Morgunblaðið - 27.08.1997, Side 33

Morgunblaðið - 27.08.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ROGNVALDUR JÓN PÉTURSSON + Rögnvaldur Jón Pétursson fæddist 12. febrúar 1931 í Ófeigsfirði á Ströndum. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfara- nótt 16. ágúst síð- astliðinn. Hann var yngstur níu sona hjónanna Péturs Guðmundssonar, bónda í Ófeigsfirði, og eiginkonu hans Ingibjargar Ketils- dóttur frá ísafirði. Tveir bræður Rögnvaldar létust ungir, en hinir eru Ketiil (d. 1975), Guð- mundur (d. 1985), Ófeigur, Ing- ólfur, Einar og Sigurgeir. í Reykjavík kynntist Rögn- valdur Margréti Sigrúnu Bjarnadóttur sem rekur og á Leðuriðjuna hf. Þau bjuggu saman frá árinu 1969 eða í 28 ár, fyrst í Fossvoginum, en síð- an í Grafarvogi. Foreldrar Mar- grétar voru hjónin Gyða Guð- mundsdóttir, sem nú er látin, og Bjarni Guðmundsson bif- reiðasljóri. Dætur Margrétar eru Nanna Mjöll Atladóttir, fé- lagsráðgjafi í Mosfellsbæ, Gyða Björk Atladóttir, starfandi í Banda- ríkjunum, og Edda Hrönn Atladóttir, hönnuður í Leður- iðjunni hf. Rögnvaldur ólst upp í Ófeigsfirði. Þar var þríbýli og margt fólk á þess- um árum. Eftir að hann varð fullorð- inn stundaði hann í sambýli við for- eldra sína bústörf og sjómennsku og annað sem til féll og vinna þurfti. Þegar hann var 34 ára að aldri ákváðu þau að bregða búi og flytja til Reykja- víkur. Þar vann Rögnvaldur ýmis verkamannsstörf. Hann starfaði í 14 ár á dýpkunar- og sanddæluskipum Björgunar hf., og síðustu 15 árin var hann starfsmaður Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi. Rögnvaldur lék vel á harmon- ikku og var félagi í samtökum áhugamanna um harmonikku- leik. Rögnvaldur verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan. 15. Þeir sem börn hænast að eru góðir menn. Börn standa nær al- mættinu og góðu eðli mannsins en við fullorðna fólkið. Þau horfa á hlutina af forvitni þess sem fýsir að vita, spyrja spurninga sem snerta eðli hvers manns. Þau greina hismið frá kjarnanum. Rögnvaldur var barngóður mað- ur. Börn hændust að honum. Þau fundu að í honum áttu þau félaga og vin sem virti þau og þótti vænt um þau vegna eigin verðleika. Og um margt var hann sjálfur eins og barn. Einlægur, hlédrægur og næmur, forvitinn og viðkvæmur. Ég kynntist honum sem góðum tengdaföður og enn frekar sem afa sona minna. Þeir bundust honum sterkum böndum og áttu með hon- um yndislegar stundir, ýmist í gönguferðum eða við kleinubakstur og matseld. Sennilega voru góðu stundirnar þeirra fleiri og betri en ég veit um, kannski fleiri en þeir sjálfir muna, því að þeir voru svo ungir þegar vinátta þeirra og Rögn- valdar hófst. Ég kynntist honum einnig sem dugnaðarforki og eljumanni. I sam- einingu byggðum við hús í Grafar- vogi, ásamt þeim mæðgum konum okkar. Það var eins og hann væri óþreytandi. Kvöld eftir kvöld, helgi eftir helgi, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð fann hann sér verk til að vinna. Hann gerði mér auðvitað mikla skömm til, nærri 20 árum yngri manninum. En aldrei sýndi hann að honum mislíkaði þessi mis- skipting eljuseminnar. Ég hugsa að hann hafí ekki einu sinni leitt hug- ann að henni. Þannig var hann. Og inn á milli þeysti hann austur á Laugarvatn, í rútu ef enginn mátti vera að því að aka honum, til að vinna þar við sumarbústaðinn þeirra, lagfæra, mála, gróðursetja, hirða um blóm og tré og leggja veg yfir