Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 39 BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 Hugleiðingar eftir Islandsferð Frá Hallfríði Schneider: VIÐ íslendingar dáum land okkar og nú gerir það líka fjöldi erlendra manna, sem flykkjast til landsins og skrifa lof um það. Til dæmis er fyrir- sögn í Newsweek 14. júlí sl.: „The Only Unpleasant Thing about this Place: Pronouncing It", þ.e. Reykja- vík sem þar segir að sé líklegast „hippiest" ferðaborg heims. Þessi grein, eins og aðrar, vara fólk við, að þarna sé dýrt að vera. Eftir tveggja vikna skemmtilega dvöl heima, fyrir mig er heima hér og á íslandi, finnst mér gróður hafa dafnað, fólkið hafa fríkkað og hækk- að og sjóndeiidarhringurinn víkkað. Aldrei fyrr hefí ég séð Barðaströnd- ina frá Leifsstöð. En andrúmsloftið hafði eitthvað breyst á tveim árum. Alls staðar biðu okkur hjóna ævin- týri, í Alþingishúsinu með leiðsögn góðs manns; í Dómkirkjunni á mið- vikudagsmorgni, þegar orgelleikur fyllti hana og seinna þegar söngur Diddúar fyllti Kristskirkju; í söfnum, m.a. Njálssögusafninu, í sumarbú- stað í blíðskaparveðri að hlusta á lækjarnið og fuglaklið; í nýtískulegri íbúð við Skúlagötu að horfa á fríðar skútur sigla á rigningar þriðjudags- kvöldi. Þá gladdi það mig, þegar maður sem við rákumst á og höfðum ekki séð í 52 ár, sagði við Henry: „Þú ert góður tengdasonur íslands," og eins þegar kaupmaður, sem heyrði að hann hefði verið hér á stríðsárunum sagði: „Þakka þér fyr- ir að snúa við efnahagsmálum hér," og gaf honum fallegt kerti. En auð- vitað voru mestu ævintýrin að vera með fjölskyldu og vinum. En ekki fannst okkur allt til fyrir- myndar. í fyrri heimsóknum hefi ég óttast að þunga pósthúshurðin yrði mér að bana, svo oft var henni skellt á mig. Ef ég hélt henni hentist fólk út og inn og tók ekki við af mér. Nú var mörgum hurðum skellt á okkur og ég var farin að æpa á söku- dólga. Hafa foreldrar og kennarar kennt ungviði að líta við áður en það lætur hurðir falla? Og ég bið barna- vagnafólk að keyra vagna sína og kerrur með gætni og biðja afsökun- ar, þegar það keyrir á fólk. Kurteisi er smitandi og róandi fyrir alla. Loks, hvaða ráðamenn samþykktu að vanvirða Austurvöll, fallega hjarta bæjarins, t.d. með því að steinleggja tvö horn hans? Var það gert til að laða mótorhjólafólk þang- að? Væri ekki hægt að leggja hjólun- um nær höfninni? Erotika húsið blas- ir við Alþingishúsinu en Jón Sigurðs- son snýr baki í það. Og snúa bæj- arbúar yfirleitt baki við óhugnanlegu næturlífí miðbæjarins? Og hvað er hægt að gera við krotinu víða um bæinn? Það er gott að búa á enn virðu- legu Hótel Borg, þar sem starfsfólk er mjög hjálplegt og kurteist. Og það er gaman að horfa yfir Austur- völl og sjá hversu vel börn og full- orðnir njóta hans á góðviðrisdögum. En næturlífið er skrílslegt, sérstak- lega eftir að mörgu kránum er lok- að. Þá byrja öskur, hlátursköst, slagsmál, óp og „reving" mótorhjóla. Þá er erfitt að sofa, þrátt fyrir eyrna- tappa. Unglingarnir eru duglegir við að halda garðinum hreinum, en hverjir hreinsa glerbortin af gang- stéttunum? Þrátt fyrir það neikvæða verður Islands alltaf „amazing" en það er lýsingarorðið sem enskumælendur nota oftast þegar þeir lýsa því. Með kveðjum, HALLFRÍÐUR SCHNEIDER, 5935 Kimble Ct. Falls Church, VA 22041 Virginíu. Dímon - diemen Frá Ásgeiri Ó. Einarssyni: MARGIR þekkja Dímon sem er klettadrangur á stórri sandsléttu neðarlega í Fljótshlíð en færri kann- ast við Dímon í Færeyjum sem er bratt fj'all. Einnig þekkja margir söguna um bóndann sem fór til prestsins og spurði hann hvað Dímon þýddi eiginlega. Prestur fletti upp í sinni latínuþekkingu og svaraði að það líktist helst di mons sem þýddi tvö fjöll. Bóndi tók þessari vitlausu þýðingu sem heilögum sannleik og bændur leituðu mikið að öðru fjalli en fundu hvergi því að það er ekki einu sinni til myndarleg þúfa í nánd við Dímon. Samt fannst þeim vera eitthvert fjall í fjarska og töluðu síð- an um stóra og litla Dímon sem er eintómt rugl því að dímon og di mons er bara sitt hvað. Ég á þýska alþýðuorðabók (Leipz- ig 1933) sem er með gífurlegum fjölda teikninga af hlutum sem nefndir eru í henni. Er ég var að fletta í bókinni rakst ég á mynd af háum kornstakki sem ber hér um bil sama nafnið; diemen en við að flakka frá Rómverjum hingað norður í lönd (Noregur, Færeyjar, ísland) hefur framburður nafnsins tekið breytingum, þ.e. endingin orðið -on fyrir áhrif af öðrum latneskum orð- um t.d. mammon, demon. Kornstakkurinn (diemen) var mikið þarfaþing fyrir kornræktar- bændur, sérstaklega við stutt sumur og erfíða ræktun og einkum fyrir það að þegar kornið var ekki full- sprottið var mjög erfitt að ná því úr öxunum. Þá höfðu menn ekki vélar sem ná korninu úr jafnóðum og það er slegið. í þá daga urðu menn að berja kornið úr axinu. Þá tóku menn visk í hendur, slógu því við jörðina þar til kornið losnaði. Kornstakkur var þannig gerður að tekið var beint, grannt tré, það rek- ið ofan í jörðina á þurrum stað, nýs- legið kornið lagt með kornið upp að trénu, allt um kring og upp í rúma 2 metra. Síðan var langur, gamall hálmur settur yfir opið, bundið að honum fyrir ofan og einnig ofar miðju. Stakkurinn var látinn standa í 1-2 mánuði og þá hafði kornið þornað og þroskast svo mikið að miklu auðveldara var að slá það laust. Eftir að menn hafa nú lesið hvað er sannleikurinn í þessu Dimon-máli ættu íslendingar að hætta að tala um stóra og litla Dímon og þeir sem hafa sett þetta rugl í íslenskar orðabækur ættu að losa þær við lygina sem fyrst. ÁSGEIR Ó. EINARSSON dýralæknir. Dýraglens Tommi og Jenni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavlk. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.800 kr. a mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.