Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Risavaxið verkefni Undirbúningur er nú í fullum gangi í Stokk- hólmi sem verður menningarborg Evrópu á næsta ári. Listamenn og almenningur fylgj- ast grannt með og eru ósparir á athugasemd- ir og gagnrýni. Urður Gunnarsdóttir hitti Beate Sydhoff, dagskrárstjóra menningar- ársins, sem á ekki von á öðru en að allt falli í ljúfa löð þegar árið 1998 gengur í garð. Pressens Bild/Hans T Dahlskog STOKKHÓLMUR séður úr turni þýsku kirkjunnar, sem stendur í Gamla stan. BEATE Sydhoff hefur tekist á hendur risavaxið verkefni, að skipuleggja menningardagskrána í Stokkhólmi allt næsta ár, þegar borgin verður menningarhöfuð- borg Evrópu. Sydhoff hefur kom- ið sér fyrir ásamt starfsliði í lít- illi höll í miðborginni og fer brátt að þrengja að hópnum, því stöð- ugt fjölgar í honum. Allir þættir undirbúningsins hafa verið undir smásjánni, sumt hefur mælst vel fyrir, annað hefur kallað óvægna gagnrýni yfir Sydhoff og aðra sem að skipulagningunni standa. Ætla mætti að það fyrsta sem gert væri þegar hafist væri handa við að undirbúa svo gríðarlegt verkefni, væri að ákveða þemu menningarhöfuðborgarinnar. En ónei. „Við hættum mjög fljótlega við að hafa þema hátíðarinnar vegna þess að reynsla fyrri menn- ingarhöfuðborga af því er ekki góð og það viðurkenna stjórnend- ur dagskránna. Nýjasta dæmið er Kaupmannahöfn sem var menningarhöfuðborg árið 1996,“ segir Sydhoff. Engu að síður hafa ýmis þemu skotið upp kollinum í undirbún- ingsvinnunni og það fór á endan- um svo að dagskráin skiptist nið- ur í fimmtán grunnþemu. Ástæð- una segir Sydhoff hafa verið gíf- urlegan þrýsting fjölmiðla og al- mennings. „Á okkur dundu spurn- ingar um hvað við værum eigin- lega að gera, fólk var ótrúlega sólgið í upplýsingar um hvað yrði á dagskrá, og á endanum létum við undan þrýstingnum og settum niður á blað nokkur þemu, þrátt fyrir að okkur væri það fremur á móti skapi. Við köllum þau tengi- þemu, hugmyndin er að hægt sé að tengja alls kyns verkefni, sýn- ingar og uppákomur við þau.“ Listamenn æfir en almenningur jákvæður Viðtökurnar urðu blendnar, Sydhoff segir almenning hafa verið afar jákvæðan en að lista- menn hafi brugðist hinir verstu við og sakað undirbúningsnefnd- ina um að reyna að höfða til fjöld- ans. „Þeir sögðu þetta vera ferða- mannadagskrá og að vissu leyti hafa þeir rétt fyrir sér. Við reyn- um að tengja þetta tvennt; menn- inguna og ferðamennskuna. En þessar öldur lægði, þrátt fyrir að sífellt væri verið að spyija hvað við værum að gera. En við vorum viðbúin því, þeir sem sáu um menningardagskrána í Glasgow fyrir tæpum áratug voru búnir að vara okkur við því að erfiðast yrði að standast hinn mikla utan- aðkomandi þrýsting og kljúfa dagskrána ekki upp, heldur halda henni sem einni heild.“ Vakað yfir hverri krónu Sydhoff segir ástæðu þess að listamenn séu svo fljótir til að gagnrýna menningarborgina vera þá að of litlu fé sé varið til menn- ingarstarfsemi í Svíþjóð og því vaki menn yfir hverri krónu. Margir listamenn hafi óttast að framlög til menningar og lista myndu renna að nokkru eða öllu leyti til menningarársins og þá í eitthvað sém kæmi þeim ekki vel. Sú hafi ekki orðið raunin, heldur þvert á móti hafí framlög til menningar aukist um 18% síðustu tvö árin og þá séu framlög til menningarborgarinnar ekki talin með. Astæðan sé m.a. sú að ákvörðunin um að gera Stokk- hólm að menningarborg hafí orðið til þess að fyrirtæki og stofnanir, sem hingað til hafi ekki sýnt menningu