Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vaxandi spenna í Tsjetsjníju Moskvu. Reuter. Viðræður um Kýpur LEIÐTOGI Tyrkja á Kýpur, Rauf Denktash, t.v., heilsar forseta Kýpur, Glafcos Cleri- des, við upphaf fundar þeirra í bústað Kofis Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem stendur á milli þeirra. Þetta var í fyrsta sinn í þrjú ár sem leiðtogarnir hitt- ust til viðræðna um lausn á deilunni um Kýpur. Sagði Ann- an við upphaf fundarins að nú væri lausn deilunnar innan seilingar, en ef tilraun til lausnar nú mistækist gætu af- leiðingarnar orðið verri en orðið hefur í áratugi. Viðræð- ur Denktash og Clerides munu standa í fimm daga og fara fram í Bandaríkjunum, skammt norður af New York. NÍU rússneskir lögreglumenn létust þegar sprengja sprakk undir bifreið þeirra í Dagestan, nágrannaríki Tsjetsjníju, á þriðjudag. Starfsmanni franskrar hjálparstofnunar var rænt og einnig fimm Tsjetsjenum, sem voru á leið til landsins frá Norður- Ossetíu. Fremur kyrrt hefur verið í Tsjetsjníju og nálægum héruðum að undanförnu og samskiptin við Rússa hafa farið batnandi. Þessir atburðir hafa hins vegar aukið spennuna á nýjan leik. Talsmaður frönsku hjálparsam- takanna Læknar án landamæra sagði, að ókunnir menn hefðu rænt einum starfsmanni þeirra, aðfara- nótt 2. þessa mánaðar í bænum Nazran, höfuðstað rússneska sjálf- stjórnarhéraðsins Íngúshetíu. í Dagestan, sem einnig liggur að Tsjetsjníju, sprakk sprengja á þriðju- dag undir bifreið með 15 lögreglu- mönnum og létust níu þeirra en hin- ir slösuðust mikið. Störfuðu lög- reglumennimir við gæslu á landa- mærum Dagestans og Tsjetsjníju. Aslan Maskhadov, forseti Tsjetsjníju, sagði, að mannránin og morðin væru verk þeirra, sem vildu koma í veg fyrir sjálfstæði landsins, óg kenndi „erlendum sérsveitum“ um. Fréttir um hungursneyð og versnandi efnahagsástand í Norður-Kóreu Tugþúsundir barna gætu dá- ið úr sulti Seoul, Genf. Reuter. Reuter VANNÆRÐ systkini á barnaheimili i Pyongyang héraði í N-Kóreu. SEÐLABANKI Suður-Kóreu til- kynnti í gær að efnahagsástand í Norður-Kóreu hefði farið versn- andi árið 1996, sjöunda árið í röð. Yfírmaður Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að hungursneyð ríki í landinu og tug- þúsundir bama bíði dauðans verði ekkert að gert. Samkvæmt mati seðlabanka Suður-Kóreu minnkaði verg lands- framleiðsla í Norður-Kóreu um 3,7% á síðasta ári, eftir að hafa farið niður um 4,6% árið 1995. Iðnframleiðsla minnkaði til muna vegna skorts á rafmagni og hrá- efnum. Þjóðarframleiðsla á mann minnkaði úr 70 þúsund íslenskum krónum árið 1995 í tæplega 64 þúsund krónur árið 1996, og út- flutningsverðmæti minnkaði um 700 milljónir króna milli ára. Yfirvöld í Norður-Kóreu viður- kenna ekki að síversnandi efna- hagsástand sé lélegri hagstjórn að kenna, og segja ástæðuna ein- göngu vera uppskerubrest vegna flóða og slæmra veðurskilyrða undanfarin þrjú ár. Tölur Suður-Kóreska seðla- bankans benda þó til að land- búnaður og fiskveiðar hafi verið einu atvinnugreinarnar sem sýndu bætta afkomu á síðasta ári. Engar opinberar hagtölur eru gefnar út í Norður-Kóreu. Nauðsynlegt að auka matvælaaðstoð Verulegur skortur hefur verið á matvælum í Norður-Kóreu undan- farin þijú ár. Catherine Bertini, yfirmaður Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir að þó hrísgijónauppskeran í ár virðist verða góð muni það ekki duga til að metta 24 milljónir landsmanna, og að mikil nauðsyn sé á áfram- haldandi aðstoð erlendis frá. Stofnunin hefur farið fram á að Sameinuðu þjóðirnar veiti framlög fyrir 130.000 tonnum af matvæl- um til viðbótar við þau 206.000 tonn sem þegar hafa borist í neyð- araðstoð á þessu ári. Talið er að um 800.000 böm undir fimm ára aldri séu vannærð og að hætta sé á hungurdauða í landinu. Bertini sagði við frétta- menn að ekki væri lengur um að ræða yfirvofandi hungursneyð, hún væri þegar hafin. „Starfsfólk stofnunarinnar áætlar að 50 til 80% barna sem það hefur skoðað á bamaheimilum séu of létt og töluvert of lítil mið- að við aldur. Þau eru bókstaflega að veslast upp. Við verðum að auka matvælaaðstoðina, því heil kynslóð er í hættu.