móa og mýri. Það er aðdáunar- vert hveiju þau Margrét og Rögn- valdur hafa komið þar í fram- kvæmd. Mér er til efs að betur hirt sumarbústaðarlóð finnist á gjör- völlu Suðurlandi, sem jafnlítið hefur verið lagt í af beinum fjármunum. En þeim mun meira hefur verið í hana lagt af svita, tíma, alúð og starfsfúsum höndum. Eitt af því sem strax vakti at- hygli mína er ég kynntist honum var að hann var mikill heimilismað- ur og meiri en flestir af hans kyn- slóð. Hann gekk í öll verk heima, svo sem matseld og bakstur sem hann hafði sérstaka unun af. Við yngri karlarnir í Qölskyldunni urð- um að taka okkur verulega á til að vera ekki áberandi eftirbátar hans um slíka hluti. Kvöldið fyrir andlát sitt var Rögnvaldur engu minna starfssam- ur en endranær. Dagana á undan hafði hann verið að mála utanhúss og gera allt til reiðu fyrir sjötugsaf- mæli Margrétar. Um kvöldið lauk hann við að gera hreint í fallegu íbúðinni þeirra og baka stóran skammt af kleinum. Hann fór þreyttur að sofa, en sæll og ánægð- ur. En í stað þess að vakna til af- mælisveislu með konunni sem hann bast svo nánum böndum og þótti svo vænt um, andaðist hann þá um nóttina. Okkur er ekki alltaf ljós tilgangurinn með gjörðum Guðs, en áreiðanlega má úr þessu lesa skila- boð til okkar sem lifum um ást hans og virðingu fyrir fólki sem ann hvert öðru. Nú er Rögnvaldur horfinn frá okkur um stund. Ef við verðskuld- um að komast á þann stað sem góðir menn lenda á að þessu lífi loknu, hittum við hann á ný. Og ég hef ekki trú á því að hann bíði okkar þar verklaus og með hendur í skauti. Ég flyt Margréti tengda- mömmu og dætrum hennar og öðr- um aðstandendum innilegustu sam- úðarkveðjur mínar og strákanna minna. Við ætlum að varðveita í hjarta okkar minninguna um þenn- an góða dreng. Verum minnug þess að sá sem varðveitir í sér barns- hjartað, varðveitir um leið það besta í sjálfum sér. Guðmundur Sæmundsson. í skógi lækur leynist og lautin geymir blóm. í mannsins hjarta er minning með mildan enduróm. Og þó að lækur þomi og þó að deyi blóm, þá miðlar hjartans minning þeim milda enduróm. (Þórarinn Hjartarson þýddi) Þetta ljóð kom í huga minn eftir að Nanna dóttir Margrétar færði Einari þá sorgarfrétt að Rögnvaldur bróðir hans hefði látist i svefni snemma morguns laugardaginn 16. þ.m. Dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér og þannig var það í þetta sinn. Við andlát myndast óneitan- lega tómarúm og við biðjum þess að minningamar um einlægan mann styrki okkur öll í trúnni á hið góða í lífínu. Rögnvaldur Jón Pétursson fædd- ist í Ofeigsfirði og var yngstur 9 MINNINGAR bræðra. Ófeigsfjörður er mikil hlunnindajörð. Þar er æðarvarp, selveiði og mikill réki. í dag er reka- viðurinn unninn í Ófeigsfirði með stórvirkari vélum en áður var. Einn- ig var stundaður hefðbundinn bú- skapur aðallega með sauðfé en kýr og hross eftir þörfum heimilisins. Sjóróðrar voru stundaðir einkan- lega á vorin og haustin og fískað til heimilisþarfa. Rögnvaldur ólst upp í Ófeigsfirði í stórum bræðrahópi en tveir þeirra létust í frumbernsku. Leiksvæðið var stórbrotið, nálægðin við sjóinn og verklag tengt honum var þrosk- andi fyrir börn. Mikið var leikið með báta og þeir auðvitað heima- smíðaðir. í túnjaðrinum er grunn tjöm sem ber nafnið Óskatjörn. Þar var tilvalið að leika sér með bát- ana. Einar hefur sagt mér að börn- in hafi bundið í þá band og fest