Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 Skoðana- könnun um nýtt kúakyn KÚABÆNDUR samþykktu á aðal- fundi sínum í gær að láta fara fram skoðanakönnun meðal bænda um hvort þeir væru fylgjandi því að skipta um kúakyn í landinu. A aðalfundi Landssambands kúa- bænda í fyrra var samþykkt að vinna áfram að því að skapa mögu- leika fyrir innflutning erfðaefnis úr nýju kúakyni. Þessi ályktun var ítrekuð á fundinum í gær. Mjög skiptar skoðanir eru meðal bænda um hvort þessi innflutningur er æskilegur. Oumdeilt er að flest er- lend kúakyn eru mun afurðameiri en það íslenska, en ekki eru allir sannfærðir um að kostir erlendra kúakynja nýtist við íslenskar að- stæður. Auk þess vilja margir halda í íslenska kynið vegna þess að það er einstætt. Landbúnaðarráðuneytið hefur ekki tekið beina afstöðu í þessu máli fram til þessa. Þó mátti skilja orð Björns Sigurbjörnssonar, ráðu- neytisstjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu, sem hann lét falla á fundinum, þannig að ráðuneytið væri fylgjandi innflutningi á nýju kúakyni. Hann tók undir það sjónarmið að nauð- synlegt væri að varðveita íslenska kúastofninn, en sagði að það mætti segja að óþarft væri að allir íslensk- ir kúabændur yrðu genabankar fyr- ir íslensku kúna. -----» ♦ ♦---- Stjórn íslenska safn- aðarins í Noreg’i Sr. Sigrún fái embættið STJÓRN íslenska safnaðarins í Nor- egi hefur farið þess á leit við biskup íslands að hann veiti séra Sigrúnu Óskarsdóttur embætti prests safnað- arins. Staðan var auglýst fyrr í sumar og sóttu sex um hana. Þremur um- sækjendum var boðið í viðtal við trúnaðamefnd safnaðarins í byrjun ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn safnaðarins fékk hún norska ráðningarskrifstofu til að meta um- sækjendur út frá manneskjulegum þáttum. Þá átti trúnaðarnefnd ítar- Iega kynningar- og ráðningarfundi með hveijum umsækjanda fyrir sig og fengu þeir tækifæri til að kynna sig fyrir allri safnaðamefndinni í stuttri helgistund. Safnaðarstjórnin komst síðan að niðurstöðu um sr. Sigrúnu á grundvelli alls þessa. FRETTIR Litlar líkur á að Sophia Hansen hitti dætur sínar, Dagbjörtu og Rúnu, í sumar | Systumar ekki sóttar EKKERT verður af áformaðri ferð Sophiu Hansen til Divrigi í austan- verðu Tyrklandi þar sem dætur hennar, Dagbjört og Rúna, dvelja. Talið var nauðsynlegt að hún færi með til að sækja dæturnar svo að ekki kæmu upp lögfræðilegir ann- markar í málinu. Sophia taldi að öryggi hennar væri ekki tryggt. Litlar líkur eru taldar á að Sophia hitti dætur sínar í sumar eins og hún á þó rétt á samkvæmt úr- skurði hæstaréttar Tyrklands. í síðustu viku var gerð tilraun til að sækja systurnar til Divrigi, en hún mistókst þar sem lög- regluyfirvöld á staðnum treystu sér ekki, öryggisins vegna, að þær. Ólafur Egilsson sendiherra, sem unnið hefur að málinu af hálfu utanríkisráðuneytisins, sagði að tyrkneska innanríkisráðuneytið hefði gefið fyrirmæli til fylkisstjór- ans í Sivas, en þorpið Divrigi, þar sem telpurnar hafa dvalist, er í því, um að fyllsta öryggis Sophiu yrði gætt. Hann sagði að rætt hefði verið um að telpurnar og Sophia dveldust hjá honum ef þess þyrfti vegna þess hvernig stendur á