Morgunblaðið - 10.07.1997, Side 64

Morgunblaðið - 10.07.1997, Side 64
64 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖIVID/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYNDBÖND Róleg og rómantísk MYIMDBÖIMD SÍÐUSTU VIKU Draugurinn Susie (Susie Q 'j'k'h Jólin koma (Jingle All the Way)~k k Leyndarmál Roan Inish (The Secret ofRoan Inish)k k'h Eigi skal skaða (First Do No Harm)k k k Ótti (Fear)kkV2 Jack (Jack)k k Vondir menn í vígahug (Marshall Law)k Vi Helgi í sveitinni (A Weekend in the Country)k k k Köld eru kvennaráð (The First Wives Club)k k k Ofbeldishefð (Violent Tradition)k k'h Óvæntir fjölskyldu- meðlimir (An Unexpected Family)kkk Flagð undir fögru skinnl (Pretty Poison)k 'h Eiginkona efnamanns (The Rich Man ’s Wife)k Vi Djöflaeyjan (Djöflaeyjan)k k k Vi Plágan (The Pest)k k k Krákan: Borg englanna (The Crow: City of Angels)k Allt fyrir aurana (IfLooks CouldKill)'/2 Nornaklíkan (TheCraft)kk Óskastund (Blue Rodeo)k Gillian Nútíma samband (A Modern Affair) Gamanmynd k k Framleiðendur: Vern Oakley, Mel- anie Webber og Jennifer Wilkinson. Leikstjóri: Vern Oakley. Handrits- höfundur: Paul Zimmerman. Kvik- myndataka: Rex Nicholson. Tónlist: Jan Hammer. Aðalhlutverk: Lisa Eichorn, Stanley Tucci, Caroline Aaron, Mary Jo Salemo. 91 mín. Bandaríkin. Skifan 1997. Útgáfu- dagur: 25. júní. Myndin er öllum leyfð. GRACE Roberts (Lisa Eichom) hefur aldrei fundið hinn eina rétta til að vera faðir bamsins síns og er farin að vera frekar örvæntingarfull í leit sinni. Vinkona hennar bendir henni á að hún gæti notast við sæðis- banka og þá þyrfti hún ekki að not- ast við hinn óþarfa milligöngulið sem karlmaðurinn er. Eftir að hafa farið yfir skrárnar í sæðisbankanum finnur hún loks einn nothæfan sæðisgjafa. En eftir frjóvgunina vill hún vita betri deili á föðumum og kemst loks að því hvar hann býr. Þau hittast og verða náttúrulega ásfangin, en hvemig á hún að segja honum að hún ber bam hans undir belti. Nútíma sam- band er dæmi- gerð miðlungs- mynd í alla staði. Handritið er ósköp saklaust og skilur ekkert eftir sig. Allar persón- umar era frekar óáhugaverðar fyrir utan ljósmyndarann Peter Kessler, sem Stanley Tucci leikur. Tucci, sem um nokkurt skeið hefur verið fastur í hlutverki ítalskra smáglæpamanna („The Pelican Brief“) hefur náð að sanna sig sem afbragðsgóðan skap- gerðarleikara. Þættir eins og „Murd- er One“ og myndir eins og „The Big Night“ (sem hann skrifaði og leik- stýrði), sýna greinilega fram á að Tucci á framtíðina fyrir sér í kvik- myndum og það er honum að þakka að myndin fær þessar tvær stjömur. Ottó Geir Borg (To Gillian on Her 37th Birthday)k k 'h Plato á flótta (Platos Run)k V2 Óendanleiki (Infinity)k k k Vi Gleym mér ei (Unforgettable)k k 'h Skrautkarlinn (The Glimmer Man)k k'h Brúðkaupsraunir (Vol au vent)k k 'h Michael Collins (Michael Collins)k k Freistingin snýr aftur (Poison Ivy: The New Seduction)k Svefngenglar (Sleepers)k'h Leyndarmál og lygar (Secrets and Lies)k kkk