Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK FRÉTTUM
Stórsöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) vinnur að fyrstu jólaplötu sinni.
GARY Oldman er glaður leikstjóri.
Brando í hlutverki
kaldlynds fangavarðar
► ÞAÐ ÞYKIR ávallt heyra til tíðinda þegar leikarinn íturvaxni Marlon
Brando hugsar sér til hreyfings í Hollywood. Hann hefur nú tekið að sér
hlutverk í myndinni „Free Money“, en tökur á henni hófust í Montreal
siðastliðinn mánudag.
Mótlcikkona hans verður Mira Sorvino. Hún
leikur FBI-mann sem rannsakar morð í fang-
elsi og verður Brando í hlutverki kaldlynds
fangavarðar. Þótt þetta hljómi e.t.v. sem upp-
skrift að spennumynd er í raun um gaman-
mynd að ræða. Erfíðleikar fangavarðarins við
að annast eineggja tvíburadætur sínar verða
einkum í brennidepli.
Donald Sutherland verður í hlutverki dóm-
arans í myndinni, en auk hans fara Charlie
Sheen, Thomas Haden Church og japanska
poppstjarnan Seiko Matsuda með hlutverk í
myndinni.
Diddú hleypur í
upptökur á milli
brjóstagjafa
STÓRSÖNGKONAN Diddú er
um þessar mundir að vinna að
sinni fyrstu jólaplötu. Tökur fara
fram í Stúdíó Sýrlandi en þar
nýtur hún meðal annars aðstoðar
•^óris Baldurssonar, sem útsetur
og stjórnar upptökum, Björgvins
Halldórssonar, sem hefur umsjón
með plötunni, og þrjátíu manna
sveitar Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands. Diddú og eiginmaður henn-
ar, Þorkell Jóelsson, eignuðust
sína þriðju dóttur fyrir skömmu
en söngkonan er full af orku og
næg verkefni framundan.
„Þetta er fjölbreytileg plata og
ekki bara ein tegund af jólalögum
á henni. Það er allt á fullu núna,
ég hef verið að hlaupa í þetta á
milli brjóstagjafa," sagði Diddú í
samtali við Morgunblaðið og
bætti við að allt gengi vel með að-
stoð fjölskyldunnar. Meðal laga á
plötunni eru „Ó, helga nótt“, „Það
á að gefa börnum brauð“, „Nóttin
var sú ágæt ein“ og ítalskt lag
sem Jónas Friðrik samdi jóla-
texta við. Diddú er lengi búin að
vera með plötuna í maganum og
segir að mikið sé búið að spyrja
hana hvort jólaplata sé ekki á
leiðinni.
Morgnnblaðið/Golli
SONGKONAN Diddú ásamt þeim Björgvini Haildórssyni og Gunnari Smára upptökumanni við gerð
jólaplötunnar í Stúdío Sýrlandi.
í hljóðverinu
STREN GJAS VEIT
Sinfóm'uhljóm-
sveitarinnar tók
sig vel út í
hljóðverinu
um síðustu
helgi þegar
upptökur
fóru fram.
insessan
ÞORKELL Jóelsson,
eiginmaður Diddúar,
með Melkorku, dóttur
þeirra, í fanginu en hún
fylgir mömmu sinni í hljóðverið.
Gary á
grænni grein
► GARY Oldman leikari hefur heill-
að kvikmyndaáhugafólk á undan-
förnum árum með túlkun sinni á
mjög fjölskrúðugum persónum.
Þessum Lundúnabúa virðist vera
enn meira til lista lagt, því nú hef-
ur hann lokið við að leikstýra
fyrstu kvikmynd sinni í fullri
lengd, Nil by Mouth, og hlaut
myndin aðalverðlaunin á kvik-
myndahátíðinni í Edinborg sl.
mánudag. Myndin gerist í suður-
hluta Lundúna og fjallar um
drykkjusýki og heimilisofbeldi.
Það hefur sjálfsagt verið mikill
hamingjudagur fyrir Gary, því
hann er búinn að vera með þessa
mynd á prjónunum í fjölmörg ár.
