Morgunblaðið - 10.07.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.07.1997, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fyrsta greiningin á efnasamsetningu gijóts á Mars leiðir í ljós mikið magn kísils Reuter JEPPINN Ferðalangur á yfirborði Mars. Hjólför eftir hann sjást greinilega í forgrunni, en hægt er að stýra afli hjóla jeppans og álykta út frá því um efnasamsetningu yfirborðsins sem ekið er á. Efnagreinitæki jeppans sést framan á honum. Stóri steinninn sem sést í efst hægra megin er Jógi. NASA sendi þessa mynd frá sér í fyrrakvöld. TRIGANO Verður Mars næsta heimkynni manna? RITHOFUNDURINN og geim- spekúlantinn Arthur C. Clarke telur að gögn frá geimfarinu Pathfinder bendi til þess að líf hafi getað þrif- ist á Mars og að búseta manna sé ekki óhugsandi þar í framtíðinni. Hann sagðist vera ánægður með hvernig til hefði tekist með leiðangurinn. „Ummerki um að vatn hafi forðum verið á Mars renna stoðum undir þá kenningu að þar gæti hafa þrifist líf.“ Hann bætti við að þó aðstæður á plánet- unni virtust okkur ekki mjög lífvænlegar nú, væri vel mögulegt að annað ætti eftir að koma í ljós. „Rannsóknir sem framkvæmd- ar verða á næstu árum munu færa okkur mun ítarlegri vitneskju um Mars og hver veit nema þar verði næstu heimkynni manna?“ Clarke hefur ritað fjölda skáld- sagna um geimferðir, meðal ann- ars um landnám manna á Mars. Hann er sennilega þekktastur fyrir bókina 2001: För um geiminn, sem gefm var út árið 1968 og gerð var eftir fræg kvikmynd. Hann lauk nýlega við síðasta bindi sögunnar, sem ber nafnið 3001: Síðasta förin. EYJASLÓÐ 7 107 REYKJAVÍK Sími 511 2200 KL. 10 TIL 16 SUNNUDAG FRÁ KL 13T1L17 TILBOP ' TJALPVAgNINN UPPINVTT ■ELLIHYSI! TILBOÐ Svipartil grjóts á jörðu GREINING á efnasamsetningu gijóts á Mars, sú fyrsta sem gerð hefur verið, leiðir í ljós mikið magn kísils, sem bendir til að grjótinu svipi mjög til gijóts á jörðinni, að því er segir í fréttatilkynningu frá miðstöð Marsleiðangurs ómannaða geimfarsins Ratvíss, eða Pathfind- ers. Er leiðangrinum stjómað frá Rannsóknarstofu bandarísku geim- vísindastofnunarinnar, NASA, í Pasadena í Kaliforníu. Greiningin fór fram með efna- greiningartæki, sem staðsett er á fjarstýrðum jeppa, sem Ratvís bar til Mars, og stýrt er frá jörð. Nýtir tækið alfageislun, róteindageislun og röntgengeislun til þess að greina efnasamsetningu þess sýnis sem því er beint að. Rudolph Rieder, við Max Planck-efnafræðistofnunina í Þýskalandi og þátttakandi í rann- sókninni, greindi frá þessum niður- stöðum af greiningu á hnullungi, sem nefndur hefur verið Barnackle Bill, og er skammt frá lendingar- stað Ratvíss. Gijót, sem komið hefur upp á yfirborð jarðar í eldsumbrotum, inniheldur mikið magn kísils á formi kvars. Kísilinnihaldið setur því Barnacle Bill í flokk með algengu eldfjallagtjóti á jörðinni. Hap McSween, við Háskólann í Ten- nessee og þátttakandi í rannsókn- inni, sagði að þessi tiltekni steinn væri að þessu leyti ólíkur þeim steinum, sem fundist hafa á jörð- inni og talið er að borist hafí frá Mars. Hann sagði ennfremur, að kvarsið gerði að verkum að Barnacle Bill væri líkari gijóti á jörðinni en gijóti á tunglinu, sem ekki inniheldur neitt kvars. Jeppanum Ferðalangi, eða Sojo- urner, sem Ratvís flutti til Mars, var á miðvikudag stýrt frá steinin- um Barnacle Bill og að öðrum, stærri steini, sem vísindamenn í stjómstöðinni hafa gefíð