Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 37 FRÉTTIR i ► ► Aðalfund- ur IDF haldinn á Islandi ALÞJÓÐASAMBAND mjólkuriðn- aðarins (International Dairy Feder- ation, IDF), heldur sinn 81. aðalfund í ráðstefnumiðstöð Háskólabíós og í þingsölum Hótels Sögu dagana 27.-30. ágúst. Til fundarins koma 400 fulltrúar frá 33 aðildarlöndum IDF og eru þar af 40 íslendingar. Á annað hundrað manns fylgir fulltrú- unum hingað til lands og eru marg- víslegar kynnis- og skoðunarferðir skipulagðar í tengslum við ráðstefn- una. Eitt stærsta málið á aðalfundinum eru áhrif GATT-samkomulagsins á viðskipti með mjólkurvörur en í kjöl- far þess eru að verða miklar breyt- ingar á alþjóðlegum mörkuðum sem bæði hafa í för með sér aukna sam- keppni og nýja möguleika. Ennig verður rætt um alþjóðlega matvælastaðla (Codex Alimentar- ius). Alþjóðasambandið gerir tillögur til Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, varðandi_ heilbrigð- isstaðla í mjólkuriðnaði. Ákvarðanir FAO setja mark sitt á tilskipanir og reglur Evrópusambandsins sem að sínu leyti hafa bein áhrif á íslenskan mjólkuriðnað vegna aðildar Islands að Evrópska efnahagssvæðinu. Þrjár opnar ráðstefnur Þrjár opnar ráðstefnur verða haldnar á fundinum frá kl. 14-18 miðvikudag, fímmtudag og föstudag. Á hinni fyrstu verður fjallað um breytingar á sölu- og markaðshorf- um í heiminum m.a. í ljósi GATT og aukinnar samkeppni. Á fimmtudags- ráðstefnunni verður rætt um líftækni og notkun efnahvata í mjólkuriðnaði og á föstudag er umræðuefnið alþjóð- legir matvælastaðlar og hreinlæti í framleiðsluferlum. Forseti IDF er Jerome J. Kozak, Bandaríkjunum, en framkvæmda- stjóri þess er Edward Hopkin, Bret- landi. Aðalskrifstofa IDF er í Bruss- el. íslandsdeild IDF var stofnuð 1988 og er Óskar H. Gunnarsson forstjóri formaður hennar, Guðlaugur Björg- vinsson forstjóri varaformaður og ritari hennar er dr. Þorsteinn Karls- son framkvæmdastjóri. Birgir Guð- mundsson mjólkurbússtjóri hefur ásamt ofangreindum unnið að undir- búningi aðalfundarins. -----♦ ♦ •■■♦-- Töðugjaldatón- leikar í Tjaldi galdramannsins HÖRÐUR G. Ólafsson verður með skemmtun í Tjaldi galdramannsins í Lónkoti í Skagafirði föstudaginn 29._ ágúst. í fréttatilkynningu frá Lónkoti segir að Tjald galdramannsins sé stærsta tjald á Islandi, innanmálið sé um 700 fermetrar og stærð tjalddúksins um 900 fermetrar. Það henti m.a. til tónleika, ættarmóta, veisluhalda, sýninga auk margs annars. Niðurgrafnir innveggir eru hlaðnir úr sorfnu sjávargijóti en upphækkaðir útveggir eru tyrfðir. Þannig hvílir tjaldið á sérstökum grunni. Tjaldið er að stofni til grænt að utan en með hvítum beltum á milli. -----♦ ♦ ♦----- LEIÐRÉTT Viku of snemma FRÉTT um tónleika Þórönnu Krist- ínar Jónsdóttur í Ytri-Njarðvíkur- kirkju í blaðinu í gær var heldur fljótt á ferðinni. Tónleikarnir eru ekki í kvöld, heldur miðvikudaginn 2. september kl. 20.30. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. FÉLAGAR í 4x4 taka sér matarhlé frá landgræðslu. Jeppamenn við land- græðslustörf Happdrætti um innflylj endaley fi UMHVERFISNEFND Ferða- klúbbsins 4x4 stóð fyrir land- græðsluferð í Þórsmörk helgina 20.-22. júní sl. Ferðin var farin í samvinnu við Landgræðslu ís- lands og Olís hf. en Olís hafði á sl. ári fært Ferðaklúbbnum að gjöf hálft tonn af fræi og áburði og lagt þannig lið umhverfis- verndarstarfi klúbbsins. í Landgræðsluferðina mættu 40 félagsmenn á öllum aldri. Svæðið sem unnið var á er syðst í Þórsmerkurrananum en þar hefur Landgræðslan unnið að uppgræðslu í nokkur ár. Alls var dreift um tonni af áburði og gras- fræi og einnig voru gróðursettar um 600 birkiplöntur. Ferðin var í alla staði mjög vel heppnuð enda er mjög mikill áhugi á land- græðslustarfi innan klúbbsins. Stefnir klúbburinn að því að gera slíka ferð að árlegum viðburði í starfi sínu. Klúbburinn hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á