Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 23 AÐSEIMDAR GREINAR Nýr kj arasamningur kennara og sveitarfélaga Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson TÖLUVERÐ um- ræða hefur átt sér stað í fjölmiðlum að undanfömu í tengsl- um við gerð nýs kjara- samnings kennara og sveitarfélaga. Eins og kunnugt er tóku sveit- arfélögin við öllum rekstri grunnskólans 1. ágúst 1996. Yfir- takan gekk vel fyrir sig og á síðasta skóla- ári mátti sjá ýmsar breytingar til góðs í innra starfi grunn- skólanna og jafnframt auknar fjárveitingar sveitarstjórna til stofnkostnaðar og reksturs grunn- skólans. Óhætt er að fullyrða að almenn viðhorf sveitarstjórnar- manna og kennara séu þau að rekstur grunnskólans á síðasta skólaári hafi gengið mjög vel og engir sérstakir hnökrar komið upp. Sveitarstjórnarmenn eru vel með- vitaðir um þá miklu ábyrgð sem felst í því að stjórna öllum rekstri grunnskólans. Það kemur ekki síst fram í þeirri staðreynd að málefni grunnskólans eru forgangsverk- efni sveitarfélaganna í dag og verða vonandi um alla framtíð. Undanþágur fyrir leiðbeinendur í grunnskólum Meiri umræða hefur farið fram um fjölda undanþága fyrir leið- beinendur í grunnskólum í ár en oftast áður. Ekki er ósennilegt að sú umræða tengist gerð nýs kjara- samnings kennara og sveitarfé- laga. Það er að sjálfsögðu áhyggju- efni hve undanþágurnar eru marg- ar og full ástæða til að leita allra leiða til að fjölga kennurum með full réttindi. Fjöldi umsókna nú virðist þó stefna í það að vera heldur færri en síðastliðin ár eða uþb. 500. Vegna skólaársins 1995/1996 komu til afgreiðslu hjá undanþágunefnd 547 umsóknir og vegna skólaársins 1996/1997 af- greiddi nefndin 559 umsóknir. í fyrra voru 183 leiðbeinendur sam- þykktir með stúdentsmenntun og minni menntun eða 32,8%. Af þeim 256 leiðbeinendum sem þegar hafa verið samþykktir er sambærilegur fjöldi 58 eða 23%. Líklegt er þó að þetta hlutfall verði hærra þegar endanleg niðurstaða Iiggur fyrir. Fyrsti heildarkjarasamningur kennara og sveitarfélaga Þegar grunnskólinn fluttist til sveitarfélaganna tóku þau við kjarasamningi ríkisins og kennara sem undirritaður var í mars 1995. Sveitarfélögin hafa aldrei gert heildarkjarasamning við grunn- skólakennara en eru nú í fyrsta sinn að vinna að gerð slíks samn- ings. Kjör kennara í dag taka því mið af kjarasamningi þeirra við ríkið en ekki sveitarfélögin. Það má síðan velta því fyrir sér hversu sanngjarnt það sé að gremja for- ystumanna kennara vegna lítils árangurs að þeirra mati í samning- um ríkis og kennara bitni nú á sveitarfélögunum. Sameiginleg markmið í skammtímasamningi kennara- samtakanna og Launanefndar sveitarfélaga frá 20. mars sl.voru aðilar sammála um að mikilvægt væri að leita nýrra leiða varðandi gerð nýs kjarasamnings. I skamm- tímasamningnum segir í 3.gr.: ,Að- ilar munu á samningstímanum endurskoða núverandi fyrirkomu- lag á röðun launaflokka, skipulagi vinnutíma, störfum skólastjóra og greiðslum sveitarfélaga til kennara og skólastjóra sem ekki rúmast innan gildandi kjarasamnings. Markmið þessarar vinnu er að einfalda kjarasamninga aðila og auka skilvirkni og gæði í skólastarfi þannig að báðir aðilar njóti þess ávinnings sem slík vinna skilar. Til að ná framan- greindum markmiðum munu samningsaðilar skoða eftirfarandi leið- ir: 1. Að auka mögu- leika skólastjóra til að skipuleggja vinnu kennara innan skóla. 2. Að koma á nýju vinnutímafyrirkomu- lagi sem rúmi þau störf sem til falla í skólastarfi og samrýmast verksviði kennara og skólastjóra. 3. Að auka sveigjanleika á vin- nutímafyrirkomulagi kennara. 4. Að fella greiðslur fyrir störf s.s. leiðréttingu verkefna og um- sjón með bekk inn í grunnlaun. 5. Að endurskoða fyrirkomulag endurmenntunar kennara og skólastjóra. Ég tel mikilvægt að samningaaðilar einbeiti sér að því að ná settum markmiðum, segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, og þar með brjót- ast út úr samningaferli ríkis og kennara. 6. Að endurskilgreina störf skólastjóra s.s. stjórnunarábyrgð, hlutverk skólastjóra í kennslu og rekstrarlega ábyrgð. 7. Að endurskoða núverandi fyr- irkomulag á röðun kennara og skólastjóra í launaflokka m.a. með tilliti til grunn- og framhalds- menntunar, ábyrgðar og reynslu í starfi. 8. Að endurskoða launakerfi kennara og skólastjóra þannig að það taki mið af ofangreindum lið- um 1-7.