Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Kræki- og blá- berjahlaup Það er útbreiddur misskilningur, segir Kristín Gestsdóttir, að C-vítamín varðveitist betur í hrásaft en soðinni saft. Með því að sjóða upp á saftinni gerum við efnakljúfa óvirka en þeir eyðileggja vítamín í saftinni með tímanum. BERJAFLÓRA íslands er mjög fátæk miðað við önnur lönd. Hér hafa þó alltaf vaxið krækiber, bláber og hrútaber og smávegis af villtum jarðarberjum. Löngu fyrir mína tíð geymdu Islending- ar ber í skyri, þaðan mun beija- skyrið upprunnið. Sykurleysi olli því að við gátum ekki nýtt okkur berin eins og gert er í dag en sykur ver berin skemmdum. Ekki voru frystikistur í þá daga. Síðar þegar meira var um sykur fóru flestir í berjamó og bjuggu til saft og sultu til vetrarforða, enda lítið um ávexti. Konu, sem missti mikið blóð við fæðingu bams síns um dag- inn, var sagt á fæðingardeildinni að borða krækiber það væri svo mikið járn í þeim. Eg hafði aldr- ei heyrt þetta og hringdi í virtan næringarfræðing sem sagði mér að það væri álíka mikið af járni í beijum og lambakjöti eða 2,3 mg en krækiberin hafa það fram yfir lambakjötið að það er C-vít- amín í þeim, að vísu ekki mjög mikið, en þegar við fáum C-vít- amín með járnauðugri fæðu nýt- ist járnið betur. Fjórum sinnum meira C-vítamín er í blábeijum en krækibeijum en járn er hverf- andi lítið í þeim. Til að beijasafi hlaupi þarf að vera mikið pektin í beijunum eins og er í rifsbeijum. Auk þess þarf safinn að vera svolítið súr. I blábeijum er lítið pektin og sama og ekkert í krækibeijum, sem auk þess eru alls ekkert súr. Því þarf að bæta einhveiju súru í berin, svo sem sítrónu- safa, rabarbarasafa eða jafnvel hvítvíni vínsýru eða einhveiju öðru súru. Ég gerði tilraun með að setja hvítvín í blábeijahlaupið og gaf það góða raun. Ýmsar tegundir pektinefna fást sem ætlaðar eru til sultugerðar. Mér finnst alltaf best að sjóða safann fyrst með pektinefninu og setja sykur út í á eftir. Sjóð- ið krukkur og hellið sultunni sjóðheitri í þær. Þær eiga að vera fleytifullar, skrúfið lokið strax á og merkið. Lofttæming verður í krukkunni og sultan geymist vel. Venjulega er sú blábeijasulta sem við búum til nokkuð þunn nema við setjum hleypiefni í hana. Mér finnst ekki gott að nota það í sultu. Ég hefí þá að- ferð að sjóða bláberin, sía þau lauslega, nota safann í hlaup en sjóða þunnt hratið og bæta í það vatni eða jafnvel einhverri vín- tegund og búa til sultu úr því. Bláberjahlaup og sulta Sjóðið berin í 15 mínútur, meijið þau í pottinum, sjóðið áfram í 5 mínútur. Hellið á sigti, en hellið síð- an strax af sigtinu í pott. Þunnt hratið fer í sultu en safinn í hlaup. Hlaupið 1 lítri safi 1 'A dl hvítvín (nota má sítrónusafa og vatn) 1 kg sykur hleypiefni ætlað í 1 lítra af safa 1. Látið safann og hvítvínið sjóða, hellið hleypiefninu út í og sjóðið skv. leiðbeiningum á pakkan- um. Takið af hellunni og hrærið sykurinn út í, látið aðeins sjóða upp. 2. Hellið heitar krukkur fleyti- fullar og skrúfið lokið á. Sultan 1 kg þunnt hrat 1 'A dl vatn, romm eða koníak 900 g sykur Látið sjóða í 5-10 mín. Hellið í krukkur, sjá að framan. Krækiberjahlaup 1 lítri krækibeijasafí 1 kg sykur safi úr einni sítrónu eða um 1 dl sterkur rabarbarasafi hleypiefní ætlað í lítra af safa 1. Setjið krækiberjasafann og sítrónu- eða rabarbarasafann í pott og látið sjóða. Setjið hleypiefni út í og sjóðið skv. leiðbeiningum á pakk- anum. 2. Setjið sykurinn út í og hleypið suðunni aðeins upp. 3. Hellið í heitar krukkur, hafið þær fleytifullar, skrúfið lokið strax á. