Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 41

Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 41 I ► > > í > > I J I g I I i I I . i i i í i i J Laugardalshrepps hafa ekki lengur eins bundnar hendur og áður og þeirra er framtíðin. Ég trúi því að staðurinn sem slík- ur og þessi undurfagra sveit muni á komandi tíð gegna mikilvægu og vaxandi hlutverki í skólamálum þjóðarinnar eins og verið hefur um langt árabil, og ekki síður á sviði ferðaþjónustu. Framundan er áframhaldandi uppbygging á sviði íþrótta, lista og menningar til þess að styrkja öll góðu áformin sem tengd eru þessum stað og Þóri Þor- geirsson og ýmsa fleiri hugsjóna- menn hefur dreymt um. Ég sendi að lokum eiginkonu Þóris, Esther Matthildi Kristinsdótt- ur, börnum þeirra og öllum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur frá okkur Hildi. Blessuð sé minning góðs vinar og samverkamanns. Hafsteinn Þorvaldsson. Þórir Þorgeirsson hóf kennslu við Hérðasskólann á Laugarvatni haustið 1941, þá nýútskrifaður íþróttakennari, og starfaði við þann skóla allt til 1972 þegar skipulagi íþróttakennslu á Laugarvatni var breytt. Hann hafði því starfað við skólann tæpa þijá áratugi þegar mig bar að garði haustið 1970 og leiðir okkar lágu saman. Við vorum ekki aðeins samstarfsmenn í fá- mennu starfsliði skólans heldur vor- um við einnig nánir grannar, bjugg- um hvor í sínu heimavistarhúsi, ég í Mörk og hann í Grund. Hann var svo sannarlega góður granni. Stundum er sagt að betra sé að eiga fáa vini en marga kunningja. í meira en aldarfjórðung höfum við Þórir starfað saman á ótal sviðum og aldrei hefur borið skugga á það samstarf. Hann tók öllu með jafnað- argeði þótt ég reyndi stundum að koma honum úr jafnvægi. Helst varð ég var við að honum stóð ekki á sama ef ég hnýtti í þrenninguna heilögu sem hann trúði á. Fram- sóknarflokkinn, Samvinnuhreyfíng- una eða ungmennafélögin. Þórir var nefnilega gegnheill framsóknar- maður af gömlu gerðinni eins og þeir gerast allrabestir. Þórir var kosinn í hreppsnefnd Laugardalshrepps vorið 1970 og tók þá þegar við starfi oddvita sem hann gegndi til dauðadags. Hann var því langt kominn með sjöunda kjörtímabil sitt þegar hann lést. Þtjú þessara tímabila sat ég í hreppsnefnd með honum og fann glöggt hve oddvitastörfin fóru hon- um vel úr hendi. Hvert mál var rætt til hlítar og væru menn ósam- mála var reynt í lengstu lög að finna flöt sem allir gátu fellt sig við. Sumir halda að það sé næsta auðvelt verk að stjóma litlu sveitar- félagi. Það má vel vera að svo sé þar sem eindrægni og samhugur ríkir en sveitarfélag þarf ekki að vera stórt eða fjölmennt til að flokkadrættir verði vegna ólíkra hagsmuna ýmissa afla sem gera kröfur. í Laugardalshreppi togast stundum á hagsmunir Laugvetn- inga, bænda, ríkisins og sumarbú- staðaeigenda og ef einn hópur reyn- ir að troða á öðrum er hætt við að illa fari. Þóri tókst ótrúlega vel að sætta sundurleit sjónarmið og fékk stundum nánast „rússneska" kosn- ingu þótt einhverjir lukkuriddarar reyndu að bijótast til valda. Þórir var mannasættir og það svo að mér fannst oft sem það væri hvort tveggja í senn styrkur hans og veikleiki. Mér fannst stundum langlundargeð hans gagnvart ósanngjörnum kröfum með ólíkind- um. En þessi eiginleiki hans nýttist honum vel í oddvitastarfinu og sam- starfsmenn hans í hreppsnefnd hafa örugglega getað lært ýmislegt í þolinmæði og þrautseigju af honum. Sagt var forðum um Erling Skjálgs- son: „Öllum kom hann til nokkurs þroska." í oddvitatíð Þóris