562 6062.
SUMARTASKA FRÁ
CLARINS
FYRIR UNGU STÚLKUNA
Inniheidur milda
hreinsisápu og létt
rakakrem.
Tilvalin í íerðalagið,
sutnarbúðirnar....
Leiðbeinandi
verð kr. 1.500
CLARINS
P A R I S