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-13 frá mánudegi til föstudags Opið bréf til bæjaryfirvalda Kópavogsbæjar EFTIR margítrekuð fund- arhöld, viðtöl og samn- ingaumleitanir við yfirvöld Kópavogsbæjar um ástand það, sem ríkir hér í bif- reiðageymslum Hamra- borgarinnar, sem hingað til hafa engan árangur borið, sjáum við, nokkrir íbúar, okkur ekki annað fært en að skrifa ykkur opið bréf varðandi fyrr- greint ástand sem orsakast af þeirri gífurlegu hjóla- brettaáráttu, sem nú tröllríður hér allri umferð bæði gangandi og akandi vegfarenda. Þetta ástand er með öllu óþolandi og skapar stórkostlega hættu, og ekki spurning um hvort heldur hvenær þarna verð- ur stórslys, kannski er það einmitt það, sem beðið er eftir, svo eitthvað verði aðhafst í þessu grafalvar- lega máli, máli, sem varðar líf og limi allra sem þarna eiga leið um, svo og hættu á stórskemmdum á öku- tækjum. Þessir hjóla- brettaunglingar, sem safn- ast þarna saman kvöld eft- ir kvöld og oft langt fram á nætur valda slíkum há- vaða, öskrum og ópum, að aldrað og misjafnlega á sig komið fólk, andlega og lík- amlega, getur ekki hvílst né notið svefns með eðli- legum hætti, enda sér það hver maður, sem eitthvað vill sjá, að slíkt getur ekki gngið án aðgerða af ein- hveiju tagi. Þau hafa jafn- vel gengið svo langt þessi skrílslæti að fólk hefur ekki þorað út úr bílum sín- um vegna slagsmála og óláta, svo kalla hefur orðið á lögreglu til að skakka leikinn. Þess vegna krefj- umst við þess að þetta hjólabrettafargan verði nú þegar bannað og þessum unglingum fundinn annar staður til að leika listir sín- ar á, og lögregla látin framfylgja þessu banni. Enn fremur kreflumst við þess að merkingar um akstursstefnu verði málað- ar á gólf bifreiðageymsl- unnar, þannig að fólk viti hvernig á að aka innan geymslunnar svo og að sett verði upp merki um að akstur sé aðeins leyfður frá bensínstöð Olís, en ekki í báðar áttir þegar ekið er inn í geymsluna, margt fleira mætti tína til, sem þörf væri á að laga, en nú er sem sagt mál að linni! Og að lokum þetta: Þið, sem myndið meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs, ættuð að hafa það í huga að það er ekki mjög langt í að kosið verði til bæjar- stjórnar, og að við Hamra- borgarbúar höfum enn kosningarétt! Og að við erum þó nokkuð mörg! Það skal að endingu skýrt tekið fram að þetta bréf er ekki skrifað í neinu samráði við svonefnt „Hamraborgar- ráð“ sem á að vera nokk- urs konar tengiliður milli Hamraborgarbúa og bæj- aryfírvalda. Þetta er tekið fram sérstaklega til að valda ekki neinum mis- skilningi. Óánægðir íbúar við Hamraborg. Þakkir VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Viljum senda innilegar þakkri til allra sem gerðu dvölina á Is- landi yndislega og ógleym- anlega. Með kveðju. Harald, Jólanda og Anna Ingebredsen, Noregi. Tapað/fundið Armbands sárt saknað ARMBAND, þrílitt úr hvítagulli og rauðagulli, x-lagað, tapaðist í júlí í Hafnarfirði nálægt sund- laug Suðurbæjar eða á leiðinni til Reykjavíkur og í Árbæinn. Þeir sem hafa orðið varir við armbandið eru beðnir að hringja í síma 557-2156. Seðlaveski týndist VESKI, brúnt leðurseðla- veski sem er brotið í þrennt, tapaðist aðfaranótt sunnu- dags 24. ágúst á Gauk á Stöng. í þessu veski eru skilríki og fleira. Þeir sem hafa orðið varir við veskið eru beðnir að hafa samban’d í síma 554-3354. Kveikjari fannst í Bláfjöllum Á GÖNGU um skíðasvæðið í Blájjöllum fannst kveikj- ari. Á hann er grafið nafn- ið „Róbert". Eigandi getur hringt í síma 553-9104. Úr týndist PULSAR quarts kvenúr, tvílitt, tapaðist við Hym- una í Borgarnesi föstudag- inn 15. ágúst. Þeir sem hafa orðið varir við úrið eru beðnir að hafa sam- band í síma 487-8185. Dýrahald Páfagaukur týndist GRÆNN páfagaukur týndist frá Rauðalæk sunnudaginn 24. ágúst. Þeir sem hafa orðið varir við hann láti vita í síma 568-4146. Týndur köttur KÖTTUR villtist frá eig- endum skammt frá Árnesi í Gnúpveijahreppi um helgina. Hann er svartur með hvítar loppur, hvítt trýni og hvítan hring á rófunni. Hann var með bláa og rauða ól þegar hann villtist. Þeir sem hafa orðið varir við hann eru beðnir að hafa samband í síma 551-3907. SKÁK llmsjön Margcir Pctursson STAÐAN kom upp í opna flokknum á Lost Boys mót- inu í Antwerpen nú í ág- úst. Hollendingurinn Friso Nijboer (2.605) var með hvítt og átti leik, en Þjóð- veijinn Eric Lobron (2.540) hafði svart. 