góða umgengni um landið, hefur m.a. útbúið ruslapoka sem bera slag- orðið „Fræ á fjöll - Ruslið heim“. Klúbburinn hefur á undanförn- um árum einnig staðið fyrir stik- un slóða á hálendinu og í sam- vinnu við Landgræðsluna hafa félagsmenn dreift böggum til uppgræðslu m.a. á Haukadals- heiði og í Landsveit. SENDIRAÐ Bandaríkjanna hefur tilkynnt að efnt verði til happdrætt- is um innflytjendaieyfi til Banda- ríkjanna (Diversity Immigrant Visa Lottery - DV-99) á þessu ári. Fólk fætt á íslandi og sem dregið verður út í happdrættinu fær tæki- færi til að sækja um innflytjenda- leyfi sem gefur rétt á að búa og starfa í Bandaríkjunum. Skráning- artíminn er 30 dagar. Frá hádegi 24. október 1997 til hádegis 24. nóvember 1997. í frétt frá sendiráðinu segir að búist sé við að u.þ.b. 55.000 inn- flytjendaleyfum verði úthlutað á heimsvísu, gegnum DV-99 happ- drættið. Fjöldi innflytjendaleyfa til þeirra landa sem rétt hafi til þátt- töku sé ákveðinn algerlega af handahófi upp að hámarkinu 3.850 á hvert land. Þeir sem dregnir verða út verði að hafa menntun sem sam- svari framhaldsskóla (high school) í Bandaríkjunum eða tveggja ára starfsreynslu síðustu fimm árin í starfsgrein sem viðurkennd er af atvinnumálaráðuneyti Bandaríkj- anna. Þeir þurfi ekki að hafa at- vinnutilboð í höndunum en verði að vera við góða heilsu líkamlega og andlega og geta séð fyrir sér í Bandaríkjunum. Til að geta tekið þátt í útdrættin- um verður viðkomandi að vera fæddur í jandi sem rétt hefur til þátttöku. ísland er þar á meðal. „Allar umsóknir ber að senda til höfuðstöðva í New Hampshire í Bandaríkjunum og verða þær að berast þangað á tímabilinu frá há- degi 24. október 1997 til hádegis 24. nóvember 1997. Aðeins er hægt að skila inn einni umsókn fyrir hvern mann og umsækjandinn get- ur sjálfur útbúið umsóknina á venjulegan pappír. Ekki er um nein eyðublöð að ræða. Umsækjandinn verður sjálfur að undirrita umsókn sína og líma mynd af sér í vega- bréfsstærð á umsóknina með glæru límbandi, ekki festa hana með hefti eða pappírklemmu. Starfsmenn sendiráðsins taka fram að þótt margir einstaklingar og fyrirtæki auglýsi í dagblöðum og lofi aðstoð við að útvega vega- bréfsáritun eða að hjálpa fólki við að fá „græna kortið“ er DV-áætlun- in hreint happdrætti. „Allir sem geta skrifað nafn sitt og heimilis- fang á blað geta tekið þátt. Eini kostnaðurinn felst í pappírnum og póstburðargjaldinu. Þeir sem verða dregnir út þurfa hins vegar að borga sérstakt 75 dollara umsýslu- gjald,“ segir í fréttinni. Til að fá upplýsingar um frágang á umsóknum fyrir DV-happdrættið skal senda frímerkt áritað umslag til sendiráðs Bandaríkjanna eða sækja upplýsingablaðið á ræðis- mannsskrifstofu sendiráðsins. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu sendiráðsins á http://www.nyheiji.is/america/ Hr. Bean á skafmiða HAPPAÞRENNA Happdrættis Há- skólans, Háskólabíó og Morgunblað- ið efna til sérstaks leiks sem kennd- ur er við hinn sívinsæla hr. Bean, en ný kvikmynd um ævintýri þessa dæmalausa hrakfallabálks verður frumsýnd í Háskólabíói og Regnbog- anum 29. ágúst. Happaþrennan hefur gefið út sér- stakan skafmiða með mynd af hr. Bean og í samstarfsverkefninu fær hann „framhaldslíf", það er að á sölu- stöðum þrennunnar er sérmerktur kassi sem setja má í alla miða er vinn- ingur hefur ekki fallið á þegar skafið hefur verið af þeim. Árita þarf mið- ana með nafni og símanúmeri. Sölu- staðir sjá um að koma miðunum til Happdrættis Háskólans og vikulega er síðan dregið úr öllum innkomnum miðum og er flöldi vinninga í boði m.a. utanlandsferð með Úrval/Útsýn, More-tölvur, Mongoose fjallahjól og margir smærri vinningar. Að auki verður dreg- ið um tvær Toy- ota Corolla bif- reiðir. Um hina fyrri verður dreg- ið um mánaða- mótin septemb- er/október og verður þá dregið úr öllum þeim miðum sem borist hafa en um hina síðari verður dregið u.