“ Gildandi kjarasamningur flókinn Gildandi kjarasamningur við kennara er ótrúlega flókinn og á margan hátt torveldur yfirferðar fyrir þá sem ekki komu beinlínis að samningagerðinni sjálfri. Það hlýtur því að vera keppikefli samn- ingsaðila við gerð fyrsta kjara- samnings kennara og sveitarfélaga að einfalda samningsgerðina þann- ig að endanlegur samningur verði skýrari og skiljanlegri en hann er í dag. Það er greinilegt að samning- ar ríkis og kennara hafa einkennst af því að hækka grunnlaunin lítið en þess í stað bæta sifellt við fjölda verkefna sem greitt er sérstaklega fyrir. í hvaða tilgangi þetta var gert verða fulltrúar þeirra sem BOKHALDSHUGBUNAÐUR fyr/r WINDOWS Á annað þúsund notendur H KERFISÞRÓUN HF. 01 Fákafeni 11 - Sími 568 8055 þennan samning gerðu að svara fyrir. Jafnframt bættum launakjör- um kennara ber að leggja áherslu á að fyrirkomulag og gerð kjara- samnings kennara og sveitarfélaga auðveldi samskipti þessara aðila og bæti og styrki innra starf grunn- skólans. Ný vinnubrögð nauðsynleg Ég tel afar mikilvægt að samn- ingaaðilar einbeiti sér að því að ná settum markmiðum og þar með bijótast út úr því samningaferli rík- is og kennara sem virðist a.m.k. að mati kennara ekki hafa skilað miklum árangri í að bæta launakjör þeirra. Ég er einnig sannfærður um að ef þetta tekst mun það skila sér í markvissara og árangursríkara skólastarfi og góðum samskiptum kennara, sveitarstjóma og foreldra en slikt samstarf er mikilvæg for- senda þess að grunnskólinn eflist. í þessu sambandi vil ég taka undir orð Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasamtaka íslands, sem fram komu í grein hans í Sveitarstjómar- málum 2. tbl. 1996 i tilefni af yfir- færslu grannskólans þar sem hann sagði: „Einungis með samstilltu átaki getum við vænst þess að yfir- færslan skili okkur betri skóla og það hlýtur að vera sameiginlegt markmið allra sem að málinu koma.“ Ljóst er að metnaður sveit- arstjómarmanna í málefnum grunnskólans er mikill. Það sýna stóraukin fjárframlög og fram- kvæmdir sveitarfélaganna í þágu grannskólans m.a. í þeim tilgangi að einsetningu hans verði lokið inn- an fárra ára. Það er hins vegar ekki hægt að ætlast til þess að sveitarfélögin bæti kennurum upp í einni svipan þau lélegu launakjör sem þeir telja sig búa við úr vist- inni hjá ríkinu. Sveitarstjómarmenn gera sér vel grein fyrir því hve kennarastarfið er mikilvægt og vilja ganga eins langt og þeim er fram- ast unnt í að bæta kjör og vinnuskil- yrði kennara. Grundvöllur þess er faglegar viðræður aðila byggðar á gagnkvæmu trausti en ekki upp- hrópanir og skylmingar í fjölmiðl- um. Höfundur er borgurfuUtrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! fsaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir 60 ára frábœr reynsla. gffgff Einar MSM j Farestvett&Co.M. Borgartúni 28 TT 562 2901 og 562 2900 KANARI veisla Heimsferða í vetur frá kr. 39.932 Fáðu spennandi ferðaáætlun Heimsferða til Kanaríeyja og Brasilíu í vetur í beinu vikulegu flugi. Aldrei fyrr hafa viðtökumar verið svona stórkostlegar, nú þegar uppselt á mörgum gististöðum og jólaferðin 23. desember uppseld. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsilegum Boeing 757 vélum án millilendingar og við kynnum nú glæsilega nýja gististaði í Ensku strandarinnar og aldrei verið lægra en nú í Fyrstu ferðirnar uppseldar Nú eru fyrstu ferðirnar uppseldar til Kanarí í vetur og aldrei fyrr hefur jafnmikiö verið bókað. sasí* 90.000 W. 4maS^'dU 10.000 W. tssS4* hjata verðið hefur vetur. Lenamar Gististaðir á ensku ströndinni. Verðlækkun frá því í fyrra 39.932 Verð kr. Vikuferð til Kanarí 30.des., hjón með 2 börn, Tanife. Verð kr. 49.932 Ferð í 3 vikur, 13.janúar, m.v. hjón með 2 börn, Tanife ef bókað er fyrir lú.sept. Verð kr. 64 ■ 960 M.v. 2 í smáhýsi, Green Sca, 3. mars, 2 vikur ef bókað er fyrir 16. sept. Innifalið í verði. Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn, flugvallarskattur. Fáðu beeklinginn sendan fyrir ló.sept. Brottfarir í vetur Veldu ferðina sem hentar þér best 22. október 18. nóvember 16. desember 23. desember - uppselt 30. desember 6. janúar 13. janúar 3. febrúar 10. febrúar 24. febrúar 3. mars 17. mars 24. mars 31. mars 7. apríl 14. apríl 21. apríl I VÍSA Sigurður Austurstræti 17,2. hæö • Sími 562 4600 Guðmundsson WICANDERS GUMMIKORK í metravís • Besta undiriagið fyrir trégólf og linoleum er hljoðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIKORK róor góHin niðurl PÞ &co Í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK SÍMI 553 8640 568 6100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.