Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VSÍ hvetur til aukins aðhalds í ríkisfjármálum í greinargerð til forsætisráðherra Blikur á lofti í efnahagsmálum VSÍ segir í greinargerð sem send var forsætisráðherra í gær að launa- kostnaður fyrirtækja hafi aukist meira en framieiðni í kjölfar kjara- samninganna nú í vor og því hafi það haft talsverðan kostnaðarauka í för með sér. Fyrirsjáanlegt sé að hagnaður íslenskra fyrirtækja muni fara minnkandi auk þess sem hækk- un á gengi íslensku krónunnar vegna hærri vaxta hér á landi en í ná- grannalöndunum, muni skerða sam- keppnisstöðu útflutningsgreinanna. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSI, segir að vinnu- veitendur séu með þessari greinar- gerð að leggja til að aukin áhersla verði lögð á þátt ríkisútgjalda í efna- hagsstjórn hér á landi. „Við hvöttum tii þess á árunum 1991 og 1992 að ríkið flýtti fram- kvæmdum til að halda uppi atvinnu- stigi. Þetta var gert og það var efnt til býsna mikils hallareksturs á ríkis- sjóði á næstu árum. Nú erum við þeirrar skoðunar að ástandið hafi breyst í grundvallaratriðum þannig að tími sé kominn til að greiða niður þau lán sem þarna voru tekin og draga úr opinberum útgjöldum til þess að rýma fyrir þeim vexti sem er í atvinnulífinu almennt." Þórarinn segir VSÍ telja of mikið vera lagt á stjórn peningamála og það hafi sýnt sig að háir vextir í einum hluta alþjóðlegs hagkerfís hafi ekki sömu þýðingu og áður með auknu frelsi í gjaldeyrisviðskiptum. Hann bendir á að hið háa vaxtastig hér á landi hafi valdið miklu gjald- eyrisinnstreymi og gengishækkun- um samhliða því. „Aðgangur almennings og fyrir- tækja að lánsfé hefur sennilega aldr- ei verið greiðari en nú sem er nú ekki beinlínis í anda þeirra kenninga að háir vextir dragi úr umsvifum efnahagslífsins. Við köllum því eftir því að áherslum efnahagsstjórnunar verði breytt alveg. Dregið verði úr VSÍ segir horfur á lakari afkomu fyrírtækja, háum vöxtum o g hækkandi gengi. Er hvatttil aukins aðhalds í ríkisfjármálum til að spoma gegn þenslu og skapa svigrúm til vaxtalækkana. áhrifum vaxta og þunginn færður yfir á ríkisfjármálin. Við hefðum talið það eðlilegt að ríkisstjórnin setti sér það markmið að opinber útgjöld sem hlutfall af landsfram- leiðslu lækkuðu um u.þ.b. 1%.“ Á brattann að sækja fyrir islensk fyrirtæki Þórður Friðjónsson, forstöðumað- ur Þjóðhagsstofnunar, segist að mörgu leyti vera sammála þeirri lýs- ingu á efnahagsástandinu sem sé að finna í greinargerð VSÍ. Þórður segir hins vegar rétt að líta til þróun- arinnar í Bretlandi þegar horft sé til vaxtastigs hér á landi. Þar hafi þróunin um margt verið svipuð að undanförnu og hér á landi og sé vaxtastig þar örlítið hærra. Hækkun vaxta hafi þar líkt og hér verið talin eina færa leiðin til að sporna við ofþenslu í hagkerfinu, enda sé aukið aðhald í ríkisfjármálum lengur að skila sér en vaxtabreytingar. Þórður segir versnandi afkomu fyrirtækjanna hins vegar vera um- hugsunarefni. „Það hefur verið reikn- að með því að á næstu misserum yrði á brattann að sækja fyrir at- vinnulífíð. Það er ljóst að laun eru að hækka hér meira en annars stað- ar. Einhvers staðar kemur það niður nema að atvinnulífínu takist að auka framleiðni meira heldur en að þessum mun nemur. Atvinnulífið hefur verið rekið með nálægt 3% hagnaði að meðaltali á undanförnum 3 árum. Útreikningar okkar sýna hins vegar að úr þessu muni nokkuð draga, þ.e. að hagnað- ur fari niður í 2-2,5%, en auðvitað veltur endanleg niðurstaða á því hversu mikið fyrirtækjunum tekst að auka framleiðni sína.