Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 15 Stóraukin umsvif hjá Búnaðarbanka íslands á fyrri árshelmingi Hagnaðurínn 306 millj- ónir ogjókst um 54 % BÚNAÐARBANKI íslands skilaði 306 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á fyrri hluta þessa árs og jókst hagnaðurinn því um 54% sam- anborið við sama tímabil í fyrra er hagnaður bankans fyrir skatta nam 199 milljónum króna. Þetta sam- svarar rösklega 15% ávöxtun á eig- ið fé bankans. Að frádregnum sköttum nam hagnaður bankans 202 milljónu króna. Að sögn Jóns Adolfs Guðjónsson- ar, bankastjóra Búnaðarbankans, má rekja bætta afkomu bankans nú til aukinna umsvifa og minna framlags í afskriftarreikning út- lána. Efnahagsreikningur bankans hafi vaxið um 28% á undanförnum 12 mánuðum, sem endurspegli auk- in umsvif, sérstaklega í tengslum við tilkomu verðbréfasviðs bankans. Jón Adolf segir að sér þyki það ánægjulegast við afkomu bankans á fyrri árshelmingi hversu vel verð- bréfasvið bankans hafi farið af stað. „Þessi starfsemi hefur gengið alveg gríðarlega vel frá áramótum. Þessi mikla aukning á umsvifum bankans á rætur sínar í starfsemi verðbréfa- sviðsins. Það má því segja að við höfum náð að marka okkur sterkan bás á þessu sviði.“ Aukin markaðshlutdeild í inn- og útlánum Að sögn Jóns Adolfs hafa almenn innlán bankans einnig aukist um- fram það sem verið hafi á undan- förnum árum og sömu sögu sé að segja af útlánum. Þannig hafi inn- lán aukist um 3,3 milljarða króna, eða rúm 9%, og verðbréfaútgáfa hafi aukist um tæpa tvo milljarða sem samsvari um 109% aukningu frá sama tímabili á síðasta ári. Samkvæmt bráðabirgðatölum Seðlabanka hafi innlán banka og sparisjóða aukist um tæp 7% milli ára og hafi markaðshlutdeild Bún- aðarbankans því aukist úr 20,7% í 21,4%. Þá sé aukningin enn meiri þegar litið sé á heildarútlán bank- ans, en þau hafi aukist um 22% á síðustu 12 mánuðum. Markaðshlut- deild bankans hafi aukist úr 18,7% í 21,4%. „Þá er mikil aukning í erlendum lántökum og hún stafar ekki bara af nýjum lánum eða íjárfestingum heldur skýrir margt þessa aukn- ingu. Þarna eru meðal annars á ferðinni ýmis stærri fyrirtæki og sveitarfélög sem verið hafa að end- urfjármagna eldri og óhagstæðari lán með erlendum lánum.“ Rekstarkostnaður Búnaðarbank- ans sem hlutfall af tekjum Iækkaði lítillega milli ára úr 74% i 73,5%. Launakostnaður jókst hins vegar um 10% vegna nýgerðra kjara- samninga og tilkomu verðbréfa- sviðsins. Hins vegar minnkaði vaxtamun- ur bankans um 0,5% á milli ára og nam hann 4,2% á fyrri helmingi þessa árs. Þá lækkuðu framlög í afskriftarreikning um ríflega 40 milljónir króna á milli ára og námu þau 220 milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins. Samsvarar það um 0,7% af heildarfjármagni bank- ans en á sama tíma í fyrra var þetta hlutfall 1,06%. Jón Adolf segir að þar á bæ geti menn ekki verið annað en ánægðir með þessa afkomu. „Það er lækkun á afskriftareikningnum hjá okkur og þetta stefnir því í rétta átt. Við reiknum með því að afkoman verði góð á síðari hluta ársins en ég geri þó ekki ráð fyrir því að stækkunin verði jafn mikil og á fyrri hlutanum. Það er alls ekki raunhæft að reikna með því.