Morgunblaðið - 10.07.1997, Page 29

Morgunblaðið - 10.07.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 29 LISTIR Nýr for- stöðumaður AUÐUR Ólafsdóttir listfræðingur hefur verið ráðin forstöðumaður Listasafns Háskóla íslands. Auður Ólafs- dóttir lauk BA prófi í sagnfræði og bókmenntum frá Háskóla ís- landsárið 1982, licence prófi í listasögu frá Université de Paris I í París árið 1984, mast- ersprófi í lista- sögu árið 1985 og D.E.A. prófi í listasögu frá sama skóla árið 1987. Hún hefur verið stundakennari í listasögu við Háskóla íslands frá árinu 1993, kennt listasögu við Leiklistarskóla íslands frá árinu 1989 og unnið við myndlistargagn- rýni og ritstörf. Um þessar mundir vinnur hún að rannsókn og ritun íslenskrar listasögu áranna 1960 - 1995 með styrk úr Vísindasjóði. Listasafn Háskóla íslands var stofnað árið 1980 af listaverkagjöf hjónanna Ingibjargar Guðmunds- dóttur og Sverris Sigurðssonar. í stofnskrá safnsins er kveðið á um að til kaupa á listaverkum og varð- veislu þeirra skuli árlega renna 1% þeirrar fjárhæðar sem varið er til nýbygginga á vegum háskólans. I eigu safnsins eru í dag um 900 verk og eru sýningarstaðir þess hinar ýmsu stofnanir og byggingar Háskóla íslands. Listasafn Há- skóla íslands sinnir einnig rann- sóknarverkefnum á sviði íslenskrar listasögu í tengslum við listasögu- kennslu innan heimspekideildar Háskóla Islands. Augnablik styrkir rann- sóknarstörf í KVÖLD, fimmtudag, mun all- ur ágóði af ástarleiknum Trist- an og ísól, sem Augnablik sýn- ir í Borgarleikhúsinu, renna til rannsókna Brynjólfs Snorra- sonar að Mið-Samtúni í Eyja- firði. Brynjólfur Snorrason hefur um árabil rannsakað áhrif raf- segulsviðs á lífríkið. Rannsóknir hafa leitt í ljós að rafsegulsviðs- mengun getur orsakað ýmsa þá kvilla sern hijá menn og skepnur nútímans, segir m.a. í fréttatilkynningu Augnabliks. Sílikondýr HLÍN Gylfadóttir opnar sýn- ingu í Mokka föstudaginn 11. júlí þar sem til sýnis verða síli- kondýr. Þetta eru dýr framtíðarinnar sem nærast á eiturefnum og úrgangi samfélagsins og eru fær um að nýta sér þau efni úr umhverfinu sem önnur dýr deyja af. Sílikondýrin eru þær lífverur sem munu taka við heiminum og kunna þá list best að aðlagast aðstæðum. Til sýnis verða bæði svipmyndir úr dag- legu lífi sílikondýra og einnig verða dýrin þar sjálf til sýnis. Sýningin stendur til 6. ágúst. PHILPS VR-161 2 hausa mono, scart tengi, Mjög enfalt í notkun! IV! Staðgreitt SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is umboðsmenn um land allt Heimilistæki hf Dantax vcr-610 6 hausa, Hi-Fi, nicam stereo, long play, show view, aðgerðir á skjá. 40JOQ Staðgreitt mioo Staðgreitt Dantax vcr-355 4 hausa, long play, show view, aðgerðir á skjá 34,800 Staðgreitt SANYO vhr-796 6 hausa, Hi-Fi, nicam stereo, long play, show view, SPORTS REVUE, getur spilað mynd með hljóði á tvöföldum hraða. PHIllPs PHILPS VR-665 6 hausa Hi-Fi, Nicam stereo, Long play, show view, aðgerðir á skjá. 51.800 Staðgreitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.