Morgunblaðið - 10.07.1997, Side 43

Morgunblaðið - 10.07.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1997 43 í I I I ! I I j 8 J I I < 4 < 4 4 4 4 INGA HAFDIS HANNESDÓTTIR + Inga Hafdís Hannesdóttir fæddist á Siglufirði 9. febrúar 1930. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 28. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kálfa- tjarnarkirkju 9. júlí. Þegar ég kveð kæra vinkonu mína, Ingu, þá hvarflar hugurinn víða. Fyrsta minningin er þegar foreldrar hennar fluttu að Halldórsstöðum á Vatnsleysu- strönd með barnahópinn sinn, en Inga var elst og kom hún með litlu telpuna sína hana Árnýju sem þá var á fyrsta ári. Það leið ekki á löngu að við tán- ingamir úr „Hverfinu" fórum að venja komur okkar þangað. Það var gaman að hittast þar og oft hvein hátt í okkur öllum og hlátras- köll og galsi varð eins og gengur þegar unglingar hittast. En ekki minnist ég þess að foreldrar Ingu, þau Silla og Hannes, svo mikið sem hafi hastað á okkur, enda voru þau einstakar manneskjur bæði. Þegar þau svo fluttust að Stóru- Vogum var hópast þangað og þá var nú heldur betur glatt á hjalla, bræðurnir spiluðu á harmoníku og það var sungið af hjartans lyst. Hún Inga hafði sérstaklega fallega söngrödd og ég er sannfærð um að ef hún hefði lagt fyrir sig söng- nám hefði hún náð langt á því sviði. En hún Inga náði langt á öllum sviðum, það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, það lék allt í höndum hennar. Það sem mest var um vert, hún var góð manneskja sem var alltaf að gefa og hjálpa öðrum. Þær eru ófáar kökurnar og pijónaflíkurnar sem hún Inga rétti öðrum. Hún var algjör snillingur í að prjóna, hún Inga, og féll heldur ekki verk úr hendi. Inga var í stjórn Kvenfé- lagsins Fjólu í mörg ár og vann félaginu okkar vel og mikið alla tíð. Hún skilur eftir sig stórt tóma- rúm í hópnum okkar. Félagskonur þakka henni og kveðja með sökn- uði og virðingu. Inga giftist Helga Davíðssyni og áttu þau saman þrjár dætur og einn son, en fyrir átti Inga dótturina Árnýju. Þetta er allt myndar- og dugnaðarfólk sem alltaf hefur staðið þétt saman. Heimili þeirra Ingu og Heiga hefur alltaf verið fallegt og ber það vitni um snyrtimennsku þeirra hjóna. Kirkjukór Kálfa- tjarnarkirkju var þeim báðum kær og Inga og Helgi voru þar virkir félagar. Á kveðjustundum hellast minning- arnar yfír. Ég minnist þess þegar við þijár vinkonurnar vorum að „troða upp“ á árshátíðum og skemmtunum hér heima og annars staðar, þar sem við sungum og spiluðum af hjartans lyst, sjálfsagt okkur sjálfum til ánægju. Leikæf- ingar og leikritin sem sum voru samin jafnóðum og allir skemmtu sér og sérstaklega við sem stóðum í öllu þessu vafstri. Börnin mín hafa notið góðsemi hennar Ingu í gegnum árin, og flyt ég þakkir frá þeim öllum og einnig frá Trausta, hvað hún hefur ætíð verið þeim góð. Það eru marg- ir sem sakna Ingu, en eiginmaður, böm og barnabörn hennar eiga um sárt að binda. Barnabörnin hennar hafa misst þá bestu ömmu sem hugsast getur. Alltaf var hún tilbú- in með matarbita eða annað þegar þau litu til hennar, plástur á sárið eða að þurrka tár. Kæru vinir mínir, Helgi, Adda, Hanna, Vilborg, Magga, Davíð, Hannes minn, tengdabörn og barnabörn, og bræður Ingu. Guð gefi ykkur öllum styrk, og minn- ingamar eigið þið, þær tekur eng- inn frá ykkur. Um leið og ég kveð þig Inga mín, þá þakka ég fyrir að hafa fengið að eiga þig að vinkonu. Eg veit að Guð hefur tekið vel á móti þér. Blessuð sé minning þín, kæra vinkona. Hrefna Kristjánsdóttir. Þegar ég heyrði að þú værir látin, þutu minningarnar og brosið þitt bjarta framhjá mér eins og vindur og tárin voru á næsta leiti. Elsku Inga frænka, við kveðjum þig með söknuð í hjarta, og þökk- um fyrir allar þær stundir sem við fengum að njóta með þér. Við vitum að Silla amma var búin að undirbúa komu þína og að það var tekið vel á móti þér. Þér líður vel núna. Við minnumst allra góðu stundanna sem við áttum með þér og varðveitum þær í hjarta okkar. Þökkum þér fyrir allan þann kærleika sem þú hefur gefið okkur. Elsku Inga frænka, við kveðjum þig með hlýhug og