Á föstu meö óvininum (Dating the Enemy)k 'h Drápararnir (Dark Breed)k Foreldrar fangelsaðir (House Arrest)k Seiðandi suður- hafssæla Stjörnufangarinn (L’Uomo Delle Stelle) D r a m a k k k Framleiðendur: Vittorio Cecchi Gori og Rita Cecchi Gori. Leik- stjóri: Giuseppe Tornatore. Hand- ritshöfundar: Fabio Rinaudo og Giuseppe Tornatore. Kvikmynda- taka: Dante Spinotti. Tónlist: Ennio Morricone. Aðalhlutverk: Sergio Castellito, Tiziana Lodato, Leop- oldo Trieste. 114 mín. Italía. Skífan 1997. Útgáfudagur: 25.júní. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. ÞEGAR Paradísarbíóið („Cinema FARÐU AÐ H3IMAN TÓNLEIKAFERÐ TIL LONDON m « O S ca > S o s 2 « o CL 21.-25. ágúst STÓRHUÓMSVEITIN U2 OG READING TÓNLISTARHÁTÍÐIN Kr. 42.600 Hægt að framlengja ferðina Innifalið: Flugfar báðar leiðir. flugvallarskattar og aðgöngumiði á U2 og Reading (alla dagana). Ekki innifalíð: Gisting í London og ferðir milli London og Reading. S Farðu að heiman - en komdu við jöga á Ferðaskrifstofu stúdenta. það dugar ekki að sitia heima OG LESA! slui: 561 5656 fax: 551 9113 heimasíða: http://www.centrum.is/studtravel Paradiso") kom hér í kvikmyndahús fyrir nokkrum árum flykktust ótal- margir til að sjá þessa fallegu kvik- mynd, sem fjallaði um fegurð og _ áhrifamátt kvik- myndalistarinn- ar. Leikstjóri Paradísarbíósins, Giuseppe Torn- atore, gefur mun dekkri mynd af kvikmyndalist- inni í Stjörnu- fangaranum, en hún segir frá svikahrappnum Joe Moreili, sem gabbar fólk til að borga 1.500 lírur fyrir að taka af þeim mynd sem síð- ar átti að senda til kvikmyndafyrir- tækjanna. Margir fá stjörnur í aug- un, þegar þeir eiga von um að verða kvikmyndastjörnur og sitja og láta filmulausa kvikmyndavél Morellis taka af sér mynd. Þetta er nokkurs konar vegamynd þar sem við fylgj- umst með Morelli flakka á milli staða á Sikiley til að græða á trúgjörnum almúganum.' Margar stórkostlegar persónugerðir setjast fyrir framan kvikmyndatökuvélina, t.d. maðurinn sem hefur ekki talað í fjöldamörg ár (Leopoldo Trieste) sem alit í einu fær málið þegar vélin fer í gang. Oft eru persónurnar það góðar að maður verður hálf vonsvikinn þegar Morelli yfirgefur þær. Sergio Cast- illo er virkilega góður í hlutverki Moreilis, sem virðist í fyrstu vera alger skúrkur, en annað kemur í ljós. Annars stendur hinn litskrúðugi leik- arahópur sig prýðilega, fyrir utan Tiziana Lodato sem leikur munaðar- leysingja sem hefur mikil áhrif á líf Morelli. Lodato hefur útlitið fyrir hlutverkið en ekki hæfileikana. Tón- list Ennio Morricones er ávallt hrein- asta afbragð, en þó er hún stundum of lík Pardísarbíóinu, þrátt fyrir hversu ólíkar þessar myndir eru. Það er gleðilegt að sjá að kvikmyndataka Dante Spinotti(„Last of the Mohic- ans“ og ,,Heat“) hefur verið varð- veitt í breiðtjaldsformi á myndband- inu, því Spinotti notar rammann til hins ýtrasta. Stjörnufangarinn er í flesta staði mjög vel gerð mynd og þess virði að kíkja á. Ottó Geir Borg JAMES Mangold gengur upp