“ Þórður segir það hins vegar vera algert grundvallaratriði að menn tefli ekki á tvær hættur hvað vaxta- stigið varði. Hækkun vaxta sé eina stjórntækið sem hægt sé að nota til þess að koma í veg fyrir ofþenslu í efnahagslífínu til skemmri tíma litið og og ekki sé rétt að slaka á í þeim efnum nú. Það kunni að vera að tilefni sé til vaxtalækkana, sérstaklega í ljósi þess að verðbólga hafí reynst minni en búist hafí verið við í kjölfar kjara- samninganna. Hins vegar sé rétt að bíða með slíkar ákvarðanir uns áhrif framkvæmdaukninga á verðlag skýrist betur er líða taki á haustið. „Til lengri tíma litið er hins vegar nauðsynlegt að skapa forsendur fyr- ir því að vextir geti lækkað og það er best gert með því að auka þjóð- hagslegan sparnað og eina greiða leiðin sem stjórnvöld hafa í þeim efnum er að bæta eigin afkomu,“ segir Þórður. Vextir verða lækkaðir ef tilefni gefst til Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka íslands, segir þá hækkun raungengis sem VSI geri að umtalsefni ekki verulega í alþjó- legum samanburði. „Okkur sýnist að raungengi á mælikvarða verðlags muni hækka um 1,2% á milli ára nú og um 1,7% milli 1997 og 1998. Hækkunin á grundvelli launa verður hins vegar aðeins meiri, eða 3,7% í ár og 2,4% á næsta ári. Þetta eru svipaðar tölur og búist var við við gerð kjarasamninga,“ segir Már. Hann segir peningastefnu bank- ans heldur ekki hafa virkað með öðrum hætti en til hafi verið ætlast, eins og lesa megi út úr greinargerð VSI. Gert hafi verið ráð fyrir því að hækkun vaxta myndi leiða til meira gjaldeyrisinnstreymis sem aft- ur myndi leiða til stöðugs eða hækk- andi gengis krónunnar eftir aðstæð- um. „Þetta var ein af fljótvirkustu leiðum peningastefnunnar því þessi þróun slær beint á verðbólgu auk þess sem það slær óbeint á þenslu með þeim hætti að gengishækkun herðir að fyrirtækjunum og þau fall- ast þá síður á launaskrið." Það er ekkert sem kemur okkur á óvart hvað þetta varðar. Það eina sem hefur komið okkur á óvart og öllum öðrum er að verðbólga í fram- haldi af kjarasamningum var tölu- vert minni en menn reiknuðu með. Þetta gæti stafað af tvennu, annars vegar meiri framleiðniaukningu en reiknað var með og hins vegar mik- ilii samkeppni í vöruverði." Már segir að sér finnist hins veg- ar dálítið mótsagnakennt í greinar- gerð VSÍ að þrátt fyrir að þar sé varað við ákveðnum merkjum of- þenslu sé engu að síður hvatt til vaxtalækkana. „Þeir benda hins vegar réttilega á að það sé visst veikleikamerki til lengdar að vera með svo mikinn vaxtamun gagnvart útlöndum. Auð- vitað munum við lækka vexti ef við lesum það út úr tölunum að það verði hægt án þess að stefna stöðug- leikanum í hættu. En merkin nú eru pínulítið misvísandi eins og er og því erum við enn að skoða málin.