Morgunblaðið - 27.08.1997, Page 16

Morgunblaðið - 27.08.1997, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ^ Reuter Atök í Kasmír Vísindamenn finna skaðlega stökkbreytingu í gyðingum Tvöfaldar líkur á ristilkrabba Washington. Reuter. Deilur um pólitískar auglýsingar TILKYNNT var í gær að sjónvarps- auglýsing fyrir Framfaraflokkinn yrði bönnuð í dag þar sem hún brýt- ur í bága við norsk lög um sjónvarps- útsendingar. Hart hefur verið tekist á um málið í Noregi, meirihluti þing- manna samþykkti bann við pólitísk- um sjónvarps- og útvarpsauglýsing- um en sjónvarpsstöðin TV2 hefur lýst því yfir að hún telji bannið brot á stjórnarskánni þar sem það tak- marki tjáningarfreisi og bauð stjórn- málaflokkum að sýna á stöðinni. Ákvörðun stöðvarinnar vakti hörð viðbrögð í Noregi. Allir stjórnmála- flokkarnir nema Framfaraflokkur- inn mótmæltu henni. Fylgi Jaglands eykst Dregið hefur úr mótbyrnum við forsætisráðherra Noregs, Thorbjorn Jagland, samkvæmt skoðanakönn- unum sem birtar voru á mánudag. Þar kváðust 34,5% kjósenda styðja Jagland og Verkamannaflokkinn og hefur fylgi við hann aukist um 7,1% á einni viku. Gallup gerði skoðana- könnunina fyrir TV2 en þrjár vikur eru nú til kosninga. INDVERSKUR hermaður miðar á pakistanska hermenn frá landa- mærastöð í Uri, sem er við um- deild landamæri Indlands og Pak- istan. Þar hafa hermenn þessara ríkja skipst á skotum undanfarna viku. Heimildum ber ekki saman um mannfall. Indverjar höfnuðu í gær tilboði Bandaríkjanna um að miðia málum í deilunni og sögðu að tvíhliða viðræður yrðu að koma til ætti að nást niður- staða. Pakistanar hvöttu til þess að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna yrðu sendir til átakasvæðisins til þess að fást mætti óhlutdræg mynd af ástandinu. Segja Pakist- anar tvíhliða viðræður ekki réttu lausnina, heldur skuli íbúar hér- aðsins Jammú og Kasmír, þar sem átökin standa, ákveða með al- mennri atkvæðagreiðslu í umsjá SÞ hvort þeir vilji tilheyra Pakist- an, sem er islamskt ríki, eða Ind- landi, þar sem hindúar fara með völd. ARFGENG breyting á genum, sem kann að virðast sakleysisleg, getur í raun og veru að valdið einni tegund arfengs ristilkrabba, að sögn Kenn- eths Kinzlers, aðstoðarprófessors í æxlunarfræðum við Johns Hopkins- háskólann í Baltimore. Tvöfaldar hún líkurnar á því að viðkomandi fái krabbamein. Kinzler og aðstoðarmenn hans hafa komist að því, að stökkbreytt APC-gen hefur valdið arfgengnum ristilkrabba í gyðingum af austur- evrópskum uppruna. Uppgötvuðu þeir stökkbreytingu í einum Ashk- enazi-gyðingi sem þjáðist af krabba- meini og tóku í framhaldi af því 776 aðra gyðinga til rannsóknar. Fundu þeir stökkbreytinguna í 6% þeirra. Völdu þeir síðan 211 gyðinga með ristilkrabba og fundu stökkbreytt APC-gen í sjötta hveijum þeirra. Komust þeir jafnframt að því að þar sem um arfgengan ristilkrabba var að ræða fannst stökkbreytingin í þriðja hveijum manni. Stökkbreytt APC-gen mun vera að finna í 17% bandarískra gyðinga en krabbameinsmyndunin sem þau eru talin valda mun vera afar fátíð í öðrum en gyðingum. Talið er að milli 15 og 50% tilvik ristilkrabba í mönnum séu arfgeng, en ristilkrabbi er ein algengasta dán- arorsök í veröldinni. Lengi hefur verið vitað um tengsl APC-gensins og ristilkrabba. Um rannsóknirnar á gyðingunum segir Kinzler í grein í vísindaritinu Nature Genetics: „Sumir erfa fullgallað APC- gen og mikil æxlismyndun á sér stað í ristli þeirra. Við höfum komist að því að smávægileg breyting í erfða- lykli er veldur óstöðugleika í DNA- kjarnsýru leiðir til keðjuverkandi stökkbreytinga í aðliggjandi litning- um. Þessar breytingar valda síðan krabbameini." F.W. de Klerk, fyrrverandi forseti dregur sig í hlé frá stjórnmálum í Suður-Afríku Sagði skilið við að- skilnaðar stefnuna F.W. de Klerk, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, lýsti því yfir í gær að hann værí hættur afskiptum af stjómmálum. De Klerk var við völd þegar aðskilnaðar- stefnan var afnumin í landinu og hefur Nelson