Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Biskupskjör Enn athugasemd KJORSTJORN bisk- upskosningar hefur sett af stað skriflega kosn- ingu og hefur í engu haft aðvörun mína, í Mbl. þriðjudaginn 29. júlí síðastliðinn, um að tryggja þyrfti að at- kvæðagreiðslan færi fram með þeim hætti að kosningin væri ekki aðeins skrifleg heldur einnig leynileg eins og lögin mæla fyrir um. í þessari grein minni benti ég á að til að þessi biskupskosning upp- fyllti það ákvæði lag- anna að vera leynileg þyrfti sérhver kjósandi að ganga fyrir til þess settan valds- mann með kjörgögn sín sem hann hefur fengið send. Þessi valdsmaður sæi síðan til þess að kjósandinn greiddi atkvæði sitt aðstoðarlaust, í einrúmi og án þess að nokkur maður sæi til. Ekki verður séð að með öðrum hætti sé tryggt að kjósendur greiði atkvæði sín leynilega. Að fram fari leynileg kosning eins og lögin bjóða. Lýsinguna á því hvernig standa þyrfti að atkvæðagreiðslunni sótti ég í lagaákvæðin um utankjörfund- aratkvæðagreiðslu við Alþingiskosn- ingar. Mér eru ekki kunnar úr lögum aðrar skýrgreiningar á því hvernig leynileg kosning skuli fara fram við þær aðstæður að kosið sé utan kjör- fundar. Lögin um biskupskosningu gera ráð fyrir að sú kosning fari fram utan kjörfundar. Ekki er síður ástæða til að gera strangar formkröfur við leynilegar kosningar í fámennum kjósendahópi en Qölmennum. í grein minni lýsti ég því að það væri kjarni leynilegrar kosningar að sérhver kjósandi væri skyldur til að dylja hvernig hann greiddi atkvæði og það væri réttur hans að tryggt væri að allir aðrir kjósendur greiddu atkvæði sín undir sömu skijyrðum. í fjölmiðlafréttinni þar sem sagt var frá þeirri ákvörðun kjör- stjórnarinnar að iáta biskupskosninguna nú fara fram með sama hætti og áður var á engan hátt gerð grein fyrir því hver þau skil- yrði við atkvæða- greiðsluna væru sem gerðu það að hægt væri að telja hana ekki að- eins skriflega heldur einnig leynilega eins og lagt er fyrir í 3. gr. biskupskosninga- laganna. Ekki kom fram í fréttinni að kjör- stjórnin hefði leitað álits annarra um Mér eru ekki kunnar úr lögum aðrar skýrgrein- ingar á því, segir Leifur Sveinsson, hvernig leynileg kosning skuli fara fram við þær að- stæður að kosið sé utan kjörfundar. hvernig haga bæri kosningunni. Verður því að ætla að svo hafi ekki verið. Er það miður. Svo ber til að sami maður var kjör- stjórnarformaður í síðustu biskups- kosningu og tvennum síðustu vígslu- biskupskosningum. Það er ráðuneyt- isstjórinn í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu. Ekki veit ég deili á öðrum Leifur Sveinsson kjörstjórnarmönnum nú eða í fyrri kosningum. Kjörstjórnin átti því óhægt um að komast að þeirri niðurstöðu að breyta þyrfti til um kosningahætti frá þeim sem áður voru viðhafðir. Með því hefði hún verið að taka undir að fyrri kosningar hefðu ekki verið lögmætar. Þess var varla að vænta að niður- staðan kjörstjómarinnar yrði önnur. Hún var að dæma um eigin gerðir. í stjórnsýslunni þykir það ekki heppi- leg málsmeðferð. Það ættu þó að vera hæg heima- tökin hjá kjörstjórninni að fá um það álitsgerð hjá sérfræðingum dóms- málaráðuneytisins hvað þurfi til að kosning teljist leynileg að lögum. Væri og mjög þarflegt að slíku yrði slegið föstu. Ráð væri það og líka að umboðs- maður Alþingis léti í sér heyra um það hvernig standa þurfí að kosningu svo leynileg geti talist að lögum. Nú getur meira en vel verið að þessar áhyggjur mínar séu ástæðu- lausar. í biskupskosningalögunum er lagt fyrir kjörstjómina að senda, auk nauðsynlegra kjörgagna, leiðbeining- ar