áhuga, hafi ákveðið að leggja fram fé til hennar. Hins vegar hafa enn sem kom- ið er ekki margir — styrktaraðilar lofað fjárframlögum til menningarborgarinn- ar og hefur það valdið mörgum áhyggjum. Ekki þó Sydhoff sem segir það fullkomlega eðlilegt að þeir vilji fyrst sjá svart á hvítu hvað verði í boði, áður en þeir ákveði að leggja fé í að styrkja það. „Og ekki er verið að eyða peningum hér í óþarfa, nú starfa um áttatíu starfsmenn við verkefnið og verða um 100 þegar menning- arárið hefst. Það eru miklu færri en t.d. í Kaupmannahöfn, þar sem starfsmennirnir urðu alls 260. Þeir reyndust allt of margir, t.d. fór mikill tími í að miðla upplýs- ingum á milli starfsmanna, sem voru dreifðir um borgina. Sá fjöldi sem hér er, er miklu viðráðan- legri. Þá höfðum við ákveðið að draga úr kostnaði miðað við fyrstu áætlanir, sem hljóðuðu upp á um 460 milljónir sænskra kr. (4,6 milljarðar ísl. kr.). Nú gerum við ráð fyrir að kostnaður verði um 400 milljónir, 355 fari í dag- skrána og um 45 milljónir í um- sýslu.“ Og að ýmsu verður að huga, t.d. í sambandi við aðgangseyri. Sydhoff segir málið ekki svo ein- falt að niðurgreiða allt miðaverð á menningarárinu, til þess eins að hætta því um leið og árið 1999 gengur í garð, því slíkt muni án efa mælast illa fyrir. 600 dagskráratriði Sydhoff og samstarfsmenn hennar ákváðu í lok síðasta árs að leggja fram tillögu að dag- skrá, sem aftur þótti fullhöll und- ir listamennina. Þar voru kynnt þau verkefni sem þegar höfðu verið ákveðin, um 200 talsins. Þegar fullgerð dagskráin verður kynnt í október, verða verkefnin og atriðin líklega orðin um 600 talsins. Sydhoff segir að vissulega hafi dagskráin sem kynnt var verið komin misjafnlega vel á veg og því ekki allir verið sáttir. I henni skipuðu bókmenntir t.d. lít- inn sess og barnadagskráin hafi ekki verið annað að örlítil vísbend- ing um það sem koma skyldi. - Urðu viðbrögðin til þess að þið gerðuð breytingar á dagskránni? „Nei, við teljum að þess hafi ekki þurft í stórum dráttum, enda hafa viðbrögðin verið jákvæð. En við höfum vissulega fengið ábend- ingar um ýmislegt sem mætti breyta og bæta og höfum tekið tillit til þess. Starf okkar hefur allan tím- ann snúist um að átta okkur á því hvað eigi heima í menningar- dagskránni, á hveiju fólk hafi áhuga, hvað sé að gerast. Og allt verður þetta að vera í jafnvægi.“ Veik staða listarinnar í Stokkhólmi Menningarmála- ráðherrar Evrópu- sambandsins ákváðu á fundi sínum árið 1993 að útnefna Stokkhólm menningarborg 1998. Aþena var fyrst í röðinni, var menningarborg árið 1985, og í ár varð önnur grísk borg fyrir valinu, Þessaloníka. Sydhoff segir útnefninguna skipta miklu máli fyrir Stokkhólm, þar sem staða listalífsins hafi að mörgu leyti ekki við nægilega sterk í borg- inni. „Bara sú staðreynd að meiri- hluti starfsmannanna eru konur, segir okkur það að menningar- starfsemi er illa borguð og nýtur ekki mikillar virðingar. Væri sú raunin, væru karlmennirnir hér miklu fleiri. Með þessu er ég ekki að segja að algert áhugaleysi ríki um menningu hér, það er að verða mikil breyting þar á. Þeir sem ekki hafa lagt í vana sinn að tala um menningu, svo sem stjórn- málamenn, eru farnir að gera það og að baki þessu gríðarlega menn- ingarverkefni er breið pólitísk samstaða. Innan ferðaþjón- ustunnar eru menn einnig farnir að gera sér grein fyrir því að menningarferðamennska er stað- reynd og að slíkum ferðum fjölgar mjög ört, þ.e. stuttum ferðum til borga í því skyni að sækja listvið- burði. Það