og ofan í kvikmyndabransanum. Mangold og markaðsöflin EFTIR að hafa lokið aðeins einni kvikmynd í fullri lengd tókst kvik- myndaleikstjóranum James Mangold að fá Harvey Keitel, Robert DeNiro, og Sylvester Stallone til þess að leika í sinni næstu mynd, „Cop Land“. Mangold hefur ekki alltaf gengið svona vel, heldur hefur ferill hans gengið upp og ofan. Eftir að Mangold lauk kvik- myndanámi árið 1985 komst hann á samning hjá Disney kvikmyndafyr- irtækinu og átti þátt í að skrifa handritið að teiknimyndinni „Oliver & Company“. Síðan var Mangold ráðinn til þess að leikstýra sjón- varpsmyndinni „The Deacon Street Deer“ fyrir ABC sjónvarpsstöðina en hann hafði sjálfur skrifað handrit- ið. Forráðamönnum ABC líkaði ekki við þá stefnu sem myndin tók í hönd- um Mangold og ráku hann eftir örfáa daga. Mangold hugsaði ráð sitt eftir þessa lífsréynslu og fór aftur í nám. Mangold sneri síðan aftur á kvik- myndamarkaðinn eftir nám við kvik- myndadeild Columbia-háskóla, og gerði „Heavy“, með Liv Taylor og Praitt Taylor Vince, fyrir utan Holly- woodkerfið. Athyglin sem „Heavy“ náði gerði Mangold kleift að gera „Cop Land“, en sögunni lýkur ekki hér. Mangold hefur nefnilega staðið í stappi við að koma endanlegri gerð „Cop Land“ á markaðinn. Sögusagn- ir um falleinkunn á tilraunasýning- um og óánægða framleiðendur fengu byr undir báða vængi þegar hætt var við að frumsýna myndina á Can- nes-kvikmyndahátíðinni í vor og það fréttist að Stallone hafði verið kall- aður til baka í endurtökur. Mangold virðist því enn þá eiga erfitt með að fá að setja sína sýn óáreitur á filmu innan hefðbundna framleiðslu- kerfisins. Kannski gengur honum betur með handritið sem hann er að vinna eftir „Girl, Interrupted", endurminningarbók Susanna Kays- en, fyrir Columbia kvikmyndafyrir- tækið. I iv I rixnvi ^«11 Art-r Nr. vor ; Lag i Flytjandi 1. (1) ; Smack my Bitch up : Prodigy 2. (3) ; For Heavens Sake : WuTangClan 3. (4) i ril Be Missing You 1 Puff Daddy 4. (7) 1 Men in Bluck 1 WillSmith 5. (9) 1 Do You Know What 1 Meon ; Oasis 6. (-) 1 Free ; Ultra Naté 7. (3) ; The End Is the Beginning Is the End; Smashing Pumpkins 8. (5) ; Ég ímeila þig : Maus 9. (6) i Paranoid Android : Radiohead 10. (-) ; Bittersweet Symphony : Verve 11. (8) : Sun Hits the Sky j Supergrass 12. (20): Ecuador 1 Sash 13. (17) i Free 1 ÐJ.Quicksilver 14. (18): GrandiVogar ; Soma 15. (-) ; One Woy i DJ. Rampage Mr. Bix Feat. Subteronean 16. (10); Coribbean Breeze ; Wiseguys 17. (-) ; Home : Depeche Mode 18. (-) i Casual Sub : ETA 19. (-) i Sykurpabbi : Talúla 20. (11) i Tvíhöfða lagið 1 Rammstein 21. (12): Nightmare 1 Brainbug 22. (13): Star ; Primalscream 23.1(14)1 HeyAZ ; AZ&SWV 24. (15) | On Your Own : Blur 25. (-) ; Electro Bonk : Chemical Brothers 26. (28) i How High : Charlatans 27. (23) i Sunstroke 1 Chicane 28. i (25)! Last Night on Earth 1 U2 29. i (26) i Hit ; Wannadies 30.1 (27) 1 Ashes to Ashes i Faithnomore

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.