Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 19 L Harðar atlögur að Jákvæðri mismunun“ Clinton reymr að bjarga áætluninni Washington. The Daily Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti reynir nú allt hvað hann getur til að bjarga áætlun Bandaríkjastjórn- ar um að auka jöfnuð milli kyn- þátta og bæta stöðu minnihluta- hópa í Bandaríkjunum. Kalifornía hefur gert harða atlögu að henni og dómsmálaráðuneytið bandaríska sá sig í gær tilneytt til að láta af stuðningi við hana í máli sem nú er rekið fyrir dómstól í New Jersey. „Jákvæð mismunun" veitir blökkumönnum og öðrum minni- hlutahópum forgang að mennta- stofnunum, störfum og samningum og hefur verið við lýði frá sjötta áratugnum. Dómsmálaráðuneytið sér sér hins vegar ekki fært að halda fast við áætlunina í málinu í New Jersey en þar er tekist á um brottrekstur hvítrar kennslukonu sem var vikið frá störfum á þeirri forsendu að rýma þyrfti til fýrir svörtum kennara, er talinn var jafn- hæfur til starfans. Málið er afar óþægilegt fyrir Clinton, sem hefur margoft lýst yfír stuðningi við áætlunina um að auka jöfnuð milli þjóðfélagshópa en hefur neyðst til að láta af honum í í New Jersey-málinu vegna mikils utanaðkomandi þrýstings. Sá þrýstingur kom t.d. berlega í ljós í nóvember sl. en þá samþykktu Kaliforníubúar umdeilda tillögu sem bannar mismunun vegna litar- háttar við ráðningar í störf og við skóla. Bendir nú flest til þess að tillagan verði að lögum á fimmtu- dag en dómari í Kaliforníu hefur reynt að koma í veg fyrir það á þeirri forsendu að það myndi skaða þá sem fengið hefðu störf vegna Jákvæðrar mismununar", yrði hún aflögð. Hæstiréttur ríkisins úr- skurðaði niðurstöðu dómarans ógilda í síðustu viku og því verður tillagan að lögum á fímmtudag nema æðsti dómstóll Bandaríkjanna taki í taumana. Reuter Móðir Teresa fær blómsveig MÓÐIR Teresa átti í gær af- mæli og er nú orðin 87 ára gömul. Af því tilefni var henni fléttaður blómsveigur og sést hér ein af systrunum í trúboði góðverkanna í Kalkútta setja hann um háls henni. Móðir Ter- esa hélt upp á afmælið með því að halda sérstaka guðsþjón- ustu. Ný bilun í Mír en súrefnistæki komin í lag Moskvu. Reuter. ÁHÖFN rússnesku geimstöðvarinn- ar Mír hefur tekist að gera við súr- efnistæki stöðvarinnar eftir að hafa verið án fersks lofts um stundarsak- ir. Annar vandi kom upp í gær í stöðinni er ekki reyndist unnt að stilla sólrafhlöður, sem gert var við í síðustu viku. Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) skýrði frá því í fyrrakvöld, að tvö súrefnisframleiðslutæki Mír hefðu bilað og ætti áhöfnin því að- eins nokkurra daga birgðir af súr- efni á flöskum. Rússneskir stjórn- endur Mír-áætlunarinnar vísuðu fréttinni í fyrstu á bug. í gær játtu þeir hins vegar biluninni en gerðu lítið úr alvöru málsins og sögðu að gert hefði verið við bilunina á klukkutíma. Þá hefur rafmagni verið hleypt á Kvant-2 einingu Mír en lokað var fyrir rafstraum þangað eftir árekst- ur birgðafars við geimstöðina 25. júní sl., en þá bilaði rafkerfi henn- ar. í Kvant eru önnur súrefnisfram- leiðslutæki og var búist við að þau kæmust senn í gagnið. Jafnframt voru vonir við það bundnar í gær að næstu daga yrði hægt að hleypa rafstraumi á tvo aðra hluta geimstöðvarinnar, Kríst- all og Príroda, sem einnig hafa verið myrkvaðir frá 25. júní. Þar inni voru stundaðar ýmiss konar rannsóknir. Áður þarf þó að þurrka raka sem myndast hefur undan- farnar vikur í Krístall og vann vél- fræðingurinn í áhöfninni, Pavel Vínogradov, að því að þerra hann með handþurrkum í gær. Ljósgildrur snúast ekki Vera kann að þessi áform breyt- ist eitthvað því í gær var frá því skýrt að ekki væri unnt að stilla sólrafhlöður á Spektr-einingunni þannig að ljósgildrur þeirra næmu geisla sólar nema að litlu leyti. í síðustu viku tókst að tengja rafhlöð- urnar við orkukerfi Mír en það hef- ur ekki skilað þeirri orku sem von- ast var til. Rafhlöðurnar á Spektr skemmdust í árekstrinum 25. júni en fyrir hann framleiddu þær 75% raforku Mír-stöðvarinnar. Talið er að í ljós muni koma á næstu dögum hvort hægt verður með einhverjum ráðum að vinna bug á stillingar- vandamálum rafhlaðanna. Verzlunarskóli íslands Öldungadeild Innritað verður í öldungadeild Verzlunarskóla íslands 25.-28. ágúst kl. 08.30-18.00. Eftirtaldar námsgreinar verða í boði á haustönn: Bókfærsla Lögfræði Stærðfræði Danska Mannkynssaga Tölvubókhald Efna- og eðlisfræði Markaðsfræði Tölvunotkun Enska Milliríkjaviöskipti Tölvur (forritun) Franska Rekstrarhagfræði Verslunarréttur íslandssaga íslenska Ritvinnsla Spænska Þýska Ekki er nauðsynlegt að stefna að ákveðinni prófgráðu og algengt er að fólk leggi stund á einstakar námsgreinar til að auka atvinnumöguleika sína eða sér til ánægju. Skólagjald er í hlutfalli við kenndar kennslustundir. Kennsla í öldungadeildinni fer fram kl. 17.30-22.00 mánudaga til fimmtudaga og hefst 1. september. Umsóknarblöð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. Síðustu dagar rýmingarsölunnar! Enn frekari verðlækkun á gardínuefnum og dúkum. Athugið! Fullar verslanir af nýjum stórglæsilegum gardínuefnum í næstu viku. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.