Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.1997, Blaðsíða 10
I 10 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið /RAX HVERS VIRÐI ERMENNTUN? Vaxandi fjárhagsvandi Háskóla íslands hef- ur vakið upp spumingar hvemig bregðast eigi við. Skiptar skoðanir eru meðal þeirra skólamanna, sem Hildur Friðríksdóttir leitaði til, um það hvort upptaka skólagjalda sé til bóta, en þeir eru sammála um að biýnt sé að stjómvöld ákveði hver forgangsröð menntunar eigi að vera. EGAR menn mynda sér skoðun á því hvort taka beri upp skólagjöld á háskóla- og framhalds- skólastigi greina þeir mjög á milli þess hvort verið er að tala um hærra innritunargjald en nú er eða veruleg skólagjöld. Enginn mælti með því að skólagjöld yrðu svipuð þeim sem tíðkast í bandarísk- um háskólum. Þeir skólameistarar, sem Morg- unblaðið ræddi við, voru flestir sam- mála um að frumreglan ætti að vera sú að taka ekki skólagjöld í fram- haldsskóla. Þó gátu menn fallist á að smávægileg gjaldtaka fyrir nám kæmi til greina og sumir nefndu að nemendur bæru þá hugsanlega meiri virðingn fyrir námi, einkum ef þeir greiddu fyrir það sjálfir. Sumir viðmælenda blaðsins voru hlynntir því að skólar hefðu tök á að afla fjár með öðrum hætti en með skólagjöldum. Sömuleiðis að þeir yrðu fjárhagslega sjálfstæðari en nú er og hefðu þar af leiðandi meira svigrúm. Einnig vöruðu menn við því að taka svo afdrifaríka ákvörðun sem að koma á skólagjöld- um, án þess að hafa útgönguleið í formi styrkja eða lána til þeirra, sem hefðu ekki íjárhagslegt bolmagn til náms. Enginn viðmælenda getur hugsað sér að hverfa aftur til þess tíma að aðeins eitt eða tvö börn úr fjölskyldu hafi efni á framhaldsnámi. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir að menn standi frammi fyrir tveimur kostum hér sem ann- ars staðar til að afla ríkisháskólum fjár, þ.e. að hækka skatta almenn- ings eða taka aukin þjónustugjöld af neytendum. Hann bendir á að í nýlegri skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál komi fram, að skóla- gjöld í háskóla séu sú leið sem fara eigi til að mæta fjárhagsvanda þess skólastigs. Hann tekur einnig fram að Verkamannaflokkurinn í Bret- landi hafi farið þá leið að ákveða að taka upp 1.000 punda skólagjöld í háskólum þar. Hann segist sjá ýmsa góða kosti við skólagjöld á háskólastigi en telur að ræða þurfi alla þætti málsins, þar með talda hina félagslegu eða íjár- hagslegu hlið og hvernig komið verði í veg fyrir misrétti á þeim forsend- um. Venjuiega sé reynt að leysa slíkt með lánafyrirgreiðslu eða með því að Iosa menn undan skólagjöldum, sé sýnt fram á að þau standi í vegi fyrir námi. Umræðan verði einnig að beinast að innra starfi skólanna og hvaða áhrif skólagjöld hafi á það. Jafnréttf skilgreint þröngt Björn segir að þegar rætt sé um jafnrétti til náms og einungis lögð áhersla á hina fjárhagslegu eða fé- lagslegu hlið, sé jafnréttishugtakið skilgreint þröngt. Eðlilegt sé að fjár- hagslega hliðin sé ofarlega í huga en höfuðatriði sé að hafa fjárhags- legt boimagn til að reka skóla, sem veiti nemendum viðunandi og góða kennslu, þar sem tími nýtist yel því hann megi meta til fjár. „Ég hef orðað það svo, hvort skynsamlegt Björn Bjarnason Sveinbjörn Björnsson Þorsteinn Gunnarsson Jónas Guðmundsson Þorvarður Elíasson Björn Þorsteinsson Margrét Sölvi Sigurður Friðriksdóttir Sveinsson Sigursveinsson sé að banna þeim sem vilja flárfesta í menntun sinni með skólagjöldum að gera það. Raunar gerum við það ekki hér á landi, því að starfræktir eru einkaskólar á háskólastigi, sem innheimta skólagjöld og njóta góðrar aðsóknar. Við sjáum einnig að einkaskólar standa að ýmsu leyti betur að vígi en ríkisskólar, sem eiga allt sitt undir Ijárlögum og skattfé almennings." Hann telur öðru máli gegna um skólagjöld á framhaldsskólastigi. I sjálfu sér hafi hann ekki leitt hug- ann að því, að þar séu tekin upp skólagjöld umfram það sem nú er gert í öldungadeildum og vegna full- orðinsfræðslu. Markaðsvæðing skólakerfisins Þorvarður Elíasson skólastjóri Verzlunarskóla íslands segir að skólarekstur lúti sömu lögmálum og annar atvinnurekstur. Ekki sé hægt að reka neitt fyrirtæki með þeim hætti sem skólakerfi og heilbrigðis- stofnunum sé stýrt. Hann telur að með því að leyfa kostnaðinum að sjást í formi skólagjalda muni nást verulegur árangur. Sé hins vegar verið að tala um að heimila aukna álagningu skólagjalda muni það fyrst og fremst leiða til þess að skól- arnir auki ljölbreytni sína og færist örlítið hver í sína áttina. Hann segir ekki augljóst hver eigi að borga skólagjöldin, en vel mætti hugsa sér vlðtækt styrkjakerfi. Eðli- legast sé, að það fé komi úr ríkis- sjóði, en það þýði ekki að kosta þurfi námið að fullu. Hann segir að ekki sé jafnrétti til náms núna, þar sem ekki sé hægt að mennta alla eins og þeir óska. í þessu sambandi bendir hann á, að jafnrétti sé í heil- brigðiskerfínu en eigi að síður greiði sjúklingar háar upphæðir fyrir lyf. „Það er í sjálfu sér algjörlega úrelt hugmyndafræði að menntun eigi að vera ókeypis fyrir alla eins og hver og einn vill. Þetta var hægt meðan fáir sóttu sér menntun en þjóðfélag- ið er ekki þannig núna. Að sjálf- sögðu er hægt að greiða menntunina niður og auka neysluna alveg eins og með landbúnaðarafurðir. Þetta er fyrst og fremst spurning sem stjórnvöld verða að svara.“-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.