Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 52
BB minni eyðsia - hreinni útblástur meiri sparnaður poröunlilíiíiiíi MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samherji með 25 þúsund tonna aflaheimildir VSÍ hvetur ríkisstjórnina til aðhalds í fjármálum Afgangur Qárlaga á þríðja milljarð SAMHERJI hf. á Akureyri hefur yf- ir að ráða langmestum aflaheimild- um allra útgerðarfélaga á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september. Aflaheimildh' Samherja nema rúm- lega 25.000 þorskígildistonnum, eða 5,7% heildarkvótans. Þormóður rammi Sæberg kemur næst með i'úmlega 16.300 tonn og Utgerðarfélag Akureyringa er í þriðja sæti með tæplega 15.300 tonn. Kvótahæsta fiskiskipið er Sunna SI með 4.815 þorskígildi. Næstu skip eru Kaldbakui' EA með 4.759 og ■Þorsteinn EA með 4.612 tonn. Fiskistofa hefur gefið út aflaheim- ildh' allra fiskiskipa á komandi fisk- veiðiári. Að þessu sinni eru gefin út 920 aflamarksveiðileyfi. Af þeim 920 aflamarksskipum, sem veiðileyfi fengu, var úthlutað aflamai'ki til 804 skipa. Aflamarksskip, sem fá leyfi en eru án aflahlutdeildar og fá því ekki úthlutað neinu aflamarki, eru 116. Gefið er út 851 krókaveiðileyfi, þ.e. 409 veiðileyfi á þorskaflahámarki, 165 veiðileyfi á sóknardögum með handfærum og línu og 277 veiðileyfi á sóknardögum með handfærum ein- göngu. Þorskaflaheimildir krókabáta á fiskveiðiárinu 1997/1998 miðast við 30.302 lestir af óslægðum fiski. ■ Kvótinn/B5 VINNUVEITE NDASAMBAND ís- lands hefur hvatt ríkisstjórnina til aukins aðhalds í ríkisfjármálum til að sporna við þenslu í atvinnulífinu. Telja vinnuveitendur að ríkisútgjöld þurfi að dragast saman um 1% sem hlutfall af landsframleiðslu. Um leið leggur VSÍ til að dregið verði úr vægi vaxta í efnahagsstjórn og segir í greinargerð sem VSI sendi forsætisráðherra í gær að hátt vaxtastig hér á landi hafi leitt til talsverðrar hækkunar á raungengi krónunnar og horfur séu á frekari gengishækkunum. Þetta muni skaða samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir stefnt að því við gerð fjárlaga að ríkissjóður verði rekinn með verulegum afgangi á næsta ári eða talsvert á þriðja milljarð króna. „Við vonumst til að þingflokkar stjórnar- flokkanna samþykki þá stefnumörk- un, sem hefur þá þýðingu að við get- um greitt niður skuldir og lækkað vaxtabyrði ríkissjóðs þegar fram líða stundir. Það leiðh' væntanlega til aukins stöðugleika í landinu,“ segir forsætisráðheira. í greinargerð VSÍ er bent á að af- koma í atvinnurekstri fari versnandi samfara meiri hækkun á framleiðslu- kostnaði en í öðrum aðildarríkjum OECD. Davíð segir það rétt að fyrir- tækin sýni ekki jafn mikinn hagnað núna og á seinasta ári enda séu þau að taka á sig mikinn kostnað sem þau sjálf sömdu um í nýgerðum kjarasamningum. Laun hækki hér helmingi meira en annars staðar í samræmi við það sem samið var um í kjarasamningum. ■ Blikur á Iofti/12 Kona a vegg PÉTUR Baldvinsson myndlistar- maður er að leggja lokahönd á þessa konumynd sem prýða mun vegg félagsheimilis Afturelding- ar við Brúarland í Mosfellsbæ. Fyrirmyndin er sótt í póstkort og er ætlað að minna á verzlun Nóatúns þar í bænum. Skólar í Reykjavfk Ræstingakon- ur koma ekki til starfa FÉ LAGSKONUR í Verkakvenna- félaginu Framsókn, sem starfa við ræstingar í skólum Reykjavíkur- borgar, komu saman á fundi í gær- kvöldi. Þar var einróma samþykkt að engin þeirra muni mæta til starfa 1. september nema að fyrir þann tíma verði búið að leysa deilu sem uppi er milli Reykjavíkurborg- ar og Framsóknar um breytingar á fyrirkomulagi ræstinga og annarra starfa í skólum borgarinnar. Morgunblaðið/Arnaldur Skipulagsathugun á starfí sex sjúkrahúsa í Reykjavík og nágrenni kynnt Sameinuð undir einni yfir- stjórn sem háskólaspítali STARF sex sjúkrahúsa í Reykjavík og nágrenni verður sameinað í eitt stórt háskólasjúkrahús og komið á sérhæfmgu og verkaskiptingu verði farið rað tillögum ráðgjafa sem gert hafa skipulagsat- hugun á sjúkrahúsunum. Sjúkrahúsin sex eru Landspítalinn, Sjúkrahús Reykjavíkur, Sjúki’ahús Akraness, Sjúkrahús Suðumesja, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og Sjúkrahús Suðurlands. Tillögurnar gera ráð fyrir að sjúki-ahúsin í Reykjavík einbeiti sér að slysa- og bráðalækningum, vefrænum sérgreinum, bráðageðlækningum, stoðdeildarþjónustu og há- skólakennslu en að hlutverk smærri sjúkrahús- anna verði á sviði einfaldari þjónustu og ferliþjón- ustu, minni háttar bráðalækninga, langtíma lyf- lækninga, endurhæfingar, fæðingarhjálpar o.fl. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra seg- ir að skýrslan sé mikilvægt vinnuplagg við skoðun á framtíðarskipulagi starfsins á þessum sjúkra- húsum og nú sé framundan að meta hvort og þá hvaða þáttum þessara byltingarkenndu hug- mynda sé hægt að hrinda í framkvæmd. VSO Ráðgjöf og ráðgjafarfyrirtækið Ernst og Young tóku saman skýrsluna og benda höfundar á að sjúkrahúsin tvö í Reykjavik þurfi að sérhæfa sig og hagræða rekstri sínum. Jafnframt að sam- eina þurfi og samhæfa þjónustu smærri sjúkra- húsanna fjögurra þeim stóru. Mælt er með að breytingunum verði hrundið í framkvæmd á stuttum tíma þar sem áherslur stjórnenda verði þá skýrari, minni áhætta fylgi framkvæmdinni og draga megi úr andstöðu á skemmri tíma. Flestir forráðamenn sjúkrahúsanna sex, sem Morgunblaðið hafði samband við í gær, telja til- lögurnar um sameiningu vænlegar og fmnst full ástæða til að skoða þær gaumgæfilega. Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, gagnrýndi þó skýrsluna en að hans mati skortir töluvert upp á faglegar forsendur hennar. ■ Sex sjúkrahús/26-27 I leikbann í karla- og kvenna- flokki KNATTSPYRNUFÉLAG Vals frá Reyðarfirði og Austra frá Eskifirði, KVA, verður án eins leikmanns síns í næsta leik liðs- ins í 2. deild karla. Aganefnd KSÍ kvað upp þennan úrskurð í gær vegna fjögurra gulra spjalda. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef umræddur leikmaður hefði ekki einnig hlotið sömu ör- lög hvað vai'ðar næsta leik kvennaliðs félagsins. Hann er liðsstjóri kvennaliðs KVA og fékk rautt spjald í leik þess hinn 13. ágúst sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.