Morgunblaðið - 10.07.1997, Síða 33

Morgunblaðið - 10.07.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1997 33 AÐSENDAR GREINAR Stutt athugasemd um lýðræði í MORGUNBLAÐ- INU sl. föstudag held- ur Ásgeir Sverrisson, „iýðræðissinni, skatt- borgari og blaðamað- ur“ eins og hann kýs að titla sig, því blákalt fram að forsetakosn- ingar í ríki Khomeinis séu „lýðræðislegri" _en forsetakosningar á ís- landi. Þetta minnir óneit- anlega á fullyrðingar Þjóðviljans sáluga um að lýðræði væri mun þróaðra í Sovétríkjun- um og leppríkjum þess en á hinum gerspilltu Vesturlöndum. í seinni tíð - þegar ekki þótti lengur stætt á því að tala um „lýðræðið í Sovétríkjunum" - varð Þjóðviljamönnum einkum star- sýnt á lýðræðið í Júgóslavíu Titos, sem þeir kváðu á háu stigi, þótt stöku sinnum birtust jafnframt frá- sagnir ferðaianga um þann lýðræði- sanda sem svifi yfir vötnum í Rúme- níu Ceausescus eða Kúbu Castros! En hér er ólíku saman að jafna. Þjóðviljinn tók mið af línunni frá Moskvu í baráttu sinni gegn hinum vestræna kapítalisma sem blaðið taldi alvondan og lýðræði gæti ekki þrifist undir ægivaldi þijótanna miklu í Wall Street og Pentagon. Ásgeir Sverrisson sýnist ekki hald- inn slíkum firrum og ekki er trúlegt heldur að hann sé á mála hjá klerk- unum í íran. Hann er á hinn bóginn sleginn algengri blindu í umræðu um lýðræði - sumsé þeirri að leggja að jöfnu lýðræði og meirihlutaræði. Að öðrum kosti gæti hann ekki haldið því fram að kosningar í landi þar sem málfrelsi og önnur mann- réttindi eru ekki að fullu virt, hvað þá sjálfstæði dómstólanna, séu „lýð- ræðislegri" en kosningar á íslandi. Lýðræðishugtakið eins og það hefur þró- ast í vestrænni stjórn- málahugsun og í fram- kvæmd allt frá dögum Períklesar er blanda af þremur grunnhugtök- um: jafnrétti, frelsi og almannastjóm. Ólíkur skilningur manna á lýð- ræðishugtakinu hlýst af því að menn greinir á um hvernig skilja beri hugtakið almanna- stjórn og hver sé hin æskilega blanda jafn- réttis og frelsis. Sá ágreiningur leysist víst seint, svo ólíkt sem pólitískt innræti mannanna er, en með falli sovét-kommúnismans hef- ur myndast samstaða um ákveðin frumskilyrði sem þjóðskipulag verð- ur að uppfylla til að kallast lýðræðis- legt. Nú er ekki lengur tekið gilt að harðstjórar kalli sig „lýðræðis- lega“ á þeim forsendum að þeir stjórni „í þágu fólksins", þótt fólkið hafi engin raunveruleg ráð til að hafa áhrif á stjórnarhætti. Þau frumskilyrði sem þjóðskipu- lag verður að uppfylla til að geta kallast lýðræðislegt eru m.a. hin hefðbundnu borgaralegu og stjórn- málalegu réttindi - málfrelsi, prent- frelsi, fuhdafrelsi, félagafrelsi. Þá er það skilyrði að vald yfir stjórn- valdsákvörðunum sé falið kjörnum fulltrúum. Það er ennfremur skilyrði að fram fari fijálsar og reglubundn- ar kosningar eftir réttum leikregl- um, og að kosningaréttur sé al- mennur og kjörgengi til kosninga sömuleiðis. Loks telst það frumskil- yrði að réttarríkið og sjálfstæði dómstólanna sé tryggt og óháð eins og framast er unnt valdi stjórnmála- manna. Sé þessum skilyrðum fullnægt, skapast grundvöllur fyrir gagnrýna umræðu, stofnun fijálsra stjórn- málafélaga, fjölmiðla og þrýstihópa og myndun stjórnarandstöðu; allir fá sama rétt til stjórnmálaafskipta; og þeir sem