Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 17 ERLENT Geir H. Haarde vill sjá öll Norðurlönd í NATO Tengsl Rússlands við NATO nánari en Svíþjóðar og Finnlands Ræða Geirs H. Haarde vakti athygli á örygg- ---------------------------,----- ismálaráðstefnu Norðurlandaráðs. Olafur Þ. Stephensen skrifar frá ráðstefnunni í Helsinki. RÆÐA Geirs H. Haarde, formanns flokkahóps íhaldsmanna í Norður- landaráði, vakti talsverða athygli á ráðstefnu ráðs- ins um öryggismál, sem lauk í Helsinki í gær. Geir hvatti Finnland og Svíþjóð til inngöngu í NATO og sagði það skjóta skökku við að Rússland hefði nú nánari tengsl við bandalagið en þessi tvö norrænu ríki. „Það er staðreynd að Rússland hefur nú, á grundvelli samstarfs- samnings síns, formlega nánari tengsl við NATO en Svíþjóð og Finnland. Það kemur einkennilega fyrir sjónir,“ sagði Geir. „Aðild myndi auðvelda Svíþjóð og Finnlandi að taka þátt í ákvarðana- töku og taka víðtækari ábyrgð á ör- yggi hér í norðri. Annað mikilvægt atriði er að gangi Svíþjóð og Finnland í NATO verður auðveldara að veija landamæri Eystrasaltsríkjanna. Hreint landfræðilega séð er þetta skýrt, en það þýðir einnig að fleiri lönd skipta með sér ábyrgðinni. Þetta getur orðið mikilvæg röksemd þegar þarf að fá samþykki fyrir hugsan- legri aðild Eystrasaltsríkjanna á Bandaríkjaþingi." Geir sagði að á sínum tíma hefði ekkert orðið úr hugmyndum um nor- rænt vamarbandalag eftir seinna stríð. „En nú höfum við tækifæri til að sameina öll löndin innan ramma hins nýja NATO á næstu árum. Það myndi þjóna hags- munum okkar allra bet- ur. Alltént er erfitt að sjá fyrir sér að Eystra- saltsríkin þijú gangi í NATO, en ekki nor- rænu ríkin tvö, sem eftir eru,“ sagði Geir. Sjónarmið Geirs og íhaldshópsins áttu ekki upp á pallborðið hjá ýmsum þingmönnum frá Finnlandi og Sví- þjóð, sem svöruðu Geir í umræðum á ráðstefnunni. Olof Johansson, for- maður sænska Miðflokksins, sem hef- ur lagzt gegn NATO-aðild, sagði til dæmis að það væri ekki rétt að for- senda samræmdrar norrænnar örygg- ismálastefnu væri að öll norrænu rík- in væru í NATO. „Ég vil leggja áherzlu á að nú þegar öryggismál eru orðin að umræðuefni í norrænu sam- starfi verður að ríkja virðing fyrir bæði ólíkum lausnum norrænu ríkj- anna í öryggismálum og fyrir mis- munandi tengingu þeirra við Evrópu- sambandið," sagði Johansson. „Sé þessi virðing ekki fyrir hendi mun okkur ekki takast að samræma sjón- armið Norðurlanda." Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Umhverfismála- umræðan á kostnað mannréttinda? Helsinki. Morgunblaðið. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í ræðu sinni á örygg- ismálaráðstefnu Norðurlandaráðs í Helsinki í gær að hann hefði áhyggjur af því að á Vesturlöndum snerist umræðan í æ meira mæli um umhverfismál og réttindi dýra, á kostnað umræðna um mannrétt- indamál. Halldór fjallaði í ræðu sinni með- al annars um að vernd mannrétt- inda og umhverfis væri hluti af því að tryggja öryggi í Evrópu. „í þessu sambandi vil ég hins vegar nefna að mér finnst óheppileg þróun hafa átt sér stað, með því að umræðan í iðnvæddu ríkjunum snýst í aukn- um mæli um umhverfismál og rétt- indi dýra, en ef til vill í minnkandi mæli um mannréttindamál," sagði Halldór. Hann sagði að ísland byggði af- komu sína á náttúruauðlindum og hann væri eindreginn stuðnings- maður sjálfbærrar þróunar og gerði sér grein fyrir gífurlegu mikilvægi umhverfismála. „Ég vara hins veg- ar við því að við vanrækjum mann- réttindamálin. Við kunnum að halda að við höfum uppfyllt allar nauðsyn- legar kröfur og getum því tekið því rólega, en sjálft eðli mannréttinda krefst aðgerða," sagði Halldór. Ráðherrann sagði að ekki væri nóg að tryggja og virða mannrétt- indi, heldur yrði almenningur að vera sér meðvitandi um gildi þeirra og fólk yrði að skilja að mannrétt- indi væru óaðskiljanlegur hluti sam- félagsins. „Til þess að viðhalda þessari vitund eru samræður og umræður nauðsynlegar," sagði Halldór. www.mbl.is/boltinn nver vinnur Giskaðu á hverjir fá gull-, silfur- og bronsskóna sem Adidas veitir markahæstu mönnum Sjóvár-Almennrar deildarinnar í sumar. ■ Ef þú getur rétt hverjir fá gull-, silfur- og bronsskóna áttu möguleika á glæsilegum vinningum: 1. verðlaun: 30.000 kr. vóruúttekt frá Adidas 2. verðlaun: 20.000 kr. vöruúttekt frá Adidas 3 -12. verðlaun: Bolir frá Adidas Taktu þátt i spennandi leik knattspyrnuvefs Morgunblaðsins og Adidas dagana 18.-31. ágúst. Þú fyllir út þátttökuseðil á knattspyrnuvef Morgunblaðsins á slóðinni: www.mbl.is/boltinn Ef þú hefur ekki aðgang að Netinu getur þú heimsótt okkur fyrir utan Sportkringluna á I. hæð Kringlunnar milli klukkan 14.00 og 18.00 virka daga og milli kl. 12.00 og 15.00 á laugardögum og fengið aðstoð við að taka þátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.