Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 45 skyndilegt fráfall þessa vinar míns barst mér. í þeirri sorg sem fylgir því að missa góðan vin um stundar- sakir með þessum hætti, þá er það þó huggun að minnast þess, hve vel Arnari gekk að ná tökum á lífi sínu og störfum síðari hluta ævi sinnar og hvað hann náði því vel að vera sannur og góður drengur, en það var markið sem hann stefndi að. Ég sendi foreldrum, systrum og börnum Arnars mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Magnússon. Elsku Arnar. Hér sitjum við vinkonurnar, hnípnar. Ékki hvarflaði það að okkur að komið væri að endalokum hjá þér í þessari jarðvist þegar við sátum með þér fallegum og fjallhressum á kaffihúsi kvöldinu áður. Þú með hnyttin og kómísk tilsvör eins og þín var von og vísa. Þú varst einstakur vinur, alltaf boðinn og búinn að gera allt fyrir alla. Vinahópurinn verður ekki sam- ur eftir að þú ert farinn, því þú varst ötulastur í að hóa okkur sam- an, hvort heldur var af sérstöku tilefni, eða bara til að hittast og gera eitthvað skemmtilegt. Við eigum eftir að sakna góðs vinar en huggum okkur við það að þú ert að fæðast inn í aðra veröld, veröld sem við trúum að við fæð- umst öll inn í að þessu jarðlífi loknu. Eða svo notuð séu orð séra Sigurð- ar H. Guðmundssonar: Færumst innar í Kristsfaðminn. En þó að trú okkar sé sterk, er sorgin það einnig og söknuðurinn mikill. Við viljum votta öllum aðstand- endum og vinum þínum okkar dýpstu samúð. Fljúgðu vinur á vit ljóssins. Þínar vinkonur, Sigrún Bergs og Guðríður Ólafs. Hann Arnar frændi (eða Addi bró) hefur alltaf verið mér sérstak- ur og minn uppáhalds frændi. Ég var svo heppinn að mín fyrstu ár í mínu lífi fékk ég að alast upp hjá ömmu og afa og Arnari frænda. Arnar var mín fyrirmynd langt fram á táningsár. Þegar Arnar fór í þröngar buxur sem svo víkkuðu þegar neðar dró og ögn fram fyrir tá þá varð ég að vera eins. Alltaf vildi ég gera eins og Arnar, vera eins og Arnar og lifa eins og Arn- ar, en enginn komst með tærnar þar sem Arnar var með hælana. Yfir Arnari var virkilegur stíll, seinna þegar ég fór að vinna í fyrir- tækinu sem Arnar átti og rak var ég svo stoltur af að fá að hitta hann daglega. Það hefur aldrei skipt Arnar neinu máli hvað á gengi, það var aldrei langt í brosið eða hann sagði bara eitthvað snið- ugt. Hann þurfti bara að sjá bros eða brosa sjálfur, þá komst hann þangað sem hann ætlaði sér. Undanfarin ár hitti ég Arnar aðeins um hátíðir, sem var alltof sjaldan. En þegar við hittumst þá byijuðum við að tala saman á ná- kvæmlega þeim punkti sem við hættum síðast. Elsku Arnar, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég hugsa oft til þín. Að sjá hvernig þú höndlaðir líf þitt, allt sem þú hefur gengið í gegnum og það sem þú afrekaðir. Þegar mamma hringdi til mín á föstudagskvöld og sagði mér að Addi bró hefði dáið fyrr sama dag trúði ég henni ekki. Það gat bara ekki staðist, af öllum, þá var móður- bróðir minn farinn frá okkur, bara farinn og kemur ekki aftur. Ég mun ávallt sakna þín, elsku Arnar minn, og munt þú alltaf vera mér ofarlega í minni. Söknuður. Þinn frændi, Grétar. • Fleiri minningargreinar um Hákon Arnar Hákonarson bíða birtingar og munu birtast í blað■ inu næstu daga. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, INGA ÞÓRA ARNBJÖRNSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 2. júlí síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Ágúst Þór Skarphéðinsson, Eggert Þór Ágústsson, Jóna Sólbjört Ágústsdóttir, Ágúst Þór Ágústsson og foreldarar. t Elskulegur faðir okkar, JÓN H. WIUM, Nóatúni 26, lést á Landspítalanum að morgni fimmtu- dagsins 3. júlí. Anna Jónsdóttir, Einar Jónsson, Rósa Jónsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, GUNNAR ÞÁLL JÓAKIMSSON fiskifræðingur í Kiel, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 1. júlí síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Jóakimsson, börn, barnabörn og aðrir aðstandendur. t Elsku mamma okkar, ALMA ANTONSDÓTTIR, Einilundi 8E, Akureyri, lést þriðjudaginn 1. júlí. Margrét, Helga, Sólveig, Finnbogi og Arna. t Ástkær afi okkar, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði þriðjudaginn 8. júlí kl. 15.00. Guðmundur Rúnar Sveinsson, Reynir K. Bergsveinsson, Bjarki H. Bergsveinsson, Brynjar S. Bergsveinsson, Einar K. Sigurgeirsson, Erla K. Sigurgeirsdóttir, Guðmundur K. Sigurgeirsson, Gerður Einarsdóttir, Kristrún Einarsdóttir. t Bróðir minn, mágur okkar og frændi, BALDUR BRAGASON, Viðilundi 20, Akureyri, sem lést mánudaginn 30. júní, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 8. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjálfsbjörg Akureyri, Þórhalla Bragadóttir, Svavar Sigurðsson, Kristinn Hólm Vigfússon, systrabörn og fjölskyldur. t Ástkær fósturfaðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, LÝÐUR PÁLSSON frá Hlíð, Gautlandi 21, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði mánudaginn 7. júlí kl. 13.30. Steinn Þorgeirsson, Svanhildur Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGMAR GUÐNÝ BJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Mánagötu 12, Reyðarfirði, verður jarðsungin frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 5. júlí kl. 14.00. Einar Guðmundur Stefánsson, Birna María Gísladóttir, Stefán Þórir Stefánsson, Kristín Guðjónsdóttir, Guttormur Örn Stefánsson, Helga Ósk Jónsdóttir, Sigfús Arnar Stefánsson, Smári Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, KJARTAN BJÖRNSSON frá Svínadal, dvalarheimilinu Hjallatúni, Vfk í Mýrdal, sem lést mánudaginn 30. júní, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugar- daginn 5. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á dvalarheimilið Hjallatún. Systkinin. t Þökkum öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR frá Blátindi, Vestmannaeyjum. Anna Jónsdóttir, Sigrún Þorsteindóttir, Sigurður Elíasson, Stefanía Þorsteinsdóttir, Viktor Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum, ættingjum og vinum, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGÓLFS HELGASONAR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Hjörtur Ágúst Magnússon, Jóna Margrét Sigurðardóttir, Helgi Ingólfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Maggi Guðjón Ingólfsson, Sigrún Valgarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við frá- fall og jarðarför okkar ástkæru INGIBJARGAR SIGRÍÐAR SKÚLADÓTTUR. Karl Eiríksson og fjölskylda. L_
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.