með völdin fara hverju sinni eru ábyrgir gagnvart þeim sem ekki eru við völd - valdhöfunum er skylt að réttlæta ákvarðanir sínar fyrir opnum tjöldum og almenningur getur vikið þeim úr sessi. í lýðræðishugtakinu, segir Jakob F. Asgeirsson, felst annað og meira en meirihlutaræði. í lýðræðishugtakinu felst því ann- að og meira en meirihlutaræði. Nú treysti ég mér ekki til að íjalla um það í einstökum atriðum hveiju af ofangreindum skilyrðum er raun- verulega fullnægt í ríki Khomeinis, þar sem fram fara hinar „lýðræðis- legu“ kosningar svo framandi okkur íslendingum að mati Ásgeirs Sverr- issonar, en hann vill kannski ræða það við Salman Rushdie eða að- standendur þeirra íranskra flótta- manna sem klerkastjórnin hefur lát- ið elta uppi á Vesturlöndum og myrða. Grunnstoðir lýðræðisins eru oft- lega misvísandi og rekast jafnvel á, svo sem við þekkjum úr endalaus- um rökræðum um hina æskilegu blöndu frelsis og jafnréttis. Það er auk þess oft talið treysta lýðræðis- skipulagið í sessi að binda í grund- vallarlög ákvæði sem við fyrstu sýn virðast andstæð lýðræðinu. í Banda- ríkjunum er það t.d. talið í þágu lýðræðisformsins að einstök ríki eigi Jakob F. Ásgeirsson Stórútsajkn hefst kl 8.00 TISKUVERSLUN Kringlunni Sími: 553 3300 jafnmarga fulltrúa í öldungadeild þingsins í Washington óháð mann- íjölda í hveiju ríki; Kalifornía á því aðeins tvo fulltrúa í öldungadeild- inni rétt eins og Alaska. Á sama hátt telja ýmsir að of tíðar þjóðarat- kvæðagreiðslur grafi undan lýðræð- isskipulaginu. Þeir menn leggja þann skilning í hugtakið lýðræðis- lega ábyrgð að í því felist að kjörn- um fulltrúum sé skylt að taka erfið- ar ákvarðanir í samræmi við þjóðar- hag óháð því hvernig almennings- álitið blæs hveiju sinni. Síðan verði fulltrúarnir náttúrlega að standa almenningi skil gerða sinna í næstu kosningum. En milli kosninga séu hinir kjörnu fulltrúar í betri aðstöðu en hinn almenni borgari að meta hvað sé þjóðarhag fyrir bestu og það sé hluti af því umboði sem þeir fá frá kjósendum við kosningu sína að axla þá ábyrgð að taka óvinsæl- ar ákvarðanir. Það er því að mörgu að hyggja í umræðu um lýðræðið og skipulag þess. Lýðræðishugtakið er samsett af mörgum þáttum - og skoðanir manna á því hvað sé lýðræðislegt og hvað ekki byggjast í raun á ólík- um skilningi á vægi hinna ýmsu þátta. En lýðræðishugtakið, eins og það hefur þróast í vestrænni hugsun og vestrænni framkvæmd, er ekki afstætt, svo sem að ofan greinir. Það getur með öðrum orðum ekki merkt það sem hveijum og einum sýnist. Það eru vissir grunnþættir sem verða að vera til staðar svo að þjóðskipulag teljist lýðræðislegt, en þegar þeim skilyrðum er fullnægt er talsvert svigrúm fyrir menn til að greina á um, eftir pólitísku inn- ræti sínu, hvaða markmið efli lýð- ræðið og treysti það í sessi og hvaða markmið veiki lýðræðið og grafi undan því, o.s.frv. Málið er því allmiklu flóknara en Ásgeir Sverrisson vill vera láta. Hann og ýmsir aðrir sjálfskipaðir verðir lýðræðisins mættu gjarnan temja sér meiri hófsemd í málflutn- ingi. Lýðræðinu er best þjónað með málefnalegum og upplýstum um- ræðum en ekki órökstuddum alhæf- ingum, sleggjudómum og útúrsnún- ingum. Höfundur er stjórnmálafræöingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.