bambusstöng á hinn endann. Stöng- in var notuð til að halda bátunum hæfilega frá landi. Tjörnin var heimur út af fyrir sig þar sem hug- myndirnar fengu byr undir báða vængi. Börnin nefndu ákveðna staði við tjörnina þekktum landfræðileg- um nöfnum og sigldu t.d. suður til Reykjavíkur, austur á Langanes og á marga fleiri staði. Sandurinn, fjaran og umhverfið allt um kring var og er mikill ævintýraheimur. Þar byggðu börnin borgir og gerðu hallir, hóla og hæðir. Bátarnir sigldu hraðbyri í þurra sandinum með tilheyrandi mótorskellum. Rögnvaldur fór snemma að fylgja fullorðna fólkinu og taka þátt í störfum þess. Til að nýta hlunnindin, sinna búrekstri og að- dráttum sem fóru aðallega fram á sjó, þurfti góðan vinnukraft. Þegar Rögnvaldur óx úr grasi var hann góður liðsmaður bæði duglegur og ósérhlífinn. Rögnvaldur vann á búi foreldra sinna í Ófeigsfirði en eitt- hvað mun hann þó hafa farið af bæ til vinnu meðal annars til Akur- eyrar. Sem ungur maður gekk Rögn- vaidur mikið á skíðum og sótti skíðalandsmót oftar en einu sinni og keppti þar í göngu. Á þessum tímum þegar samgöngur voru aðal- lega á sjó kom sér vel að geta farið á skíðum á milli bæja og skíðakunn- áttan kom þá að góðum notum. Rögnvaldur átti harmonikku frá því ég man eftir honum. Á árum áður tók hann oft í nikkuna en síð- ast heyrði ég hann spila í ferming- arveislu tveggja barnabarna okkar Einars. Rögnvaldur hafði gaman af að skemmta sér og dansaði þá af lífi og sál. Hann var manna glað- astur í góðra vina hópi en var mik- ill reglumaður alla tíð. Árið 1965 bregða Ingibjörg og Pétur, foreldrar Rögnvaldar, búi og flytja í Kópavog ásamt Rögnvaldi. Hann var hjálplegur og góður við foreldra sína, myndarlegur við hin ýmsu heimilisstörf og tók oft erfiði af móður sinni. Eftir að Rögnvaldur flytur í Kópavog kynnist hann konu sinni Margréti og hófu þau sambúð fljót- lega. Margrét átti þijár dætur frá fyrra hjónabandi Nönnu Mjöll, Gyðu Björk og Eddu Hrönn Atiadætur. Þarna eignaðist Rögnvaldur stóra fjölskyldu sem varð honum mjög kær og saman áttu þau fallegt heimili. Árið 1978 eignuðust Rögnvaldur og Margrét land í Laugardal og byggðu sér bústað. Landið liggur að fallegri á sem liðast hjá. Þar naut Rögnvaldur sín vel við gróður- setningu og allskonar vinnu sem fylgir því að eiga bústað. Þar eru þau mikið búin að rækta og planta allskonar tijátegundum. Landið þeirra er unaðsreitur og ber vott um eljusemi og natni þeirra. Þannig háttar til að við Einar eigum bústað skammt frá og þurfum við ekki annað en að líta út um gluggann þá blasir við okkur landið hjá þeim. Nú sést ekki fáninn lengur sem ég kalla svo. Á góðviðrisdögum glamp- aði á ljósu skyrtuna hans, þá var Rögnvaldur að gróðursetja og núna seinni árin mikið að vinna við snyrt- ingu og grisjun á gróðrinum. Almáttugur guð styrki Margréti, dætur, aldraðan föður hennar og MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 33 1 r' fjölskylduna alla og vottum við Ein- ar og börn okkar þeim innilega samúð. Þig faðmi liðinn friður pðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Hvíl I guðs friði. Sigrún Sesselja Bárðardóttir. Rögnvaldur Pétursson kvaddi okkur og þennan heim I hinsta sinn fyrr en nokkurn grunaði. Dagurinn sem framundan var, 16. ágúst, átti að vera dagur gleði og eftirvænting- ar á tímamótum í lífi Margrétar, konu Rögnvaldar, sem átti sjötugs- afmæli. Þess í stað