flug- ferðum. Sophia hefði hins vegar ekki treyst því að öryggi hennar væri tryggt. Ólafur sagði að af hálfu ís- lenskra stjórnvalda hefði verið unn- ið að því að Sophia fengi að hitta dætur sínar í Istanbul. Um tíma hefði verið útlit fyrir að þetta kynni að takast. Við gaumgæfilega lög- fræðilega athugun tyrkneska dómsmálaráðuneytisins hefði kom- ið í ljós að þótt ekkert mælti bein- línis á móti slíku í tyrkneskri lög- gjöf væri hér um svo persónubund- in réttindi að ræða, að telja yrði eðlilegast að móðirin sjálf yrði á staðnum. Ólafur sagði að þarna væri um álitaefni að ræða og að í tilrauninni sl. fimmtudag hefði ver- ið fallist á rök Riza Ozden, lög- fræðilegs ráðunautar íslenska ut- anríkisráðuneytisins í málinu, um að rétt væri að Sophia færi með til Divrigi til að ná í stúlkurnar. Á síðustu fimm árum hefur Soph- ia Hansen aðeins einu sinni fengið að ræða við dætur sínar í næði, en það var 1. desember sl. á lögreglu- stöðinni í Bakirköy. Fundinum var komið á fyrir atbeina íslenska utan- ríkisráðuneytisins. Ráðuneytið hef- ur frá 19. júní unnið að því að Soph- ia fái að umgangast dætur sínar í sumar eins og hún á rétt á. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tók málið m.a. upp við nýjan utanríkis- ráðherra Tyrklands, Ismael Cem, í síðasta mánuði. Húsavík. Morgunblaöið. TVÍBURA mátti oft sjá á götum Húsavíkur í blíðvirð- inu í sumar því á undanförn- um 10 árum hafa fæðst þar 10 tvíburar en það eru fleiri tvíburafæðingar en venja hefur verið án aðgerða tækn- innar. Þessum tvennum tví- Tvisvar sinnum tvö burum mætti Ijósmyndari blaðsins nýlega á Húsavík í Morgunblaðið/Silli glaðasólskini þar sem þeir nutu blíðunnar með móður sinni, Evu Aðalheiði Inga- dóttur. Drengirnir heita Sig- tryggur Örn og Stefán Ingi og eru 4 ára en dæturnar, Snjólaug Ósk og Dagbjört Lilja, eru 8 mánaða. Ferðalangar fastir á Kaldadalsleið Varðskip við Snæfells- nes nam til- < kynningu SKIPVERJAR á varðskipi Land- helgisgæslunnar, sem statt var und- an Breiðuvík á Snæfellsnesi, heyrðu um klukkan hálftíu í gærmorgun mann tilkynna að hann hefði keyrt fram á fólk í vandræðum með bíl á í Þórisdal, milli Þórisjökuls og Lang- ( jökuls. , |. Tilkynningin kom á rás 16 á VHF-talstöðvakerfi. Samband við varðskipið datt út eftir u.þ.b. 20 mínútur en Vestmannaeyjaradíó heyrði þá í manninum og lét stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar einnig vita. Lögreglunni í Borgarnesi var gert viðvart og bað hún björgunar- deild Slysavarnafélags Islands í Reykholti, björgunarsveitina Ok, að . I fara og aðstoða fólkið. : Að sögn Guðna Eðvarðssonar, , félaga í sveitinni, fór hann ásamt ! tveimur öðrum og fann fólkið, franskt göngufólk og íslenskan bíl- stjóra á trússbíl sem fastur var í aurbleytu á leiðinni upp að Presta- hnjúk. Vel gekk að losa bílinn og tók ferð björgunarsveitarfólksins um fimm klukkustundir. Bíllinn, sem er Land Rover frá Bílaleigu Akureyrar, lagði ekki á í aðra áttina þegar búið var að losa hann upp og átti að aka honum í Húsafell þangað sem bílaleigan ætl- ' 1 aði að senda annan bíl handa fólkinu. Gerð verður úttekt á mögulegri sameiningu veitustofnana Verður Reykjavík- urveita