hefur Laugar- vatn breytt um svip. Það hefur ekki gerst í stórum stökkum en engum dylst að hér hefur snyrtimennska verið í fyrirrúmi. Þar eiga auðvitað margir hlut að máli en oddvitinn hefur haft forystu á hendi. Þeir sem taka nú við stjóm hreppsins þurfa örugglega að hafa sig alla við ætli þeir að halda merki Þóris á lofti. Síðustu ár hef ég litið öðru hvetju inn á skrifstofu til Þóris, oftast án þess að eiga erindi annað en að spjalla. Það hafa verið ánægjulegar stundir. Ekki era margir dagar síð- an ég sat hjá honum dagpart og endurskoðaði hreppsreikninga liðins árs. Mér duldist ekki að Þórir eltist eins og aðrir menn. Hann var ekki hinn sami og sá sem ég hitti haust- ið 1970. Hann hafði verið hér nán- ast samfellt í rúm sextíu ár frá því hann kom hingað fýrst, nemandi í Héraðsskólann. Mestallan tímann þjónaði hann íbúum þessa sveitarfé- lags með einum eða öðrum hætti. Hann hafði svo sannarlega goldið torfalögin í þessari sveit. Ég kveð þennan vin minn með þakklæti fyrir samfylgdina og votta fjölskyldu hans samúð mína. Hreinn Ragnarsson. Öllu er afmörkuð stund. Pendúll lífsklukku okkar tifar áfram í amstri dagsins, í gleði eða sorg, á sumri eða vetri, í draumi eða veraleika. Hlutverk mannanna eru mörg og mismunandi á jörðinni, lífsklukk- urnar slá í mislangan tíma og af mismunandi öryggi enda er gang- verkið misgott. Við sem erum veg- farendur á óræðri braut lífsins. Skyndilega hefur lífsklukka gamla kennarans míns og vinar Þóris Þor- geirssonar á Laugarvatni stöðvast. Klukkan sem slegið hefur af þrótti, áræði og velvilja í hartnær áttatíu ár. Lífsklukka sem svo margir hafa haft mikla trú á í gegnum árin og viljað líkja eftir slættinum. Þetta sanna verk hans sem fjölskylduföð- urs, uppalanda, kennara, íþrótta- þjálfara, félagsmálamanns og odd- vita og sveitarstjómarmanns í Laugardalshreppi í langan tíma, reyndar allt til dauðadags. Ég hitti Þóri síðast glaðan og reifan á þjóðhátíðardaginn þar sem hann samfagnaði með okkur Rangæingum því að þann dag var vígt nýtt glæsilegt fþróttahús á Hvolsvelli. í endurminningunni verður þessi stund mér dýrmæt því margt var skrafað og skeggrætt að vanda og Þórir taldi byggingu íþróttahússins hina bestu íjárfest- ingu sem ætti eftir að skila ómæld- um arði. Heilræði voru gefin hvað þjóðmálin varðaði enda Þórir áhuga- samur um velferð þjóðarinnar. Gengur þetta bara ekki vel hjá ykk- ur, spurði Þórir, sem var einlægur og traustur framsóknarmaður. Stundin var í raun táknræn fyrir áhuga Þóris fyrir líðandi stund og fyrir æskulýðs- og íþróttastarfi. Þórir var einn af framkvöðlum í uppbyggingu íþrótta- og æskulýðs- starfs á Suðurlandi og í raun á land- inu öllu. Hann hafði mikil áhrif á ungt fólk sem stundaði nám á Laug- arvatni en þangað komu nemendur víðs vegar af landinu. í langan tíma kenndi Þórir við íþróttakennara- skóla íslands og aðra skóla á Laug- arvatni. Sem ungur maður ferðaðist hann um landið og kenndi m.a. sund. Einnig þjálfaði hann ungt fólk á vegum Héraðssambandsins Skarp- héðins. Hann ferðaðist þá um sveit- ir Suðurlands á sumrin og hvatti æskuna til dáða um heilbrigt og reglusamlegt líferni og hvatti unga fólkið til íþrótta- og félagsmála- starfs. Á þessum tíma var öll að- staða til íþrótta með öðrum hætti en nú tíðkast. Á Landsmótum UMFÍ var Þórir í fylkingarbijósti fyrir sitt félag HSK og kom færandi hendi með sigurliðið og tilheyrandi verð- launagripi, sinn eftir sinn. Ávallt var Þórir til mikillar fyrirmyndar hvort heldur innan vallar eða utan. Það var