Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 13 AKUREYRI Salan á jörðinni Möðrufelli í Eyjafjarðarsveit Hreppsnefnd neytti forkaupsréttar MEIRIHLUTI hreppsnefndar Eyj afj arð ars veitar samþykkti á fundi sínum í vikunni að neyta forkaupsréttar og ganga inn í kauptilboð á jörðinni Möðrufelli. Fyrir lá undirritaður kaupsamn- ingur milli eigenda jarðarinnar og Matthíasar Eiðssonar og Hermínu Valgarðsdóttur á Brún við Akur- eyri og var kaupverðið 40 milljón- ir króna. Matthías stundar hesta- mennsku og ætlaði að selja greiðslumarkið, samtals um 125 þúsund lítra af jörðinni. Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarð- arsveitar, segir að samkvæmt jarðalögum hafi sveitarfélagið heimild til að ganga inn í kaupin og það sé vilji þeirra hreppsnefnd- armanna sem samþykktu að ganga inn í kauptilboðið að áfram verði stunduð mjólkurframleiðsla á Möðrufelli. Pétur Þór segir að jörðin verði seld aftur en ekki sé frágengið hver kaupi hana. Mjólkurframleiðsla kjölfestan Pétur Þór segir að mjólkurfram- leiðsla sé meginkjölfestan í at- vinnulífi sveitarinnar og því vilji innan hreppsnefndar að viðhalda þeirri starfsemi. Hins vegar hafi orðið meiri samdráttur í mjólkur- framleiðslu í Eyjafjarðarsveit und- anfarin ár en annars staðar í Eyja- firði. Á Möðrufelli eru góðar bygg- ingar og um 40 hektarar af rækt- uðu túni. Pétur Þór segir að beiti- Iand sé lítið og menn hafi því líka haft áhyggjur af því að þar yrði sett upp stórt hrossabú. Greiðslumarkið selt innan sveitar Fjórir hreppsnefndarmenn sam- þykktu að ganga inn í kaupin en þrír voru á móti. Áki Áskelsson, fulltrúi U-listans lét m.a. bóka á fundinum að hann hafnaði því að Eyjafjarðarsveit neytti forkaups- réttar. Áki taldi engin rök fyrir því þar sem fyrir lægi kaupsamn- ingur um greiðslumark jarðarinn- ar milli væntanlegs kaupanda og bónda í sveitinni. Greiðslumarkið yrði því áfram innan sveitarinnar. Heilsubót í Kiarnalundi HEILSUBÓTARDAGAR verða haldnir í Kjarnalundi dagana 31. ágúst til 7. september næstkom- andi en fyrir þeim standa hjónin Sigrún Olsen og Þórir Barðdal. Boðið er upp á vikudvöl þar sem fólk nýtur hvíldar og að- hlynningar, auk fræðsluerinda um heilsu og andleg málefni, yoga Chi kong, nudd og þá er boðið upp á grænmetisfæði. Tónleikar verða á meðan á dvölinni stend- ur, en tónlistarmenn vikunnar eru Edda Erlendsdóttir og Ólöf Kol- brún Harðardóttir. Dvölin er hugsuð fyrir fólk sem þarf á andlegri og líkamlegri hvíld og endurhæfingu að halda. Schubert- tónleikar SCHUBERT-tónleikar verða í Dalvíkurkirkju næstkomandi sunnudag, 31. ágúst og hefjast þeir kl. 16. Flytjendur eru þau Rannveig Fríða Bragadóttir, mezzo-sópr- an og Gerrit Schuil, píanó. For- sala aðgöngumiða fer fram í afgreiðslu Sparisjóðsins á Dal- vík, á Árskógsströnd og í Hrís- ey. Haustþing- Bandalags kennara á Norður- landi eystra Kennar- inní brenni- depli HAUSTÞING Bandalags kennara á Norðurlandi eystra og Skólaþjónustu Eyþings verður haldið dagana 29. og 30. ágúst næstkomandi í Mennta- skólanum á Akureyri, Hólum. Efni haustþingsins beinist að kennaranum sjálfum og er yfirskrift þess Kennarinn í brennidepli og verða flutt erindi um þetta efni frá mismunandi sjónarhornum. Guðríður Adda Ragnarsdóttir, atferlisfræðing- ur, flytur erindi sem nefnist Að byggja upp kennarann í grunnskóla nútímans, Guðlaugur Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri flytur erindi um kennarastarfið og ímynd þess í þjóð- félaginu, Elísabet Berta Bjarnadóttir félagsráðgjafi fjallar um sjálfsmynd kennarans í starfi og einkalífi, Sigur- jón Mýrdal, lektor um kennarann sem fagmann í breyttu umhverfi og Ingólfur Jóhannesson, lektor, um kennarastarfið og kenningar um fag- stéttir. Haustþingið er jafnan vel sótt af skólafólki á Norðurlandi eystra og er eitt stærsta þing sem haldið er á svæðinu, en gert er ráð fyrir að það sæki nú um 300 til 350 manns. Þingið er opið öllu áhuga- fólki um skólamál. 