Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 21 LISTIR staklega. Því vísar Sydhoff á bug, segir að barnamenning skipi veg- legan sess í öllum þáttum menn- ingarársins. í stað þess að taka börnin útúr vilji hún að þau verði þátttakendur á öllum sviðum. Dæmi um það eru verkefni á borð við „börn teikna hús“ og „börn semja tónlist". - Én þegar þið leggið línurnar í dagskránni, hvernig fer það sam- an að skipuleggja fyrir borgarbúa og gesti, sænska og erlenda? „Það er ekki svo mikill munur þar á,“ segir Sydhoff. „Við verð- um fyrst og fremst að hafa í huga hvernig árið skiptist. Flestir ferðamennirnir koma frá tímabil- inu apríl til loka september og að sjálfsögðu setur það ákveðið mark á dagskrána. Það er létt- asti hlutinn, þá er auðveldast að standa fyrir uppákomum og laða fólk að. En fyrstu þrír mánuðirn- ir eru mikilvægastir. Upphaf menningarársins verður að vera kraftmikið, áhugavert og fjöl- breytt og ná til borgarbúanna. Síðustu þijá mánuðina gengur þetta vonandi sjálfkrafa, við hnýt- um endahnútinn formlega en sjáum jafnframt til þess að fjöl- mörg verkefni haldi áfram, svo að lokin verði ekki brött og fólk fái á tilfinninguna að ekkert sé eftir. Hafi ekki tekist að ná til borgarbúa fyrstu þijá mánuðina, gera þá sér meðvitandi um hvað er að gerast, hefur okkur mis- heppnast, það er ekki hægt að bjarga málunum síðustu þijá mánuðina." Vön átökum í menningarlífinu Beate Sydhoff hefur sterk bein, er vön átökum í menningarlífinu og hefur tekist á við stór verkefni áður. Hún segist ekki leyfa sér að leiða hugann að því að verkefn- ið nú kunni að vaxa henni yfir höfuð. „Ég einbeiti mér að einu atriði í einu, horfi ekki mikið á heildina. Og almenningur má heldur ekki fá á tilfinninguna að þetta sé of mikið og óska sér einskis frekar en að komast undan menningunni. Grunnþemun eru ætluð til þess að auðvelda fólki að leita uppi þau atriði sem vekja áhuga þess. En álagið er mikið á okkur hér og þótt ég sé vön slíku, hef ég vissulega áhyggjur af sumu unga fólkinu sem hér starfar; að það taki gagnrýnina of nærri sér. Því skiptir svo miklu máli að við átt- um okkur á því hvers vegna hver og einn liður í gagmýninni kemur fram og hvort og hvernig eigi að bregðast við honum. Eg held reyndar að margir grípi nánast tækifærið til að fá útrás og gagn- rýna okkur, af því að við erum ekki komin til að vera. Reynsla flestra menningarborganna er sú að gífurleg gagnrýni hellist yfir framkvæmdanefndina áður en árið gengur í garð, en um leið og það hefst, rennur hún út í sandinn." Sydhoff er sérfræðingur í lista- sögu. Hún starfaði lengi hjá sænska þjóðminjasafninu, sem listgagnrýnandi, háskólakennari, menningarfulltrúi í Bandaríkjun- um og var yfirmaður lista- og menningardeildar Stokkhólms frá 1979. Þá hefur hún skrifað nokkr- ar bækur um listasögu. „Ég hrífst af því að takast stór verkefni á hendur,“ segir Sydhoff og markmiðin sem hún hefur sett sér eru hvorki smá né metnaðarlaus. „Að okkur takist að stækka áhorfendahópinn frá því sem nú er, fá fleira ungt fólk. Ég verð svo óskaplega leið þegar ég fer í leikhús eða á listsýningar og lang- stærsti hluti áhorfenda er mið- aldra. Ég hef ekkert á móti mið- aldra fólki en hópurinn má ekki verða of einsleitur. Og svo hef ég það markmið að minnka bilið á milli listgreina, leggja meiri áherslu á það sem sameinar en það sem aðgreinir.“ SNYRTISTOFAN GUERLAIN IÓðingata 1 • 101 • Reykjavík I Sími 562 3220 • Fax 552 23201 Siðustu daqar útsölunnar Allir jakkar áður 18.900 nú 5.000 Allar buxur áður 10.800 nú 2.800 Allar blússur áður 7.800 nú 1.800 Allar peysur áður 7.800 nú 1.800 Allir bolir áður 1.800 nú 500 Allir kjólar áður 19.800 nú 5.000 i marion F Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfírði • Sími 565 1147 * Alíianz slysatryggingar Ertu viss um að aldrei muni neitt koma fyrir þig? Ei svo er ekki, hvetjum við bie til að kvnna þér slysatryggingar Allianz og einstokum kostuna þeirra. Dæmi: Ársiðgjaidið er 25.476 kr. og það tryggir þér: Örorkubætur 6.000.000 kr. 400% hækkun örorkubóta 24.000.000 kr. Bætur eftir 3 mán. biðtíma 440.000 kr. Bætur eftir 6 mán. biðtíma 440.000 kr. Sjúkrahússdagpeninga 2.000 kr. Aðlögunargreiðslur 200.000 kr. Dánarbætur 1.200.000 kr. Lýtaaðgerð 200.000 kr. Björgunarkostnaður 200.000 kr. Allianz ( Verið veikomin, ráðgjafar okkar taka vel a móti ykkui Anar tölur eru < (sl kr en Bvaaissr a aenai bvska marksins •:1DM=4Q kr.'< Oasmið miðast v-ð kanmann i án*ttunopi *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.