Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Fremja sljórnmála-
menn afbrot?
Á SÍÐUSTU mán-
uðum hefur hvað eftir
annað annað komið
fram að stjórnmála-
menn okkar á Alþingi
hafí framið afbrot.
Samkvæmt Hjörleifi
Guttormssyni þing-
manni Alþýðubanda-
lagsins á Guðmundur
Bjamason umhverfís-
ráðherra að hafa gert
það í tvígang. Það sem
meira er, ráðherrann
játaði í fyrra skiptið
og kom það fram í
frétt á baksíðu DV í
janúar síðastliðinum.
í seinna skiptið var
það varðandi rétt fólks til að koma
með athugasemdir varðandi hugs-
anlegt álver á Grundartanga en
allmargir hafa gefíð í skyn að ráð-
herrann hafi beitt þar gerræðisleg-
um vinnubrögðum til að draga úr
mætti hörðustu gagnrýnenda.
Einnig kom allhörð atlaga frá
stjórnarandstöðunni gegn Páli
Péturssyni félagsmálaráðherra á
síðasta degi þingsins og fylgdist
ég grannt með af þingpöllunum.
Var þar vitnað í lög um ráðherra-
ábyrgð og gefíð sterklega í skyn
að hann hefði brotið þau lög. Ráð-
herrann vísaði þessu á bug og
forsætisráðherrann sjálfur, Davíð
Oddsson, steig í pontu og for-
dæmdi þessar aðfarir og varði sína
menn.
Fyrir nokkrum árum var gerð
allhörð atlaga að Guðmundi Arna
Stefánssyni sem heilbrigðisráð-
herra. Gekk þetta svo iangt að
hann sagði að lokum af sér sem
félagsmálaráðherra. Samkvæmt
dr. Gunnari Helga Kristinssyni
lektori í stjórnmálafræði við Há-
skóla íslands er þetta í fyrsta sinn
sem íslenskur ráðherra víkur úr
stóli sínum vegna siðferðilegra
spursmála, en slíkt er hins vegar
algengt erlendis. En það er víst
eins með þetta mál og svo mörg
önnur á hæsta stigi stjórnkerfisins
- að það er erfítt að sjá nákvæmlega
hvað sé saknæmt og hvað ekki,
þetta virðist felast í valdatog-
streitu þar sem sá sem hæst lætur
getur knúið fram sinn skilning á
málunum, sem er ekki endilega
sá réttasti.
En til að komast betur í gegnum
slíkt myrkviði af deilum á hæsta
stjórnstiginu er gott að geta kom-
ist í þekkingarheim afbrotafræð-
inga sem hafa skoðað mörg slík
mál um allan heim í marga ára-
tugi ef ekki aldir. Ég lauk nám-
skeiði í afbrotafræði við Háskóla
íslands síðastliðinn vetur og skrif-
aði þar ritgerð um stjórnmálaaf-
V, brot og byggði það á grunntexta-
bók í afbrotafræði eftir tvo pró-
fessora við bandariskan háskóla,
þá Piers Beime og James Mess-
erschmidt, og eru þeir taldir með
fremstu afbrotafræðingum mann-
kynsins. Skilgreining þeirra á
stjórnmálaafbroti er þríþætt:
1. afbrot gegn hinu opinbera
2. afbrot framkvæmd af hinu
opinbera sem bitna á
þolendum innanlands
3. afbrot framkvæmd
af hinu opinbera sem
bitna á þolendum er-
lendis.
Annar þátturinn er
sá sem skiptir mestu
til að fá fræðilega
umfjöllun sem tengist
daglegu starfi stjórn-
málamanna með hvað
beinustum hætti.
Nánari skilgreining
þeirra á öðrum þætt-
inum hljóðar svo:
2. brot á lögum og
siðlaust athæfi af
embættismönnum eða
stofnunum þar sem þolendurnir
eru innan viðkomandi þjóðríkis.
Beirne og Messerschmidt skipta
þætti tvö í tvær gerðir:
2.a. spilling hjá hinu opinbera:
ólögleg eða siðlaus notkun á opin-
beru valdi til persónulegs eða
stjórnmálalegs hags
2.b. stjórnmálaleg bæling: ólög-
legt eða siðlaust athæfi fram-
kvæmt af opinberum embættis-
mönnum eða stofnunum í þeim
tilgangi að bæla stjórnmálalegan
ágreining innanlands.
Það er fyrri gerðin sem skiptir
meira máli hér: spilling hjá hinu
opinbera. Henni er skipt niður í
fjóra undirflokka:
2.a.i. stjórnmálalegar mútur
2.a.ii. stjórnmálalegar auka-
greiðslur
2.a.iii. kosningasvik
2.a.iv. spillt kosningabarátta.