var eins og hver annar ávani að líta á menningu og listir sem einangrað fyrirbæri." Langtímamarkmið mikilvæg Sydhoff segir reynsluna í Glasgow vera í þessa átt, þar hafi vaknað geysilegur áhugi á menningu í tengslum við útnefn- ingu hennar sem menningarborg- ar. Það hafi leitt til þess að hún sé nú arkitektúr- og hönnunarhöf- uðborg Bretlands. „Glasgow var dæmi um að þegar mikil áhersla er lögð á menningu, laðar það fram aðra hagsmuni og fjármuni. Æ fleiri sjá sér hag í slíkri útnefn- ingu og þeirra starf þarf ekki endilega að fara fram í gegnum okkur, sem skipuleggjum sjálfa dagskrána. Hér hefur útnefningin t.d. haft í för með sér að lögð er mikil áhersla á að garðar og ýmis mannvirki verði tilbúin á næsta ári. Byggingu safna, sem hafði verir ákveðin fyrir löngu hefur verið flýtt og svo mætti lengi telja. Það er ljóst að þetta hefur gríðarlega möguleika í för með sér.“ Þess hefur verið gætt að styrkja verkefni sem hafa áhrif lengra fram í tímann, svo að Stokkhólmur og listalíf borgar- innar muni njóta góðs af, einnig þegar fram líða stundir. „Auðvit- að eru hápunktar til að vekja áhuga fjölmiðla og laða fólk að, fólk getur ekki haft yfirsýn yfir allt. En dagskráin byggir ekki aðallega á þeim, heldur verkefn- um sem hægt verður að þróa áfram. Stór hluti af starfi okkar og áhuga miðar að því að finna nýja áhorfendur, skapa áhuga, ekki síst hjá börnunum." - Eru einhver hættusvæði, eitt- hvað sem þið hafið verið vöruð við hjá fyrirrennurum ykkar? „Hver og ein borg skipuleggur dagskrána og framkvæmir á sinn hátt. En það er enginn svartur listi til. Höfuðmáli skiptir að við gerum okkur grein fyrir eðli borg- arinnar og möguleikum hennar og miðum framkvæmdina við það. Þá kemur svo ótalmargt til greina; iðnaðarsvæði tekin í gegn, nýbyggingar, endurnýjun skemmtigarða, fjölgun útisviða, svo og að hægt sé að njóta menn- ingar utandyra, færa hana út fyr- ir múrana. Stokkhólmur er enn að mörgu leyti byggð lands- byggðarfólki, sem fluttist þangað utan af landi. Fólk sem byggði sér sumarhús utan borgarmark- anna og flýði þangað um leið og færi gafst, leit á borgina sem vinnustað. Þetta viðhorf hefur einkennt borgarlífið en það er hins vegar að breytast, nú eru æ fleiri íbúar fæddir í borginni og líta hana þar af leiðandi öðrum augum, m.a. sem menningarstað. Að þessu leyti eru Norðurlönd- in langt á eftir öðrum Evrópulönd- um. Hlutverk arkitektanna hefur breyst í samræmi við þetta, þeirra hlutverk er ekki lengur eingöngu það að byggja nýtt, heldur end- urnýja elstu borgarhlutana, finna þeim jafnvel nýtt hlutverk. Vegna þess hve hlutverk arkitekta er mikilvægt í því í að skapa borgar- myndina, leggjum við mjög mikla áherslu á arkitektúr á menningar- árinu.“ Barnamenningin ekki einangruð Sydhoff og samstarfsfólk hennar hefur verið gagnrýnt fyrir að sinna barnamenningu ekki sér- Þemu menningar- ársins í Stokkhólmi 1. Hittið heiminn - alþjóðleg borg. 2. Hiðfijálsaorð - lýðræðisleg borg. 3. Hljóðogþögn - klingjandi borg. 4. Borgin sem svið - skapandi borg. 5. Stokkhólmismi - endingar- góð borg. 6. Rúmtímans - sögulegborg. 7. Rótogsiður - helgisiðaborg. 8. K - kynslóðin - ungborg. 9. Sköpun almennings - þátt- tökuborg. 10. Norðurskin - norrænborg. 11. Vatnavegir - fljótandi borg. 12. Ljósogmyrkur - lýsandi borg. 13. Lífsmynstur - mótandi borg. 14. Rými náttúrunnar - lífræn borg. 15. í fótspor Leónardós - upp- finningasöm borg. Morgunblaðið/UG BEATE Sydhoff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.