einmitt á íþróttaæfíngu við Gunnarshólma í Landeyjum sem ég kynntist þessum áhugasama öðlingi í fyrsta sinn. Kynnin áttu eftir að eflast, því þegar ég settist á skóla- bekk á Laugarvatni kynntist ég þessum kvika og síunga manni enn betur og með okkur tókst ágætur vinskapur. Alltaf var Þórir jafn hvetjandi og glettinn. Hann hóf gjarnan kennslustundina á því að depla augum, rétta fram hendur, kreisti fingur að lófum og rétta úr fingumr og segja: „Er ekki allt í sómanum, era ekki allir- hressir og kátir". Ferskleikinn og áhuginn var alltaf á sínum stað. Hans göfugi ásetningur sem kennara var að gera námið skemmtilegt, markmiðið var einfaldlega gamla heilræðið „það er leikur að læra“. Ekki alls fyrir löngu heyrði ég vangaveltur virts prófesors sem fjallaði um það hvern- ig skólinn á 21. öldinni ætti að vera og þetta markmið var einn af grunn- þáttum í fyrirlestri hans. Þegar fjall- að er um starf Þóris sem kennara má vitna í ummæli um annann góð- an uppalanda en um hann var sagt „öllum kom hann til nokkurs þroska". Þóri var mjög annt um velferð nemenda sinna og fylgdist gjaman vel með því hvað þeir voru að fást við hvetju sinni. Mér þótti afar vænt um það þegar ég var ráðinn sem sveitarstjóri á Hvolsvelli að einn af fyrstu mönnum sem hringdu í mig var Þórir oddviti á Laugarvatni. Hann óskaði mér vel- farnaðar í starfi var hvetjandi og gaf mér eitt heilræði: „Hættu aldrei að vinna fyrr en þú hefur lokið ætlunarverki þínu þann daginn. Gaktu frá hreinu skrifborði." Þetta var gott heilræði og lýsir Þóri vel. Þannig hygg ég að öll störf hans hafi verið enda er mjög óvenjulegt að tæplega áttræður maður sé í forsvari fyrir sveitarfélag nú á tím- um. Þó að lífsklukka Þóris Þorgeirs- sonar hafi nú stöðvast eftir langt og farsælt starf heldur lífið áfram. Hér í götunni minni á Hvolsvelli eru lítil barbaböm Þóris, sem Sara og Aron heita og era börn Gerðar og Lars. Ég horfi á eftir Margréti dótt- ur minni tipla yfir götuna til að passa þessi fallegu börn. Þannig heldur lífið áfram. Á fjórða áratugn- um var faðir minn skólabróðir Þóris heitins í Laugarvatnsskóla. Þannig spinna lífsþræðimir þennan óræða lífsvef. í dag drúpum við höfði og þökkum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast öðlingnum og mannvin- inum Þóri á Laugarvatni. Eigin- konu, bömum, tengdabörnum og bamabörnum sendir fjölskylda mín dýpstu samúðarkveðjur. Minningin lifir um gegnheilan heiðursmann. ísólfur Gylfi Pálmason. Bjartur sumardagur rennur upp eins og þeir gerast fegurstir á Laug- arvatni. Fjöllin prýdd grænum skógi, spegilslétt vatn, fuglasöngur. Síminn hringir, Þórir Þorgeirsson er látinn. Getur þetta verið rétt, hann sem var svo lifandi mitt í hringiðunni á meðal okkar. Ég horfi út um gluggann - og ekki ber á öðra, sólin heldur áfram að skína og lífíð iðar allt um kring. Samt fæ ég á tilfínninguna að ekkert verði eins og áður hér á Laugarvatni - svo snar þáttur var hann í mannlífi sveitarinnar. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu og samstarf í áratugi, sem aldrei bar skugga á. Þar ber hæst í mínum huga umhyggju hans fyrir leikskóla Laugardalshrepps og öflugan stuðn- ing við það starf er þar fór fram. Hann leit oft inn, heilsaði upp á bömin og fóstramar, hrósaði því sem honum fannst vel gert og stríddi okkur með því að þykjast ekkert geta sinnt kvabbi okkar um fjárveit- ingu til hinna ýmsu hluta, sneri sér svo við í dyrunum kíminn á svip og sagði: „Við sjáum nú til“. Þá vissum við að málum var borgið. Sem odd- viti