Þeir telja að sennilega sé best
þekkta nýlega dæmið um mútu-
þægni stjórnmálamanna ABSC-
AM málið. Þessi leynilega FBI
aðgerð átti sér stað snemma á
níunda áratugnum og leiddi til
dóms á sjö þingmönnum fyrir að
samþykkja mútur frá leynilög-
reglumönnum FBI. Aðeins einn
af átta stjórnmálamönnum hafn-
aði mútrinu.
Eitt af dæmum þeirra um
stjórnmálalegar aukagreiðslur er
varðandi Spíró Agnew þáverandi
varaforseta Bandaríkjanna sem
byijaði á að taka við aukagreiðsl-
um frá verktökum, arkítektum og
verkfræðingum þegar hann var
embættismaður í Baltimore-héraði
árið 1962. Þessar aukagreiðslur
héldu áfram þegar hann varð ríkis-
stjóri Marylands og allt til 1971
þegar Agnew var orðinn varafor-
seti og tók við greiðslum í kjallara
Hvíta hússins.
Varðandi kosningasvik (ólögleg
kosning, fölsuð skráning, að fylla
kjörkassa) þá nefna þeir dæmi um
mann sem nánast hefur verið frið-
helgur í augum margra og því
gætu þessar línur reynst ykkur
fróðlegar en samkvæmt Beirne og
Messerschmidt var John Kennedy
tryggður sigur árið 1960 þegar
Richard Daly borgarstjóri Chicago
og hans kosningavél fyllti kjör-
kassa með atkvæðaseðlum merkt-
um Kennedy.
Síðasti undirþátturinn er spillt
Kjósendur eiga rétt á,
segir Guðmundur
Rafn Geirdal, að fylgj-
ast með siðgæðum
stjórnmálamanna.
kosningabarátta. Að mati bókar-
höfundanna eru þær frekar út-
breiddar í Bandaríkjunum. Versta
dæmið sem þeir taka er einmitt
það sem umheimurinn fékk líklega
að vita hvað mest af, en það var
varðandi Richard Nixon, sem var
forseti frá árinu 1968 til 1974.
Vandamálið er það sama með hans
mál og þau sem hafa komið upp
hérlendis að það er erfítt að treysta
því að fjölmiðlaumfjöllun sé annað
en moldrykið eitt. Því er mikilvægt
að lesa þetta beint af fræðibók
einhverra fremstu prófessora
mannkynsins og hér gef ég þeim
orðið: „í júní 1972 var hópur af
fyrrverandi starfsmönnum CIA
sem höfðu tekið þátt í aðgerðunum
við Svínaflóa tekinn fastur við inn-
brot í höfuðstöðvar Demókrata,
Watergate, í Washington borg.
Rannsóknir sem fylgdu í kjölfarið
leiddu í ljós að innbrotið var að-
eins hluti af víðtækri kosningabar-
áttu fullri af stjómmálalegri spill-
ingu sem fól í sér stjórnmálalegar
njósnir, skemmdir á kosninga-
gögnum, hleranir, þjófnaði á
einkaskjölum og ólöglega notkun
á styrkjum í kosningasjóði -
skipulagt og stjórnað af starfs-
mönnum Nixons í kosningabarátt-
unni og starfsmönnum Hvíta húss-
ins“ (Parenti, 1983: 173). Nixon
sagði af sér í ágúst 1974 til að
forðast ákæru vegna embættisaf-
glapa og var að lokum afsakaður
frá öllum glæpum varðandi Water-
gate af Gerald Ford sem tók við
sem forseti. (bls. 294-5).
Hér eru því sterkar vísbending-
ar um að Nixon hafi framið afbrot
af mjög alvarlegu tagi, en enn á
ný, ákæra var ekki lögð fram sam-
kvæmt þessu svo dómur var aldrei
kveðinn upp af eða á. Það hefur
komið fram í fjölmiðlum hérlendis
á síðustu árum að Hillary Clinton
eiginkona núverandi forseta
Bandaríkjanna var í hópi þeirra
lögfræðinga sem rannsökuðu mál
Nixons á sínum tíma og lagðist
mjög gegn þvi að hann yrði tekinn
í sátt þó Bill Clinton hefði haft
mildari afstöðu. Slík mál setja
mikinn slink í það traust sem al-
menningur ber tii stjómmála-
manna og sagði dr. Helgi Gunn-
laugsson lektor í félagsfræði í fyr-
irlestrum sínum að einskonar sið-
rofsástand hafi myndast í banda-
rísku þjóðlífí eftir að upp komst
um starfshætti Nixons. Því er
nauðsynlegt að fylgjast vel með
gangi mála hérlendis. Meginatrið-
ið er að hafa það í huga að stjórn-
málamenn okkar á Alþingi eru
kosnir af þjóðinni og starfa í um-
boði hennar og því ætti þjóðin að
eiga rétt á að fá að fylgjast með
siðgæðum þeirra í starfi og geta
haft matsaðila sem hefur næga
hæfni til að meta störf þeirra og
upplýsa almenning um niðurstöður
sínar. Ég legg því til að aukin sé
umræða um hvernig mætti koma
þessu í kring með sem eðlileg-
ustum hætti. Með því trúi ég því
og treysti að hagur landsmanna
batni enn meir en nokkru sinni
fyrr og við okkur blasi björt fram-
tíð. Megi svo vera.
