Morgunblaðið - 10.07.1997, Side 32

Morgunblaðið - 10.07.1997, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Lí feyrissj óðafrumvarp — boginn spenntur of hátt? VIÐ íslendingar eig- um álitlega lífeyris- sjóði. í greinargerð með stjórnarfrumvarpi um starfsemi lífeyris- sjóða er fullyrt að okk- ar lífeyriskerfi jafnist á við það besta í heim- inum, enda séu ýmsar þjóðir í óða önn að breyta sínum kerfum í átt að því. í þessari grein er reynt að varpa ljósi á stöðu lífeyris- sjóðanna og hvað geti verið framundan. Nið- urstaðan er sú að bog- inn kunni að vera spenntur of hátt. Lífeyrissjóðir okkar byggja á uppsöfnun, þannig að hver kynslóð safnar í sjóð með því að leggja fram hluta launa sinna, oftast 10%. Sjóð- urinn með vöxtum á að duga til þess að greiða hinni sömu kynslóð lífeyri þegar þar að kemur. Setjum svo að maður greiði 10% iðgjald í 45 ár, frá 25 til 70 ára. Þá hefur hann greitt 4,5-föid árs- laun. Hann fær lífeyri frá 70 ára aldri, nálægt 65% launa. 70 ára maður á að jafnaði ólifuð um 14 ár. Það þýðir að hann fær um það bil 9-föld árslaun í lífeyri eða tvö- föld iðgjöldin. Vextir af eignum sjóðsins brúa þetta stóra bil. - Hér er stiklað á stóru og mörgu sleppt sem máli skiptir, eins og maka-, örorku- og barnalífeyri, dánarlíkum fyrir 70 ára aldur og kostnaði. Kerfið hefur í för með sér söfnun afar stórra sjóða og tekur til sín miklar vaxtatekjur, ef það á að standast. Það grundvallast á því að eignir ávaxtist með 3,5% raunvöxtum. í árslok 1995 voru eignir lífeyrissjóða, sem voru 75 talsins, 263 milljarð- ar króna. í árslok 1996 má reikna með að eign- imar hafi verið rúmir 300 milljarðar. Þó vant- ar allt að 150 milljarða upp á að sjóðsöfnun hafí verið eins og að var stefnt eða í sam- ræmi við áfallnar skuld- bindingar, og á það einkum við um lífeyris- sjóði ríkis og sveitarfélaga. Verg landsframleiðsla árið 1996 er talin hafa verið 486 milljarðar króna. Eignir lífeyrissjóðanna voru því rúm 60% landsframleiðslu, og hefðu ver- ið yfir 90% af landsframleiðslu með fullri söfnun allra sjóðanna. Lífeyrissjóðirnir eru þegar orðnir fyrirferðarmiklir á lánamarkaði í landinu. Stærð íslenska lánamark- aðarins er talin vera um 180% af landsframleiðslu, þar af tæpur þriðjungur erlent fjármagn. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú rúmur þriðj- ungur af lánamarkaðnum, álíka og erlendar skuldir. En eru lífeyrissjóðimir eins góðir og af er látið? Vegna ungs aldurs em þeir ekki hálfvaxnir, og þess vegna er ekki unnt að dæma um það hvemig þeir muni reynast þegar til lengdar lætur. Þetta er eins og í skógræktinni: Ekki verður fullyrt meðan trén em enn í bemsku hve mikið timbur skógurinn muni gefa af sér. En eins og nú standa sakir er staða flestra sjóðanna góð. Það er því að þakka að umhverfið hefur verið þeim hagstætt í mörg ár, raun- vextir hafa verið afar háir, mörg árin yfír 6% og allt upp í 9%. Þetta era miklu hærri vextir en hægt er að gera ráð fyrir til lengdar. Upp úr 1980 var staða sjóðanna slæm, vegna þess að umhverfið var þeim óhagstætt. Þá vom margir þeirra „á hausnum". Sjóðimir hafa ótvír- ætt haft hagstæð áhrif í efnahag- skerfmu að því leyti að þeim