um það hvemig kosning fari fram. Ef til vill eru í þessum leiðbeining- um þau fyrirmæli og svo strangar formreglur að tiyggt sé og vottfest að kjósandinn „aðstoðarlaust, í ein- rúmi og án þess að nokkur maður sjái til, riti atkvæði sitt á kjörseðil- inn“, og þar með sé uppfyllt þau laga- fyrirmæli að kosningin sé leynileg. Nauðsynlegt er því að kjörstjórnin komi þessum leiðbeiningum á fram- færi við fjölmiðla svo allur almenn- ingur, sem fylgist af áhuga með þessum kosningum, geti gengið úr skugga um hvort biskupskosningin hafi farið fram á tilskilinn hátt sam- kvæmt lögunum. Ekki má auka á hinn mikla vanda hins nýja biskups með því að hann þurfi að velkjast í vafa um hvort hann hafi verið löglega kosinn til hins veraldlega hluta þess há^a emb- ættis að vera biskupinn yfir íslandi. Höfundur er lögfræðingur og var sóknarnefndarformaður Dómkirkjunnar 1971-1975. Feitarmengun á fjörum HINN 27. maí sl. sendi ég grein í Morg- unblaðið undir þessari fyrirsögn, bara til að sýna og sanna að þetta er hreint íslenskt nátt- úrufyrirbæri. Nú hef ég frétt að margir sem þykjast þó vera um- hverfisfræðingar skilja ekki þetta einfalda dæmi mitt. Síðan hefur það skeð (Morgunblaðið 5. júní) að erlendir vísindamenn hafa komið hingað og fundið á kafbáti tvö hitasvæði austur af Grímsey, þar af var annað talið breitt og kraftmikið. Þetta er bara staðfesting á því sem við höfum þekkt árum saman. En við getum ekki af lýsingunni á hitad- alnum fundið út hvemig torfa af loðnu eða rækju lendir í svo miklum sjávar- hita að hún drepst og bráðnar. Afleið- ingamar höfum við þekkt í nokkur ár, þ.e. feitarflekki á sjónum ef logn er, þannig að hún hefur næði til að safnast fyrir. Það sem hamlar mjög vitneskju á þessu sviði - mengun á flörum - er hve fáir fara nú á fjörur til leita að sprekum eða rotuðum físki. Það er engin fátækt í landinu til að reka menn af stað. Svo em hér lang- ar fjörur sem aldrei em gengnar, t.d. frá Grenivík austur að Skjálfanda og frá Grindavík austur að Selvogi eða Þorlákshöfn. Hingað til hafa menn verið fljótir að álykta ef olíumengun kemur á fjörur að eitthvert skip hafi sett út olíu. Þetta er algjör vitleysa enda sagt í hugsunarleysi. Þegar skip setur út olíu er það á úthafi og rák- in svo lítii og mjó að það getur ekki mengað neina fjöru. Kunnasta sönn- unin um þetta er feitarmengunin á Miðnesi árið 1651, löngu áður en vél var fundin í skip. Það sem vitað er um feitarmengun á fjörum hér á landi í tímans rás er: Á Miðnesi 1651, annálar, á Ströndum 1991, við Svalbarðseyri sumarið 1996 og hér á Álftanesi í janúar 1997. Því er við að bæta að óskað er eftir að þeir sem verða varir við olíu- mengun á fjörum láti yfirvöld og fréttaritara í sínu héraði vita. Hvalir Áður fyrr höfðu hval- ir hreinan sjó að synda í en síðan vélskipin komu til sögunn- ar hefur olíumengun verið um allan sjó. Þar við bætist sá mikli fjöldi verksmiðja um allan heim sem dæla olíum og sýrum út í sjó. Þar við Fundist hafa tvö hita- svæði í sjó austur af Grímsey. Asgeir O. Einarsson skrif ar um „hitadalinn“ og áhrif hans á lífríki sjávar. bætist nú olían frá eldfjöllum neðan- sjávar hér við land og í Indónesíu. Það má því segja að hafið sé að verða hálfgerður drullupollur fyrir hvali að lifa í. Þess vegna er meira um hvali hér norður frá en t.d. við Bretlandseyjar, þ.e. vegna hinna mörgu verksmiðja og hinna miklu skipaferða í Vestur- Evrópu. Þegar logn er og olíuflekkir mynd- ast kemur það fyrir að heil fjölskylda af hvölum kemur upp í slíkum olíu- flekki og fær olíubað yfir sig sem er mjög óþægilegt fyrir augun og önnur