Höfundur cr sjúkranuddari.
Guðmundur
Rafn Geirdal
Þróun íslenzkrar
ferðaþjónustu
UM NOKKURRA ára skeið hafa
ýmsir starfsmenn ferðaþjónustunnar
látið í ljósi að í íslenskri ferðaþjón-
ustu ríki skipulagsleysi sem gæti
haft neikvæðar afleiðingar fyrir
starfsgreinina í framtíðinni. Ráða-
menn ferðamála hafa
hins vegar bent á að
þau lög sem gilda um
ferðamál hverju sinni
séu í reynd ákveðið
skipulag, ákveðin
stefna. Þau lög sem
gilda um ferðamál á
Islandi núna eru að
stofni til frá 1976 (með
nokkrum breytingum
þó) og hafa samgöngu-
ráðherrar sem síðan þá
hafa verið við völd ít-
rekað ætlað að setja ný
lög með hliðsjón af
breyttum aðstæðum.
Öll frumvörpin hefur
dagað uppi á síðustu
dögum þings. Núver-
andi samgönguráðherra hefur skip-
að starfshópa til að vinna að nýrri
stefnumótun en ný lög hafa enn
ekki verið sett.
í stuttu máli kveða ferðamálalög-
in svo á að Ferðamálaráð skuli fara
með landkynningu, umhverfismál
ferðamannastaða og fleiri skyld
mál. Til þeirra verkefna fær ráðið
ákveðið fjármagn á fjárlögum. í
Ferðamálaráði sitja 23 fulltrúar frá
ýmsum greinum ferðaþjónustunnar.
Innan ráðsins starfar hins vegar 7
manna framkvæmdastjórn sem tek-
ur allar ákvarðarnir milli funda ráðs-
ins. Samkvæmt lögunum eru það
ákveðnir fulltrúar ráðsins, þ.e. frá
fyrirfram ákveðnum fyrirtækjum í
ferðaþjónustunni, sem lögin segja
að skuli skipa framkvæmdastjórn-
ina. I henni skulu eiga sæti formað-
ur Ferðamálaráðs, fulltrúi sam-
gönguráðuneytis, fulltrúi Flugleiða
í ráðinu, fulltrúi Reykjavíkurborgar,
fulltrúi Sambands veitinga- og gisti-
húsa, fulltrúi Félags íslenskra ferða-
skrifstofa og fulltrúi Ferðamálasam-
taka íslands. Það er einmitt þetta
ákvæði m.a. sem ýmsir aðilar innan
ferðaþjónustunnar hafa gagnrýnt og
efast um að standist stjórnsýslulög,
þ.e. að ákveðin fyrirtæki eða samtök
innan atvinnugreinarinnar skuli
fjalla um eigin málefni, eigin hags-
muni, og vera í þeirri aðstöðu að
geta ákveðið hvert það fjármagn fer
sem Ferðamálaráð hefur til ráðstöf-
unar.
I fjölmiðlum og á almennum fund-
um um ferðamál hafa komið fram
kvartanir um að ráðið styrki ekki
ákveðnar framkvæmdir hér heima
og erlendis svo sem ýmsar listsýn-
ingar, tónleika, íþróttaleiki og ýmsar
uppákomur. Til dæmis hafa nokkrir
popplistamenn talað um skilnings-
leysi Ferðamálaráðs þar sem ráðið
hafi ekki viljað styrkja þá til hljóm-
leikahalds og hafa rök þeirra verið
þau að popptónleikarnir myndu
vekja athygli á íslandi erlendis.
Bæði Einar Örn Benediktsson og
Björk Guðmundsdóttir sögðu í sjón-
varpsþætti fyrir nokkrum árum að
þau væru eins og lítið ferðamálaráð,
sífellt að svara fyrirspurnum og gefa
upplýsingar um ísland, en það yrðu
þau að gera á eigin kostnað vegpa
skilningsleysis Ferðamálaráðs ís-
lands. Aðstandendur leiksýninganna
Light Nights hafa einnig ítrekað
kvartað undan því á fundum um
ferðamál að þeir fái ekki styrki til
að halda úti leiksýningum fyrir er-
lenda ferðamenn í Reykjavík. Rétt
er því að geta þess að Ferðamálaráð
hefur ekki talið það vera í sínum
verkahring að styrkja starfsemi af
þessu tagi og er því ekki um mis-
munun að ræða.
