Morgunblaðið - 10.07.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1997 31
AÐSEIMDAR GREINAR
í ÚTTEKT í nýjasta
hefti Heimsmyndar á
bók dr. Vals Ingi-
mundarsonar sagn-
fræðings, í eldlínu
kalda stríðsins, er
leitað álits Jóns Bald-
vins Hannibalssonar.
Af einhverjum ástæð-
um notar Jón Baldvin
þetta tækifæri til
heiftarlegra árása á
Ólaf Thors. „Ólafur
virðist ekki hafa skilið
undirstöðuatriði hag-
stjórnar í markaðs-
þjóðfélagi. Hann eyði-
lagði tækifærið til að
koma efnahagskerf-
inu í lag með Nýsköpunarstjórn-
inni, klúðraði umbótatillögum
Benjamíns og Ólafs og vildi ævin-
lega stjórnarsamstarf með komm-
únistum," segir Jón Baldvin.
Vitaskuld er Ólafur Thors ekki
hafinn yfir gagnrýni fremur en
aðrir menn. Sjálfur hef ég til
dæmis komist að þeirri niður-
stöðu, að stefna Nýsköpunar-
stjórnarinnar, sem Ólafur mynd-
aði, hafi verið óskynsamleg. Það
breytir því ekki, að orð Jóns Bald-
vins Hannibalssonar eru mælt af
miklum skilningsskorti á þeim
skilyrðum, sem Ölafur Thors vann
við fyrstu árin eftir stríð og tor-
velduðu allt samkomulag um
mörkun utanríkisstefnunnar og
um skynsamlega hagstjórn.
í fyrsta lagi hafnaði formaður
Framsóknarflokksins, Hermann
Jónasson, öllu samstarfi við Ólaf
Thors, vegna þess að Ólafur hafði
tekið þátt í því árið 1942 ásamt
Alþýðuflokknum og
Sósíalistaflokknum
að lagfæra lítils hátt-
ar hina ranglátu kjör-
dæmaskipan, og var
hún þó enn Fram-
sóknarflokknum stór-
lega í hag. Með þessu
tók Hermann auðvit-
að persónulegan
metnað fram yfir
þjóðarhag.
í öðru lagi voru sós-
íalistar á íslandi miklu
öflugri en í flestum
öðrum löndum Norð-
urálfunnar. Þeir voru
hallir undir Moskvu-
valdið og höfðu sterk
tök á verkalýðshreyfingunni. Þeir
knúðu með verkföllum og ofbeldi
fram miklu meiri kauphækkanir
árlega en atvinnuvegirnir gátu
staðið undir.
I þriðja lagi var hópur óraun-
særra menntamanna á vinstri armi
Alþýðufiokks og Framsóknar-
flokks (meðal annars þeir Gylfi Þ.
Gíslason og Hannibal Valdimars-
son), sem vann gegn öllum tilraun-
um til þess að tryggja varnir lands-
ins og gekk þannig erinda Moskvu-
valdsins án þess auðvitað að ætla
sér það. Á þessum tíma voru þess-
ir menntamenn líka andvígir öllu
athafnafrelsi.
Ólafur Thors átti því ekki
margra kosta völ. Átti hann að
sætta sig við varanlega stjórnar-
forystu Hermanns Jónassonar,
þótt Ólafur væri sjálfur formaður
kngstærsta stjórnmálaflokksins?
Átti hann að efna til blóðugrar
baráttu við verkalýðsfélögin eftir
reynsluna af Gúttóslagnum 1932
og hörðum verkfallsátökum eftir
það? Átti hann að fórna samstarfi
við Bandaríkjamenn, sem höfðu
varið landið í stríðinu og voru
reiðubúnir til að tryggja varnir
þess áfram, auk þess sem þeir
voru einhveijir bestu viðskiptavinir
okkar, til þess eins að þóknast
Gylfa, Hannibal og nokkrum öðr-
um rómantískum mælskumönn-
um?
Ólafur reyndi eftir
megni, segir Hannes
Hólmsteinn Gissurar-
son, að tryggja hag ís-
lensku þjóðarinnar,
varnir hennar og við-
skiptahagsmuni.
Eins og fram kemur í bók Vals
Ingimundarsonar og hafði raunar
komið áður fram í ritgerðum dr.
Þórs Whiteheads prófessors,
kunni Ólafur Thors vel að gjalda
lausung við lygi á hinum örlaga-
ríku árum fyrst eftir seinna stríð.
Það sést skýrt á þeim skjölum,
sem Valur og Þór hafa unnið úr,
en ekki síður i einkaskjölum Ól-
afs, sem birt eru í hinni fróðlegu
ævisögu hans eftir Matthías Jo-
hannessen, að við þessi erfiðu
skilyrði reyndi Ólafur eftir megni
að tryggja hag íslensku þjóðarinn-
ar, varnir hennar og viðskipta-
hagsmuni. Hann sigldi milli skers
og báru. En vissulega kann að
vera, að maður eins og Jón Bald-
vin Hannibalsson, sem siglt hefur
fleyi sínu beint upp á sker og brot-
ið í spón, skilji illa slíkt siglingar-
lag.
Höfundur er prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla
Islands
Omaklega vegið að
Ólafi Thors
Hannes Hólmstein
Gissurarson.
0 TSfllfl
Dalakofinn
Fjaröargötu 13-15 * Hafnarfirði * Sími 555 4295
Við tjöldum
aðeins því
besta
Hja okkur færðu alltaf Allir fimmtudagar eru tjaldadagar í
vandaðar VÖrur á góðu verði. Skátabúðinni en þá er 10% stað-
greiðsluafsláttur af tjöldum.
5 manna hústjald, 43.200 kr. stgr.
4 manna hústjald, 31.482 kr. stgr.
Tjaldborð, 4.950 kr. stgr.
Kælibox, frá 1.584 kr. stgr.
Tveggja hellna eldavél, 11.390 kr. stgr.
FRAMÚK
Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík • Sími 561 2045
Netfang skatabud@itn.is