Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Skólaböm veijast táragasi PALESTÍNSKUR lögreglu- maður aðstoðaði skólastúlku við að selja á sig gasgrímu eftir að skot, hlaðið táragasi, lenti við húsið þar sem stúlk- an, og stöllur hennar, sækja skóla á heimastjórnarsvæði Palestínumanna í Betlehem. Israelskir hermenn skutu fjölda táragasskota er palest- ínskir unglingar hófu að grýta þá þar sem þeir stóðu vörð. Rýma þurfti skólann og nokkr- ar stúlknanna voru fluttar brott í sjúkrabílum. Palestínu- menn hafa undanfarið haldið uppi mótmælum í Betlehem og víðar gegn lokunum Israela á heimasljórnarsvæðunum í kjölfar sprengjutilræðis í Jerúsalem 30. júlí. Yasser Arafat, forseti heimastjórnarinnar, sagði í gær að samskipti Palestínu- manna og ísraela í öryggis- málum hefðu batnað verulega og ekkert væri þvi til fyrir- stöðu að Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, kæmi til Mið-Austur- landa. Albright hefur sett það sem skilyrði fyrir för sinni þangað að samskipti deiluaðila á þessu sviði aukist verulega, eftir að snurða hljóp á þráðinn þegar deilur risu vegna Iand- náms ísraela á herteknum svæðum og aukinnar hermdar- verkastarfsemi. Sagði Arafat að „bandarísk vitni“ gætu staðfest orð hans. Starfsmenn bandarísku leyniþjónustunn- ar, CIA, hafa tekið þátt í við- ræðum um öryggismál með fulltrúum Palestínumanna og Israela, eftir að Dennis Ross, sendimaður Bandaríkjastjórn- ar, átti fundi með leiðtogum deiluaðila í Mið-Austurlöndum fyrr í mánuðinum. Forseti Bosníu-Serba fundar með herforingjum Skorað á Milosevic að styðja Plavsic Banja Luka. Reuter. BIUANA Plavsic, forseti Bosníu- Serba, tryggði í gær völd sín gagn- vart hernum á fundi sem hún átti með helstu yfirmönnum hans, að Pero Colic, yfirmanni herráðsins frátöldum. Kallaði hún herforingj- ana á sinn fund vegna misvísandi yfirlýsinga þeirra um hvert vald- svið hennar væri og vegna tilrauna harðlínumanna til að vinna herinn á sitt band. Vesturlönd styðja Plavsic í baráttu hennar gegn harð- línumönnum sem styðja Radovan Karadzic en hann er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. Hefur Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, skorað á Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, að styðja Plavsic gegn harðlínumönn- um. Plavsic kallaði alla ellefu herfor- ingja Bosníu-Serba á sinn fund í gær og mætti meirihluti þeirra. Colic kom hins vegar ekki en hann var skömmu áður á fundi með Eric Shinseki, yfirmanni fjölþjóðaliðs aðildarríkja Atlantshafsbandalags- ins og fleiri þjóða í Sarajevo. Af- þakkaði Colic boð Sameinuðu þjóð- anna um að vera fluttur til Banja Luka en gaf ekki upp neina ástæðu. Orðrómur er á kreiki um að Plavsic hyggist víkja Colic frá og skipa nýjan yfirmann herráðsins. Engar yfirlýsingar voru gefnar um niðurstöðu fundar Plavsic og herforingjanna. Á sama tíma og hann fór fram, funduðu þingmenn úr röðum harðlínumanna í Pale. Fór fundurinn fram fyrir luktum dyrum og var andrúmsloftið hlaðið spennu. Sagði ónefndur heimildar- maður úr röðum harðlínumanna að búist væri við því að samþykkt- ar yrðu hertar aðgerðir gegn Plavsic. Forsetinn og harðlínumenn hafa deilt hart, forsetanum var vikið úr flokki þeirra eftir að hún sakaði þá um spillingu. Hefur staða henn- ar styrkst dag frá degi, en á mánu- dag náðu stuðningsmenn hennar t.d. sjónvarpsstöð Bosníu-Serba úr höndum harðlínumanna. Fulltrúar Carlos Westendorp, sem stýrir uppbyggingarstarfinu í Bosníu, sögðust í gær vita af fund- inum í Pale en að þeir myndu ekki hafast að, enda teldu þeir fundinn ólöglegan. Reuter AutoCAD Hóte! Loftleiðum 28. & 29. ógúst- Frumsýningarveisla! Með AutoCAD EXPÓ 97 er AutoCAD notendum hér á landi boðið til sannkallaðrar AutoCAD frumsýningarveislu að Hótel Loftleiðum. Dagskrá: Fyrirlestrar / Kynningar Þingsalir 1 &2 Tími Firmntudagur Föstudagur 09.00 AutoCAD R14 3D Studio VIZ 10.00 ELSA Rafliönnunarkerfi Point Arkitcktar 11.00 Point Byggingarverkfr. MAP/World GIS keril 12.30 MAP/World GIS kcrfi ELSA Rafhönnunarkcrfi 13.30 Gcnius 14 Vélahönnun Gcnius 14Vélahönnun 14.30 Mcchanical Dcsktop AutoCAD RI4 15.30 3D Studio VIZ BSA HöfundaiTéttur Autodcsk scndir fulltrúa á sýninguna, ásamt þrcmur crlendum aðilum scm framleiða stoðkerfi fyrir AutoCÁD, auk innlendra fyrirtækja sem sérhæfa sig í sölu og þjónuslu á AutoCAD og stoðkcrfum. Ennfrcniur gcfst gcstum tækfæri að sjá: AutoCAD LT 97, SPI Sheetmetal plöluvinnslukerll. 