Mand- ela, núverandi forseti, þakkað honum að það skyldi gerast án blóðsúthellinga. Höfðaborg, Jóhannesarborg. Reuter. FREDERIK Willem de Klerk, fyrrver- andi forseti Suður-Afríku, lýsti í gær yfir því að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé frá stjórnmálum og segja af sér forustu í Þjóðarflokknum. De Klerk sneri árið 1990 baki við arfleifð sinni og flokks síns þegar hann sagði skilið við aðskilnaðarstefnuna og hóf að koma á lýðræði í Suður-Afríku. Það ár leysti hann blökkumannaleiðtogann Nelson Mandela úr fangelsi og fjórum árum síðar vék hann fyr- ir honum úr forsetastóli eftir fyrstu lýðræðis- Iegu kosningarnar í landinu. De Klerk, sem nú er 61 árs gamall, var afsprengi aðskilnaðarstefnunnar. Hann var alinn upp við hugmyndir um yfirburði hvíta kynstofnsins og gekk í skóla og háskóla þar sem íhaldssemi réð ríkjum. „Faðir minn var ráðherra í stjórnum þriggja forsætisráðherra og frænka mín gift- ist einum af forsætisráðherrum Suður-Afr- íku,“ sagði de Klerk þegar hann bar vitni fyrir sannleiksnefnd Desmonds Tutus erk- ibiskups á síðasta ári og harmaði aðskilnað- arstefnuna. „Sjálfur hef ég alltaf verið dygg- ur stuðningsmaður Þjóðarflokksins." De Klerk settist á þing árið 1972. Hann var um árabil ráðherra með skólamál á sinni könnu og bar þá ábyrgð á skólakerfi þar sem tífalt meira fé var varið til menntunar hvítra barna en svartra. Bylti Botha Árið 1989 gekk hann á hólm við Barend du Plessis, þáverandi íjármálaráðherra, í baráttunni um það hver skyldi verða arftaki P.W. Botha, sem þá var forseti, og hafði betur. Botha var harðlínumaður og studdi aðskilnaðarstefnuna heils hugar, en heilsu hans fór hrakandi. Nokkrum mánuðum síðar ýtti de Klerk Botha úr vegi og settist í for- setastól. Stjórnmálaskýrendur litu svo á að frami de Klerks bæri því vitni að hvítir menn væru að herða takið á völdunum og spáðu því að átökin, sem þegar höfðu kostað 20 þúsund svarta menn lífið, myndu harðna. Marike, kona hans, ýtti undir þessa ímynd þegar hún sagði að þeir, sem væru af blönduðum litar- hætti, væru „dreggjar sköpunarinnar". Aðskilnaðarstefnunni hafnað Það kom íbúum Suður-Afríku og heimsins alls því í opna skjöldu þegar de Klerk lýsti yfir því 2. febrúar 1990 að hafna bæri að- skilnaðarstefnunni, sem hafði verið megin- stoð ríkisstjórna hvíta minnihlutans í Suður- Afríku frá árinu 1948. Hann aflétti banninu á starfsemi Afríska þjóðarráðsins, Suður-afríska kommúnista- flokksins og vopnaðra deilda þeirra í fyrstu ræðu sinni á þingi eftir að hann varð for- seti. Níu dögum síðar leysti hann Nelson Mandela úr fangelsi. Mandela hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1962 fyrir andstöðu við yfirráð hvíta minnihlutans. De Klerk hóf þegar viðræður við Mandela um að koma á lýðræði án tillits til litarháttar. Fjórum árum síðar stóðu de Klerk og Mandela á sviði í Ósló og tóku á móti friðar- verðlaunum Nóbels. De Klerk hefur marg- sinnis verið heiðraður síðan víða um heim fyrir þátt sinn í að steypa kerfinu, sem fjöl- skylda hans hafði átt snaran þátt í að halda við lýði, og vinna í þágu lýðræðis og friðar í Afríku. Tákn einingar Allt frá því að flokkur Mandelas, Afríska þjóðarráðið, komst til valda eftir kosningam- ar, sem haldnar voru í apríl 1994 og bundu enda á yfirráð hvítra í Suður-Afríku, hefur de Klerk verið tákn einingar í landinu. Hann var í upphafi aðstoðarforseti þjóðareiningar- stjórn Mandelas, en dró flokk sinn út úr stjórninni eftir tveggja ára samstarf. Hann Reuter F.W. de Klerk, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, og Nelson Mandela, núverandi forseti, hefja hendur sínar til himins eftir að sá síðarnefndi hafði verið settur í embætti 10. maí 1994. De Klerk, sem var síðasti forseti hvíta minnihlutans á tímum aðskilnað- arstefnunnar, hefur nú ákveðið að hætta afskiptum af stjórnmálum. hefur leitt stjórnarandstöðuna og gagnrýnt stefnu Afríska þjóðarráðsins heima fyrir, en lofsungið þjóðareiningu Suður-Afríku og aðhald stjórnarinnar í flármálum