Morgunblaðið - 13.08.1997, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ
46 'mIÐVIKUDAGUR 13. ÁGUST 1997
TVIEYKIÐ
JEAN-CLAUDE VAN DAMME DENNIS RODMAN MICKEY ROURKE
ANNAI) HVORT
STENDUR l»U MEÐ l»EIM...l
>Ú STENDUR í VEGI FYRIR l»EIM.
„Feikna skrautleg og
framúrskarandi hasarmynd
DOUBLE
TEAM
ntamhiUiv
Bönnuö innan 16 ára
£4MM01M S4MBIOHI! ^4MB10||I
BÍC>ECE<5%I
SNORRABRÁUT 37, SÍMI 552 5211 OG 55 11384
MORÐ l HVITA HU5INU
Meistaralega geiö
H.J. ALþ.BL
Mukimviióoo
Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og
11-05- B.i. 16.
Sýnd kl. 4.45, 6.50,
9 og 11.30. b.í. 16
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. b.mb. ^HUDIGfTAL
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12.
íslensk heimasíða: WWW.xnet.is/stjornubio
' .X- .X. .X. TOÍVirVlY LEE.JOIUES WILL SIVIIT»r~%
*** ★★★ Jft-, • i ■ v,
* * * r
★ ★ ★
ŒH3
• \ MX
i y, /' _ MEIU im
35 PÚSUND MANNS HAFA NU ÞEGAR SÉÐ MENN í SVÖRTU
MIB
MEIM irvi BLACK
Morgunblaðið/Jón Sveinsson
LEIKHOPURINN ásamt stjdrnendum, hljómsveit og prinsessunni en hver sér um það hlutverk verður ekki
„Prinsess-
an“ á Hótel
Islandi
LEIKHÓPURINN Regína mun
frumsýna gleðisöngleikinn „Pr-
insessan" á Hótel Islandi þann 4.
september næstkomandi. Söngleik-
urinn er eftir Stefán Sigurðsson en
leiks-tjóri verksins er Gunnar Sig-
urðsson. Verkið fjallar um einn
dag í lífi prinsessu einnar, þann
dag er hún verður gjafvaxta og
vonbiðlar streyma til hallarinnar.
Þetta er fyrsta verk Gunnars
sem leikstjóra eftir að hann út-
skrifaðist úr „Bristol Old Wick
Theater" á Englandi siðastliðið
vor. Það er hljómsveitin Snigla-
bandið undir forystu Pálma Sigur-
hjartarsonar sem sér um tónlistina
en Katrín Ingvadóttir er danshöf-
undur. Jonathan Howell var feng-
Jon til að leikstýra bardagaatrið-
um en hann er leikari og bardaga-
listamaður að mennt og hefur
upplýst fyrr en á frumsýningunni.
JONATHAN Howell, stjórnandi bardagaatriða, Pálmi Sigurhjartar-
son, tónlistarsljóri, Gunnar Sigurðsson, leikstjóri og Katrín Ingvadótt-
ir, danshöfundur.
meðal annars leikstýrt Peter
O’Toole, Mel Gibson, Susannah
York og Faye Dunaway.
Söngleikurinn er um tvær
klukkustundir að lengd og eftir
sýninguna mun Sniglabandið leika
fyrir dansi. Það verður því söngur,
leikur, gleði, bardagi og dans sem
gestir á Hótel íslandi eiga í vænd-
um á komandi vetri.
Lynch og týndu
sálirnar
KVIKMYJVDIR
Laugarásbfó
TRUFLUÐ VERÖLD
„LOST HIGHWAY“
Leikstjórn. David Lynch. Hand-
rit: David Lynch og Barry Gifford.
Aðalhlutverk: Bill Pullman, Pat-
ricia Arquette, Balthazar Getty,
Robert Loggia, Robert Blake, Jack
Nance, Richard Pryor, Gary Bus-
ey. Ciby 2000. 1997.
BANDARÍSKI leikstjórinn Da-
vid Lynch hefur sent frá sér nýja
mynd eftir nokkurt hlé og tekur
upp þá gömlu iðju að lýsa
skuggahliðum mannlífsins með
sínum einkar persónulega frá-
sagnarstíl. Það er kannski gall-
inn við myndina að sú hans
gamla iðja hefur tekið heldur litl-
um breytingum. Spurningin sem
myndin vekur er hvort Lynch sé
farinn að endurtaka sig og
staðna. Þeir sem búast við ein-
hverju nýju og merkilegu frá
hendi leikstjórans í Truflaðri
veröld eða „Lost Highway“
(Hvaða truflun er þetta alltaf?