“ Ríkisútgjöldum verði haldið í skefjum HÉR Á eftir fer greinarferð Vinnu- veitendasambandsins til forsætis- ráðherra: í kjölfar þeirra kjarasamninga sem tókust milli VSÍ og þorra aðildarfé- laga Alþýðusambands íslands í apríl- mánuði og síðar og gilda eiga fram á árið 2000 hefur framkvæmda- stjórn Vinnuveitendasambandsins fjallað ítarlega um ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum eins og þær blasa við nú. Meginniðurstöður þeirrar athug- unar benda til þess að afkoma fari versnandi í atvinnulífinu samfara mikilli aukningu kaupmáttar ráð- stöfunartekna, hækkandi raungengi og háum vöxtum í alþjóðlegum sam- anburði. Þótt framieiðni hafí aukist síðustu árin, m.a. vegna bættrar nýtingar framleiðslugetu, hefur það ekki vegið upp stóraukinn tilkostn- að. í ákveðnum greinum atvinnulífs- ins hefur borið á skorti á vinnuafli og almennt virðist mega fullyrða að hagkerfið sé nú við efri mörk þess sem samræmst getur markmiðum um varanlegan vöxt og lága verð- bólgu. Við þessar aðstæður er því afar brýnt að ríkisvaldið beiti áhrifum í ríkisfjármálum til að vinna gegn þenslu og skili verulegum afgangi í ríkisrekstrinum og greiði niður lán- tökur síðustu ára. Því fagna samtök- in þeirri stefnumótun um fjárlaga- gerð sem felst í samþykkt ríkisstjórn- arinnar um að skila beri afgangi af ríkisrekstrinum á næsta ári. VSÍ hvetur til þess að þessari stefnumörk- un verði fylgt fast eftir og miðað verði við minni aukningu opinberra útgjalda en að var stefnt í ár. VSÍ telur mikilvægt að umtalsverður af- gangur verði af rekstri ríkisins á næsta ári og telur það forsendu fyrir því að áfram haldist heilbrigður vöxt- ur í atvinnulífínu samfara jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Þessar ályktanir byggir VSÍ á meðfylgjandi greinargerð um þróun efnahagsmála og afkomuhorfur í atvinnurekstri en helstu niðurstöður og ályktanir hennar eru þessar: • Laun hækka til jafnaðar um allt að 2% umfram það sem gerist að meðaltali í öðrum OECD-ríkjum árin 1995 til 1998. Sá samkeppnisbati sem stafaði af minni launahækkun- um hérlendis 1991-1994 hefur að fullu jafnast út á næsta ári. • Raungengi hækkar verulega í ár og næsta ár en hver endanleg áhrif af þeirri hækkun verða ræðst af framleiðniþróun og því hversu tekst til um aðhald fyrirtækja og stjórn- valda að kostnaðarþróun. • Hagnaður í atvinnurekstri verður minni sem hlutfall af veltu og eigin fé í ár en á síðasta ári og gæti enn lækkað á næsta ári, takist ekki að draga úr kostnaðarauka í atvinnulífi og hamla gegn þenslu í efnahagslíf- inu. Ástæður lakari afkomu eru meiri kostnaðarauki en meðal keppi- nauta sem ekki hefur jafnast til fulls af bættri framleiðni svo og hörð verðsamkeppni innanlands. • Sæmilegt en viðkvæmt jafnvægi er á vinnumarkaði en eftirspurnar- spenna hefur komið fram í afmörk- uðum greinum. • Kaupmáttur ráðstöfunartekna vex mjög mikið í ár og næsta ár og meira en miðað var við í aðdraganda í gerð kjarasamninga, m.a. vegna mikilla skattalækkana. Þessi af- komubati og almenn bjartsýni sem honum fylgir skýrir mjög mikla aukningu á einkaneyslu og innflutn- ingi, sem raunar er nú sýnilegasta dæmið um ójafnvægi í efnahagslíf- inu. • Hækkun á nafngengi krónunnar framan af sumri um allt að 2,5% hefur skert afkomumöguleika í út- flutnings- og samkeppnisgreinum. Gengishækkunin byggist annars