Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Opinber heimsókn forsetahjónanna til Finnlands hófst í gær Lehtikuva/Matti Björkman. GUÐRÚN Katrfn Þorbergsdóttir og Eeva Ahtisaari ræðast við í forsetahöllinni í Helsinki. ISLENSKU forsetahjónin stíga á land eftir útsýnissiglingu um höfnina í Helsinki. Forsetarnir ræddu hlut- verk landanna í nýrri Evrópu Ólafur Ragnar Grimsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir hófu í gær opinbera heimsókn sína til Finnlands. Ólafur Þ. Stephensen fylgist með heimsókninni. PINBER heimsókn forseta ís- lands, herra Ólafs Ragnars Gríms- sonar, og frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur til Finnlands hófst í gær er finnsku forsetahjónin, Martti og Eeva Ahtisaari, tóku á móti þeim með viðhöfn við forseta- höllina í Helsinki í blíðskapar- veðri. A fundi sínum í gærmorgun ræddu forsetarnir meðal annars Evrópu- og öryggismál og hvernig lönd þeirra gætu lagt sitt af mörk- um í þeim efnum. Eftir móttökuathöfnina við for- setahöllina voru gestirnir boðnir velkomnir innan dyra, í Gula saln- um svokallaða. Þar skiptust forset- arnir á heiðursmerkjum og gjöfum. Ólafur Ragnar færði Ahtisaari skál úr grágrýti eftir Einar Má Guð- varðarson myndhöggvara og fékk á móti glervasa eftir Kerttu Nurm- inen. Helsinki og Reykjavík lykilstaðir Forsetarnir ræddust síðan við í þrjá stundarfjórðunga á skrifstofu Ahtisaaris og héldu að því búnu stuttan blaðamannafund í forseta- höllinni. Ahtisaari sagði að þeir hefðu á fundi sínum m.a. rætt um öryggismál og hvaða hlutverki lönd þeirra gætu gegnt í hinni nýju Evr- ópu. Ólafur Ragnar sagði að bæði rík- in gætu gegnt mikilvægu hlutverki, hvort á sínum vettvangi, Island sem NATO-ríki og Finnland sem ESB-ríki. Forsetinn nefndi að Helsinki og Reykjavík hefðu báðar komið við sögu í þróun hinnar nýju heims- myndar; Helsinki vegna mannrétt- indasáttmálans, sem kenndur er við borgina, og Reykjavík sem fundarstaður Ronalds Reagans og Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Siðumúla 7 • Sími 510 2500 Á ferð um latidið Árnes- og Rangárvatlasýslur Borgarfjörður og Mýrar Þingeyjarsýslur Dalir og Barðastrandarsýslur Snæfellsnes Skaftafellssýslur Fjallað er um kunnustu ferðastaði og helstu aksturs- og gönguleiðum lýst í þessum sýslubókum eftir Björn Hróarsson. hverri bók er kort af viðkomandi landshluta Feröahandbækur fyrir íslenska ferðarnenn og menning Lehtikuva/Soile Kallio. ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir á svölum forsetahallarinnar í Helsinki ásamt fínnsku forsetahjónunum, Martti Ahtisaari og Eeva Ahtisaari. Míkhaíls Gorbatsjovs, en þar voru fyrst ræddar hugmyndir um víð- tæka kjarnorkuafvopnun. „Víða 'um heim er litið á Reykjavík og Helsinki sem lykilstaði með sér- stakt andrúm lýðræðis, afvopnun- ar, friðar og mannréttinda. Það er mér mikil ánægja að við, sem tveir forsetar, getum reynt að auka möguleika á frumkvæði og hug- myndum að lausnum á mörgum þeirra erfiðu vandamála, sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Ólaf- ur. Áhugi á afstöðu til Eystra- saltsríkjanna Greinilegt var að fulltrúar finnskra fjölmiðla á blaðamanna- fundinum höfðu mestan áhuga á af- stöðu Islands til Eystrasaltsríkj- anna og öryggismála þeirra. Ólafur Ragnar sagði að ísland hefði barizt fyrir því á leiðtogafundi NATO að dyrum bandalagsins yrði haldið opnum fyrir Eystrasaitsríkjunum, þannig að þau ættu möguleika á að- ild í framtíðinni. Þetta hefði orðið niðurstaða leiðtogafundarins. áMáÞá sagði forseti að ein ástæða þess að Island hefði nú opn- að sendiráð í Helsinki væri að þannig væri auðveldara um vik að rækta sambandið við Eystrasalts- ríkin. Þjóðhetjur heiðraðar Eeva Ahtisaari