þ.b. mánuði seinna og þá úr þeim miðum sem borist hafa frá því dregið var um fyrri bílinn. Nöfn vinningshafa birtast svo í Morgublaðinu á hveijum föstudegi á meðan á leiknum stendur. Allar Happaþrennur eru gjald- gengar í leiknum, þannig að enginn ætti að fleygja slíkum happamiða þótt hann fái ekki vinning við að skafa heldur setja hann kassa. Hr. Bean. Morgunblaðið/Egill Egilsson FARMBRÉFIÐ frá Elvis í Graceland. Um brottfall nemenda VEGNA umfjöllunar um brottfall nemenda úr háskólum í Morgun- blaðinu í gær vil ég undirrituð gera eftirfarandi athugasemd: í byijun ágúst var haldin hér á landi ráðstefna námsráðgjafa í há- skólum á Norðurlöndum. Einn af fyrirlesurunum var Eva Teilmann yfirmaður í stjórnsýslu Árósahá- skóla og fjallaði hún um brottfall danskra háskólanema. Kom margt áhugavert fram í umfjöllun hennar þar sem hún varpaði fram tilgátum sem hún ýmist hrakti eða staðfesti. Meginástæðu fyrir brottfalli í sínu heimalandi telur hún vera skort á markvissri námsráðgjöf í dönskum háskólum. Nemendur hafi oft rang- ar væntingar til þess náms sem fyrir valinu verður. Því þurfi náms- ráðgjafar þar í landi að endurskoða forsendur ráðgjafar og taka mið af fleiri hliðum en þeir gera nú. Staðreyndin er sú að námsráðgjafar í dönskum háskólum hafa ekki hlot- ið sérstaka menntun til að sinna faglegri ráðgjöf við námsval. Þeir hafa aftur á móti hlotið menntun í þeim greinum sem kenndar eru við þær deildir þar sem þeir starfa. Þar starfa þeir samhliða stjórnendum og kennur- um líkt og áfangastjór- ar gera hér á landi. Sumir hveijir hafa þó bætt við sig ijarnámi eða stuttum námskeið- um í ráðgjöf. Uppbygging náms- ráðgjafar á Islandi er með mjög ólíkum hætti því hér er fyrst og fremst lögð áhersla á að mennta námsráð- gjafa til sérfræðistarfa við ráðgjöf um val á námi og ráðgjöf um ijöl- breyttan náms- og fé- lagslegan stuðning. í ráðgjöf við námsval hér á landi er unnið sérstaklega með væntingar og áhugasvið nemenda. Þá er einn- ig kannaður styrkur nemandans á því námssviði sem um ræðir og hann borinn saman við þær kröfur sem gerðar eru í náminu. Því má segja að þeir þættir sem Eva Teil- mann telur að þurfi til að efla náms- ráðgjöf í Danmörku séu þeir sem námsráðgjöf á íslandi hefur haft að leiðarljósi frá upp- hafi. Háskóli íslands hefur síðastliðin 16 ár staðið fyrir öflugri faglegri ráðgjöf fyrir nemendur áður en þeir hefja nám við skólann og einnig meðan á háskólanámi stendur. Eins og fram kom í viðtali við Evu Teilmann í Mbl. hinn 26. ágúst síðastliðinn hefur öflug náms- ráðgjöf mikla þýðingu ef draga á úr brott- falli því hún stuðlar að markvissara nám- svali. I viðtalinu kom fram að brott- fali úr háskólanámi er minna meðal nemenda við Háskóla íslands en danskra háskólanema. Þennan mun má án efa að einhveiju leyti rekja til þeirrar faglegu og markvissu námsráðgjafar sem veitt er hér á landi. Ásta Kr. Ragnarsdóttir, forstöðumaður Námsráð- gjafar Háskóla íslands. Ásta Kr. Ragnarsdóttir Elvis á íslandi? Flateyri. Morgunblaðið. MENN hafa löngum velt vöngum yfir því hvort rokkkóngurinn, Elvis Presley hafi yfirgefið þenn- an jarðneska heim á sinum tíma en þær vangaveltur hafa þó farið minnkandi sl. ár. Því brá mönn- um í brún þegar Pólverji einn hér á Flateyri fékk sendar vörur frá Elvis P. nokkrum með lög- heimili í Graceland á Grundar- firði, samkvæmt farmbréfi. Um er að ræða hluta af hús- gögnum og því velta menn því fyrir sér hvort þau séu frá Grace- land, heimili Elvis í Bandarikjun- um. Enginn sími er gefinn upp, og engin kennitala heldur, þann- ig að það rennir stoðum undir grun manna um að hér sé kannski á ferð sjálfur EIvis. Ef svo ólíklega vildi til að um rokk- goðið sjálft sé að ræða er það enn ein rós í hnappagat okkar Islendinga um þessar mundir þar land okkar er orðið vinsælt grið- land fyrir stórsljörnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.