varð hann dag- ur sorgar. Við sem söknum Rögn- valdar getum nú einungis yljað okkur við glóð ljúfra minninga um þennan trausta og velviljaða mann. Margar myndir líða um huga manns; myndir málaðar sterkum dráttum. Minningin um hið hijúfa yfirbragð, stórskorið veðurbitið andlitið, vinnulúnar hendurnar og stirðar hreyfingarnar standa and- spænis minningum um ljúfmennsku hans og umhyggjusemi. Rögnvaldur var náttúrubarn, sem hvergi leið betur en I nánum tengslum við náttúruna, sjóinn, moldina og þann gróður sem af henni sprettur. Ein þeirra mynda sem stendur manni hvað skýrast fyrir hugskotssjónum þegar horft er yfir ævistarf Rögnvaldar er af stússi hans í kringum tijáplöntur og annan gróður við sumarbústað þeirra Rögnvaldar og Margrétar nálægt Laugarvatni. Rögnvaldur meðhöndlaði hvert tré og hveija plöntu eins og börnin sín, enda var brátt svo komið að mýrinni um- hverfis sumarbústaðinn hafði verið umbreytt í hlýlega gróðurvin sem*'* umlukti bústaðinn, svo vart mátti greina hann utanfrá. Aldrei var Rögnvaldur hamingjusamari en þær stundir sem hann gat horfið í faðm þessa unaðsreitar, þar sem hvert handtak virtist honum sér- stakt ánægjuefni. Rögnvaldur stundaði engan leik- araskap. Framkoma hans var ein- læg, vinátta hans fölskvalaus. Vin- áttu Rögnvaldar og gjafmildi nutu í ríkum mæli börnin og barnabömin í fjölskyldunni. Rögnvaldur naut sín ekki síst í hlutverki gestgjafans,^-. enda liðtækur í eldhúsinu við pönnuköku- og kleinubakstur. Aldr- ei fórum við fjölskyldan til dvalar erlendis án þess að Rögnvaldur sæi til þess að birgja okkur upp með ýmsu góðgæti sem hann hafði út- búið. Hinn 16. ágúst var enn einu sinni einn meðlimur þessarar flökkufjölskyldu, Nanna, á förum yfir hafið. Svo mikið var Rögnvaldi í mun að hún færi ekki tómhent út í hinn stóra heim að hann stóð við kleinubaksturinn langt fram yfir miðnætti. Það reyndist hans hinsta verk hérna megin móðunnar miklu. Vart hefði Rögnvaldur getað kvatt þennan heim með táknrænni hætti. Og þannig munum við minnast^” hans, sem þess umhyggjusama manns sem ætíð var reiðubúinn að leggja á sig fyrirhöfn til þess að láta í ljós vináttuvott. Við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta um- hyggju og vináttu þessa góðgjarna Strandamanns það spölkorn sem leiðir okkar lágu saman í gegnum lífið. Guð blessi þig, Rögnvaldur. Arnór, Edda, Nanna og Margrét. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓSKAR SIGURBERGSSON, lést miðvikudaginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður að Lágafelli. Ljósbjörg H. Magnúsdóttir, Sigurlaug Óskarsdóttir, Hjörtur Grímsson, Svanhildur Óskarsdóttir, Hilmar Harðarson, Óskar Þór Óskarsson, Kristín Ólöf Kristjánsdóttir, Magnús Valberg Óskarsson, Guðrún Björg Pálsdóttir og barnabörn. t Þökkum sýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar KJARTANS BJÖRNSSONAR frá Svínadal, Hátúni 10, Vík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjallatúns fyrir góða ummönnun. Systkini og aðrir ættingjar. t Þökkum af alúð öllum er sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför bróður og frænda, BJARNA GUNNARSSONAR Auðbjargarstöðum. Karóifna Gunnarsdóttir og systrabörn. Lokað Lokað verður í dag, miðvikudaginn 27. ágúst, frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar RÖGNVALDAR JÓNS PÉTURSSONAR Leðuriðjan ehf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.