erlendis. „Ég vona aðeins að Suður-Afríkubúar gleymi ekki hlutverkinu, sem de Klerk lék í að tryggja að umskiptin frá okkar sárs- aukafullu fortíð til þess hlutskiptis, sem við nú njótum, færu vel fram,“ sagði Mandela í gær eftir að de Klerk hafði greint frá ákvörðun sinni. Stirð samskipti við Mandela Samskipti de Klerks og Mandelas voru hins vegar oft og tíðum stirð, enda ólíkir menn á ferð. De Klerk keðjureykir og drekk- ur viskí, en Mandela er maður aðhaldssamur og fær sér í mesta lagi vínglas af og til. Eitt sinn sást meira að segja til þeirra þar sem þeir otuðu fingri hver að öðrum á götu úti í Jóhannesarborg eftir að Mandela hafði sagt að stjórn de Klerks bæri sök á því að ekkert lát væri á glæpum og ofbeldi. Þegar de Klerk bar vitni fyrir sannleiks- nefnd Desmonds Tutus erkibiskups í fyrra og játaði syndir aðskilnaðarstefnunnar við- urkenndi hann að sakast bæri við kalvínist- ana, forfeður sína, en lagði um leið áherslu á að hann bæri virðingu fyrir þeim og væri þess_ fullviss að þeir hefðu viljað vel. „Ég held í djúpa virðingu mína fyrir fyrr- verandi leiðtogum okkar,“ sagði de Klerk við nefndina, sem er smátt og smátt að fletta ofan af kerfisbundinni kúgun hvíta minni- hlutans á svarta meirihlutanum. „Innan ramma þess tíma, sem þeir voru uppi á, kringumstæðna og sannfæringar þeirra, voru þeir góðir og heiðvirðir menn, þótt sag- an hafi síðar sýnt að .. . þeir gerðu mikil mistök er þeir ákváðu að fylgja sinni stefnu," sagði de Klerk. Minnkandi fylgi Þjóðarflokksins Gagnrýnendur á vinstri væng þjóðarflokks- ins sögðu að tryggð de Klerks við forvera sína hefði grafið undan honum eftir að að- skilnaðarstefnunni var aflétt. Hægri vængur- inn gagnrýndi hann hins vegar fyrir of mikla undanlátssemi. Afleiðingin er sú að flokkur hans hefur hrapað í vinsældum. Árið 1994 fékk hann 20 af hundraði greiddra atkvæða, en samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum nýtur hann nú aðeins stuðnings 14% kjósenda. Ýmsir áhrifamenn í flokknum hafa yfir- gefið hann og ýmist sest í helgan stein eða gengið til liðs við nýja stjórnmálahreyfingu Rolfs Meyers, fyrrverandi samningamanns Þjóðarflokksins. „Hann hefur verið að glata stuðningi jafnt til vinstri og hægri [og þegar það gerist] er kominn tími til að hverfa á braut,“ sagði Tim du Plessis, fréttastjóri á blaðinu Afrik- aner, þegar fréttist að de Klerk hygðist setj- ast í helgan stein. De Klerk sagði að hann ætlaði að hætta til þess að flokkurinn gæti losað sig við byrðar fortíðar, sem væri „hlaðin sekt“. Þegar er hafin umræða um það hver taki við af honum, en stjórnmálaskýrendur segja að það muni há flokknum að þeir hafi engan trúverðugan svartan mann innan sinna raða til að taka við forustuhlutverkinu. Þurfa stuðning svartra De Klerk v_ar formaður flokksins í átta og hálft ár. Á þeim tíma reyndi hann að seilast eftir stuðningi svartra manna, en fram að því að hann tók við var stuðningur flokksins einskorðaður við hvíta minnihlut- ann. Honum tókst að fá stuðning meirihluta fólks af blönduðum litarhætti til að styðja flokkinn. í gær sagði hann að um 15 af hundraði svartra manna styddu Þjóðarflokk- inn einnig, en óháðir stjórnmálaskýrendur segja að í núverandi mynd geti flokkurinn ekki gert sér vonir um að skáka Afríska þjóðarráðinu. „Ætli þeir að fá stuðning meðal svartra verða þeir að finna svartan leiðtoga," sagði David Welsh, prófessor í stjórnmálafræði við háskóla Höfðaborgar. „En flestir eru þeirrar hyggju að þeir hafi engan nógu áhrifamik- inn, sem þeir hljóta að naga sig í handarbök- in yfir.“ Margir telja að íhaldsmaðurinn Hernus Kriel, sem er héraðsstjóri í Vestur-Höfðahér- aði þar sem Þjóðarflokkurinn er með meiri- hluta, og Marthinus van Schalkwyk, fremur ungur þingmaður sem talinn er framfara- sinnaður, séu líklegastir til að taka við af de Klerk. Welsh sagði að Schalkwyk, sem settist á þing 1987, hefði sér til framdráttar að hann væri ekki bendlaður við aðskilnaðarstefnuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.