stofnuð? Bikarúrslitin Eyjamenn leigja flugskýli STUÐNINGSMENN knatt- spyrnuliðs ÍBV uppi á landi hafa leigt flugskýli til að „hita upp“ fyrir bikarúrslitaleikinn gegn ÍBK á sunnudaginn. Að sögn Ingibjargar Jó- hannesdóttur er búist við að allt að 2.000 manns, Eyjamenn og aðrir, muni safnast saman til að ná upp réttri stemmningu fyrir leikinn. Leigt hefur verið flugskýli Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli. Þar verða allar veitingar, leiktæki fyrir börn, þjóðhátíðartjöld og hljóm- sveitin Papar mun halda uppi stemmningunni. Strætisvágna- ferðir verða inn í Laugardal fyrir leik. Minjagripir verða EYJAMENN fagna marki. seldir í Kringlunni tvo daga fyrir leik. Stuðningsmenn Keflvíkinga munu einnig hafa ýmislegt við, að sögn Kjartans Mássonar, framkvæmdasljóra ÍBK. Á föstudag hefst forsala og sala minjagripa á borð við trefla og húfur fyrir stuðningsmenn og á leikdaginn verða hópferðir til Reykjavíkur. Þar munu stuðningsmenn hittast í veitingastaðnum Ölveri og þar verður m.a. einn salur tekinn undir það að hafa ofan af fyrir börnum og unglingum stuðningsmanna og m.a. verður þar boðið upp á andlitsmálun í litum félagsins. BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að fela borgarstjóra ásamt einum borgarfulltrúa frá meirihluta og öðrum frá minnihluta að hafa með höndum yfirumsjón með ítarlegri úttekt á kostum þess og göllum að sameina Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Ennfremur er lagt til að samhliða þessu verði kannaðir kostir þess og gallar að sameina Vatnsveitu Reykjavíkur fyrmefndum fyrirtækj- um þannig að veitufyrirtækin þijú sameinist í eina Reykjavíkurveitu. Lagt er til að kannað verði sér- staklega hvort hagræðing í rekstri og Ijárfestingum hlýst af samein- ingu rafmagns- og hitaveitu og hvort í sameinuðu fyrirtæki felist aukinn styrkur til uppbyggingar í orku- tengdri starfsemi, þátttöku í rann- sókna- og þróunarstarfi, verkefna- útflutningi ogþátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Þá er farið fram á að í úttektinni verði hugað sérstaklega að starfs- mannamálum veitufyrirtækjanna. Lögð verði áhersla á atvinnuöryggi starfsmanna og að þeir njóti ekki lakari kjara en nú er, ef af samein- ingu verður. Horfur á meiri samkeppni í orkuframleiðslu í greinargerð með samþykkt borgarráðs segir að ýmissa breyt- inga megi vænta í orkubúskap og rekstri orkufyrirtækja hér á landi á næstunni til samræmis við þá þróun sem orðið hefur víða erlendis. En löggjöf á sviði orkumála og rekstrar- umhverfí íslenskra orkufyrirtækja hafa verið til sérstakrar skoðunar í nefnd á vegum iðnaðarráðuneytis- ins. „í ljósi þess að horfur eru á * vaxandi samkeppni í orkufram- leiðslu og jafnvel orkudreifíngu er í senn æskilegt og mikilvægt að búa orkuveitur Reykjavíkur sem best undir nýja tíma,“ segir í greinargerð- inni. Þá er m.a. bent á að með samn- ingum Hitaveitu Reylqavíkur um raforkuframleiðslu á Nesjavöllum og sölu raforkunnar verði skilin milli verkefna Hitaveitu og Rafveitu óljósari en verið hefur. Spáð er vax- andi raforkueftirspum, sem Reykja- /' víkurborg þarf að vera sem best í ’ stakk búin til að sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.