“ Búnaðarbanki íslandsí 1. janúar til 30. júní 1996-1997 Úr rekstri Milljónir króna 1997 1996 Breyting Vaxtatekjur 2.768 2.438 +14% Vaxtagjöld 1.540 1.287 +20% Hreinar vaxtatekjur 1.228 1.151 +7% Aðrar rekstrartekjur 764 633 +21% Hreinar rekstrartekjur 1.992 1.784 +12% Önnur rekstrargjöld 1.466 1.322 +11% Framlög í afskriftareikning 220 263 ■16% Hagnaður fyrir skatta 307 199 +54% Skattar 105 68 +54% Hagnaður tímabilsins 202 131 +54% Efnahagsreikningur 30. júní 1997 1996 Breyting | Eignir: \ Sjóður, ríkisvíxl. og kröfur á lánast. 5.061 4.385 +15% Útlán 44.506 36.645 +22% Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. 10.735 5.439 +97% Aðrar eignir 3.032 3.010 +1% Eignir alls 63.334 49.479 +28% | Skuldir og eigið fé: Skuldir við lánastofnanir 2.239 417 +437% Innlán 38.506 35.213 +9% Lántaka 15.451 7.150 +116% Aðrar skuldir 667 518 +29% Reiknaðar skuldbindingar 2.037 2.219 ■8% Eigiðfé 4.434 3.962 +12% Skuldir og eigið fé samtals 63.334 49.479 +28% Svipuð afkoma af rekstri Sláturfélags Suðurlands á fyrri árshelmingi Hagnaðurnam 12,6 millj. en veltanjókst um 16% TÆPLEGA 13 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Sláturfé- lags Suðurlands á fyrri árshelm- ingi þessa árs. Þetta er nokkuð svipuð afkoma og varð af rekstri félagsins á sama tíma í fyrra er hagnaður eftir skatta nam rúmum 15 milljónum króna. Hins vegar jókst velta félagsins um tæp 16% á milli þessara tveggja tímabila og varð veltuaukning á öllum þremur meginsviðum félagsins. Steinþór Skúlason, fram- kvæmdastjóri SS, segist aldrei al- veg sáttur við afkomuna því ávallt megi gera betur, en ekki sé ástæða til að vera mjög ósáttur nú ef mið sé tekið af afkomu annarra fyrir- tækja á fyrri árshelmingi. „Mjög hliðstæð rekstrarniðurstaða" „Veltufé frá rekstri jókst aðeins meira en sem nemur veltuaukn- ingu og auk þess jukust afskriftir félagsins, þar sem við keyptum húsnæði sem við áður höfðum leigt,“ segir Steinþór. „Þá lækk- uðu tekjur vegna verðbreytinga- færslna um tæpar 7 milljónir króna þar sem nú var notuð vísi- tala neysluverðs en áður var miðað við byggingavísitölu." Steinþór segir hagnað fyrir fjár- Sláturfélag Suðurlands Úr milliuppgjöri 1997 Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur 1.199,2 1.036,5 +15,7% Rekstrargjöld 1.104,5 953,4 +15,9% Afskrlftir 48,0 39,7 +20,9% Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og skatta 46,7 43,4 +7,6% Fjármagnsgjöld (31,6) (26,3) +20,2% Hagnaður tímabilsins 12,6 15,1 ■16,6% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '97 31/12'96 Breyting | Eignir: \ Veltufjármunir 624,4 717,1 -12,9% Fastafjármunir 1.203,6 1.213,6 -0,8% Elgnir samtals 1.827,7 1.930,7 ■5,3% I Skuldir oa eiqið fó: \ Skammtímaskuldir 234,1 381,6 ■38,7% Langtímaskuidir 846,8 1.006,0 ■15,8% Eigið fé 746,8 543,1 +37.5% Skuldlr og eigið fé samtals 1.827,7 1.930,7 ■5,3% Kennitölur 1997 1996 Eiginfjárhlutfall 41% 28% Veltufjárhlutfall 2,7 1,9 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 77,1 8Í56,9 +35,5% magnsliði sem hlutfall af veltu sé því mjög svipaður og á fyrri árs- helmingi síðasta árs. „í dag erum við með 2,8% hagnað sem hlutfall af veltu en á síðasta ári var þetta hlutfall 2,9%. Inni í hagnaði síð- asta árs var jafnframt nokkur söluhagnaður. Þetta er því nokkuð hliðstæð rekstrarniðurstaða." Reiknað með betri afkomu á síðari liluta ársins Steinþór segist reikna með nokkuð betri afkomu hjá Sláturfé- laginu á síðari hluta