hefur fylgt þjóðhagslegur spamaður um- fram það sem ella væri. Spamaður er þegar á heildina er litið of lítill hér á landi, þrátt fyrir lífeyrissjóð- ina, en þeir hafa bætt úr brýnni þörf á því sviði. Án þeirra mundu vextir hafa verið enn hærri en raun ber vitni og erlendar skuldir meiri. Að vísu draga sjóðirnir eitthvað úr öðmm spamaði. - Lífeyrissjóðimir era góðir þegar vel árar fyrir þá, þeir geta verið slæmir í vondu ár- ferði. Þegar talað er um góða stöðu lífeyrissjóða á það ekki við um sjóði ríkis og sveitarfélaga og vissa sjóði aðra. En hvað gerist ef eignir lífeyris- sjóðanna vaxa úr því að vera rúm 60% af landsframleiðslu upp í 200%? Er hægt að koma slíkum sjóði fyrir í hagkerfinu? Er líklegt að raunvextir haldist 3,5% eða þar yfir við slík skilyrði? Um þetta hafa tveir sérfræðingar Seðlabankans fjallað, Guðmundur Guðmundsson, stærðfræðingur, í greininni „Lífeyr- Vafi er á að söfnunar- kerfið fái staðist, segir Jón Erlingur Þorláks- son í þessari fyrri grein af tveimur, þar sem hagkerfið rúmar vart hina mikiu sjóði. issjóðir og hagkerfið", í Fjármála- tíðindum 1993, 1. hefti, og Már Guðmundsson, hagfræðingur, í rit- inu „íslenska lífeyrissjóðakerfið. Ástand og horfur", gefið út af Landssambandi lífeyrissjóða og Sambandi almennra lífeyrissjóða í október 1995. í grein Guðmundar segir: „ís- lensku sjóðirnir eru ... söfnunarsjóð- ir þar sem stefnt er að því að hver árgangur safni fyrir sínum lífeyri. Erlendar tilraunir til að láta slík kerfi vera uppistöðu lífeyrismála hafa runnið út í sandinn (Verbon 1988) en sums staðar eru stórir söfnunarsjóðir ásamt gegnum- streymiskerfi." Eftir að höfundur hefur velt fyrir sér möguleikum á að ávaxta sjóðina innanlands og fundið tormerki á að koma þeim fyrir segir hann: „Fræðilega er unnt að mynda lífeyrissjóðina með því að fjárfesta í orkuverum og erlendum verðbréfum, en ólíklegt að kjósendur og stjórnmálamenn sætti sig við allan þann þjóðhags- lega sparnað sem til þess þarf.“ Jón Erlingur Þorláksson Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrnpflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Vinstri eða hægri stefna EFTIR sigur Verkamannaflokks- ins í Bretlandi með Tony Blair í fararbroddi og Sósíalistaflokksins í Frakklandi með Lionel Jospin í for- ystu klöppuðu jafnaðarmenn í Evr- ópu sér á bijóst og halda því fram að evrópskir kjósendur hafi nú tek- ið rækilega vinstrisveiflu. Reyndar kom smábakslag í fagnaðarlætin þegar bandalag hægri- og mið- flokka unnu nú nýlega í írsku þing- kosningunum en þar sem írland er svo lítið virðast vinstri menn vart telja þá með. Þessir tveir „vinstri flokkar", Verkamannaflokkurinn og Sósíali- staflokkurinn, hafa í reynd fátt sameiginlegt annað en að kenna sig við hugtakið vinstri. Stefnumál þeirra eru í flestum tilfellum gjör- ólík þar sem Verkamannaflokkur- inn í Bretlandi vill t.d. aukið fijáls- ræði og taka upp aukið samstarf við ESB á meðan Sósíalistaflokkur- inn í Frakklandi hefur lýst því yfir að hann vilji auka miðstýringu, rík- Brúðhjón Allur borðlnínaöur Glæsilcg gjafavara Briídai lijtína lislar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. SUMARTILBOÐ Qluggatjaldaefni 