Hét ekki „Trainspotting“ Trufl-
uð tilvera?) gætu orðið fyrir von-
brigðum en hinn harði kjarni að-
dáenda hans mun sjálfsagt njóta
myndarinnar í botn.
Líkt og Blátt flauel er Trufluð
veröld fílm noir hrollvekja í upp-
hafi. Inngangshlutinn er talsvert
spennandi, drungaleg og
óhugnaleg frásögn um hjón sem
búa saman í ákaflega illa upp-
lýstu og draugalegu húsi. Bill
Pullman leikur húsráðandann,
tenórsaxófónleikara er fær send-
ar myndbandsupptökur heim til
sín, sem sýna að einhver kemur
inn í húsið á næturnar og tekur
myndir af þeim hjónum í svefni
og svalar þannig gægjufíkn
sinni. Síðasta spólan sem hann
fær er af honum að myrða eigin-
konu sína, sem leikin er af Pat-
riciu Arquette, á hinn hroðaleg-
asta hátt. Tenórsaxinn veit ekki
meir.
Honum er stungið í fangelsi
þar sem hann bíður þess að
deyja í rafmagnsstól. En fyrir
einhvern Lynchsúrrealisma
skiptir hann um líkama á dauða-
deildinni og verður allur annar
og yngri maður, sem auðvitað er
sleppt úr fangelsinu. Um leið
skiptir Lynch um frásagnarstíl
og fer út í n.k. glæpakómedíu;
Robert Loggia leikur ofbeldis-
fulla mafíósann, sem allir hræð-
ast, Arquette er Marilyn Mon-
roelega mafíudúkkan hans og
maðurinn ungi er fáráðurinn
sem leggur út í þann lífshættu-
lega leik að sofa hjá henni. Sá
hluti minnir óneitanlega á nokk-
urra ára gamla Tarantinomynd.
Höfundareinkenni Lynch eru
áberandi en hann kemur manni
ekki svo mikið á óvart lengur.
Tmfluð veröld er um allt það
sama og áður; það sem fólk hefur
að fela úr fortíðinni, morð, öf-
uguggahátt, gægjufíkn, kynferð-
islausung og týndar sálir sem
leita einhverskonar sannleika en
gengur illa að höndla hann. Ekk-
ert er eins og það sýnist frekar
en venjulega; yfirborðið er að-
eins felulitur ósómans, brothætt
skurn hins dularfulla gangvirkis
undirmeðvitundarinnar. Lynch
er ákaflega tæknilegur leikstjóri
og hefur alltaf getað með góðum
árangri teygt á frásagnartækni
kvikmyndanna og fellt hana að
skáldskap sínum. í Truflaðri
veröld gerir hann það með gam-
alkunnum en oft áhrifaríkum
hætti með því að hægja á atriði
og sýna það afturábak, nota of-
urnærmyndir og endurtekning-
ar. Á sama hátt er notkun hans á
tónlist (Badalamenti, Ramm-
stein) og áhrifshljóðum ákaflega
hugvitssöm og magnar upp
hrollinn.
Leikararnir falla ágætlega inn
í Lynchbíóið. Karlpeningurinn,
Bill Pullman og Balthazar Getty,
er fremur sviplaus nema mafíós-
inn Robert Loggia, sem er svo
yfirmáta hversdagslegt fól að
maður hlær að vonsku hans þeg-
ar hann tekur til bæna mann
sem dirfist að aka framúr hon-
um. Arquette er líka fín sem hin
dularfulla femme fatale myndar-
innar, ýmist með ljósa eða dökka
hárkollu eftir því í hvaða veru-
leika hún lifír. Kunnir aukaleik-
arar fara með lítil hlutverk,
þeirra forvitnilegastir gaman-
leikarinn Richard Pryor og Jack
Nance (sjálfur Eraserhead).
Það hefur alltaf þótt sport að
hafa gaman af Lynchmyndum af
því fáar myndir eru jafn ögrandi
(Blátt flauel, Tvídrangaþættirn-
ir, „Wild at Heart“) innan um
allt draumafabrikkudótið frá
Hollywood. Trufluð veröld er
það líka. Hver og einn getur
túlkað hana að vild og þótt hún
sýni ekki mikla þróun í list hans
minnir hún á að Lynch er kom-
inn aftur í gang eftir nokkurt hlé
og á vonandi eftir að gera eitt-
hvað ennþá betra í framtíðinni.
Arnaldur Indriðason