ársins enda hafí afkoma félagsins verið betri á síðari hluta ársins að undan- förnu. Það stafi m.a. af afkomu afurðadeildar félagsins en umsvif hennar aukist verulega á síðari árshelmingi vegna haustslátrunar sauðfjár. „Við gerðum í rekstraráætlun okkar ráð fyrir um 76 milljóna króna hagnaði á árinu í heild og við reiknum með því að sú áætlun muni ganga eftir,“ segir Steinþór. Gengi hlutabréfa í SS hækkaði um 5,8% í viðskiptum á Verðbréfa- þingi í gær, eftir að milliuppgjör félagsins var kunngert. Lokagengi bréfanna var 3,3 sem samsvarar rösklega 37,5% hækkun frá ára- mótum. Hlutabréfa- vísitalan lækkaði um rúmt 1% Hlutabréf í Sæplasti falla um 15% HLUTABRÉFAVÍSITALA Verð- bréfaþings íslands lækkaði um rúmt 1% í viðskiptum í gær og kemur þessi skarpa lækkun í kjölfar 0,3% lækkunar á mánudag. Lækk- anir einkenndu markaðinn og var aðeins um hækkun að ræða í einu tilfelii en hlutabréf í Sláturfélagi Suðurlands hækkuðu um 5,8% í gær. Mest varð lækkunin í gær á gengi hlutabréfa í Sæplasti, en það lækk- aði um 15% og var 4,30 í lok dags. Raun hafði gengi bréfanna farið niður í 4,10 um miðjan dag í gær en hækkaði aftur fyrir lokun. Kem- ur þessi mikla lækkun í kjölfar árs- hlutauppgjörs fyrirtækisins þar sem fram kom að velta þess hefði dreg- ist nokkuð saman á milli ára og að 9 milljóna króna tap hefði orðið á rekstri þess. Þá hélt gengi hlutabréfa í ÚA áfram að lækka og nam lækkunin í gær tæpum 4%. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær lækkaði gengi hlutabréfa félagsins um tæp 4% í fyrradag í kjölfar fregna af miklu tapi af rekstri þess. íslandsbanki lækkar þrátt fyrir stóraukinn hagnað Af öðrum lækkunum má nefna að gengi hlutabréfa í íslandsbanka lækkaði um 4,4% í gær. Hefur gengi bréfanna þá lækkað um nær 9% frá því bankinn birti árshlutauppgjör sitt þár sem fram kom að hagnaður hefði nær tvöfaldast á milli ára. Mikið framboð er hins vegar á bréf- um í íslandsbanka um þessar mund- ir. Heildarviðskipti með hlutabréf í gær námu tæpum 30 milljónum á Verðbréfaþingi en talsverð viðskipti urðu einnig með hlutabréf í Hrað- frystihúsi Eskiljarðar er hefur auð- kenni á Opna tilboðsmarkaðnum. Nam heildarfjárhæð þeirra við- skipta röskum 20 milljónum að markaðsvirði og hækkaði gengi bréfanna um rúm 3%. ------» —...... Rifist um Adidas- útsölu Herzogenaurach. Reuter. TALSMAÐUR Adidas í Þýskalandi sagði í gær, að áætlun bresku Tesco-stórverslanakeðjunnar um að selja Adidas-vörur á niðursettu verði í tvo daga væri aðeins „ódýrt auglýsingabragð". Tesco tilkynnti um útsöluna í fyrradag en talsmaður Adidas sagði, að örugglega væri aðeins um að ræða gamlar birgðir í fáum núm- erum. Réð hann þeim, sem hefðu áhuga á Adidas-vörum, að snúa sér til sérverslana í Bretlandi. Tesco-útsalan nýtur stuðnings Nigels Griffíths, neytendamálaráð- herra Bretlands, og verður um að ræða mikinn afslátt af venjulega verði. Sagði talsmaður samsteyp- unnar, að hún hefði viðað að sér Adidas-vörum víða að úr heimi. Tesco efndi til útsölu á Levis- gallabuxum í fyrra og sagði tals- maðurinn, að tilgangurinn með út- sölunum væri að bijóta á bak aftur þá stefnu viðkomandi framleiðenda að skipta aðeins við útvalin fyrir- tæki. Talmaður Adidas neitar því, að sá háttur sé hafður á hjá fyrir- tækinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.