20% afsláttur Z-BRAUTIR OG GLUGGATJOLD, FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. Sigurrós Þorgrímsdóttir W isforsjá og sýnir sam- starfi við ESB mikla tortryggni. Hugmyndafræðin að breytast Eftir lok kalda stríðsins og hran kom- múnismans hefur hug- myndafræði stjórn- málaflokkanna verið að breytast. Þrátt fyrir að flokkarnir hafí enn nokkuð ólíka hug- myndafræði í ákveðn- um málum þá era hin sterku skil milli hægri og vinstri nú mun óljósari en áður. Stefnumál flokk- anna, hvort sem þeir eru staðsettir hægra eða vinstra megin á stjórn- málaásnum, hafa stöðugt verið að Stefnuskrár Alþýðu- flokks og Alþýðubanda- lags eru gjörólíkar, segir Sigurrós Þor- grímsdóttir, m.a. í Evrópumálum, landbúnaðarmálum og sj ávarútvegsmálum. nálgast. Jafnvel eru hinir svoköll- uðu hægri og vinstri stjórnmála- flokkar með sömu eða svipuð mál á stefnuskrá sinni í kosningabarátt- unni. Glöggt dæmi um þetta er sú stefna sem Verkamannaflokkurinn lagði fram í síðustu kosningum. Hún var um margt lík stefnuskrá íhaldsflokksins og margir héldu því fram að Blair hefði sótt ýmislegt í hugmyndafræði Thatcher, fyrrum formanns íhaldsflokksins, til að vinna hylli kjósenda. Kjósendur í Bretlandi virtust því ekki einu sinni geta kosið á milli augljósra áherslna í málefnum. Kosningabaráttan snerist mun frekar um menn en málefni og hvort breyta ætti for- ystunni í breskum stjórnmálum. Eins og öllum er kunnugt kaus fólkið nýja forystu. Viðhorf almennings til vinstri og hægri hug- takanna hefur einnig verið að breytast. Stjórnmálaflokkar, hvar sem er í hinum vestræna heimi og ekki hvað síst hér á landi, geta ekki leng- ur treyst hinu fasta fylgi sínu eins og áður var. Því var oft haldið fram að fólk fæddist inn í ákveðna hug- myndafræði eða flokka og héldi tryggð við þá til æviloka. Þá voru líka skörp skil milli hægri og vinstri arma stjórnmálanna. Þó svo að enn í dag sé ákveðinn hópur kjósenda sem kýs alltaf „sinn“ flokk þá ber stöðugt meira á því að kjósendur kjósi ekki alltaf sama flokkinn. Hinn almenni kjósandi virðist nú velta fyrir sér stefnumálum flokk- anna, hvaða mál þeir setja á oddinn í kosningabaráttunni, hvernig þeir hyggjast nota fjármuni skattgreið- enda og í hvaða forgangsröð verk- efnum er raðað. Kjósendur láta stefnumál flokkanna og viðhorf til þeirra einstaklinga sem eru á listun- um ráða í æ ríkara mæli en áður hvaða flokki þeir gefa atkvæði sitt en mun síður hvort flokkurinn sem þeir kjósa sé kenndur við hægri eða vinstri stefnu. í eina sæng Hér á landi hefur enginn einn flokkur enn náð meirihluta í Alþing- iskosningum. Því hafa alltaf að minnsta kosti tveir flokkar þurft að Og áfram: „Lífeyrissjóðakerfið sem stefnt er að hér, þar sem hver ár- gangur safnar sjóði fyrir sínum líf- eyri, á sér enga hliðstæðu í þróuðum ríkjum. Það er reyndar augljóst af athugun okkar á möguleikum á að varðveita íslensku lífeyrissjóðina að engin leið væri að mynda slíkt kerfi fyrir þorra iðnvæddra ríkja. Erlend fjárfesting skipti þar engu máli því að hún þrengdi bara að lífeyrissjóð- um í öðrum löndum ...