vegar á trausti manna á því að kjara- samningar til þriggja ára tryggi stöðugleika en hins vegar og ekki síður, á vaxtaákvörðunum Seðla- bankans. Þótt gengislækkunin hafi nú að hluta til gengið til baka eru forsendur hennar enn til staðar. • Eftir að gjaldeyrisviðskipti voru að fullu gefín fijáls verður ekki séð að háir vextir á peningamarkaði veiti aðhald gegn þensluvöldum, s.s. áður. Háir vextir hafa þess í stað valdið miklu innstreymi erlends gjaldeyris, bæði sem fjárfestingalán og til ávöxtunar í innlendum verð- bréfum. Afleiðingin er stóraukið framboð peninga og hærra gengi íslensku krónunnar en aðrar efna- hagslegar forsendur gefa tilefni til. • Til að stuðla að viðunandi við- skiptajöfnuði, áframhaldandi vexti í útflutnings- og samkeppnisgreinum og almennu jafnvægi í efnahagslífínu er því brýnt að draga úr vaxtamun milii íslands og annarra landa. Engin ástæða er til þess að Seðlabankinn haldi áfram uppi markaðsþrýstingi til hækkunar á gengi krónunnar. • Til að vinna gegn þensluvöldum í hagkerfinu verður að stefna að afgreiðslu fjárlaga með verulegum afgangi. Jafnframt verður að vinna áfram að aukinni hagræðingu í rekstri ríkis og sveitarfélaga, m.a. með útboðum stærri rekstrarverk- efna. Ríkisstjórnin þarf að setja op- inberum rekstri þau mörk að hann þurfi í sem flestum tilfellum að standast samkeppni við einkarekstur í sömu greinum. Þar sem opinberir aðilar eru nær einráðir um kaup á þjónustu þarf því að beina hluta inn- kaupa yfír á einkamarkað til að skapa samanburð og samkeppni. Aðeins þannig verður unnt að halda úti almannaþjónustu með ásættan- legum kostnaði. • Þjóðhagslegur sparnaður íslend- inga er minni en flestra annarra iðnvæddra þjóða og tekjuauki sem fylgir efnahagslegum uppgangi kemur síður fram í minnkandi skuld- um og auknum sparnaði en meðal annarra þjóða. Því er brýnt að stjórn- vöid stuðli að varanlegum uppgangi og stöðugleika með því að efla sparn- að sem mest má vera m.a. með mun víðtækari heimildum til skattfrest- unar við greiðslur í eftirlaunasjóði en nú tíðkast. • Til að létta á skuldum ríkissjóðs og til að örva þjóðhagslegan sparnað er æskilegt að selja þegar eignar- hluta ríkisins í a.m.k. öðrum ríkisvið- skiptabankanum og væntanlegum fjárfestingabanka. Hluta þessara eigna væri æskilegt að selja almenn- ingi á afborgunarkjörum á lengri tíma til að örva enn persónulegan sparnað og þátttöku í atvinnurekstri. Vinnuveitendasamband íslands telur afar mikilvægt að ríkisstjórn miði fjárlagagerð við það höfuð- markmið að tryggja stöðugleika í efnahagslífínu, stuðla að hagvexti, aukinni samkeppnishæfni og fjölgun starfa. Launaþróun sem felur í sér nær helmingi meiri kostnaðarhækk- anir en meðal keppinautanna án samsvarandi framleiðniauka er ekki viðvarandi. Því hlýtur það að verða höfuðviðfangsefni stjórnvalda og stjórnenda í atvinnurekstri að hamla gegn versnandi samkeppnisstöðu ís- lenskra atvinnuvega með kostnaðar- aðhaldi og víðtækum aðgerðum til að auka framleiðni í öllum greinum efnahagslífsins. Góður tekjuafgang- ur á fjárlögum næsta árs getur því skipt sköpum um þróun mála. Sér- staklega er þýðingarmikið að ríkisút- gjöldum verði haldið í skefjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.