söknuði. Megir þú hvíla í friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Arnbjörg Elsa og Jóhann Ingimar. Inga frænka er dáin, þessi dugn- aðarkona sem hefur gefið svo mik- ið af sér og verið okkur öllum svo kær. Alltaf þegar við hittumst var glatt á hjalla. Við gátum talað svo mikið og hlegið saman enda var lífsgleði Ingu í blóð borin. Flíkurnar voru ófáar sem Inga bjó til í pijónavélinni sinni og lentu nokkrar þeirra hjá mínum börnum enda var Inga frænka alltaf að gefa og gleðja. í dag er stórt skarð komið í hóp systkina pabba þar sem Inga var eina systirin og elst sex systkina. Elsku afi, ég veit það er sárt að sjá eftir dóttur sinni sem var þér svo kær. Við vitum að amma Silla tekur vel á móti henni með faðm sinn útbreiddan eins og hún alltaf var. Við biðjum góðan guð að styrkja þig, afi minn, og þú veist að þú átt okkur að. Inga mín, nú kveð ég þig með hlýjum huga og þakklæti fyrri alit. Ég bið guð að gefa Helga, pabba, bræðrum þínum og fjölskyldum styrk í sorginni. Guð geymi þig, elsku frænka. Þín, Lára Jóna. KRISTJAN SIGURGEIRSSON + Kristján Sigur- geirsson fædd- ist í Súðavík 28. september 1918. Hann lést í Land- spitalanum 18. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 26. júní. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund, Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með örfáum orðum vil ég fá að kveðja þig, elsku Kristján minn, og þakka þér fyrir allt. Það verður svolítið skrítið að koma í heim- sókn í Aðalstrætið og þú ekki þar að taka á móti manni með fallega brosinu þínu og mjúka faðminum þínum, pabbafaðminum þínum. Ég veit að núna líður þér vel og þú þarft ekki lengur að þjást. Ég veit líka að það hefur verið tekið vel á móti þér af góðum vinum. Þú varst mikil hetja og barðist ótrauður áfram í veikind- unum. Þú hafðir líka ómælda hjálp frá Guðmundu þinni sem stóð eins og klettur með þér allan tímann bæði dag og nótt. Minningarnar eru margar frá þeim rúmu tuttugu árum sem við höfum þekkst. Minningar úr Breið- holtinu og frá Norðurlandi þegar Guðmunda og mamma voru að vinna saman og þú og pabbi komuð til Akureyrar til að heimsækja þær. Minningar um það þegar við komum í heimsókn og spjölluðum yfir kaffí- bolla og umræðuefnin voru mörg, m.a. hvað var að gerast í landinu okkar, vinnan, fjölskyldan og Súða- víkin, staðurinn þinn sem þú varst fæddur á og þér þótti svo vænt um og margt, margt fleira. Allar þessar ljúfu minningar sem ég á um þig geymi ég í hjarta mínu. EJsku vinurinn minn, ég, mamma og Árni viljum fá að þakka þér fyr- ir öll árin sem við höfum átt saman. Elsku Guðmunda, þér og fjölskyldu þinni og ástvinum öllum færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við biðjum góðan guð að gefa ykkur styrk og varðveita minning- una um yndislegan fyölskylduföður og vin. Elsku vinur, guð veri með þér. Þín Siguijóna. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR + Sigríður Jóns- dóttir var fædd á Ólafsfirði 8. nóvember 1934. Hún lést á Vífils- staðaspítala hinn 29. júnl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Mar- grét Jóhannesdóttir frá Koti í Ólafsfirði og Jón Sigurðsson kaupmaður. Hún átti einn bróður og hét hann Páll Guð- mundsson, en hann lést í fyrra. Sigríður giftist 8. nóvember 1959 eftirlifandi eiginmanni sínum Jóni Benedikt Georgs- syni frá Brekku í Njarðvík, f. 7. desember 1925. Börn þeirra eru: 1) Jón B.G. Jónsson, f. 10.9. 1960. Eiginkona hans er Ólöf Guðbrandsdóttir og börn þeirra Sigríður Margrét og Ingimar Trúsystir mín og perluvinur Sig- ríður Jónsdóttir frá Olafsfirði hefur lokið göngu sinni hér á jörð og er komin heim til vinar síns Jesú. Hún náði bara 62 ára aldri hér. Nú er hún heima i eilfíðinni, laus sinna þjáninga og erfiðleika. Hvað skal segja? Best væri að þegja. Móðurmálið mitt er farið að stirðna, stafsetningin farin að ryðga eftir 20 ára búsetu 5 Svíþjóð. En hlýjar minningar um góða konu og dásamlegan vin munu ekki hverfa. Ég get ekki þagað, en þetta er ekki æviágrip, bara fáein kveðjuorð. Ég tel það eina af gleði- og happastundum lífs míns er ég fékk fyrir 