sveitarstjórnar var Þórir drif- fjöður í mikilli uppbyggingu í sveit- arfélaginu. Þótt ekki væri hann inn- fæddur Laugdælingur sýndi hann áræði og metnað í að vernda gömul hús sem eiga sér langa sögu tengda lífi, starfi og menningu fólksins í Laugardal. Nefni ég þar Miðdals- kirkju sem nú er friðlýst og Lindina sem byggð var á sínum tíma fyrir Ragnar Ásgeirsson, jgarðyrkjuráðu- naut Búnaðarfélags Islands, en hús- ið var síðar stækkað fyrir starfsemi Húsmæðraskóla Suðurlands er var þar til húsa um árabil. Árið 1991 var stofnað félag til verndar þessa húss og var Þórir þar frá upphafí öflugur félagi og beitti sér í hrepps- nefnd ásamt „sínum mönnum", eins og hann nefndi þá félaga sína, fyrir myndarlegri endurbyggingu Lind- arinnar. Það gustaði oft um hann í þessum málum en sjálfur var hann aldrei í vafa um að þarna bæri að standa vel að verki og hafa fag- mennsku í fyrirrúmi. Þórir sá húsið fyrir sér byggt upp í áföngum eftir efnum og ástæðum. Lokið er endur- byggingu elsta hluta hússins og þar er nú rekinn gullfallegur veitinga- staður. I yngri hluta hússins er starfræktur leikskóli Laugardals- hrepps. Húsið er í hjarta Laugar- vatns umvafið yndislegum garði sem félagar í Lindarfélaginu hafa unnið við að fegra á hveiju vori. Daginn áður en Þórir lést áttum við langt og gott samtal. Það snerist nær eingöngu um þessi hugðarefni okkar, leikskólann, Lindina alla og garðinn í kring. Sem ég nú skrifa þessar línur sé ég hann lifa áfram á meðal okkar í þessum fósturböm- um sínum og þar verður hans minnst um ókomin ár. í öllum verkum stóð Esther við hlið hans, ómetanlegur félagi og lífsföranautur. Hjá henni og þeirra elskulegu börnum er hug- ur okkar í dag í einlægri samúð er við nú kveðjum okkar mann, Þóri Þorgeirsson. Margrét Gunnarsdóttir. Ungur ákvað ég að gerast kenn- ari og þá helst íþróttakennari líka. Mun þar mestu hafa ráðið uppeldis- legar aðstæður. Þetta fór eftir. Haustið 1965 fór ég með áætlunar- bifreið Ólafs Ketilssonar til Laugar- vatns til að stunda nám við ÍKÍ ásamt 13 öðrum, ungu fólki af báð- um kynjum. Þar tók við strangt nám þar sem áhersla var lögð á líkam- legt atgervi og uppeldislega þætti kennslu. Þar kynntumst við Þóri Þorgeirssyni sem nú er kvaddur. Hann kenndi okkur leikfimi, sund og skyndihjálp. Ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af þessum kynnum okkar. Þórir var einkar lag-. inn við að laða fram eiginleika hvers og eins í þeim greinum sem hann kenndi okkur og við fengum að reyna ýmislegt sem okkur hefði ekki órað fyrir að við gætum fram- kvæmt. Mörgum þótti nóg um allar „360“ armsveiflumar sem hann lét okkur strákana gera í leikfiminni, en ég er sannfærður um og fer ekki ofan af þeirri skoðun að hin hefðbundna leikfimi sem hann kenndi okkur er sú besta og mest mótandi sem alhliða líkamsþjálfun. Því miður hefur hún farið halloka á undanfömum áram og áratugum í skólum landsins með þeim afieiðing- um að margt ungt fólk í dag er meira og minna bakveikt og illa haldið vegna lélegrar líkamsþjálf- unar. Allir tímarnir hjá Þóri era eftir- minnilegir vegna þess að þeir voru hressilegir, engin lognmolla en samt enginn æsingur. Allt gekk eins og vel smurð vél og uppbyggingin markviss til að ná því besta út úr hveijum einstaklingi. Myndirnar frá þessum árum rifja upp góðar minn- ingar. Við sem nutum leiðsagnar Þóris að þessu ieyti urðum að stælt- . - um og reistum mönnum eftir alla þá þjálfun sem sundið og leikfimin gaf okkur. Að því höfum við búið hingað til. Fimm áram eftir að ég lauk