Morgunblaðið - 10.07.1997, Page 18

Morgunblaðið - 10.07.1997, Page 18
FIMMTUDAGUR 10. JULI 1997 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Þú saínar lijá oleJíur... HÚSASMIÐJAN SIFKfiÐASKOÐUN HF S§§ Tæknival flA\í ftlEFÍW FLUCFÉIAG fSLANDS Air leetand ®> TOYOTA MEGASTORE Útsölur að hefjast Afsláttur svipaður og undanfarin ár í dag, fimmtudag, hefst formlega útsölutímabil sumarsins í Kringl- unni sem lýkur um miðjan ágúst. Ekki eru þó allar verslanir þar sem byrja með útsölu í dag en marg- ar. Afsláttur sem veittur er að þessu sinni er svipaður og undan- farin ár eða á bilinu 30% - 40% og síðan eru víða tilboðshorn eða slár með vörum á 50-70% afslætti. Mismunandi er hversu lengi út- sölurnar standa en götumarkaður- inn í Kringlunni er á dagskrá skömmu eftir verslunarmanna- helgi. Það virðist allur gangur á því hvenær útsölur hefjast við Lauga- veg og dæmi eru um að verslunar- eigendur ætli að hinkra fram að verslunarmannahelgi. Nokkrir verslunareigendur hófu útsölu strax í byijun vikunnar. Hjá versl- uninni Flash hófst útsalan til dæm- is síðastliðinn þriðjudag. Að sögn Huldu Hauksdóttur eiganda Flash tóku viðskiptavinir vel við sér en afslátturinn hjá henni er um 40% og síðan er hún með tilboðsslár þar sem verðið er lækkað enn meira. Hjá Englabörnum við Laugaveg hefst útsala á föstudag og þar nemur afslátturinn að meðaltali 40%. Hjá barnafataversluninni Du pareil au méme við Laugaveginn verður engin útsala. „Við erum aldrei með útsölu. í'Frakklandi þar sem Du pareil au méme er stór verslunarkeðja er sú stefna að vera ekki með útsölu heldur reyna að bjóða lága álagningu allan árs- ins hring. Við fylgjum þessari stefnu", segir Kristrún Markús- dóttir. Þúsund hlutir á eina krónu Meðal verslana sem byija með útsölu í dag er Hagkaup. Þar verð- ur útsalan með breyttu sniði. Að sögn Jóns Björnssonar innkaupa- stjóra hjá Hagkaupi er stefnan að lækka vörurnar um 40-70% strax í byijun og lækka þær ekki enn frekar þegar líða tekur á útsölu- tímabilið. Þá verða ýmis tilboð á fimm daga fresti. Nokkrir vörulið- ir eru þá boðnir á mjög lágu verði t.d. barnabolir á 150 krónur, íþróttaskór á 200 krónur og herra- sokkar á 49 krónur. Auk þess verða þúsund hlutir seldir á eina krónu í dag, fimmtudag, í Hag- kaup Kringlunni, Skeifunni, Njarðvík og á Akureyri. Um er að ræða allt milli himins og jarð- ar, skó, búsáhöld eins og bolla og skeiðar og ýmislegt fleira. Að sögn Mörtu Árnadóttur verslunarstjóra hjá Vero Moda verður útsalan hjá þeim með svip- uðu sniði og áður. Útsalan hefst í versiuninni í Kringlunni í dag en viku síðar við Laugaveg. „Við erum með flestar vörurnar á út- sölu en þó verður vöruvalið aðeins mismunandi í búðunum. Afsláttur- inn er að meðaltali 40%. Það sama gildir um verslunina Jack & Jo- nes. Útsalan hófst í morgfun hjá tískuversluninni Oasis í Kringl- unni. Þar er 40-60% afsláttur veittur af flest öllu og að sögn Þorbjörns Stefánssonar er ein- SUMARTI LB0Ð J á hústjöldum, fjölskyldutjöldum, útivistarfatnaöi og gönguskóm. við Umferðarmiðstöðina, sími 551 9800 Morgunblaðið/Ásdís göngu um nýjar, vörur að ræða þar sem verslunin var opnuð í mars síðastliðnum. Rýmingarsala í Ikea Á morgun, föstudag, hefst rým- ingarsala í Ikea. Að sögn Guð- mundar Pálssonar markaðsstjóra hjá Ikea er verið að rýma til fyrir nýjum vörum sem koma samfara nýjum bæklingi með haustinu. Vörurnar verða seldar með 30-70% afslætti og um er að ræða sófa, stóla, sængurfatnað, búsáhöld og margt fleira. Sem dæmi má nefna að handklæði verða seld á 125 krónur, glös sem kostuðu áður 1.150 kosta á rýmingarsölunni 690 krónur og sófí sem kostaði 69.000 er nú seldur á 47.900 krónur. 10-11 verslanirnar Unghænur á 99 krónur í morgun hófst útsala á ung- hænum hjá 10-11 verslunun- um. Unghænurnar kosta núna 99 krónur stykkið. Alls verða 7.000 unghænur seldar á þessu verði. Að sögn forsvarsmanna hjá 10-11 verslununum kostar unghæna venjulega um 250-300 krónur. Unghænur þurfa lengri suðu en kjúklingar en henta annars vel í pottrétti. Afurðamarkaður Suðurlands Sala 8. júli 1997 Vörutegund Lægsta verð Hæsta verð Svínahryggur 589 589 Svínahryggur, frosinn 533 533 Svínalæri 334 355 Svínalæri, frosin v 313 &&& */313 Svínahnakki |?S|, 310 Bfe 317 Svínasíða !É 194 209 Svínasíða, frosin W 183 183 Svínaskankar 35 35 Hrossalundir 605 605 Eitt kíló af fötum á 1.000 kr. ÞESSA dagana stendur yfir svo- kallaður kílóamarkaður hjá Spútnik á Vesturgötu 3. Á boð- stólum er ýmis fatnaður, íþrótta- peysur, jakkar, pelsar, kápur, kjólar, skyrtur og bolir. Að sögn Maríu Pétursdóttur hjá Spútnik er þetta í annað skipti sem boðið er upp á kílóamarkað sem kemur í stað útsölu. „Þetta mælist vel fyrir, það er mikið að gera allan daginn og okkur finnst þetta skemmtileg tiibreyting." Þó að fatnaðurinn höfði mest til ungl- inga segir María að viðskiptavin- irnir séu á öllum aldri bæði kon- ur og karlar.“ Morgunblaðið/Arnaldur MARIA Pétursdóttir viktar hér föt fyrir viðskiptavin. Sumarútsaían ftefst á morgun, Man Kvenfataverslun Hverfisgötu 108, á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar, sími 551 2509

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.