Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF GUÐJÓNSDÓTTIR, Tjörn, Akranesi, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 25. ágúst. Böðvar Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Halla Guðmundsdóttir, Una Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Dóra Guðmundsdóttir, Hrefna Aðalsteinsdóttir, Gunnþórunn Aðalsteinsdóttir, Baldur Ólafsson, Svanur Geirdal, Magnús Þ. Pétursson, Kirstín Benediktsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Ólafur G. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA MARTEINSDÓTTIR, Þingholtsstræti 14, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 23. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Einar Jóhann Gíslason, Sigrún Einarsdóttir, Páll Bergþór Guðmundsson, Kristín Anna Einarsdóttir, Sigurður Stefánsson, Marteinn Einarsson, Edda Margrét Hilmarsdóttir Óskar Einarsson, Björk Ólafsdóttir og barnabörn. + Dóttir mín og móðir okkar, GUÐBJÖRG H. KRISTINSDÓTTIR, lést föstudaginn 22. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 29. ágúst kl. 10.30. Sæunn Jónsdóttir, Atli Freyr Ólafsson, Hörður Flóki Ólafsson, Snædís Ylfa Ólafsdóttir. + Móðir okkar. ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR, Kambaseli 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 23. ágúst. Sigurður O. Pétursson, Þór Ottesen, Björn O. Pétursson. + Faðir okkar, JÓNMUNDUR GUNNAR GUÐMUNDSSON frá Laugalandi, lést á heimili sínu, Sandabraut 11, Akranesi, mánudaginn 25. ágúst. Una, Guðmundur og Benedikt. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GRÍMS S. NORÐDAHL bónda á Úlfarsfelli. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki deilda 11A og 11E á Landspíta- lanum, og öðrum sem önnuðust hann, fyrir vinsemd og góða umönun. Skúli Norðdahl, Inga Norðdahl, Daníel Þórarinsson, Guðmundur Norðdahl, Guðjón Norðdahl, Auðbjörg Pálsdóttir og barnabörn. ÓLAFUR HERMANN EYJÓLFSSON + Ólafur Her- mann Eyjólfs- son fæddist í Hafn- arfirði 17. ágúst 1927. Hann lést að kvöldi 15. ágúst síð- astliðins á Eyvind- arstaðaheiði. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún H. Olafsdóttir, f. 9. júlí 1899 á Hliði á Álfta- nesi, d. 8. apríl 1973, og Eyjólfur Kristinsson skip- stjóri, f. 7. nóvem- ber 1895 á Snússu (Ásatúni) í Hrunamannahr., Arn., d. 6. júlí 1977. Þau lyónin bjuggu allan sinn búskap á Sel- vogsgötu 2 í Hafnarfirði. Systk- ini Ólafs voru fimm og komust fjögur til fullorðinsára, nema Eyrún, sem lést á þriðja aldurs ári. Þau eru í aldursröð þessi: Ragnheiður Eygló, f. 26. ágúst 1925, d. 1. feb. 1988. Þórunn Marta, f. 25. maí 1931, d. 3. nóv. 1992. Eyrún, f. 1932, d. 1935. Eyrún Sigurbjörg, f. 15. sept. 1935, búsett í Hafnarfirði. Inga María, f. 31. jan. 1941, búsett í Hafnarfirði. Hinn 7. júlí 1956, giftist Ólaf- ur eftirlifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Jónsdóttur, talsíma- verði, f. 19. apríl 1931 á Drangsnesi við Steingríms- fjörð. Þau eignuðust fjögur börn, 1) Guðrún, f. 19. feb. 1956, maki Loftur Ingólfsson, bifvélavirki, f. 17. apríl 1955. _ Börn þeirra eru: Ólafur, f. 25. júní 1977, Ingimar, f. 10. sept. 1981, Eyþór, f. 28. des. 1985, Guði-ún Arna, f. 9. júní 1993. 2) Jón Pétur múrarameistari, f. 30. mars 1957, sam- býliskona hans er Helena Sagefors, f. 2. feb. 1961. Börn Jóns Péturs og Sig- ríðar Jakobínudótt- ur eru: Höskuldur, f. 4. júní, 1981, Guðrún, f. 29. ágúst 1987. 3) Erlingur bakara- meistari, f. 11. ágúst, 1962, sambýliskona hans er Guðrún Vilhjálmsdóttir bankastarfs- maður, f. 31. mars 1961. 4) Anna Björk nemi, f. 10. mars 1973, unnusti Snorri Dal Sveinsson tamningamaður, f. 6. janúar 1972. Áður eignaðist Ólafur Þórunni hjúkrunarfræð- ing, f. 14. mars 1954, maki Sig- urður Björnsson, börn þeirra eru: Snorri Páll og Hólmfríður Björk. Ólafur var áhugamaður um söngstarf, hestamennsku og útivist. Hann var virkur félagi í karlakórnum Þröstum og hestamannafélaginu Sörla. Útför Ólafs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag 27. ágúst og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Aðeins vantaði _tvo daga upp á að frændi minn, Ólafur Hermann, yrði sjötugur, en hann varð bráð- kvaddur 15. ágúst sl. Það var gott að eiga frændfólk í Firðinum og naut ég þess í ríkum mæli og nýtti mér oft. Mæður okkar voru góðar systur sem ræktuðu garðinn sinn vel. Óli var kvæntur góðri konu, Guðrúnu Jónsdóttur. Börn Óla voru fimm, öll dugmikil og falleg eins og foreldrarnir. Síðast þegar við hittumst, stóðum við yfir moldum náins ættingja. Þar söng hann með sinpi fallegu tenórrödd kveðjusálm séra Hallgríms Péturssonar, „Allt eins og blómstrið eina“. Sá drekkur hvem gleðinnar dropa í grunn sem dansar á fáksspori yfir grund. í mannsbarminn streymir sem aðfallsunn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur með öðmm er hann meiri en hann sjálfur. Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund kórónulaus á hann ríki og álfur. (Einar Benediktsson) Óli frændi minn í Hafnarfirði fékk að fara með reisn og sæmd. Hann hafði mikið yndi af hestum og naut þess í botn að umgangast þá. Hann var í hópi ferðafólks á hestum þegar kallið kom. Góður Guð, hjálpaðu þeim sem eftir sitja. Blessuð sé minning góðs drengs. Sigríður G. Johnson. Minn kæri bróðir er horfinn svo snöggt. Við stöndum eftir með sorg í hjarta og spyijum: Hvernig gat þetta orðið? Hann, sem var orðinn svo hress eftir alvarleg veikindi, og lífið virtist blasa við honum aftur. + Elskulegur bróðir okkar, ÞORSTEINN EIRÍKSSON Teigaseli 1, lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn 25. ágúst. Sigríður Eiríksdóttir, Friðgeir Eiríksson. + Eiginmaður minn, SVEINBJÖRN JÓHANNESSON bóndi, Hofsstöðum, Garðabæ, er lést þriðjudaginn 19. ágúst, verður jarð- sunginn frá Vídalínskirkju, Garðabæ, föstu- daginn 29. ágúst kl. 13.30. Sigríður Gísladóttir, Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Jón Ögmundsson, Kristin Sveinbjörnsdóttir, Gylfi Mattíasson, Jóhannes Steingrimsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Soffía Böðvarsdóttir, Áslaug Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Sæland, barnabörn og barnabarnabörn. Hann hefði orðið 70 ára 17. ág- úst og fór norður til sonar síns til að fara í hestaferð og eyða afmælis- deginum á hestbaki inni á milli fjall- anna í víðáttu heiðanna við vötnin blá; þar fann hann mestan unað. Við fórum oft saman á hestbak og nutum þess að láta klárana spretta úr spori og syngja saman svo undir tók í hlíðunum í kringum okkur. Nú hefur hann farið í sína síðustu ferð. Hamingjusamur og glaður var hann þennan dag, er hann skyndilega hneig niður á inakka hestsins og var allur á sömu stundu. Við Óli ólumst upp við ástríki góðra foreldra þar sem söngur var í hávegum hafður. Hann var góður söngmaður og söng 1. tenór í karla- kórnum Þröstum og fleiri kórum. Hann var eini sonur foreldra ökkar. Við vorum fjórar systur, sem ól- umst upp með honum og nutum sannarlega umhyggju hans og ástríkis alla tíð. Nú kveðjum við hann systurnar tvær, sem eftir lif- um, með trega en mikilli þökk fyrir að hafa átt svo góðan bróður og félaga. Góður guð lýsi honum veginn á eilífðarbraut. Inga María Eyjólfsdóttir. Það var erfitt símtalið sem ég fékk föstudagskvöldið 15. ágúst frá Erlingi Ólafssyni frænda, um að pabbi hans hefði látist þá um kvöld- ið. Ég vissi að Óli frændi var í hesta- ferð fyrir norðan með Jóni Pétri syni sínum, en þannig ætlaði hann að halda upp á sjötugsafmælið í því umhverfi sem hann unni mest. Hann lést á hestbaki á Eyvindar- staðaheiði. Fyrir nokkrum árum hafði hann gengið undir erfiða hjartaaðgerð og þrátt fyrir eljusemi í endurhæfingu náði hann ekki upp þreki. Hann Oii frændi var einn af mínum bestu vinum frá barnæsku og sérstaklega nú síðustu ár áttum við ánægjulegar stundir sameigin- legar sem söngfélagar í fjölskyldu- kórnum og í hestamennskunni. Ég minnist ávallt þess tíma sem Óli frændi var á sjónum sem loft- skeytamaður á togurum, en þá átti ég heima á Selvogsgötunni, að fjöl- skyldulífið lifnaði við með gesta- gangi, glaðværð og söng þegar Óli kom í land. Fyrstu búskaparárin okkar Bjargar voru á Ölduslóðinni í kjallaranum hjá Óla en við innrétt- uðum hann í sameiningu og kynnt- ist ég honum þá enn frekar og komst að raun um hversu heil- steyptan persónuleika þann hafði að geyma. Verst þótti Óla að fjar- lægja allt dótið sitt en hann var ótrúlegur safnari allskonar véla- hluta í bíla o.fl. en hann hélt gang- andi um áraraðir gamalli Pobedu sem var rússnesk bílategund. Það var ávallt mikill léttleiki og söngur í kringum Óla hvort heldur á mannamótum eða í reiðtúrum. Við áttum okkar síðasta reiðtúr nú í júní en þá fórum við Sléttuhlíðar- hringinn og ræddum mjög djúpt saman um lífið og framtíðina. Þá fann ég að hann var óhress með að geta ekki sinnt hestamennskunni sem skyldi og talaði jafnvel um að hætta henni alveg. Ég hvatti hann til að koma einn dag í sumarferð Sörla í júlí en hann sá sér ekki fært að koma með. Nú hefur Óli bæst í hóp systkina sinna og verður örugglega vel séð um hann á þeim stað. Elsku Gógó, þú hefur misst þinn besta vin og lífsförunaut en við erum þátttakendur í sorg þinni sem er sár og full af söknuði. Megi bless- un Guðs veita þér og fjölskyldunni styrk. Blessuð sé minning hans. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (H. Pétursson.) Kristinn Arnar Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.