nafnið Jógi. Búast þeir við að niðurstöður efnainnihaldsgreiningar á Jóga leiði í ljós að hann sé töluvert öðru vísi en Barnacle Bill. „Af því sem við fáum ráðið af ljósmyndum er þetta allt öðru vísi steinn og líklega gerð- ur úr töluvert frábrugðnum efn- um,“ sagði Matthew Golombeck, þátttakandi í rannsókninni. Mikill áhugi er meðal almenn- ings um allan heim á Marsleið- angri Ratvíss. Auk fjölmiðlaum- fjöllunar er megnið af upplýsingum um leiðangurinn aðgengilegt á þrem vefsíðum. Frá því Ratvís lenti, síðdegis á föstudag, og fram á þriðjudag voru alls skráðar um 220 milljónir heimsókna á síðurnar þijár. Vefslóð síðu Rannsóknar- stofu í þotukný, sem er sú deild innan NASA sem stjórnar Mars- leiðangrinum, og er í Pasadena, er http://www.jpl.nasa.gov Fyrrverandi sendiherra Indlands í Svíþjóð „Rajiv Gandhi þáði mútur frá Bofors“ B.M. OZA, sendiherra Indlands í Svíþjóð á árunum 1984-88, heldur því fram í viðtali við sænska dag- blaðið Dagens Nyheter að Rajiv Gandhi, fyrrverandi forsætisráð- herra Indlands, hafí þegið mútur af sænska fyrirtækinu Bofors. „Rajiv Gandhi þáði mútur frá Bofors. Peningarnir voru afhentir fyrir milligöngu ítalska Ieppsins Qualtrochi," sagði Oza, sem fór á eftirlaun fyrir nokkrum árum og er ekki lengur bundinn af þagnareiði. Sem sendiherra gat Oza fylgst með vopnasölumálinu og hann kvaðst hafa vitað að stjórnvöld í Stokkhólmi og Nýju Delhí hefðu notað öll pólitísk sambönd sín til að greiða fyrir viðskiptunum. Hann hefði haft grunsemdir um að málið snerist um „pólitíska peninga“ og sá grunur hefði verið staðfestur þeg- ar indverska lögreglan yfirheyrði hann í mars síðastliðnum. Hann fékk þá að lesa hluta af bankagögnum sem indverska stjórnin fékk frá Sviss í janúar. Sænska stjórnin gagnrýnd Sendiherrann fyrrverandi hefur skrifað bók um Bofors-málið, „Bof- ors - sannanir sendiherrans", sem verður gefin út i Nýju Delhí bráð- lega. Auk þess sem hann skýrir þar frá meintri mútuþægni Gandhis fjall- ar hann um þátt sænsku stjórnarinn- ar í málinu og sú frásögn er líkleg til að vekja mikla athygli í Svíþjóð, að sögn Dagens Nyheter. „Stjórn Ingvars Karlssons hafði engan áhuga á að komast til botns í mútumálinu,*1 segir Oza. Hann lýsir einnig uppnáminu sem varð í indverska sendiráðinu fyrstu vikurnar eftir að mútumálið var af- hjúpað í apríl 1987. „Ég vona að bókin sýni mönnum hvernig ekki á að standa að pólitískum samskiptum og ríkiserindrekstri milli tveggja landa,“ segir Oza. Stóri vinningurimi hættulegur Helsinki. Reuter. ^ AÐ vinna stóra vinninginn í happ- drættinu getur verið stórhættu- legt fyrir andlega heilsu vinnings- hafans. Kemur þetta fram í yfír- lýsingu frá fmnskum samtökum um geðheilbrigðismál. „Þegar menn detta í lukkupott- inn eins og sagt er verða þeir að bregðast við eins og á hættu- eða neyðarstund og endurmeta allt sitt líf,“ sagði Pirkko Lahti, fram- kvæmdastjóri samtakanna. Tilefni yfirlýsingarinnar frá samtökunum er, að fínnska ríkis- happdrættið greiddi í síðustu viku út hæsta vinning fyrr og síðar, 300 millj. ísl. kr., sem runnið hef- ur til eins manns. Samtökin hvetja til þess, að sett verði takmörk við upphæð vinninga af þessu tagi og benda á, að vinningshafamir lendi oft í hinum mestu hremmingum. Al- gengt sé, að alls konar fólk og samtök leggi þá í einelti með betli svo ekki sé talað um ættingjana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.