25 árum að koma inn á'heim- ili hennar Siggu á Ólafsfirði. Húsið var lítið og þröngt, en stór var gleð- in og mikil var gestrisnin í litla húsinu. Ég var ungur og óreyndur trúboði, 25 ára. Oft var erfitt að beija að dyrum hjá ókunnu fólki, en ég vildi dreifa kristnum boðskap í bókum og ritum. Einhver sagði: Farðu í litla húsið til hennar Siggu. Mér var tekið sem konungi, því gleymi ég aldrei. Þar sá ég og kynntist Siggu og hennar fy'öl- skyldu, Jóni og þeirra þremur böm- um. Sá kunningsskapur hefur nú varað í meira en 25 ár. Ég á erfítt með að skilja að ég skuli aldrei fá að heyra hana né sjá, og ekki fæ ég fleiri bréf og kort frá henni, en minningarnar um góða og glaða trúsystur verma hjarta mitt og huga, þar til við sjáumst heima hjá Guði. Mörg eru lýsingarorðin, sem koma er ég hugsa um þessa frá- bæru konu. Orð eins og kærleiki, vinátta, gestrisni, glaðlyndi og hjálpsemi em fáein þeirra. Orðið fórnarlund fær samt meiri þýðingu en önnur. Ég ætla að segja af hveiju. Sigga fórnaði sér fyrir aðra á mjög margan hátt. Ég vil nefna bara tvö dæmi. í starfí mínu meðal ólánsmanna samfélagsins, við Sam- hjálp í Hlaðgerðarkoti, reyndist Sigga mér og starfinu mikil hjálp. Starfið var erfitt og ég var þreytt- ur, en þá kom hjálp frá þessari elskulegu konu og aldrei fékk hún krónu fyrir störf sín þar, heldur þjónaði Guði og mönnum þar með gleði og af fómfysi. Sveinn. 2) Georg E.P. Jónsson, f. 28.4. 1965. Eigin- kona hans er Iðunn Pétursdóttir og börn þeirra Svava Tanja og Jón Bene- dikt. 3) Súsanna Jónsdóttir, f. 1.7. 1968. Eiginmaður hennar er Þröstur A. Sigurvinsson _og barn þeirra er Ön- undur Georg. Húskveðja fór fram á heimili þeirra hjóna á Hlíð- arvegi 54 í Njarðvík hinn 4. júlí sl. og minningarathöfn í Ytri- Njarðvíkurkirkju sama dag. Sigríður var svo jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju hinn 5. júlí. Að lokinni kirkjuathöfn fór svo fram kveðjustund á tröppunum á Kirkjuvegi 19 á Ólafsfirði þar sem þau hittust fyrst. Stórkostlegast kom samt fórnar- lund hennar fram er hún gekk í móðurstað þremur börnum, sem ekki áttu bjarta framtíð fyrir sér. Nú eru þau fullorðin og gengur vel í lífinu. Vegna sjúkdóms og fátækt- ar svo og annarra erfiðleika, voru þau sem munaðarlaus. Er til bág- ara ástand fyrir börn en munaðar- leysi? Ég held ekki. En spyija má líka, er til stærri fórnfýsi en að ganga þremur börnum í móður- stað? Þarna kom fórnfýsi Siggu best fram. Bömin þijú fengu nýja foreldra og nýtt kærleiksríkt heimili. Ég hef oft komð á heimili þeirra hjóna Jóns og Siggu á Hlíðarvegi 54 í Ytri-Njarðvík og alltaf verið vel tekið og þar hef ég notið hins kristna góða andrúmslofí sem þar ríkti. Ég tala af eigin reynslu er ég segi að ekki er til neitt betra fyrir böm að alast upp við en krist- ið heimili. Ég get ekki látið ósagt er ég hugsa um stórræði Siggu og Jóns að mjög væri hagur margra bama betri ef fleiri fyndust sem gerðu slíkt hið sama. Við lifum á tímum hjónaskilnaða sem alltaf koma verst niður á börnunum. Hve mörg em ekki hin ólánsömu börn sem tapa fóður og móður vegna vímuefna- neyslu og hjónaskilnaðar. Guð blessi þessi þijú böm, Jón Ben, Georg og Súsönnu, sem hafa nú misst svo mikið, þegar mamma er frá ykkur skilin, en það gerði hún ekki fyrr en þið eruð fullorðin og getið bjargað ykkur sjálf. Og megi Guð blessa eiginmanninn, Jón Ben Georgsson, sem missir svo mikið. Ég veit að sorgin er stór á þessari stundu, en ég veit að þið hafið svo margar dásamlegar minningar um góða móður og svo dásamlega eig- inkonu. Margt er það sem ég vildi minn- ast og skrifa um, en ég vil heldur nota plássið og biðja Guð að blessa ykkur og styrkja á komandi tímum. Sigríður Jónsdóttir mun lýsa okkur gegnum bjartar og fagrar minning- ar í huga okkar og hjarta. Ég og fjölskylda mín óskum ykkur sem eftir lifið Guðs blessunar. í Guðs friði. Georg Viðar, Sviþjóð. LEGSTEINAR Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró Islensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Reykjavik simi: 587 1960-Jax: 587 1986

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.