26. Hxf7! - Kxf7 (það er vonlaust að þiggja fórnina, en eftir 26. - Hg7 er svart- ur tveimur peðum undir og með verri stöðu) 27. Dxh7+ - Hg7 28. g6+ - Kf6 29. Hfl+ - Bf5 30. Hxf5+ - Dxf5 31. Dh4+ - Ke5 32. Rxf5 (það er nærtækt að taka drottn- inguna, en 32. Bg5! var fljótvirkari vinningsleikur) 32. - Kxf5 33. Dg5+ - Ke6 34. Dg4+ og svartur gafst upp. Búlgarinn Topalov sigr- aði á lokaða mótinu, en Viktor Kortsnoj varð annar eins og komið hefur fram hér. Röð efstu manna í geysisterkum opnum flokki varð þessi: 1. Mikha- il Gurevich, Belg- íu 7‘A v. af 9 mögulegum, 2.-5. Predrag Nikolic, Bosníu, Erik van den Doel, Hollandi, Rafael Vaganjan, Armeníu og Boris Avrukh, Israel 7 v., 6.-9. Andrei Tsjekatsjev, Rússlandi, Eric Lobron, Kiril Ge- orgiev, Búlgaríu og Alik Gershon, Israel 6 ‘/2 v. o.s.frv. HVÍTUR leikur og vinnur. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI óskar Breiðabliki til hamingju með sigurinn í bik- arkeppni kvenna í fótbolta á laugardag. Leikur Breiðabliks og Vals var oft hinn skemmtilegasti. Leikreyndir Blikarnir réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik, en ungt lið Vals gafst aldrei upp, lék oft stórvel í síðari hálfleik og tryggði spennu eins og vera ber í svo mikil- vægum leik. Sérstök ástæða er til að hrósa ungum markmanni Valsl- iðsins, sem lét ekki taugaspennu bikarleiks slá sig út af laginu. Bæði liðin eiga lof skilið, en Blik- arnir sýndu og sönnuðu að liðið verðskuldar enn einn bikarinn í safnið. Það eina sem náði að varpa ör- litlum skugga á leikinn var léleg mæting áhorfenda á völlinn, sem er svosem engin nýlunda í kvenna- boltanum. Yngri flokkar liðanna létu til sín heyra, en almennir áhugamenn um knattspyrnu sáu greinilega ekki ástæðu til að fjöl- menna. Ekki var þó hægt að kenna veðri um, því bikarleikurinn hefði vart getað verið í skemmtilegra veðri á þessum árstíma. FRÉTT á forsíðu Morgunblaðs- ins á sunnudag vakti athygli Víkveija, en þar var skýrt frá niðurstöðu rannsóknar skoskra vísindamanna. Hún var á þá leið, að konur, sem telja sjálfar sig vera auðmjúkar og af hjarta lítillátar, eigi það síður á hættu að fá hjarta- áfall en þær, sem ágengari eru. Því auðmýkri sem konan er, því minni hætta á hvers konar hjarta- kviilum, segja vísindamennimir. í fréttinni sagði jafnframt, að ekkert hefði komið fram um það hvort niðurstaðan gæti einnig átt við um karlmenn. Þessi frétt er að mati Víkveija merkust fyrir þær sakir, að vís- indamenn skuli yfirleitt rannsaka hluti sem þessa. Hvaðan fá menn hugmyndir að svona rannsóknum og hveijir styrkja þær? Er ekki sannað að streita hafi áhrif á hjartasjúkdóma? Eru vísinda- mennirnir ekki einfaldlega að sýna fram á það enn á ný, en með öðru orðalagi? Ef Víkveiji ætti að túlka fréttina, myndi hann segja sem svo, að hjarta dauðyfla og gufa slær án tilþrifa, en „ágengar" konur koma eigin blóði (og annarra) á hreyfingu svo um munar. Skyldi hafa verið rannsak- að hvor hópurinn lifir skemmti- legra lífi? XXX • • ONNUR frétt í sunnudagsblað- inu vakti Víkveija til um- hugsunar. Skýrt var frá því, að drasl sem fleygt er í sjóinn sé víða stórfellt umhverfisvandamál, meðal annars í Viðey. Staðarhald- arinn, séra Þórir Stephensen, seg- ir áberandi hve mikið drasl reki á fjörur Reykjavíkurmegin og telur að margir freistist til þess í skjóli myrkurs að henda drasli í sjóinn, sem með réttu þyrfti að greiða fyrir förgun á. Víkveiji vonar svo sannarlega að staðarhaldari hafi ekki rétt fyrir sér, en óttast jafn- framt að svo sé. Á gönguferð sinni um hafnarsvæði Reykjavíkur á sunnudag sá Víkveiji svo mikið af drasli í sjónum, að ótrúlegt má virðast ef það hefur allt fokið „óvart“ út á sjó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.