námi við ÍKÍ var ég ráðinn sem kennari að skólanum. Var mér ætlað að kenna leikfimi og sund meðal ann- arra greina, einmitt þær greinar sem Þórir hafði kennt um áratuga skeið. Mér er ekki grunlaust um að honum hafí þótt að sér vegið með þessari ráðningu, en aldrei, hvorki fyrr né síðar, lét hann mig gjalda þess. Hann var mér alltaf sem besti faðir og félagi og tók mér alltaf jafn ljúfmannlega. Að feta í fótspor hans við ÍKÍ var ekki létt verk, en 'tt það að hafa notið hans handleiðslu áður, nýtt þá þekkingu við kennslu í fjögur ár og síðan aflað viðbótar- menntunar auðveldaði starfið. Ég held samt að megingrunnurinn í minni kennslu hafí verið það sem Þórir kenndi mér á sínum tíma og alla tíð hef ég haldið uppá armsveifl- urnar, músikæfíngarnar, staðæfing- arnar og skipulagsæfingamar sem hann kenndi okkur strákunum. Það er margt sem mótar manninn. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þótt ég segi hér og nú að líkamlega og starfslega séð hafi enginn mótað mig og þroskað betur til starfsins en Þórir Þorgeirsson. Hafðu þökk fyrir. Samúðarkveðjur frá íjölskyldu minni fylgja þessum fátæklegu kveðjuorðum, til Esterar, barna, tengdabama og barnabama. Páll Ólafsson. HALLUR HERMANNSSON + Hallur Hermannsson fædd- ist á Skútustöðum 31. maí 1917. Hann lést í Reykjavík 20. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 27. júní. Með söknuði kveðjum við afa okkar Hall Hermannsson sem ný- lega er látinn. Við vorum svo lán- samar að kynnast og eiga með honum ótalmargar góðar og gef- andi stundir frá barnæsku fram á fullorðinsár. Einkennandi fyrir afa var ein: mitt hversu gefandi hann var. í hveiju spjalli lærðum við eitthvað merkilegt eða nytsamlegt því hann var sérlega víðlesinn og fróður maður. í stuttri heimsókn á skrif- stofu hans hjá Ríkisskipum gat lít- ið spjall eftir feluleik við skrifborð- ið endað með mikilli landafræðilex- íu. Hann var ómetanleg aðstoð við lærdóm og þá sérstaklega íslensku og sögu. Afa og Sísí ömmu var alltaf gott að heimsækja enda stutt að fara frá Hjaltabakka í Dverga- bakka. Honum var oft skemmt yfir uppátækjum okkar systra eins og þegar ein okhar átti það til að stelast út um miðja nótt í heimsókn til hans þegar aðrir voru í fasta- svefni. Þegar við hugsum til afa sjáum við hann helst fyrir okkur sitjandi makindalega í sófa með spenntar greipar yfir kviðinn fléttandi þumalfingrum á meðan hann sagði okkur sögur. Afi hafði mjög skemmtilegan og góðsaman frá- sagnastíl enda kunnur fyrir frá- bæra ræðumennsku. Við höfum alltaf verið mjög stoltar af afa okkar og við erum þakklátar fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur systurnar og þann stuðning og áhuga sem hann sýndi lífi okkar og fjölskyldum. Það gleður okkur að afi átti tvær fjölskyldur sem unnu honum heitt og nutu kærleiks hans. Með ömmu okkar Ólöfu Hrefnu Eyjólfsdóttur átti hann um 12 ára hjónaband j þegar hann var að koma undir sig fótunum og eignuðust þau föður okkar Hauk Hallsson sem síðar giftist móður okkar Elínu Ragnars- dóttur, megi guð gefa þeim styrk í sorg þeirra. Með Sísí ömmu átti hann sitt síðara hjónaband og enn stærri fjölskyldu. Við viljum votta Sísí ömmu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Afi lifði mjög innihaldsríku lífi og áorkaði miklu á ferli sínum. Elsku afi við söknum þín og minningin um þig mun ávallt lifa í hjarta okkar. Megi guð varðveita þig. Hrefna Hauksdóttir, Guðrún Rósa Hauksdóttir, Halla Hauksdóttir. ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.