skynfæri þeirra. Hvalirnir leita í hreinan sjó og synda hratt og langt til að þvo olíuna af sér. Það gengur illa í söltum sjó en ef þeir komast í árósa áa sem renna út í hafíð, t.d. Ölvesá eða Skjálfanda, er þeim að mestu borgið með hreinsunina. Ég nefndi í fyrri grein 8 dauða hvaii sem fundust í sandfjöru rétt innan við Þorlákshöfn. Ég reikna með að þeir hafi lent í olíuflekki í nánd við eldgjána sunnan Reykja- ness og á eftir tekið strikið austur með landi þar til þeir komu í betra vatn þar sem Ölvesá blandast í haf- ið. Þá fóru þeir inn í ósinn og fengu þar enn betra vatn og góða hreins- un. Hreinsun var jú mest í varið en eftir hinn langa sundsprett sem var eins og fælni hjá villihestum, hafa þeir verið úrvinda af þreytu og leitað eftir sléttri sandfjöru sem þeir fundu auðveldlega. En hvers vegna liggja þeir svo dauðir efst í fjörunni, hlið við hlið eins og stjórnað af þjálfara. Þeir koma í aðflæði, raða sér á fjör- una og eru á því dýpi sem þeir geta hvílst og andað en þegar þeir fá vatn í öndunaropið færa þeir sig ofar og loks efst í fjöruna. Þeir geta ekki farið afturábak, geta ekki snú- ið við af því að þeir liggja of þétt saman. Smám saman gerir þungur líkami þeirra dæld í sandinn sem þeir komast ekki upp úr. Annars er dauðalega þeirra svo skipulögð að þar virðist engin örvæntingarfull til- raun hafa verið gerð til að losa sig. Sama hefur verið með hvalina 7 sem fundust dauðir austan Langaness, nema þeir hafa fengið sína mengun af norðaustur svæðinu. Það er lífið í sjónum og náttúran sem raðar hvölum svona skipulega í dauðann. Höfundur er dýralæknir Ásgeir Ó. Einarsson Umhverfisráðuneytið Viðtakandl: Sendandi: Dagsetning: Málsnúmer: Bréfalykill: Minnisblað Guðmundur Bjarnason Magnús Jóhannesson 11. október 1996 96050081 10-03-4 Vestfirðir Efni: Tillögur Önundar Ásgeirssonar um snjóflóðavamir á Flateyri Ég hef rætt málið í tvígang við Helga Hallgrímsson vegamálastjóra. Vegamálastjóri upplýsti að Gísli Eiríksson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Vestfjörðum hefði ekki fjallað með neinum hætti um tillögur Önundar Ásgeirssonar um snjóflóðavamir á Flateyri og gæti ekkert um þær sagt sem slflcar. Hann hefði að vísu fengið afrit af bréfum og skrifúm O.Á. send til sfn í pósti. Hann hefði hinsvegar ekki verið í neinu sambandi við Ö.Á. vegna þessa. Aðspurður um möguleika Vegagerðarinnar til að fjaUa um tillögur Ö.Á., sagði vegamálastjóri að Vegagerðin hefði ekki neinn sérstakan áhuga á því, en ef eftir því yrði leitað þá gæti Vcgagerðin væntanlega lagt mat á það hvort framkvæmd tillagna Ö.Á. sé tæknilega möguleg og þá hver lfldegur kostnaður við hana yrði. Hinsvegar taldi vegamálastjóri af og frá að stofnunin eða starfsmenn hennar gætu lagt nokkuð mat á virkni framkvæmdanna gagnvart snjóflóðum. Þar scm virkni vamarvirkjanna á Flateyri gagnvart snjóflóðum er meginforsenda aðgerðanna sé ég ekki tilgang þess að leita eftir umsögn Vegagerarinnar á tillögum Ö.Á. MINNISBLAÐ MJ til umhverfisráðherra. Blekking- arnar burt ÉG SEM aðrir er orðinn þreyttur á ábyrgðarlausu blaðri í umhverfis- ráðuneytinu, sem þó birtíst aðallega í sjónvarpi og fjölmiðlum. Ráðuneyt- isstjórinn, Magnús Jó- hannesson, sendir mér kveðju í Mbl. 22.08.97 til svars greinar minnar 20.08.97 um snjóflóðavarnirnar á Flateyri, sem nefndist Böðlar Flateyrar, sem hann telur „óvenjulega ósmekklega nafngift", en greinin fjallaði um snjóflóðagarða ofan Flateyrar, sem kostað- ir eru af almannafé. Þetta eru mestu um- hverfísspjöll, sem unn- in hafa verið hér á landi nærri byggð, og valda óbætanlegu tjóni fyrir