135 ára afmæli Akureyrarbæjar Listaverk afhjúpað HUNDRAÐ þrjátíu og fimm ára afmæli Akureyrarbæjar verður næstkomandi föstudag, 29. ág- úst. Af því tilefni verður dagskrá í Grófargili og hefst hún kl. 16 þegar Jakob Björnsson bæjar- stjóri afhjúpar listaverk eftir Tryggva Ólafsson og verður lista- maðurinn viðstaddur athöfnina. Um er að ræða veggskreytingu sem fundinn hefur verið staður neðan við kirkjutröppurnar, á svo- nefndu Fróðahúsi. Tryggvi opnar á sama tíma sýningu á verkum sínum í Deigl- unni sem opin verður fram til 5. september næstkomandi. Lista- maðurinn hefur gefið Akur- eyrarbæ 10 grafíkverk af þessu tilefni og verður þeim komið fyrir á stofnunum bæjarins. Listasumri lýkur Listasumri, sem staðið hefur yfir á Akureyri í sumar, lýkur á föstudag og verður ýmislegt um að vera í tengslum við það. Ketil- húsið verður opið frá kl. 16 til 18 en þar verða m.a. teikningar af húsinu og hvernig það mun líta út eftir endurbætur sem nú standa yfir. Ef veður leyfir verður útbúið torg milli Ketilhúss og Listasafns og boðið upp á tónlist utandyra. Þá má geta þess að Jóhann Árelíuz og Þráinn Karlsson lesa upp úr nýrri ljóðabók Jóhanns á Kaffi Kverinu í Bókvali og hefja þeir lesturinn kl. 17.30. Morgunblaðið/Kristján SINDRI Thorlacius frá Öxnafelli í Eyjafjarðarsveit er að hefja skólagöngu en hann byijar í fyrsta bekk í Hrafnagilsskóla nú í haust. Hann brá sér í bæinn í gærdag og valdi sér skólatösku og pennaveski. Grunnskólanemendur verða um 2.400 STARFSEMI grunnskólanna á Akureyri hefst næstkomandi mánudag, 1. september, og verður fjöldi grunnskólanema svipaður og verið hefur síð- ustu ár eða rétt um 2.400. Fjölmennasti grunnskólinn er Brekkuskóli, sem sameinað- ur var úr tveimur skólum, Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar en nemendur hans verða rúm- lega 700. Þá verða um 600 nemendur í Síðuskóla, 490 í Glerárskóla, 340 í Lundar- skóla, 110 í Oddeyrarskóla og 110 í Giljaskóla en þar er kennt í 1. til 4. bekk. Hærra hlutfall leiðbeinenda Ingólfur Ármannsson svið- stjóri fræðslu- og frístunda- sviðs Akureyrarbæjar sagði að nokkru meira basl hefði verið nú í ár en nokkur síð- ustu ár að fá réttindakennara til starfa og ljóst að hlutfall leiðbeinenda myndi hækkað frá því sem var á liðnu skóla- ári. Þá sáu leiðbeinendur um 13% af kennslu í grunnskólum bæjarins, en Ingólfur sagði að margir þeirra hefðu ágætis menntun og sæju t.d. mikið um kennslu í sérgreinum eins og mynd- og handmennt. Þeir hefðu ekki í miklum mæli séð um almenna bekkjarkennslu en þar sem verra hefði verið nú í haust að fá kennara til starfa myndi þeim eflaust fjölga. „Við eigum von á að allar deildir muni fara í gang við upphaf skólaárs, en enn er því miður ekki búið að negla allt að fullu niður,“ sagði Ing- ólfur. Sjálfsbjörg vill sjálfvirkan opnunar- búnað dyra Létt hurð, greið leið „LÉTT hurð, greið leið“ er heiti á verkefni sem Sjálfsbjörg á Ákureyri og nágrenni vinnur að, en með því verður félagið við áskorun Sjálfsbjargar á Húsavík um að halda sérstakan átaksdag um bætt aðgengi fyrir fatlaða. Verkefni Akureyringa er að bera fram allsheijaráskorun til íbúa, fyrirtækja og stofnana um að bæta aðgengi að húsakynnum sínum með sjálfvirkum opnunar- búnaði dyra. Sérstöku blaði með yfirskrift- inni „Létt hurð, greið leið“ verður dreift á um 6.500 staði á Eyja- fjarðarsvæðinu þar sem kynnt verður mikilvægi góðra og léttra hurða með sjálfvirkum opnunar- búnaði. Ætlunin er að veita þeim sem í kjölfar átaksins kaupa slík- an búnað viðurkenningu á al- þjóðadegi fatlaðra 3. desember næstkomandi. Nokkrum fyrir- tækjum í bænum hefur verið bent á að aðgengi hjá þeim sé gott nema hvað varðar útihurðir og þau hvött til að verða við áskorun um úrbætur. Opið hús í tilefni þessa verður opið hús á Bjargi næstkomandi laugardag, 30. ágúst frá kl. 14 til 17 þar sem almenningi gefst kostur á að kynnast starfseminni nánar, taka þátt í dagskrá og þiggja veiting- ar. Þá verða veittar viðurkenning- ar fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða eða stuðning sem félaginu hefur verið veittur. Á Bjargi er fjölbreytt starf- semi, endurhæfing, líkamsrækt, ljósabekkir, nuddpottar og þar fer einnig fram starfsemi íþróttafé- lagsins Akurs. BLAÐBERAR Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi á Akureyri: Eyrina, Þorpið og Brekkuna. Kaupvangsstræti 1, sími 461 1600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.