og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir ræddu sam- an á meðan eiginmenn þeirra sátu á fundi og gengu að því búnu frá forsetahöllinni og niður á markaðs- torgið við höfnina, þar sem þær skoðuðu sig um. Að svo búnu slóg- ust menn þeirra í förina og haldið var í útsýnissiglingu um höfnina. Siglt var til Sandudden eða Hiet- animi, en í kirkjugarðinum þar hvíla margar af þjóðhetjum Finna. Ólafur Ragnar lagði bfómsvéig að Hetjukrossinum, minnismerki um fallna hermenn, og að gröf Mann- erheims marskálks og fyrrum for- seta Finnlands. Sveit úr _ finnska hernum stóð heiðursvörð. Á leið úr kirkjugarðinum var staldrað við hjá leiði Urhos Kekkonens, sem var forseti Finnlands um langt ára- bil og átti meðal annars mikil og vinsamleg samskipti við Island. Síðdegis heimsóttu forsetahjónin fínnska þingið, en í þinghúsinu stóð þá yfir ráðstefna Norðurlandaráðs um öryggismál á Norðurlöndum og grannsvæðum þeirra. Gert var stutt hlé á ráðstefnunni á meðan forsetahjónin komu á þingpalla og risu ráðstefnugestir úr sætum í virðingarskyni. Á móti gestunum tók Riita Uosukainen, forseti þingsins, og nokkrir af helztu emb- ættismönnum þess. Frumkraftur í íslenzkri bók- menntahefð Frá þinghúsinu var haldið til Akademiska bokhandeln, sem er ein stærsta bókaverzlun í Evrópu, hönnuð af arkitektinum fræga, Al- var Aalto. Þar opnaði Ólafur Ragn- ar sýningu á íslenzkum bókum, geisladiskum og margmiðlunarefni, sem kölluð er „Frá Snorra til tölvu- geisladisksins". Ólafur Ragnar sagði í ræðu sinni að sýningin sannaði að sóknar- kraftur byggi enn í íslenzkum skáldum, rithöfundum og útgefend- um. Á margan hátt væri nú ný gullöld íslenzkra bókmennta. „Það er greinilega frumkraftur í ís- lenzku þjóðlífi og bókmenntahefð. Nýjar kynslóðir breyta honum í listaverk sem eiga erindi við aðrar þjóðir, alla menn á okkar tímum, framlag íslenzkrar listar til að sam- tíminn geti náð áttum og við öll fót- að okkur í framtíðinni,“ sagði for- seti. Næst á dagskrá var móttaka for- setahjónanna á Hotell Fiskartorpet fyrir íslendinga búsetta í Finn- landi. í gærkvöldi buðu svo finnsku forsetahjónin til hátíðarkvöldverð- ar í forsetahöllinni til heiðurs þeim Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu. Um 140 gestir voru í veizlunni. Forsetarnir fluttu ræður við upphaf veizlunnar og sagði Ólafur Ragnar meðal annars í ræðu sinni að fyrirrennarar Ahtisaaris i for- setaembætti, Urho Kekkonen og Mauno Koivisto, hefðu lagt sér- staka rækt við ísland og íslending- ar mætu mikils að þegar á fyrstu forsetaárum sínum hefði Ahtisaari sýnt íslendingum mikla vinsemd og virðingu. Ólafur fjallaði um hlut- verk Finnlands og íslands í al- þjóðamálum og sagði að Helsinki og Reykjavík ættu áfram að verða griðastaðir fyrir umræður um al- þjóðamál. „Hollusta við lýðræði og framfarir í Eystrasaltsríkjunum og stuðningur við fullgilda og sjálf- stæða þátttöku þeirra í efnahags- skipun og öryggiskerfi álfunnar efl- ir enn frekar nauðsyn á nánum tengslum Finna og íslendinga," sagði forseti. Ahtisaari forseti rifjaði meðal annars upp tvær heimsóknir sínar til íslands og sagði að íslendingar drægju hvergi af sér að þróa sam- félag sitt. Bæði íslendingar og Finnar væru þjóðir, sem hefðu verið ákveðnar í að lifa af, hvað sem yfir dyndi. Ef til vill hefði þetta fært þjóðirar hvora nær annarri. Ahtisaari sagði að burtséð frá því hvaða alþjóðlega samstarfi Island og Finnland veldu að tilheyra, myndu báðar þjóðir berjast fyrir frelsi og lýðræði, sem nú breiddist út um Evrópu. „Enginn getur breytt heiminum upp á eigin spýt- ur, en við getum lagt okkar af mörkum, áhuga okkar og hugsanir, og borið okkar hluta af sameigin- legum byrðum," sagði forsetinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.