Flateyri og um- hverfi hennar og mjög takmarkaða vörn svo sem viðurkennt er af Skipulagi ríkisins, sem lagt hefir bann við byggingum og búsetu Ráðuneytisstjóri hafði enga möguleika, segir • • A Onundur Asgeirsson, til að meta þetta sjálfur. næstu 20 ár á stórum svæðum neð- an „varnargarðanna", sem veija áttu byggð á staðnum. Fátt getur verið vitlausara. Flateyringar hafa krafist opinberra uppkaupa á húsum neðan garðanna. Nafngiftin á grein- inni er því sönn - allt of sönn. Það er eðlilegt að einhvetjum svíði undan sannleikanum um meðferðina á Flateyri, en staðreyndirnar tala sínu máli. MJ á þannig ekki óuppgjörðar sakir við mig, heldur það sem verst er, - við sjálfan sig. Snjóflóða- farvegir Snjóflóð á hreyfingu renna eins og vatn og leita jafnan lægsta punktar. Þessvegna eru snjóflóða- brautir eða niðurgrafnir „kanalar" einfaldasta og auðveldasta lausnin á slíkum vanda. Á Flateyri var ein- falt að gera slíkar snjóflóðabrautir strax neðan beggja snjóflóðagilj- anna, og beina hættunni burt. Þess- ar brautir hefðu verið langt frá byggð og veitt fullkomið öryggi fyr- ir núverandi byggð þar og fyrir fólk- ið, sem þar býr. Þetta er það, sem ekki fékkst gert. MJ hefir ekki sýnt mér né öðrum fram á að slík athug- un hafi farið fram, þótt annað standi í grein hans. Þetta er kallaður laum- upúkaháttur. Ég sneri mér beint til NGI í Osló í fyrrahaust með fyrir- spurn um, (1) hvort ekki hefði farið fram athugun á að gera slíkar brautir og (2) hver bæri ábyrgð á röngum tillögum þeirra á Flateyri. Þessu hefir NGI ekki svarað. Enginn hefir heldur svarað þessu af skynsemi hér, heldur er alls staðar sagt það sama: „Við gerum það sem verkfræðingarnir leggja til.“ Slíkur átrúnaður nefnist hræsni. Verkfræðingar eru ekki óbrigðulir, frekar en við hin. Virkni varnargarðanna Tillögur mínar um sjálfstæða athugun á gerð snjóflóðabrauta fengu ekki stuðning umhverfísráðuneyti- sins. Þess vegna lagði ég til við fjár- málaráðherra, að Vegagerð ríkisins yrði falið að framkvæma slíka at- hugun, enda fullnægjandi verk- kunnátta þar fyrir, og því ódýrasti og aðgengilegasti kosturinn. Vega- gerðin var tilbúin að taka að sér verkefnið, en var stöðvuð af MJ, svo sem fram kemur á meðfylgjandi minnisblaði hans til umhverfisráð- herra dags. 11.10.1996, en þar seg- ir að þar sem Vegagerðin gæti ekki lagt mat á „virkni framkvæmd- anna“ sér MJ „ekki tilgang þess að leita eftir umsögn Vegagerðarinn- ar“ á gerð snjóflóðabrauta. Það er þannig MJ, sem tekur hina endan- legu ákvörðun og ábyrgð á tillög- unni til ráðherrans, þótt leynt hafi átt að fara. En hveijir voru það, sem dæmdu endanlega um „virkni varnargarð- anna“? Vaiið stóð milli rangt stað- settra, 20m hárra „varnargarða" byggða að mestu úr gagnslítilli Eyrarhjallamöl utan í brattri fjalls- hlíð eða niðurgrafna snjóflóðafar- vegi grafna út úr hryggjunum sjálf- um neðan giljanna. VST eða Snjó- flóðavarnir Veðurstofunnar höfðu enga möguleika á að dæma um virknina, frekar en verkfræðingar Vegagerðarinnar. NGI neitar að svara. Skipulag ríkisins hefir talið varnargarðana hættulega. Eini maðurinn, sem gefið hefír sig fram til að meta þetta, er sjálfur ráðu- neytisstjóri umhverfisráðuneytins MJ. Þetta er því aðeins enn eitt dæmi um valdníðslu í, ráðuneytinu, því að ég fuliyrði að MJ hafði enga möguleika á að meta þetta sjálfur. Hann virðist ánægður með afrekið. Þótt grein hans sé vel skrifuð, er hún efnislega röng. Afleiðingarnar sjást vestur á Flateyri. Burt með blekkingarnar. Höfundur er fyrrv. forstjóri OLIS Önundur Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.