Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 MORGUN BLAÐIÐ LANDIÐ Bygging nýrrar sund laugar að hefjast Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir MIKILL fjöldi fólks sótti Hveragerði heim á Blómstrandi dögum um helgina. Blómstrandi dagar í Hveragerði Morgunblaðið/Silli Flas og slys em oft förunautar Húsavík - Vegagerð ríkisins vinnur nú að endurbótum á slitlagi á all- löngum kafla í Aðaldalshrauni og hefur í því sambandi takmarkað ökuhraða í 50 km yfir nýlagt malar- lag. Maður, sem ekið hefur um hraunið, segir að flestir vegfarendur virði alls ekki settar ökutakmarkan- ir. Ökumanni bílsins, sem myndin er af, hefur legið of mikið á og ekið hátt yfir settum aksturstakmörkum og því ekki ráðið við bílinn í lausa- mölinni og ökuferðin endaði illa. Flas og slys eru oft förunautar. Stykkishólmi - Undirbúningur að byggingu nýrrar sundlaugar er kom- inn á fullan skrið. Frumteikningar hafa verið samþykktar og reiknað er með að jarðvinna verði fljótlega boðin út. í fyrra var skipuð bygginganefnd til að annast undirbúning fram- kvæmdarinnar. Formaður hennar er Ellert Kristinsson. Að sögn Ellerts liggja nú fyrir frumteikningar að sundlauginni. Byggðir verða nýir búningsklefar og tengjast þeir íþróttamiðstöðinni. Þá verður byggð lítil innisundlaug sem ætluð er til kennslu, þjálfunar fyrir sjúklinga og svo aldraða. Útisundlaugin verður 25x12,5 m. Þá er gert ráð fyrir heit- um pottum, baðlaug og rennibraut- um. Arkitekt sundlaugarinnar er Ómar Þór Guðmundsson en hann teiknaði íþróttamiðstöðina sem tengist þessu mannvirki. Ellert sagði að heita vatnið sem fannst fyrir ofan Stykkishólm í vetur hafí aukið þrýsting um að byggja nýja sundlaug. Hann hafi orðið var við mikinn áhuga bæjarbúa fyrir þessum framkvæmdum og sagðist vona að taka mætti mannvirkið í notkun síðla næsta árs. Hveragerði - Blómstrandi dagar voru haldnir í Hveragerði um síð- astliðna helgi. Fjölbreytt dagskrá var í gangi fyrir alla aldurshópa bæði laugardag og sunnudag. Greinilegt var að hinir fjöl- mörgu gestir sem sóttu bæinn heim skemmtu sér hið besta enda var veðrið eins og best varð á kosið og bærinn skartaði sínu feg- ursta. Talið er að á milli fjögur og fimm hundruð manns hafi sótt brekkusöng á Fossflötinni á laug- ardagskvöldið. Þar var það Árni Johnsen sem stjórnaði söngnum og sá til þess að allir tækju vel undir. Glæsileg flugeldasýning lýsti síðan upp kolsvartan nætur- himininn og vakti óskipta aðdáun þeirra er til sáu. Óneitanlega settu jarðskjálft- arnir á aðfaranótt sunnudagsins mark sitt á dagskrá Blómstrandi daga enda um fátt annað talað manna á meðal á sunnudeginum. Óróleikinn hafði þó ekki áhrif á yngri kynslóðina sem skemmti sér konunglega í hinum fjölmörgu leiktækjum sem sett höfðu verið upp víðsvegar um bæinn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason BYGGINGANEFND sundlaugar í Stykkishólmi: Hilmar Hall- varðsson, Ólafur Kristjánsson, Ellert Kristinsson og Davíð Sveinsson. Sléttusöngur á Selfossi Selfossi - Það var mikið um dýrðir á útivistarsvæðinu á Selfossi síðastliðið laugardagskvöld þegar bæjarbúar söfnuðust saman og sungu við varðeld. Hátt í 400 manns sóttu þessa „útihátíð" sem gárungarnir hafa kallað sléttusöng. Varðeldur var tendraður um kvöldið og myndað- ist skemmtileg stemmning þegar leið á kvöldið þar sem söngurinn ómaði á meðan eldurinn logaði. Það kom í hlut raddsterkra heimamanna að leiða sönginn og var greinilegt að skemmtunin mældist vel fyrir hjá ungum sem öldnum. Að sögn aðstandenda gekk allt að óskum og voru veðurguðirnir hliðhollir mannfólkinu að þessu sinni. Snorri Sigfinnsson er einn þeirra bæjarbúa sem skipulögðu sléttusönginn og vonast hann til að þessi uppákoma geti orðið að árvissum viðburði. Morgunblaðið/Sig. Fannar. ÞAÐ var góð stemmning á Selfossi um helgina þegar bæjarbúar sameinuðust við varðeld og sungu „sléttu- söngva“. Morgunblaðið/Sig. Fannar. MIKIÐ er um það að ferðamenn heimsæki Sólheima í Grímsnesi. Á dögunum var hópur frá félags- starfinu í Gerðubergi, Breiðholti, í heimsókn. Heimsókn til Sólheima STEINAR WAAGE Tegund: 2416 Litir: Svartur, brúnn Stærðir: 36-41 Tegund: 2310 Litur: Svartur Stærðir: 36-41 Tegund: 2330 Litur: Svartur Stærðir: 36-41 Verð: 6.995 Verð: 7-495 Verð: 7-495 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR • POSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE SKOVERSLUN SÍMI 511 8519 ^ STEINAR WAAGE SKOVERSLUN SÍMI 568 9212 Selfossi - Það hefur verið mikið um það að ferðamenn heimsæki Sólheima í þeim tilgangi að kynn- ast öðrum lífsháttum en menn þekkja úr daglegu umhverfi. Á Sólheimum er samfélagið vist- vænt og að flestu leyti sjálfbært. Það er á margan hátt eins og að koma inn í annan heim þegar Sólheimar eru annars vegar. Þegar blaðamann bar að garði voru meðlimir í félagsstarfi Gerðubergs í Breiðholti í heim- sókn. Með þeim í För voru nokkr- ir félagar í Blindrafélaginu og stoðbýlið í Foldabæ. Alls voru í hópnum 60 manns og keyrðu þau austur yfir fjall gagngert til að heimsækja Sólheima. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns félagsstarfsins í Gerðubergi, er ferðin upphafið að hauststarfi félagsins. „Við er- um að leggja af stað eftir sumar- leyfin,“ sagði Guðrún. Hún sagði einnig að á komandi starfsári fé- lagsins væru nýjar reglur er varða meðlimi í félaginu, þ.e.a.s. nú eru ekkert aldurstakmark inn í félagið, öllum er heimil þátttaka. Fólkið á Sólheimum er orðið vant miklum gestagangi og eru flestir ánægðir með alla þá at- hygli sem ferðamennirnir veita starfseminni á Sólheimum. GUÐRÚN Jónsdóttir, for- stöðumaður félagsstarfsins í Gerðubergi. Á SÓLHEIMUM eru menn almennt ánægðir með þann áhuga sem ferðamenn sýna því starfi sem þar fer fram. Hér getur að líta ánægða starfsmenn í handverkshúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.