3D Studio MAX 2.0 Autodesk WorkCenter og Rasterex. Aðgangur er ókeypis. Sænskur óly mpíuforingi skammaður Stokkhólmi. Reuter. STJÓRNMÁLAMENN og lögregla vísuðu í gær á bug kenningum um að sprengjuherferð gegn íþrótta- mannvirkjum væri „ósænsk" og að hún hlyti að vera verk útlend- inga. Olof Stenhammar, formaður samtaka sem freista þess að fá ólympíuleikana 2004 til Stokk- hólms, hélt því fram í bréfi sem hann ritaði fulltrúum í Alþjóða- ólympíunefndinni (IOC) í fyrradag, að Svíar ættu erfitt með að trúa því að sprengjuherferð gegn íþróttamannvirkjum í Svíþjóð und- anfamar vikur ætti upptök sín þar í landi. Að verki væru fagmenn. „Svíþjóð er ósköp opið samfélag þar sem menn hafa ætíð leitt mál til lykta með rökræðum en ekki ofbeldi," sagði í bréfinu. Og í samtölum við blaðamenn í gær sagði hann að menn yrðu að spyija sig þeirrar spumingar hver stjómaði árásunum, „þær væm svo ósænskar". Gunno Gunmo, lögregiustjóri Stokkhólms, sagði ummæli Sten- hammars afar óheppileg. „Það er ekkert sem bendir til annars en að hér hafi verið að verki ruglaðir sænskir friðarspillar.“ Juan Fonseca, þingmaður Jafn- aðarmannaflokksins, sagði Sten- hammar hafa sýnt ábyrgðarleysi með tilgátu sinni um aðild útlend- inga að tilræðunum. Hann sagði að fullyrðingarnar væru til þess fallnar að kynda undir kynþátta- hatri. Samtök sem kalla sig „Við sem byggðum Svíþjóð" hafa lýst ábyrgð á tilræði í Gautaborg aðfaranótt mánudagsins á hendur sér. Þau halda því fram að framkvæmd ólympíuleika í Svíþjóð yrði pen- ingasóun. Annan föstudag greiðir IOC atkvæði um hvar leikarnir verða haldnir en fjórar borgir kepp- ast um þá auk Stokkhólms; Aþena, Buenos Aires, Róm og Höfðaborg. Talið er að slagurinn standi milli evrópsku borganna þriggja og hin- ar eigi enga möguleika. Háttsettir ræða Montserrat HÁTTSETTIR, breskir emb- ættismenn komu saman til fundar í gær og ræddu þær aðgerðir er Bretar hafa gripið til vegna náttúruhamfaranna á Karíbahafseynni Montserrat, sem er breskt yfirráðasvæði, og þá gagnrýni sem stjórnvöld hafa sætt vegna þeirra. Rædd var samræming stefnu hinna ýmsu ráðuneyta og stofnana í málefnum þeirra íbúa eyjarinn- ar sem hafa yfirgefið heimili sín, en gífurlegt eldgos hefur að mestu gert eyna óbyggi- lega. Þá var rætt hvernig haga skuli aðstoð við þá, er enn eru búsettir á norðurhluta Mont- serrat, sem enn er byggilegur. 945 látnir af völdum rigninga AÐ minnsta kosti 945 manns hafa látist í miklum flóðum af völdum monsúnrigninga á Ind- landi síðan í júní. Uppskera á 1,55 milljónum hektara lands hefur skemmst. Inverskir emb- ættismenn greindu frá þessu í gær. Gujarathérað hefur orðið verst úti, þar hafa 249 látist. Monsúntíminn er frá því í júní og fram í september, en á síð- asta ári létust rúmlega 2000 af þeim völdum. Mesta Ijón í áratug FELLIBYLURINN Winnie, er skall á austurhluta Kína í síð- ustu viku, olli tjóni sem metið er á rúmar 22 milljarða júan, eða sem svarar rúmlega 180 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta mesta tjón er orðið hefur í náttúruhamförum á landinu í áratug. Fellibylur- inn varð 140 manns að bana, og 3000 slösuðust. Tugir þús- unda heimila eyðilögðust. Kín- versk yfirvöld vinna að áætl- unum um aðstoð við þá er verst urðu úti. Grunur um leka í kjarn- orkuveri VATN er lak inn í geymslu olli tæringu í og ef til vill leka frá tvö þúsund tunnum með geisla- virkum úrgangi í kjarnorkuend- urvinnslustöð í Japan. Embætt- ismenn við stöðina, sem er um 100 km norðaustur af Tókýó, sögðu frá þessu í gær. Blaðið Yomiuri Shimbun greinir frá því að lekinn hafi orðið á 30 árum, en í stöðinni er geymdur lítið geislavirkur úrgangur. Samkomulag um gróður- húsaloft ÞJÓÐVERJAR og Japanir hafa orðið sáttir um að iðnríkj- um beri að heita því að draga úr losun lofttegunda er valda gróðurhúsaáhrifum áður en þróunarlönd gefa slík loforð. Angela Merkel, umhverfis- málaráðherra Þýskalands, greindi frá þessu í gær. Er þetta andstætt afstöðu Banda- ríkjanna sem telja að þróunar- löndum beri að taka þátt í tak- mörkun losunar strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.