í maí sl. var viðtal í einu dagblað-
anna við starfsmann í ferðaþjón-
ustunni sem sagði að útlit væri fyrir
fækkun erlendra ferðamanna og
þeir sem kæmu myndu ferðast hér
á eigin vegum í framtíðinni og lítið
kaupa af þeirri þjónustu sem verið
væri að byggja upp víða um land
nema þá frá þeim aðilum sem hefðu
tök á fjármagni til landkynningar.
Hann hafði áhyggjur af því að
ákveðnir aðilar hér hefðu forgang
að landkynningarfé Ferðamálaráðs
og næðu þannig við-
skiptum við erlenda
ferðamenn meðan aðrir
stæðu utangarðs.
í greinum og við-
tölum í dagblöðum und-
anfarið hefur mátt sjá
svipuð viðbrögð. Hinn
20. júlí sl. birti Morgun-
blaðið viðtal við hótel-
stjóra á Húsavík sem
taldi að Ferðamálaráð
væri misskilin stofnun,
hálfgerður brandari.
Hann sagði að margir
innan ferðaþjónustunn-
ar stæðu í þeirri trú að
ráðið væri hagsmuna-
aðili fyrir atvinnugrein-
ina en svo væri alls
ekki, heldur gætti það hagsmuna
samgönguráðuneytisins. Eigendur
hópferða- og sérleyfisbíla hafa
áhyggjur af því að erlendir ferða-
menn sækjast æ meira eftir jeppa-
Lengi hefur áhugafólk
um ferðaþjónustu, segir
Birna G. Bjarnleifs-
dóttir, beðið eftir nýjum
ferðamálalögum.
ferðum og vélsleðaferðum, en hvorki
jepparnir né vélsleðarnir eru skráðir
sem atvinnutæki og ekki tryggðir
sem slíkir. Islenskir leiðsögumenn
hafa lengi haft áhyggjur af því að
erlendar ferðaskrifstofur senda
hingað réttindalaust fólk til að vinna
sem leiðsögumenn. Utlendingarnir
taka ekki alltaf laun fyrir vinnu sína
heldur láta sér nægja að komast til
Islands frítt. Ef þeir taka laun undir-
bjóða þeir íslenska leiðsögumenn. í
rauninni stríðir það gegn íslenskum
lögum en er látið afskiptalaust. Að
sjálfsögðu er samkeppni af hinu
góða en allir þessir aðilar hafa bent
á að hún verði að vera á jafnréttis-
grundvelli.
Ferðamálastjóri hefur lýst því yfir
að sennilega muni æ fleiri erlendir
ferðamenn ferðast á eigin vegum
um landið í framtíðinni en ekki í
skipulögðum hópferðum íslenskra
ferðaskrifstofa. I viðtali við starfs-
mann í ferðaþjónustu sem birtist í
Morgunblaðinu í maí sl. var gefið í
skyn að þetta væri afleiðing af mark-
aðssetningu erlendis. Landið væri
einfaldlega auglýst þannig.
í umræðum innan ferðaþjón-
ustunnar hafa menn áhyggjur af því
að sá aðili sem er afkastamestur í
fólksflutningum til landsins og frá
því skuli einnig reka ferðaskrifstofu,
hótel, bílaleigu o.fl. Því er ekki að
leyna að mörgum finnst hætta á að
einokunaraðstaða þess aðila sé að
verða of sterk þar sem starfsemin
nái til æ fleiri þátta ferðaþjónustunn-
ar og telja starfsemina orðna svo
umfangsmikla að varla standist
samkeppnislög. Lengi hefur áhuga-
fólk um ferðaþjónustu beðið eftir
nýjum ferðamálalögum. Sífellt hey-
rast gagnrýnisraddir um að ferða-
þjónustan hér á landi sé í of lausu
lofti og litlu aðhaldi beitt. Ef
óánægja þess fólks sem vinnur dag-
lega við þessa atvinnugrein er jafn
almenn og virðist væri þá ekki rétt
að alþingismenn, hvar í flokki sem
þeir standa, íhugi þróun íslenskrar
ferðaþjónustu síðasta áratug og taki
afstöðu til þess hvort þeim fínnst
hún stefna í rétta átt eða hvort nauð-
synlegt sé að setja ný ferðamálalög
þar sem fagleg vinnubrögð eru höfð
að leiðarljósi?
Höfundur er leiðsögumaður.
Birna G.
Bjarnleifsdóttir