“ Bertini sagði einnig að starfsmenn Matvæla- stofnunarinnar hefðu orðið vitni að því að skip hlaðin brotajámi hefðu látið úr höfn, augljóslega í þeim tilgangi að selja brotajárnið erlendis í skiptum fyrir mat. Þessar aðgerðir hafi verið skipulagðar að fmmkvæði héraðs- stjórna á hveijum stað. Sérfræð- ingar í málefnum Norður-Kóreu telja að þetta geti verið merki um að farið sé að slakna á miðstýr- ingu kommúnistastjórnarinnar, en utanríkisverslun hefur hingað til alfarið verið stýrt frá höfðuborg- inni Pyongyang. Nýtt tímatal til heiðurs „leiðtoganum mikla“ Stjórnmálaskýrendur telja að yfírvöld í Norður-Kóreu verði að láta af eingangranarstefnu sinni ef koma eigi í veg fyrir að milljón- ir manna deyi úr hungri og efna- hagskerfið sigli algjörlega í strand. Það virðist þó ekki vera á stefnu- skrá stjórnvalda í bráð, því þau tilkynntu í gær að tekið yrði upp nýtt tímatal til heiðurs „leiðtogan- um mikla“, Kim Il-sung, og ein- angranarstefnu hans, sem byggði á sjálfsþurftarbúskap. Þriggja ára sorgartíma vegna andláts þjóðarleiðtogans fyrrver- andi lauk á þriðjudag. Hið nýja tímatal hefst á fæðingarári Kims, 1912, „þegar hinn mikli leiðtogi reis eins og sól sjálfsþurftarinnar“. Búist er við að sonur hans, Kim Jong-il, taki formlega við sem for- seti og formaður kommúnista- flokksins innan tíðar, en sérfræð- ingar í málefnum Norður-Kóreu telja þó að hann kæri sig varla um að taka formlega við stjómar- taumunum nú, þegar efnahagur landsins er í rúst og hungurdauði milljóna manna yfírvofandi. Fjármál demó- krata rannsökuð Sá engar vísbend- ingar um lögbrot Washingfton. Reuter. RICHARD Sullivan, fyrrver- andi fjármálastjóri lands- nefndar demókrata í Banda- ríkjunum, sagði við yfír- heyrslur bandarískrar þing- nefndar í gær að hann hefði aldrei séð vísbendingar um að Kínveijar hefðu reynt að hafa áhrif á bandarísk stjórn- mál með því að leggja fram fé í kosningasjóði demókrata. Formaður þingnefndarinn- ar, öldungadeildarþing- maðurinn Fred Thompson, sem er repúblikani frá Ten- nessee, hóf yfírheyrslurnar á þriðjudag og sagði að mark- mið nefndarinnar væri að rannsaka vísbendingar um að Kínveijar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar í fyrra. Engin merki um íhlutun Kínveqa Sullivan var þá fjármála- stjóri landsnefndar demó- krata og hann kvaðst ekki hafa orðið vitni að slíkum til- raunum. „Ég varð aldrei, og ég legg áherslu á aldrei, var við nein- ar vísbendingar eða tillögur um vísvitandi lögbrot, íhlutun erlendra ríkisstjórna, fjár- framlög sem ganga í berhögg við lög um kosningasjóði eða önnur lagaleg vandamál af því tagi,“ sagði Sullivan. Evrópudómstóllinn um sænskt bann við sjónvarpsauglýsingum Ekki heimilt að hindra út- sending'ar frá öðru ESB-landi Brussel. Reuter. EVRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúx- emborg úrskurðaði í gær, að Sví- þjóð, sem bannar sjónvarpsauglýs- ingar sem beint er að börnum, sé ekki heimilt að hindra útsendingar frá öðru aðildarlandi ESB. En í lögum ESB um „sjónvarp án landamæra" er ekki að finna .*★★★.*. EVRÓPA* stöð sem hefur sitt aðsetur í öðru ESB-landi þar sem slíkar auglýs- ingar eru löglegar. Ennfremur var dómurinn beðinn að kanna hvort sænska bannið væri viðskipta- hindrun og bryti þannig í bága við grundvallarlög ESB, Rómarsátt- málann. neitt sem hindrar sænsku stjómina í því að skylda sjónvarpsstöðvar sem hafa sitt aðsetur í Svíþjóð til að hlíta strangari reglum. Hagsmunasamtök evrópskra auglýsenda hafa litið á þetta dóms- mál sem prófstein á það hvort auglýsendur geti í raun útbreitt sína þjónustu um allan innri mark- að Evrópu. Dómurinn hafði verið beðinn um að skera úr um hvort evrópsk löggjöf meinaði sænskum yfírvöldum að banna auglýsingar sem sendar vora út af sjónvarps- Svíar halda því fram að börn geti ekki alltaf greint á milli sjón- varpsþátta og auglýsinga. Svíþjóð er eina landið í Evrópusamband- inu, sem bannar alfarið auglýsing- ar sem beint er að bömum undir 12 ára aldri. írland missir styrki Dublin. Reuter. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins (ESB), ætlar að leggja til að dregið verði úr styrkjum og efnahagsaðstoð til írlands úr sjóðum ESB, en þessir styrkir hafa átt mikinn þátt í hraðri efnahagsuppbyggingu á írlandi á undanförnum árum. Frá þessu greindi írska ríkisútvarpið, RTE. Samkvæmt frétt RTE mun Santer kynna áætlun fram- kvæmdastjórnarinnar um endur- bætur á byggðasjóðum sam- bandsins og á hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu fyrir Evrópu- þinginu hinn 16. þessa mánaðar. EndurbótatiIIögurnar eru sagðar tengjast fyrirhugaðri stækkun sambandsins til Mið- og Austur- Evrópu. Samkvæmt heimildum RTE telur framkvæmdastjórnin að efnahagur írlands sé nú orð- inn það góður að landið uppfylli ekki lengur skilyrðin sem sett eru fyrir því að þiggja efna- hagsaðstoð úr sameiginlegum sjóðum sambandsþjóðanna. Á undanförnum árum þáði ír- land um sex milljarða ECU, um 480 milljarða króna, í aðstoð, sem samsvarar um þremur prósentu- stigum af vergri þjóðarfram- leiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.