Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 20

Morgunblaðið - 23.04.1997, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ T LISTIR HRIKALEG fegurð íslenskrar náttúru. Mitt á milli frið- semdar og brjálæðis Lucky Thirteen er samstarfsverkefni tíu myndlistarskólanema á Norðurlöndum sem munu ferðast á milli tíu norrænna borga í sum- ar og skoða þar „allt það markverðasta sem viðkemur menningu o g sögu“. íslendingamir í hópnum, Egill Sæbjörnsson og Bjargey + * Olafsdóttir, segja hér frá dvöl hans á Islandi. VIÐ ERUM nú stödd í Reykjavík þar sem dval- ið er í tólf daga. Við sofum í svefnpokum í eldhúsi Myndlista- og handíða- skóla íslands. Við reynum að lifa sem ódýrast og verslum því í Bón- us tíu daga fyrirfram. Alls staðar þar sem við þurfum að draga upp veskið, prúttum við. Út í búð, í Kolaportinu, í strætó og við reyn- um alltaf að fá magnafslátt hjá Bæjarins bestu ef við förum út að borða. Á daginn hvilumst við og á nóttinni ferðumst við um ísland. Við fórum á fólksbílum í þriggja daga ferðalag um Suðurland og skoðuðum Geysi eftir lokun, (þ.e.a.s. klukkan tvö um nótt þeg- ar ferðamanna-býsvarmurinn var farinn af svæðinu). Einnig heils- uðum við upp á Gullfoss og Selja- landsfoss í skjóli nætur. ísland er svo mikilfenglegt eftir lokun. Það var þó ekki eingöngu ferðast um á nóttinni, vegna þess hve erfitt er að ná góðum póstkortamyndum á næturnar. Aldrei hefðum við getað trúað því hve Skógarfoss er mikilfeng- legur ofan frá séð. Þegar maður leggur bílnum á stæðinu fyrir neðan lítur hann út fyrir að vera lítill og sætur póskortafoss í mesta lagi fjörutíu metra hár, en þegar maður hefur prílað í strigaskónum upp alla brekkuna við hliðina á og horfir á eftir vatninu steypast niður í hylinn fyrir neðan virðist hann vera um 200 metra langur og allt i einu er fullt af málverkum að fljúga langt fyrir neðan mann og ofan. Maður er mitt á milli friðsemdar og brjálæðis. Ætli það sé ekki öðru nafni kallað loft- hræðsla. Alla vegana komumst við að því að það borgar sig ekki að vera latur þegar maður ætlar að skoða ísland, þá getur maður al- veg eins setið heima og flett póst- kortunum. Kíkt í kaffi Eftir að ferðalaginu lauk var dvalið í Reykjavík og undur og stórmerki borgarinnar skoðuð. Stormað var um þær byggingar sem geyma listir þjóðarinnar og kíktum við í kaffi til nokkurra listamanna þar sem við drukkum í okkur verk þeirra. Allir tóku mjög vel á móti okkur og þótti okkur mikið til þess koma. Tumi Magnússon hitti okkur í Galleríi Ingólfsstræti 8 þar sem hann er með sýningu um þessar mundir. Hallgrímur Helgason bauð okkur heim í molasopa þar sem hann sýndi okkur teikningar og síðan skoðuðum við málverk hans í vinnustofunni. Birgir Andrésson sýndi okkur vinnustofu sína og eftir gott og skemmtilegt spjall kvaddi hann okkur með bókagjöf- um. Það þótti okkur mjög rausnar- legt. Bjarni Þórarinsson var með fyrirsát á vinnustofu sinni Grand Rokk þar sem hann sýndi okkur verk sín og útskýrði á eftirminni- legan hátt. Við hefðum viljað heimsækja miklu fleiri listamenn eftir að við komumst að því hvað þeir eru skemmtilegir en því var því miður ekki komið við í þessari ferð. Svo má ekki gleyma því er Kjarvalsstaðir buðu okkur í há- degisverð og illur leiðsögumaður veitti okkur leiðsögn um sýningar hússins. Einnig þóttumst við heppin að hitta á sýningar nokk- urra einstaklinga af yngstu kyn- slóðinni þar sem þau eru að skríða úr skóla eða eru enn við nám rétt eins og við. Hópinn mynda fimm Svíar, tveir íslendingar, tveir Danir og einn Finni og öll eiga þessi ung- menni það sameiginlegt að stunda myndlist í mismunandi lista-aka- demíum á Norðurlöndunum. Aka- demíum sem rómaðar eru fyrir gífurlegan tækjakost og ómælt pláss handa nemendum sínum, ólíkt því sem gerist á meginlandi Evrópu þar sem allir virðast þurfa að heyja skoteinvígi við fimm manns áður en þeir fá að setjast niður við tölvu til að senda eitt lítið skitið net-bréf. Þeir hafa það ágætt þessir ungu listnemar á Norðurlöndunum, nema það að þeir hafa kannski þjáðst af því að bera norrænt eftirnafn. Alla vegana er ekki algengt að sjá sýningu með einhverjum Rasmus- Tove-Jensmussen í Pompidou- safninu í miðri Parísarborg. Hreyfanlegur myndlistarskóli Við erum sem sagt tíu lista- skólanemar frá tíu akademíum á Norðurlöndunum sem erum að flakka um á milli tíu staða í tíu vikur í sumar og við lítum á okk- ur sem hreyfanlegan myndlistar- skóla eða akademíu sem hefur engan fastan bústað. Búið er að bijóta niður veggi milli deilda í mörgum akademíum á Norðurlöndunum þar sem mál- un, skúlptúr, grafík, ljósmyndun, myndbandshljóð og tölvuvinna eru felld undir eitt þak. Þetta er við- tekið form sem sífellt fleiri skólar taka upp og viljum við taka skref- ið lengra með því að losa okkur við bygginguna, skólahúsið sjálft. Við fáum að gista ókeypis í skólunum á ferð okkar og höfum þar aðstöðu til að vinna. Um leið fáum við að kynnast aðstöðu jafn- ingja okkar á Norðurlöndunum sem hjálpar okkur að meta stöðu okkar sjálfra heima fyrir. Áhrifin sem ferðalagið hefur á listsköpun- ina eru líka áhugaverð og virðist okkur nú eftir að nær fjórar vikur eru liðnar af ferðalginu að sífellt nýtt umhverfi í ákveðinn tíma örvi skapandi hugsun og það að hreyfast úr einum stað í annan gerist ekki bara á jarðkringlunni heldur einnig innan huga okkar. Við viljum benda á vefsíðu okk- ar á netfanginu www.aeg- is.is/lucky þar sem fleiri upplýs- ingar og niðurstöður úr verkefn- inu munu birtast reglulega. í KAFFI hjá Hallgrimi Helgasyni. HLUTI hópsins með Ingólfi á Amarhóli. EKIÐ í nóttinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.