“ Már Guðmundsson miðar við að sjóður verði um 160% af landsfram- leiðslu þegar lífeyrissjóðirnir eru fullvaxnir, og byggir á útreikning- um Guðmundar. Hér að framan er nefnd tvöföld landsframleiðsla, þ.e. 200% af landsframleiðslu, og er þá tekið tillit til A-sjóðs ríkisins, sem ekki hafði verið stofnaður þegar Már samdi ritgerð sína. Hér er ekki um nákvæmar tölur að ræða, eðli málsins samkvæmt. Már segir: „Með því að eyða er- lendum skuldum, fjárfesta erlendis og byggja á áframhaldandi vexti íslensks fjármagnsmarkaðar verður ekki séð að sú sjóðsöfnun sem bú- ast má við í lífeyriskerfinu sé útilok- uð.“ Og síðar segir hann: „Þótt höfundur þessarar greinargerðar telji að athuguðu máli ekki ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af því að hægt verði að mynda þá söfnunarsjóði í lífeyriskerfinu sem stefnir í, er full ástæða til að þjóð- hagslegt samhengi íslensku lífeyris- sjóðanna og áhrif þeirra á fjár- magnsmarkaði verði könnuð ítar- legar en tök eru á hér.“ Svona stendur málið nú þegar fyrir Alþingi liggur stjórnarfrum- varp um að lögfesta 10% lágmarks- iðgjöld. Mikill vafi er á að söfnunar- kerfið fái staðist þar sem hagkerfið rúmi ekki hina miklu sjóði. Fjárfest- ing erlendis í stórum stíl hefur vissa annmarka og þar mun þrengja að úr því að aðrar þjóðir eru að taka upp söfnunarkerfi. Höfundur er tryggingafræðingur setjast niður eftir kosningar og mynda samsteypustjórn. I slíku stjórnarmunstri verða flokkarnir, sem taka þátt í ríkisstjórnarstarfinu, að gefa eitthvað eftir af þeim stefnumálum sem þeir settu fram í kosningabaráttunni. Flokkarnir virðast þó leitast við að halda meg- instefnu sinni í slíku samstarfi. Kjósendur hafa þó ekkert um það að segja hvaða stjórnarmynstur er reynt eða hvaða málum er fórnað til ná fram samstarfsstjórn. Séu kjósendur óánægðir með ákveðinn stjórnmálaflokk, samstarfsflokk í ríkisstjóm eða ríkisstjórnina í heild geta þeir aðeins sýnt hug sinn í næstu kosningum. Undanfarið hefur heyrst mikið um það rætt að hinir svokölluðu A-flokkar, þ.e. Alþýðubandalag og Alþýðufiokkur, séu farnir að stinga saman nefjuum og séu að reyna til þrautar að mynda sameiginlega málefnastefnu sem síðan á að selja kjósendum í næstu kosningum. Þrátt fyrir að báðir þessir flokkar séu sagðir á vinstri vængnum hafa stefnuskrár þeirra verið gjörólíkar. Þetta á t.d. við í stórum málaflokkum eins og í Evrópumálum, landbúnað- armálum og sjávarútvegsmálum. Forystumenn flokkanna virðast þó telja mikilvægt að flokkamir nái saman svo þeir geti stokkið saman í eina sæng og boðið fram sameigin- legan lista í næstu kosningum óháð því hvaða stefnumálum þeir verða að fórna til að ná því markmiði. Megintilgangurinn virðist þó vera sá að freista þess að koma höggi á Sjálf- stæðisflokkinn. Era kjósendur þess- ara flokka tilbúnir að fórna hug- myndafræði sinni í sjávarútvegsmál- um, Evrópumálum eða öðrum málum og samþykkja samsuðu sem forystu- menn þessara flokka hafa soðið sam- an? Þessu geta kjósendur aðeins svarað með atkvæði sínu í næstu kosningum og ef þeim finnst þessi hrærigrautur ekki hafa tekist vel þá verða þeir að bíða í fjögur ár til að leggja fram dóm sinn. Höfundur er stjórnmála- og fjöimiðlafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.