Þótt hæfíleikar hans sem leikara
séu viðurkenndir, gekk erfiðlega
fýrir hann að afla fjár til fram-
leiðslu myndariimar,
og var Gary
að vonum
oft ansi
mæddur. Nú
er sá leiðinda-
tími á enda og
hann hefur
sannað sig sem
leikstjóri.
Lengi búin
að vera með
plötuna í
maganum
Áætlað er að jólaplatan komi út
um mánaðamótin nóvember desem-
ber og hyggst Diddú fylgja henni
eftir í desember. Aðdáendur söng-
konunnar ættu ekki að verða fyrir
vonbrigðum því nú þegar er Diddú
farin að undirbúa aríuplötu með
Sinfóníuhljómsveit Islands. Á henni
verða þekktar óperuaríur sem
teknar verða upp í júní á næsta ári
En af hverju núna? „Mér
finnst ég syngja miklu bet-
ur núna. Það opnast alltaf
flóðgáttir við það að eignast
barn og tilfinningin gagn-
vart öllu í kringum mann er
sterkari. Að fá svona heil-
brigt bam var þvílík sæla,
maður saup hveljur af stolti,"
sagði Diddú með mikilli tilfinn-
ingu. Tvíburadætur hennar og
Þorkels verða tólf ára í desember
og að sögn Diddúar eru þær hinar
fínustu aðstoðardömur.
Forseti íslands hélt til Finn-
lands í opinbera heimsókn í gær og
var Diddú í fór með for-
setahjónunum. Hún
mun syngja í veislu sem
íslensku forsetahjónin
halda í kvöld til heiðurs
finnska forsetanum.
Hin nýfædda dóttir
söngkonunnar fylgdi
mömmu sinni að sjálfsögðu til
Finnlands en hún varð tveggja
mánaða í gær. „Hún er prinsessa
með rentu því Melkorka er nafn á
írskri prinsessu. Svo er fyrsta ut-
anlandsferð dömunnar með engum
öðrum en forseta íslands,“ sagði
Diddú greinilega stolt af nýjustu
prinsessu fjölskyldunnar.
og verður platan ein af jólaplötun-
um 1998. Einnig er í bígerð diskur
með íslenskum sönglögum sem
Diddú mun syngja við píanóundir-
leik. Eftir áramót geta íslenskir óp-
eruaðdáendur svo hlýtt á Diddú
syngja í „Ástardrykknum“ eftir
Donizetti í íslensku óperunni. í
október munu Diddú og tenór frá
Chile syngja saman á tónleikum
heima á Islandi en þau sungu
einmitt saman í óperunni „Lucia di
Lammermoor“.
Þess má geta að Diddú hefur
þegið boð um að syngja Violettu í
gestasýningu í Riga á Lettlandi í
nóvember næstkom-
andi og í apríl mun hún
halda óperutónleika
með _ Sinfóníuhljóm-
sveit Islands. I maí
mun söngkonan svo
halda til Italíu þar sem
hún mun halda tónleika
í Feneyjum og víðar. „Ég hef mið-
að verkefnin við brjósta-
gjöf og því verður meira
um að vera eftir ára-
mót,“ sagði hin anna-
sama og orkumikla
söngkona að lokum.
Nóg að gera
framundan
LISTDANSSKÓLI ÍSLANDS
Engjateigi 1, 105 Reykjavík, sími 588 9188
Inntökupróf verða 1. og 2. september og fara fram á Engjateigi 1
Kennarar í vetur: Nanna Ólafsdóttir, Margrét Gísladóttir, Birgitte Heide, Hany
Hadaya og fleiri auk skólastjórans Arnar Guðmundssonar.
Nemendur
frá fyrra ári
staðfesti
skólavist
sína miðviku-
daginn
GL sept. milli
kl. 16.00 og
18.00.
Skráning í inntökupróf verðurfimmtudaginn 28. og föstudaginn 29. ágúst kl. 16.00-19.00
í síma 588 9188. Kennsla hefst föstudaginn 5. september.
Stutt