Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 192. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Varautanríkisráðherra Rússlands um stækkun NATO „Stærstu mistökin“ eftir kalda stríðið Helsinki. Morgunblaðið. RÚSSNESK stjórnvöld telja ákvörðun leiðtogafundar Atlants- hafsbandalagsins (NATO) í Madr- íd, um að bjóða þremur Mið-Evr- ópuríkjum aðild að bandalaginu, „stærstu mistök í alþjóðamálum eftir lok kalda stríðsins". Þetta kom fram í ræðu Alexanders Avdeévs, varautanríkisráðherra Rússlands, á öryggismálaráð- stefnu Norðurlandaráðs í Helsinki í gær. Avdeév sagði að Rússar væru enn þeirrar skoðunar að stækkun NATO til austurs gengi gegn því markmiði að skapa sameiginlegt öryggissvæði í Evrópu og á Atl- antshafi og hlyti að hafa áhrif á andrúmsloftið í evrópskum stjórn- málum og ástand mála í álfunni. Avdeév sagði að frá rússnesku sjónarmiði væri mikilvægt að ríkin við austanvert Eystrasalt, þ.e. Finnland, Svíþjóð og Eystrasalts- ríkin, stæðu áfram utan hernaðar- bandalaga. Slíkt hefði í tilfelli Sví- þjóðar og Finnlands reynzt vel. Höggvið að rótum góðra nágrannasamskipta Hann sagði að Rússar hefðu áhyggjur af því að í lokayfirlýsingu Madríd-fundarins hefðu Eystra- saltsríkin verið nefnd í sambandi við hugsanlega stækkun bandalags- ins í framtíðinni, en norræn aðildar- ríki NATO beittu sér mjög fyrir því að ríkin yrðu nefnd í yfirlýsingunni. „Ég legg áherzlu á að í augum Rússlands myndi slík ákvörðun höggva að rótum trausts og góðra samskipta nágranna á Eystrasalts- svæðinu. Yrði þetta raunin, yrðum við að endurskoða sjálfan grundvöll tengsla okkar við NATO og við hugsanleg aðildarríki bandalags- ins,“ sagði Avdeév. Varautanríkisráðherrann sagði mikilvægt að ákvæðum hins nýja samstarfssamnings NATO og Rússlands yrði fylgt út í hörgul, ekki sízt hvað varðaði loforð NATO um að staðsetja ekki kjarnorku- vopn eða árásarsveitir í nýjum að- ildarríkjum. ■ Tengsl Rússlands/19 Reuter Jeltsín uppsker BORIS Jeltsín Rússlandsforseti var hinn kátasti þegar hann heimsótti suður-rússneska hér- aðið Saratov í gær, til að upp- skera ávöxtinn af róttækum um- bótum, sem hann sáði sæðinu að fyrir fimm árum. Þetta var fyrsta heimsókn forsetans í sveitahéruð Rússlands eftir að hann var endurkjörinn í fyrra. Hér biður forsetinn uin penna þegar honum er færður hveiti- vöndur, sem í tilefni af metupp- skeru var skreyttur áletruninni: „Fimm milljónir tonna.“ „Látið mig fá penna, ég leiðrétti töl- una í sex milljónir," sagði Jeltsín kotroskinn. Hátíðar- kvöldverður í Helsinki FORSETI Finnlands, Martti Ahtisaari, bauð forseta Islands, herra Ólafí Ragnari Grímssyni, og eiginkonu hans, frú Guð- rúnu Katrínu Þorbergsdóttur, til hátíðarkvöldverðar í for- setahöllinni í Helsinki í gær- kvöldi. Með því lauk fyrsta degi opinberrar heimsóknar forseta- hjónanna til Finnlands. Yzt til vinstri situr Riitta Uosukainen, forseti finnska þingsins, við hlið hennar er Eeva Ahtisaari. Yzt til hægri, við hlið frú Guð- rúnar Katrínar, situr Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands. ■ Forsetarnir ræddu/6 Lehtikuva/Maija Sepponen-Helin Hallalaus dönsk fjárlög Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA ríkisstjórnin birti í gær drög að fjárlögum ársins 1998, þar sem gert er ráð fyrir tekjuafgangi af rekstri ríkis- sjóðs í íyrsta sinn í áratug. „Efnahagur Danmerkur batnar enn, fímmta árið í röð, og horfur eru áfram bjartar,“ segir í texta frumvarpsins. í því er gert ráð fyrir 38 millj- örðum ísl. króna hærri tekjum af rekstri ríkissjóðs á næsta ári en sem nemur útgjöldun- um. Þessu takmarki skal náð með auknum niðurskurði ríkis- útgjalda, en ekki er tilgreint nánar hvar hann kemur niður. Tímamót í stjórnmálum Suður-Afríku De Klerk dregur sig í hlé Jdhannesarborg. Reuter. FREDERIK Willem de Klerk, fyrr- verandi forseti Suður-Afríku, sagði í gær að hann hygðist láta af forustu í Þjóðarflokknum, sem er í stjórnar- andstöðu, og hætta afskiptum af stjórnmálum. Kvaðst hann ætla að skrifa endurminningar sínar. De Klerk var síðasti hvíti forseti Suður-Afríku. Hann afnam aðskiln- aðarstefnuna, sem hafði verið við lýði í landinu, og ásamt Nelson Mandela, núverandi forseta, kom hann á lýðræði þar. De Klerk og Mandela fengu friðarverðlaun Nób- els árið 1993. Þegar Afríska þjóðar- ráðið sigraði í fyrstu frjálsu kosning- unum í Suður-Afríku árið 1994 af- henti de Klerk valdataumana Mand- DE KLERK greinir frá ákvörðun sinni. ela, sem hafði verið í fangelsi í 27 ár. Er de Klerk hafði greint frá ákvörðun sinni sagðist Mandela vona að Suður-Afríkubúar gleymi ekki hlutverki de Kk.rks í umskiptunum í landinu. ■ Sneri baki/16 Tveir norður-kóreskir embættismenn flýja land Sendiherra fær hæli í Bandaríkjunum Washington. Reuter. SENDIHERRA Norður-Kóreu í Egyptalandi hefur ásamt bróður sínum, sem var háttsettur starfs- maður norður-kóreska sendiráðsins í París, flúið og beðizt pólitísks hæl- is í Bandaríkjunum. Utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna staðfesti þetta í gær, en sögusagnir um flótta sendiherrans, Jang Seung-il, komust á kreik í fyrradag. I tilkynningu frá ráðuneytinu segir, að sendiherrann hafí ásamt eiginkonu sinni og bróður, Jang Seung-ho, beðizt hælis í Bandaríkj- unum og verið veitt það. Talsmaður ráðuneytisins, James Rubin, sagði Jang vera hæst setta manninn í ut- anríkisþjónustu Norður-Kóreu, sem flúið hafi tO Bandaríkjanna. Upplýsingar um vopnasölu? Sendiherrann er talinn hafa ver- ið einn helzti sérfræðingur hins einangraða kommúnistaríkis í mál- efnum Miðausturlanda. Sjónvarps- fréttastöðin CNN hélt því fram í gær, að Jang hefði yfír að ráða ýt- arlegum upplýsingum um sölu Norður-Kóreumanna á stýriflaug- um og öðrum vopnum til landa við botn Miðjarðarhafs. Bandarísk stjórnvöld halda því fram, að norð- ur-kóresk vopn berist til Sýrlands, Irans og Líbýu. Bræðurnir eru hæst settu emb- ættismenn Norður-Kóreu sem flýja land frá því Hwang Jang-yop, einn helzti hugmjmdafræðingur norður-kóreska kommúnista- flokksins, flúði um Peking til Suð- ur-Kóreu í febrúar siðastliðnum. Talsmaður norður-kóresku utan- ríkisþjónustunnar sagði nýjustu flóttamennina vera „glæpamenn", sem hefðu verið að forða sér undan réttvísinni, og væru þeir í Banda- ríkjunum yrðu þarlend stjórnvöld beðin að framselja bræðurna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.